Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1968 3 Jón Auðuns, dómpróf.: Frelsi eða fjötrar Hver er sá, að hann vilji ekki vera frjáls? Horfðu á nýfætt barn. Ein fyrsta athöfn þess er sú, að það sparkar og spyrnir við hverju því, sem fjötrar litla líkamann, og grætur þótt það sé vafið mýkstu, hlýjum voðum. Það fylg ir því eðlisboði, en veit ekkifyr ir hverju það er að berjast. Heilbrigður unglingur aflar sér menntunar með erfiðri skóla setu árum saman. Til hvers? Til þess að verða frjáls, óháðuröðr- um. Baráttan fyrir bættumkjör um berjast flestir. Hversvegna? Til þess að geta verið öðrum óháður og frjáls. Menn eru alla ævi að berjast margvíslegri baráttu fyrirfrelsi, en finna oft fjötra þar sem frels is var leitað. Sé frelsið miðað við það eitt, að eignast frjáls- ræði til að lifa að eigin geðþótta, án tillits til annarra, leiðir það til ófarnaðar, sem enginn sér fyr ir í byrjun. Við lifum í samfélagi við aðra menn, fólkið, sem er að þokast áfram með gleði sína og sorgir, vonir sínar og vonbrigði á sama vegi og við, þú og ég. Guð vak- ir yfir öllum, sem á veginum eru og það er ósveigjanlegt lögmál, að notir þú frelsi þitt öðrum til tjóns eða harma, hittir afleiðing þess þig í réttu hlutfalli við þunga þeirrar sektar, sem þú bakar þér. f einum hinna helgu texta þessa sunnudags eru alvarleg orð um, hve afdrifaríkt það get- or orðið að nota frelsi sitt ná- unga sínum til ills. Þar gefur Kristur enga von um uppgjöf saka, ef maðurinn stígur ekki fyrsta sporið á vegi iðrunar og yfirbótar sjálfur. Hann talar engu orði um það, að nokkur annar geti greitt fyr- ir þig þá skuld. Hann notar lík- ingu, sem hann notaði oftar, um skuldafangelsi, sem enginn kom izt úr fyrr en skuldin sé til síð- asta eyris greidd. Hið sígilda dæmi þess, hvert skefjalaust og ábyrgðarlaust sjálfræði leiðir manninn, er saga Jesú af unga bóndasyninum, sem fór að heiman. Glaður lagði hann af stað í faðm hins nýja frelsis úr ímynd- uðum fjötrum heima. En fávís- legt nautnalíf felldi á hann þyngstu fjötra, meðan hann uggði ekki að sér. Og þá fyrst er fjötrarnir höfðu fært hann niður í svaðið, hóf hann yfir- bótargönguna, hina löngu og erf iðu ferð aftur heim. Og hjá föð- ur sínum heima Jann hann frels- ið og lausn frá blekkingunni, lífslyginni. í byrjun þessarar aldar sólaði sig skáldið Oscar Wilde í glæstri frægð og glæstum nautnum. Hver var frjáls í samkvæmislífi gáfu- manna og hástétta eins og hann? Hann var hinn mikli aufúsugest ur í gleðisölum aldarinnar auð- ugur, frægur og dáður umfram flesta menn aðra, maður sem bók staflega virtist fá allt og geta al'lt, sem hann vildi. En hver vissi það, að þessi dáði maður var í fjötrum ónáttúrlegs nautna lífs? Og hrunið kom, ærumissir, dómur og smán, fangelsisvist. Menn höfðu litið til hans, sem hins frjálsa manns. Fjötrana sáu þeir ekki. Af bókinni, sem hann reit i niðurlægingu fangelsisvistarinn- ar má ráða, að að verulegu leyti fann hann þá það frelsi, sem hann hafði glatað í hringiðu með lætis, frægðar og auðs. Hann lærði þar betur en fyrr, að þekkja sjálfan sig. Sú þekking er frumskilyrði þess, að verða frjáls. En hér má annað viðhorf ekki gleymast: Þú lifir ekki einn. Þú lifir ! samfélagi vfð aðra menn, fjöl- skyldu þína, þjóðfélagið. Efbróð urhugur kærleikslund og tillits- semi við aðra menn, heldur í hönd þess frjálsræðis, sem þú vilt njóta, færir það þér ham- , ingju, ella ekki. Ef þú notar frelsi þitt í eiginhagsmunaskyni einu og með skeytingarleysi um þjóðarfarsæld og þjóðarhag, verð ur þ'að að sárbeittu sverði, sem snýst gegn sjálfum þér og sær- ir aðra. Að ýmsu leyti er svo komið íslenzkum þjóðarhag í dag, að háskasamlegt er að gleyma þessu. Skefjalaus krafa þegnanna til sjálfræðis fellir á þá sjálfafjötra fyrr en .varir og bruggar lýð- ræðinu banaráð. Ét EFTIR EINAR SIGURÐSSON Síldveiðarnar. Um 50 skip eru nú farin að veiða síld norður og austur í hafi um 5 sólarhringa siglingu frá landinu. Lítið hefur veiðzt af síld, það sem af er, og er því kennt um, að hún sé stygg og haldi sig djúpt. Algengasti sól- arhringsafli hefir verið 1000- 1500 lestir, og er það hreint ekkert, þegar tekið er tillit til fjölda skipanna, eða ekki nema 20—30 lestir af meðaltali á skip. Það er afli fyrir 20-30 þús- und krónur á dag, Það er sjálf- eagt lítið meira en fyrir olíunni og fæðinu. En það er svo með síldina, að menn eru alltaf að vona, að nú fari að veiðast. Þannig var það á síldarleysisárunum eftir 1944, alltaf héldu skipin áfram að fara á síld, þótt þau fengju sama og enga veiði. En útlitið er nú ekki eins svart núna, því að þó nokk- ur veiði var í fyrra, þó að hún væri miklu minni en árið áður. Það er fjarlægðin, sem er það geigvænlegasta við þessar veið- ar. Það er alveg vonlaust að eiga að flytja síldina í land á veiði- skipunum sjálfum. Verðið á saltsíldinni hefur hækkað í kringum 20% frá því í fyrra, en ekki verður séð að svo stöddu, að hve miklu gagni það kemur fyrir þessa útgerð. Verðið á söltunarsíld á miðun- um var ákveðið kr. 1.90 kg. Það er svipað og greitt hefur ver- ið fyrir síldina til frystingar, og 62 aurum hærra en fyrir bræðslusíldina. Mikil hjálp væri í því fyrir síldveiðiflotann, ef fleiri „söltunarstöðvar” væru á miðunum en stöðin hans Valtýs. Nú geta síldarsaltendur lagt það niður fyrir sér, þegar þeir vita um verðið, hvort það svarar kostnaði að vera þar með slíkar stöðvar. Ekki þarf að kvíða því, að þær fái ekki síld. Þorskveiðarnar. Einmuna blíða hefur verið til sjávarins viku eftir viku, oft ekki blaktað hár á höfði dögum saman. Það er varla hægt að tala um landlegu í allt vor. Afli hefur haldizt góður und- anfarið. Togararnir hafa verið að koma með allt að því full fermi af karfa. Einn togari veiddi mikið af ufsa við Eyjar, Nokkrir togarar hafa siglt með aflann á erlendan markað o g fengið verð, sem var alveg von- um framar. Togbátarnir hafa aflað vel, einkum fyrir norðan og austan, en fiskurinn hefur verið smár. Hins vegar hafa þeir verið að fá stærri fisk fyrir suðurströnd- inni, en minni afla, en sæmileg- an þó. Það er nú komið svo, að írysti- húsin eru hætt að kaupa smá- fisk, fisk, sem er undir 57 cm., enda hefur Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna bannað að heil- frysta slíkan fisk, en hann fór aðallega á Rússlandsmarkað. Þeir samningar hafa nú verið uppfylltir og meira en það. Frystihúsin kaupa heldur ekki karfa undir 500 grömmum. Nokkrir bátar stunda linuveið ar og eru þá á útilegu og afla sæmilega 5-6 lestir að meðaltali yfir daginn. Hér sunnanlands er það stór og fallegur fiskur sem fæst. Afli á handfæri hefur glæðzt, einkum ufsi. Humarveið in hefur líka farið vaxandi. íslendingar verða að veiða fisk. Erfiðleikarnir á að selja sjáv- arafurðir landsmanna fara svo að segja vaxndi með hverjum mánuðinum, sem líður. Skreiðin hefur nú legið óseld í landinu tvö ár, og enginn sér fyrir endann á því vandræðaástandi. Hvað verður mikið af henni orð- ið ónýtt, ef einhverntíma opnast markaður fyrir hana í Nígeríu? Varla verður mikið til að kaupa fyrir í því landi, er hörmung- um styrjaldarinnar linnir. Freðfiskurinn féll í verði í fyrrá um 20—30%. Og nú hefur nýtt verðfall á blokk skollið á í Bandaríkjunum. Framleitt hef- ur verið mun meira af freð- fiski en á sama tíma í fyrra. Jafnframt auknu framboði ann- ars staðar frá veldur þetta sölu- erfiðleikum, einkum í Bandaríkj unum, þar sem margir eru um boðið. Svo er komið að búið er að framleiða upp í alla sölusamn inga út árið og það nú á miðju ári. Að vísu aflast mest á vetr- arvertíðinni. En aflabrögðin hafa verið alveg óvenjulega góð í vor og sumar, svo að mest hefur líkzt hávertíð. Eru til þess tvær orsakir, óvenjumikil fiskgengd umhverfis allt landið, sem meðal annars stafar af friðuninni af ísnum, og að margir bátar, sem áður stunduðu síldveiðar, veiða nú þorsk. Er ekki enn vitað, hve þessi floti getur orðið stór, það fer eftir göngu síldarinnar og veiði, sem ekki spáir allt of góðu sem stendur. Og nú hafa bætzt ofan á þetta söluerfiðleikar á saltfiski. Árum saman hefur svo til allur salt- fiskur verið farinn úr landi að áliðnu vori, og var einna bjart- ast yfir þessari verkunaraðferð. En nú mun ófarinn úr landi um helmingurinn af saltfiskinum og jafnvel rúmlega það, og það sem verra er, að megnið af þessum fiski mun vera óselt. Mikill vandi og hætta er að geyma yf- ir sumarið óverkaðan saltfisk. í hann vill koma maur, sem nefnd ur er rauði, og jarðslagi. Þegar verið er að telja upp erfiðleika og raunir sjávarút vegsins, eru ekki gleymdir erf- Iðleikar síldarútvegsins, sem stafa af hinu gífurlega verðfalli síldarlýsisins, sem er meira en á nokkurri annarri útflutnings- vöru landsmanna og mun nú nema um helming af verðinu 1966. Eini ljósi bletturinn í öllum þessum hrakfallabálki er, að auð velt er að selja tvær mikilvæg- ar framleiðsluvörur landsmanna, síldarmjöl og saltsjld, fyrir gott verð. Útgerðarmenn og fiskverkend ur hafa ekki lengur neinu að tapa, það sem þeir áttu, er farið og meira en það. Þeir eru að forminu til taldir eiga skreiðina, en hvaða eign er það? Þeir ,,eiga“ óselda saltfiskinn, en hvaða eign verður það í haust eftir sumarhitana og þegar bú- ast má við nýrri framleiðslu alls staðar að á hina þröngu saltfiskmarkaði? Og hvaða eign verður í frosnum fiski um næstu áramót, þegar flest öll frystihús landsins verða full út úr dyr- um af óseldum fiski? En hverju er þjóðin bættari, þótt útgerð- armönnum og öðrum framleiðend um sjávarafurða yrði velt? ís- lendingar verða að veiða fisk og selja hann fyrir það verð sem þeir geta fengið fyrir hann á hverjum tíma, ef þeir eiga að tóra. Nú er komið til kasta ríkis- stjórnarinnar og alþingis að móta ákveðna stefnu í sjávarút- vegsmálum með tilliti til að- steðjandi erfiðleika sjávarút- vegsins. Annað hvort er að koma málum útvegsmanna á heilbrigð- an rekstrargrundvöll eða skera þá niður við trog. Svona getur þetta ekki gengið. Norðmenn athafnasamir á síld- armiðunum. Frestur sá, er norskir útgerð- armenn höfðu til að tilkynna um sjósöltun síldar á miðunum, rann út 1. júlí, og eftir því sem næst verður komizt, er gert ráð fyrir að salta þar 15.000 tunnur. 5 „söltunarstöðvar'* munu salta síld á miðunum. Fyrstu leiðangursskipin fóru 4. júlí. f fyrra voru 22 reknetabátar á * miðunum við ísland, í ár er gert ráð fyrir, að þeir verði 13. Fyrsta síld Norðmanna á Bjarn- areyjarsvæðinu. 25. júní veiddu Norðmenn sína fyrstu síld á Bjarnareyjarsvæð- inu. Voru það 180 lestir. Finn Devold hafði áður fundið þær á rannsóknarskipinu Johan Hjort dreifða síld á stóru svæði. Þessi fyrsta síld var samstundis seld í finnska „söltunarstöð", sem var búin að vera þó nokkurn tíma á miðunum. Danskir útgerðarmenn óska eft- ir styrkjum. Meirihlutinn í stjórn félags danskra fiskiskipaeigenda hefur óskað eftir, að ríkið styddi danskan sjávarútveg. Talið er, að 15.000 danskir sjó- og útgerð- armenn séu á barmi gjaldþrots. Saltfiskur frá Grænlandi, lækk- ar í verði. Fyrsti saltfiskurinn, sem barst frá Grænlandi til Noregs, var seldur á 20 krónur kg., og er það 4 krónum lægra en í fyrra. 60% af fiskinum er smáfiskur, sem greiðist með 25% lægra verðL Þjóðverjar óska eftir síld í bræðslu. Samningar hafa staðið yfir milli norskra útgerðarmanna og eigenda þýzkra síldarbræðslna um, að norsk síldveiðiskip leggðu upp í Þýzkalandi, þegar svo bæri undir, síld, sem veidd- ist í Norðursjónum. Hér er um 6 verksmiðjur að ræða, 3 í Brem erhafen og 3 í Cuxhafen. Geta þær tekið 1500 lestir á viku eða sem svarar einum skipsfarmi á dag. Framhald á bls. 21 Ítalíuferðir ítalska blómaströndin - London brottf. 26. júlí (fullt) og 9. ágúst (4 sæti). Róm - Sorrento - London brottf. 16. ág. (fullt) og 30. ág. (2 sæti). Grikkland - London brottf. 13. sept. (nokkur sæti). Ferð/n, sem fólk freystir Ferð/n, sem fólk nýtur Ferð/n, sem tryggir yður mest fyrir peningana er ÚTSÝNARFERÐ Spánarferðir Verð frá kr. 10.900.- með söluskatti Lloret de Mar — skemmtilegasti baðstaður Spánar e 4 dagar London brottf. 26. júlí (fullt), 9. ágúst (fullt). TH O n 16. ág. (fullt), 23. ág. (4 sæti), 30. ág. (fá sæti), 6. sept., 13. sept. (fullt). TORREMOLINOS, brottf. 23. ágúst (fá sæti), 20. sept. (4 sæti). Benidorm, brottf. 20. sept. (fá sæti). Mið-Evrópuferðin vinsœla (fá sæti). FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN Austurstræti 17 Sími 20100/23510. Síðustu sœtin í sumarferðirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.