Morgunblaðið - 21.07.1968, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1968
auminginn verður sleginn, þegar
hann faer bréfið þitt.
Þetta gat Pam ekki þolað.
Það var of kaldhæðnislegt til
þess.
Hún hló, smöggt og beizkjulega.
— Ef þú vilt vita það sanna,
þá var það Hugh, sem vildi slíta
henni, sagði hún. — Það var
efnið í bréfinu, sem ég fékk í
morgun.
Frú Harding varð enn reiðari.
En nú snerist reiðin ekki að
Pam heldur að Hugh.
— Ég mundi sjá hann dauðann
áður en ég sleppti honum, sagði
hún með ofsa. — Hvernig dirf-
ist hann að stinga upp á því, að
þú slítir trúlofuninni? Bíddu
bara þangað til frú Richards
fær að heyra, hvað ég hef um
þennan' dásamlega son hennar að
segja!
— Þú lætur það ógert, mammra
sagði Pam einbeittlega. — Skil-
urðu ekki, að það mundi bara
gera illt verra? Viltu kannski
að allir nágrannarnir fái að vita
um þessa niðurlægingu mina?
Viltu láta alla segja, að hún dótt
ir þín hefði verið dregin á tálar?
9
-------------- j
Sérðu ekki, að það eina sem
hægt er að gera, er að stein-
þegja um þetta?
Frú Harding róaðist loksins
TRYQGINQ
ER
NAUÐSYN
FERDATRYGGING
er nauðsynleg, jafnt á ferðalögum innanlands
sem utan Ódýr og hagkvæm slysatrygging fyrir ferðafólk.
©
FARANGURSTRYGGING
bætir tjón, sem verða kann áfarangri. Þessi trygging
er ekki síður nauðsynleg en ferðatrygging
ALMENNAR TRYGGINGAR f
PÖSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700
BYGGINGAVÖRIJR
Harðtex — 122 x 274 em — Vs”
Krossviður — birki — 3 og 4 min
Krossviður vatnsheldur — 6,5 og 12 mm
Masonite olíusoðið — J22 x 274 cm — Vs”
Masonite special — 122 x 366 cm — %”
Spónaplötur — 122 x 266 cm — 10, 12, 16 og 19 mm
Saumur — Þakpappi.
Timburverzlunin VÖLUNDUR HF.
Sími 18430.
rss
ALLTAF FJOLGAR VOLKSWAGEN
VOLKSWAGEN 1600 A
er rúmgóður, glœsilegur
og sparneytinn bíll. n
HEKLA hf
ofurlítið. Hún skildi, að Pam
hafði rétt að mæla.
— Þetta kann að vera rétt
hjá þér, tautaði hún. Við getum
látið það berast úrt, að þú hafir
ekki viljað halda áfram með
þetta. Við getum sagt, að þú
hafir ekki getað til þess hugsað
að eiga heima í Rio. Og það er
engin ástæða til þess, að því
yrði ekki trúað. Og,ef út í það
er farið; þá ér Rio svo langt í
burtu. Ég verð að segja, að ég
var aldrei hrifinn af því, að þú
færir þangað.
Pani brosti bara og gekk inn
í húsið. Já, ef fólk bara vildi
trúa því, að það hefði verið hún,
sem átti upptökin að skilnaði
þeirra Hugh!
5. kafli.
En vitanlega trúði þessu eng-
inn maður. Að minnsta kosti
ekki ein éinasta kona, og í
svona litlu samfélagi veltur allt
á konunum. Þær sögðu - alveg
eins og Pam hafði búizt við -
að það lægi alveg í augum uppi,
að Hugh hefði neytt hana til að
segja sér upp. Vitanlega mundi
engin stúlka með fullu vitisitja
af sér svona góða giftingu af
frjálsum vilja.
Frú Richards sagði í hálfum
hljóðum við helstu vinkonur
sínar, að auðvitað þætti henni
þetta mjög leitt, en hinsvegar
hefði hún frá öndverðu varað
veslings Pam við því, að Hugh
væri að eðlisfari hálfgerður
daðrari.
Pam reyndi að látá eins og
ekkert væri, og tókst það að
nokkru leyti. Hún var kát í
bragði á almannafæri, en þótt
hún kynni að hafa getað blekkt
karlmennina, þá blekkti hún
að minnsta kosti ekki kven-
fólkið.
— Það er sagt, að bezta ráðið
til að taka þessu sé að vera kyrr
heima og láta eins og ekkert sé
ég efast bara um það. Sjálf
hugsaði hún gremjulega. - en
ég, að það sé einskonar óþarfa
sjálfspynding. Ég vildi bara
óska, að mamma og pabbi vildu
lofa mér að fara að heiiman.
En það vildu þau ekki heyra
máttu þau ekki til þess hugsa,
að missa hana að heiman. Þá
yrði heimilið svo tómlegt, þegar
hana vantaði. Og enda þótt það
hefði verið allt í lagi af þeirra
hálfu, að hún færi að heiman til
þess að giftast, þá var allt annað
ef hún færi nú að heiman, án
nokkurrar sérstakrar ástæðu.
— Þú ert að láta ímyndunina
hlaupa með þig í gönur, sagði
móðir hennar. — Fólk talar
ekkert um þetta, og segi það
nokkuð, þá verður það ekki
annað en það, sem ég er búin að
segja því - að þú hefðir ekki get-
að hugsað þér að eiga heima í
Rio, og þessvegna hafirðu
sleppt honum Hugh.
Hrúturinn 21 marz — 19 apríl
Þú ert léttur í lund, heima og heiman, hvildu þig frá önn dagsins
Nautið 20. apr. — 20. maí.
Þú eyðir meiru en þú gerðir ráð fyrir, vertu örlátur við þína
nánusitu.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní.
Lagfæðu eitthvað heima fyrir, og endurskipuleggðu fjárihaginn.
Heilsan er að lagast.
Krabbinn 21. júní — 20. júlí.
Sinntu trúmálum eitthvað, vertu víðsýnn, farðu í ferðalag.
Skriifaðu engin bréf.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Haltu virðingu þinni, vertu markviss, ræddu ekki um fjármál,
en hafðu augun opin.
Meyjan 23. ágúst — 22. sept.
Bænastumd að morgni dags er holl, og talktu síðan afstöðu til
eimkamála.
Vogin 23. sept. — 22. okt.
Farðu til kirkju, og skipuleggðu síðan einkamálin. Vertu þolin-
móður, og vertu heima.
Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv.
Láttu aðra halda, að þeir ráði, en hafðu allt þitt fram, svo lítið
beri á.
Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des.
AUt gengur vel í dag, en einkamálin liggja í lágiinni.
Steingeitin 22. des. — 19. jan.
Heimtaðu ekkert af öðrum, ofþreyttu þig ekki, láttu eðlisávílun
þina Uggja í láginni, hvíldu þig er á líður.
Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr.
Reyndu að halda þolinmæðinni, og vertu orðvar.
Fiskarnir 19. febr. — 20. marz.
Láttu ekkert glepja þig frá áformum þínum, og haltu fast við
þitt