Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1968 Hrynjandi veldi Sovétríkjanna ÞEGAR farið er um lönd í Austur-Evrópu og höfuðborg- ir heimsóttar, er erfitt að komast hjá þeirri niðurstöðu, að sovézka stórríkið sé að lið- ast í sundur — hægt, en eins örugglega og heimsríki Breta og Frakka og annarra ný- lenduvelda fyrri tíma. Fyrrverandi leppríki Moskvuvaldsins eru farin að taka stjórnina í eigin hend- ur. Leiðtogar eins og Alex- ander Duibcek í Tékkóslóvak- íu og Nikolae Ceaucescu í Rúmeníu eru ótvíræðir fylgis menn kommúnismans, en móta hann að eigin geðþótta, án þess að fletta upp í leiðar- vísum frá Kreml. Þessir menn og raunar fleiri kommúnistaleiðtogar í Austur-Evrópu fara að dæmi Títós, sem kom af stað sjálf- ræðishreyfingunni fyrir tveimur áratugum, og skapa ýmis afbrigði þjóðlegs komm únisma í ríkjum sínum. Og stundum virðast þjóðlegheitin skyggja á kommúnismann. Athyglin heinist að Tékkó- slóvakíu. Miðstöð þessara breytinga er nú í Tékkóslóvakíu. I>ub- cek kom óvænt til valda fyrir hálfu ári og stjórnar nú frið- samlegri byltingu „frjáls- lyndra“ kommúnista gegn ,-,ihaldssömum“ kommúnist- um. Þessi bylting hefur breytt skipan. þjóðfélagsmála og veitt þegnunum aukið frelsi. Slíkt frelsi þekkja aðeins þeir Tékkar, sem eru nógu gamlir til að muna árin fjjrir síðari heimsstyrjöldina, þegar þjóð þeirra bjó við lýðræði og þingstjórn að vestrænum sið. Og þessi bylting er að rífa í tætlur einingarvon evr- ópskra kommúnista. Orðið „einstefnungur“ er ekki leng- ur notíhæft um kommúnista- ríkin í Evrópu. Sumar komm únistastjómir fagna við- leitni Dubceks. Aðrar skelfast hana og myndu fagna innrás Sovétmanna í Tékkósló- vakíu til þess að útrýma villutrúnnL Það sem hér hefur verið sagt, táknar ekki að leppa- veldi Sovétríkjanna muni hrynja á, einni nóttu. Viðkom andi hernaðarsamtök, Var- sjárbandalagið, munu enn- fremur standa um sinn. Eng- in kommúnistastjórn hefur í hyggju að ganga til liðs við Vesturveldin. Jafnvel virðist hlutleysisstefnan að hætti Títós ekki vera til umræðu. En það sem mestu skiptir. er að stórríki Sovétmanna er að rakna upp. Stefnubreytingar „bandamanna" Sovétríkjanna Fyrir fáeinum árum þurftu leiðtogarnir í Kreml aðeins að klappa saman lófum til þess að „bandamenn" þeirra stæðu rétt og biðu skipana. Ef það brást og veruleg vand- ræði hlutust af, hikuðu Rúss- ar ekki við að beita hervaldi, eins og Krúsjéff gerði í Ung- verjalandi árið 1956. Nú er öldin önnur. í vor, þegar Tékkar urðu uppvísir að stefnubreytingu, hikuðu Rússar. í stað þess að ganga til verks töluðu þeir og töl- uðp. Þeir héldu sex ráðstefn- Walter Ulbricht — „óvinsæl- asti ráðamaður í Evrópu". ur á sextán vikum með nýju leiðtogunum í Tékkósió- vakíu. Þeir vísuðu á bug til- mælum um vald'beitingu frá Walter Ulbrioht og fleiri slík- um og ákváðu að lofa DubceK að halda sinni byltingu. Vissulega stóð Moskvuvald inu ekki á sama um það sem gerðist í Prag. En sundrung kommúnista í A-Evrópu er komin svo langt, að þeir sem hefðu fordæmt ofbeldi eru fleiri en þeir sem hefðu niælt því bót. Þessi sundrung hefur lengi valdið áhyggjum í Kreml. Oft hefur verið rætt um hina djúpstæðu skiptingu A-Evr- ópu í suðurhluta og norður- hluta. f norðurhlutanum sátu rótgrónir alræðismenn, trúir þjónar sovézku húsbænd- anna. Þannig er í Póllandi og Austur-Þýzkalandi og þanni^ var í Tékkóslóvakíu til skamms tíma. En þar fyrir sunnan hefur andi frjálsræðis mátt sín mik ils — í Rúmeníu, Ungverja- landi og Búlgaríu. Þar hafa margvíslegar ákomur hrjáð Rússa á liðnum árum. Nú hefur Tékkóslóvakía slegizt í hóp suðurríkjanna og það með slíkum atburðum, að rétttrúaðir kommúnistar átíta þar verra en í hinum löndunum. Þá eru aðeins eftir tveir einræðisherrar af gamla skói- anum, sem eru tvímælalaust hollir Sovétríkjunum, þeir Walter Ulbrioht í Austur- Þýzkalandi og Wl'adyslav Gomulka í Póllandi. Völd Ulbrichts Ennþá hefur þeim valtasta allra einræðisiherranna tekizt að halda völdum sínum. Ul- bricht hefur verið einvaldur 17 milljóna A-Þjóðverja í tvo áratugi. Þegnar hans hafa aldrei sætt sig við að vera útilokaðir frá samskiptum við 40 milljónir annarra Þjóð verja, sem búa við langtum meiri velmegun og óendan- lega miklu meira frelsi. Þótt járnstjórn Ulbrichts hafi fært A-Þjóðverjum meiri búsæld en þekkist í öðrum kommúnistaríkjum, hefur hún ekki fært honum vinsældir. Hann er vafalaust óvinsælasti ráðamaður í Evrópu. Til þess að halda Ulbricht við völd þarf ekki færri en tuttugu sovézkar herdeildir. Og hann hefur ekki gleymt því sem gerðist árið 19&3 þeg ar fylkingar óvopnaðTa A- Þjóðverja gerðu fyrstu upp- reisn gegn kommúnistum eftir stríðið. Sú uppreisn var fljótlega bæld niður með sov- ézkum vopnum. Svo auðvelt væri ekki að fást við byltingu kommúnista sjálfra, eins og þá sem Dubcek gerði í Tékkósló- vakíu. Ulbridht óttast og for- dæmir meira en nokkur ann- ar það sem gerzt hefur í Prag. Hjólið var læst Ungverjar hafa verið var- færnir í tilraunum sínum að losa um taumhald Sovétríkj- anna. Á þessu ári hafa verið teknar upp endurbætur á hag kerfinu, svipaðar þeim sem á síðustu árum hafa náð fót- festu í öðrum evrópskum kommúnistaríkjum, þótt þær séu í ýmsum myndum. En þegar Ungverjar eru nú komn ir af stað á annað borð, virð- ast þeir ætla að ganga lengra í átt til kapítalisma en nokk- ur þjóð undir stjórn komm- únista. Ungversk gamansaga segir mikinn sannleika um anda þjóðarinnar, eins og títt er í kommúnistaríkjunum. Komm únistaleiðtogar margra þjóða sátu þing í Búdapest fyrir skömmu og var Miklhail Sus- lov formaður sovézku sendi- nefndarinnar. Verkamaður nokkur ók hjóli sínu að hóteli því sem hýsti þingið og steig af því við dyrnar. Lögreglu- maður kom þá til hans og sagði: — Þú getur ekki skil- ið hjólið þitt eftir hérna. ^að er verið að halda ráðstefnu. Hérna eru stórmenni utan úr öllum heimi. Já, jafnvel Sus- ‘ lov er hér. — Það ér allt í lagL svar- aði verkamaðurinn. Hjólið er læst. Útlitið í Moskvu Kommúnistaleiðtogar Sov- étríkjanna standa nú frammi fyrir miklum vanda í Austur- Evrópu og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Sú samsteypa kommúnistaríkja, sem Rauði herinn kom á fót eftir heimsstyrjöldina er nú á stigi sem úrslitum ræður um framtíð þess. Þrjú helztu öflin, sem eru Ungverjar hafa ekki gleymt endalokum byltingarinnar arið 1956. Nú hafa áhrif Sovétríkjanna í Austur-Evrópu minnkað. Wladyslav Gomulka. hér að verki eru þessi: • Voldug þjóðernisstefna gerir þjóðirnar undir stjórn Sovétrí'kjanna sífellt ófúsari til þess að taka við skipunum frá Moskvu, hvort sem um er að ræða utanríkisstefnu eða innanríkismál. • Verið er að varpa fyrir róða hinum sovézka kommún isma, sem byggist á miðstjórn hagkerfisins, þar eð hann hef ur reynzt ðhæfur til að gegna hlutverki sínu. Róttækar um- bætur eru í deiglunni víða í Austur-Evrópu. • Vaxandi nauðsyn iðn- væðingar að nútímahætti þvingar Austur-Evrópumenn til að snúa sér í auknum mæli til Vesturlanda og frá Sovét- ríkjunum, sem reynast ófær um að meta kröfur ríkja sem leitast við að koma upp iðn- væðingu er geti orðið sam- keppnisfær um allan heim. Er líklegt, að Rússar grípi til hervalds, eins og þeir gerðu í Ungverjalandi árið 1956, til þess að reyna að hindra frek- ari veðrun áhrifa sinna í A- Evrópu? Þeir sem bezt þekkja til, ál'íta slíka íhlutun ólíklega, nema Varsjársamþykktin verði brotin eða einokun kommúnistaflokksins verði stefnt í hættu með stofnun nýrra stjórnmálaflok'ka. Nýju stjórnendurnir í Tékkósló- vakíu hafa lagt sig fram um að fullvissa Rússa um að slíkt komi ekki til greina. Ef Sovétmönnum tekst ekki að vinna bug á frjálslyndis- öflunum í Tékkóslóvakíu á friðsamlegan hátt, er hætta á að þessi hugmyndafræðilega bylting muni, grafa undan öllu skipulagi sovézkra komm únista. Ef Rússar láta aftur á móti vopnin skipta eða beita ströng um efnahagsþvingunum, er hætta á uppreisn andsovézkr- ar þjóðernisstefmu í A-Evr- ópu, andstöðu kommúnista- flokka á Vesturlöndum og för dæmingu alls heimsins. (Unnið úr grein í U. S. News & World Report). — María Ölafsdóttir Framhald af bls. 10 íalenzka höfunda, en nú hef ég dregist aftur úr, — veit ekki hvað þeir yngri eru að gera. Það ligguir hinsvegar ijóst fyrir, að miínu éliti, að rmiMar breytíngar hafa orðið á þessu sviðL ekiki síður en öðrum. — Ég hefi sýnt árlega í Kaupmannaihöfn s.l. 19 ár og sýni þar í 20. si'nn í vor. Þá hefi ég einnig haft sýningu í Þýzkalandi. Það vœri óneit- anlega mjög gamam að geta haldið einkasýningu hér á ís- lamdi, en ég reikna ekki með að það igeti orðið í náinni framtíð. Það er dýrt að haida málaverkasýningar, eklki sízt ef semda þarf málverkin iang- ar leiðir á sýningarstað, — dýrara en svo að ég hafi efni á því. Og liistamenn verða að borða og borga húsadeigu eims og annað ‘ fólk. — Maðurinn mánn heitir Alfred Jensen og er listmálarL við búuon í Kaupmannahöfn, en eruim nú að byggja oikkur hús úti á landi. Við lifum á list okkar, en ég verða að segja það að markaðiuritnn fyrir málverk er fremur þröngur í Danmörtou. Fólik kauipir í vaxandi mæli mái- verk í verzl/unum, en leitar minna til listamannanna sjálifra. — Ég hefi bæði fengist við grafík og olíumálverk. Á ár- unum 1949—1950 gerði ég all- margar grafíkmyndir og hafði hugsað mér að gefa þær út í bók. Af því hefur ekiki orðið enn. Núna mála ég meira oláu- málverk, og þá oft myndir af fólki. Það manniega hefur alltaf heiilað miig og mér finnst það nærtækara sem við- fangsefni að máia það sem ég hefi séð. — Núna er ég að vinna að myndaseriu sem á að túlka ísland og ísienkk viðhorf á þeim tíma sem ég var að alast upp. Þá var maðurinn meira einn með náttúrunni, Hver sveitabær var raun og veru lítill heimur. T. d. byiggði faðir minn sjálfur bæinn sem við áttum heima í. Hver helia átti sína sögu og varð minnisvarði þess sam hana lagði. Nú hefur þetta alt breytzt með aukinni véla.menningu. Ég mund'i segja að það væri eitthvað íslenzkt í öiMiu því sem ég gerL — ísLenzkux blær. Ég hef t.d. reynt að skrifa töiuvert á íslenzku og það hefur hjálpað mér og skýrt það fyrir mér sem ég hef verið að vinna við. Nú, þegar Japanir kynna Iand sitt STÚDENTAFÉLAG Háskóla Is- lanicCs efnir til lanidkynningar- fundar á kaffistofu HáskóLa ís- lands mánudaginn 22. júJlí ki. 17—15. Munu þá ‘kynnia Japan á erusku fjórir stúdentar fré Koma- zawa háskólanum í Tokyo, en þeir dveljast nú hér á lanrii við margháttaðar jarðfræðirannsókn- ég hefi fcomið till falands verða áhrifin enn meiri. FaWega landið og þróttmikLa fódkið hafa „inspíreað" mig — fyrir það er ég þakkJát. ir, eims og fram hefur komið í fréttum. Munu þeir á fundimim sýna fagrar litskuggamyndiir frá heimalandi sínu. Auk þess miuivu þeir svara fyrirspurnum. Að- gangUT er ókeypis og alknm heiimill, ó imeðan húsrúm leyfir, en íslenzkir stúdentar enu sér- staklega hvaittir til þess að mæta og launa þanmig hinum japönsku stúdentum í verki áihuga siinn. (Fréttatilkynning frá Stú- dentafélagi Háskóla íslands). \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.