Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1»6« 7 „Hindúatrúin upprunnin í Frakklandi“ segir Spivack teiknari, rithöf&ndur og mannfrœðingur, sem nú sýnir í glugga Morgunblaðsins Um þessar mundir sýnir mál- verk í glugga Morgunblaðsins amerískur málari, Morris Red- man Spivack að nafni, sem mörgum íslendingum er kunn- ur, því að hann hefur ferðazt vítt og breitt um allt tsland og teiknað fólk í þúsundatali. Hann er hinn mesti heims- hornaflakkari, sem fsland hef- ur gist, því að hann hefur ferð- ast um 40 þjóðlönd á s.l. 10 árum, og þætti það ærið líf- starf hverjum meðalmanni, þótt ekki kæmi fleira til. Við þurfum ekki að lýsa Spi- vack fyrir íslendingum, til þess er hann allt of þekktur, alltof ^unnur af því að ganga i hús og spyrja, hvort hann eigi ekki að teikna eða mála mynd af bóndanum, en það er þó sjaldn ast uppi á teningnum, nema sá hinn sami hafi eitthvað listrænt til að bera. Sumir bera honum illa söguna. Aðrir hæla honum á hvert reipi, en eitt má full- yrða, að hann er orðinn hérna hagavanur, og vill sig i bráð hvergi flytja. Hann kom niður á ritstjórn á dögunum, lítill, grannur með dökk sólgreraugu, en alltaf er hann samt í góðu skapi og hvern ig má annað vera um mann, sem safnar á langri og við- burðarríkri ævi andlitsmyndum af fólki. Einhverntíma sagði hann: „Þegar ég er búinn að teikna 50.000 andlit sný ég aftur heim til New York.“ Bætir svo við, efablandinn á svip og milli vara hans læðist orðin: „Ef til viR“ „Ég hélt þú myndir spyrja mig að því fyrst, við hvaða land mér félli bezt? Sjáðu nefnilega til, þú þarft ekki að spyrja. Staðreyndirnar tala skír asta málinu. Á 10 árum hef ég ferðast um 40 lönd, og þar af hef ég dvalizt nær samfelit á íslandi siðan í janúar 1965. Og ég er ekkert á þeim buxunum að yfirgefa ykkur, hvort sem ykkur líkar betur eða verr.“ „Hvaðan ertu upprunninn, Spivack og hvað ertu gamall?" spyrjum við þennan andlitssafn ara. ,,Seinni spurningunni neita ég að svara. Fólk gæti fundizt ég vera allt of -gamall, ef ég færi að gefa upp aldur minn, en eitt er mér þó óhætt að láta uppi: Ég er á óvissum aldri. Fyrri spurningunni er fljót- svarað. Ég er frá Bessarabiu, sem þið sjálfsagt vitið með alla ykkar landafræðikunnáttu að var hérað í Rúmeníu áður. Rússar gleyptu það á sínum tíma. Sum ir hafa haldið að ég væri Rússi í aðra röndina, en það er ég ekki. Fólkið mitt talaði rúm- ensku, en það er sem kunnugt er rómanskt mál, en ekki slafn eskt. Foreldrar minir fluttu ung til Bandarikjanna. Þá var ég þriggja ára gamall. Síðan hef ég búið í New York. Áður en ég fór i þetta heimshornaflakk mitt var ég blaðamaður við New York Evening Mail, og hafði áður stundað ritstörf. Ég hef gefið út margar bækur og ritgerðir um listir. Gef það allt út sjálfur. Og þegar þessari hnattreisu minni er lokið, fæ ég máski aftur frið til að skrifa bók um það, sem mér hefur fyrir augu borið. Raunar hef ég aldrei ferðazt í einum áfanga kringum hnöttinn. Þeir ferðast á annan máta, sem af því geta stært sig. Ég hef t.d. aldrei far- ið yfir Kyrrahaf. En ég hef komið að austur- og vestur- strönd Kyrrahafsins. Þess á milli hef ég heimsótt 40 þjóðlönd." „Og hvað finnst þér nú sjálf- um merkilegast við þessa hnatt reisu þína, fyrir utan að kynn- ast þessari fólksmergð?" „Ætli það sé þá ekki, þegar ég uppgötvaði það að Hindúa- trú er upprunnin frá þeim, sem ristu hellaristurnar í Suður- Frakklandi." „Ja, mér þykir þú segja tíð- Morrls Redman Spivack eins og Sveinn Þormóðsson sér hann. indi, maður minn, og má ég heyra þá sögu?" Sagan er raunar sögð í bækl- ingi, sem ég skrifaði árið 1961 og kallaðist á ensku: „The cos- mic dance of Lascaux." Sagan er þessi: í 3 ár flækt- ist ég um Asíu í leit að sann- leikanum um manninn og upp- runa menningarinnar. Sú leit leiddi mig að lokum til Lax- caux í Frakklandi. Dag nokkurn kom ég á stað þann í Indlandi, sem kallastAll ora, ekki fjarri hinum frægu Ajanta hellum. En þar er hogg- ið út í helli Buddhamusteri. í þessu hellamusteri sá ég líkn- eskju úr gráum steini af Hindúa guði sköpunar og eyðileggingar SIVA, sem sýndi hinn „cos- miska" dans. Þetta er dans himneskar gleði, svo undursam legur, að enginn mannlegvera getur líkt eftir honum. Hann snýr fætur sínar tvisvar utan um hvorn annan. Fylgdarmað- ur minii reyndi undir styttunni að líkja eftir þessu en mátti gefast upp. Styttan var í fullri líkamsstærð. Þetta var dans, sem aðeins guð einn gat gert. Dans- inn hjá SIVA, sem kallaðurvar Tandava, er eitt af frumatrið- um goðafræði Hindúa, ekki sízt vegna þess, að Buddhatrúin lít- ur á alheiminn seins og „cos- miskan" dans. f Somanath, þar sem stendur hið átta sinnum endurreista musteri SIVA, hlust aði ég á gamlan gráskegg leika og syngja SIVAdansinn og kvæð ið var svo sannarlega þess virði að sjálfur Dante hefði ort það. Seinna heyrði ég þetta kvæði flutt í Junagadh af nemendum í Skólanum fyrir söguflytjend- ur, en sá skóli er algjört eins- dæmi um heimsbyggðina alla. Ég var fyrsti gestur þar frá Vestur löndum. Og nú víkur sögunni -til Frakklands. 1. júlí 1961 kom ég í hellana hjá Lascaux í Dor- dogne í Frakklandi, eftir að hafa haldið áfram leitinni i Róm, Aþenu, Þebu, Susu og Jerusalem, og þarna uppgötv- aði ég hinn upprunalega dans SIVU, —en 10.000 árum eldri. Allar hreyfingarnar í þessu hellnaristum voru hinar sömu. Hellirinn í Lascaux er þess vegna gamalt musteri. Þessir tveir cosmisku dansar eru eins. Niðurstaða mín er sú, að trúar- brögð Indverja eru komin frá Lascaux. Hvenig þau hafabor- izt frá Frakklandi suður og aust ur á bóginn er auðvitað hulið í myrkviðum liðinna alda, en allt um það, mun það vera rétt ályktað, að fólkið, sem ruddist inn í Indus — dalinn kom frá Evrópu, en ekki frá Suður-Ind- landi, eins og sumir fræðimenn í Pakistan virðast halda. Ég gæti auðvitað margt fleira um þetta sagt, en læt staðar numið að sinni. Franskir forn- leifafræðingar hafa margir skrif að mér bréf og sagt, að þeir væru skoðunum mínum sam- þykkir. Eins og er, mún kenn- ing mín, njóta mestra vinsælda.“ Og nú heldur þessi nýmóð- ins hellnamálari sína fyrstu mál verkasýningu á íslandi ograun ar í öllum heiminum í glugga Morgunblaðsins. Skoðun hans er sú, að með hliðsjón af þessum meistaraverkum í hellunum í Frakklandi, er mesta listaverk- ið fólgið í fáum dráttum. Þannig lítur Spivack út í sjálfs sín augum. „Og svo_ sem ég áður sagði, er ég ekkert að hugsa um að snúa heim til Nýju Jórvíkur. Það eru svo mörg andlit, sem ég hef ekki séð. Sjálfsagt líða ár þar til ég fæ tíma til að snúa aftur heim til Frelsisstytt- unnar og skrifa bók múna um mannfólkið. En það gerir ekk- ert til. Ég lifi hvern dag meir en flestir, læt hverjum degi nægja sína þjáningu og gleði og ég öfunda engan af neinu.“ Og með það kvöddum við Morris Redman Spivack og ósk uðum honum góðs gengis við að festa helftina af andlitum Is lendinga á blað. —Fr.S. FRÉTTIR Fíladelfía, Keflavík. Samkoma á sunnudag kl. 2. Bernó Sjöberg frá Svíþjóð talar. Allir hjartanlega velkomnir. Kópavogsbúar Sumardvalarheimilið í Lækjar- botnum verður til sýnis fyrir al- menning sunnudaginn 21. júli frá kl. 3-10. Bílferð frá Félagsheimil- inu kl. 3. Kaffiveitingar. Ágóðinn rennur til sumardvalarheimiUsins. Kristniboðsfélag karla Fundur mánudagskvöld kl. 8.30, í Betaníu Haraldur Ólafsson og Ól- afur Ólafsson tala. Allir karlmerm velkomnir. Fíladelfia, Reykjavík Filadelfiusöfnuðurinn hefur heim sókn í dag og á sunnudag. Það er trúboðinn Berno Sjöberg frá Karls krona í Svíþjöð. Hann talar bæði kvöldin kl. 8.30. Hjálpræðisherinn. Sunnud. kl. 11 Helgunarsam- koma kl. 8,30 Hjálpræðissamkoma, kl. 10,30 Bænasamkoma. Foringjar og hermenn taka þátt í samkomum dagsins. Allir velkomnir. Kristileg samkoma verður í sam- komusalnum Mjóuhlíð 16, sunnu- dagskvöldið 21. júlí kl. 8. Allt fólk hjartanlega velkomið. Frá Orlofsnefnd Hafnarfjarðar Þær konur í Hafnarfirði, er viija komast í orlof, komi á sktifstofu Verkakvennafél. Alþýðuhi'is'nu, 7. og 8. ágúst kl. 20-22, sími 50307. Dvalizt verður að Laugum í Daia- sýslu 20.-30. ágúst. Skáiholtshátíðin 1968 5 ára vígsluafmælis kirkjúnn- ar verður minnst á sunnudaginn. Messa hefst kl. 2. Samkoma hefst kl. 4.30. Ferðir verða frá Umferð- armiðstöðinni kl. 10.30 og til baka kl. 6.30. Skemmtifeð Kvenfélags Hall- grímskirkju verður farin þriðjud. 23. júlí kl. 8.30 árdegis. Faiin verður Krísuvíkurleið að Selfossi og þar snæddur hádegisverður. Þá farið til Eyrarbakka og Stokks- eyrar, Skálholts, Laugarvatns, Gjá bakkaveg til baka. Upplýsingar eft ir kl. 17 í síma 13593 (Una) og 14359 Aðalheiður. Dúnn Athugið Dúnn og fiður nýkomið. Til sölu er Volkswagen Einnig dún og fiðurhelt rúgbrauð ’59 með nýrri léreft. vél og nýju boddýi og 1. Verzl. Anna Guðlaugsson, flokks standi. Uppl. í síma Laugavegi 37, sími 16804. 1626, Selfossi. Reiðhjól óskast Bíll til sölu Vil kaupa vel með farið reiðhjól með gírum .Simi 36419. Skoda 1201 model ’59, verð kr. 5.000, simi 51461. BEZT að auglýsa Loftpressur Tökum að okkur alla loft- pressuvinnu, einnig skurð í Morgunblaðmu gröfurtil leigu. Vélaleiga Símonar Simon- arsonar. simi 33544. Hesthúsaeigcndur í Kardimommubæ Áríðandi fundur verður haldinn í félagsheimilinu að Freyjugötu 27, 2. hæð miðvikudaginn 24. þ.m. kl. 20.00. Áríðandi að hesthúsaeigendur fjölmenni. STJÓRNIN. MÁNUDAGUR SlÐASTI DAGUR ÚTSÖLUNNAR. Kjólar frá 95/—, slæður frá 25/—, eymalokkar frá 65/— LOLÝ, Vesturveri. Einkaritari Stúlka óskast til innflutningsfyrirtækis. Enskukunn- átta nauðsynleg. Nauðsynlegt að umsækjandi hafi bílpróf. Umsóknir leggist inn til blaðsins merktar: „8407“. UTAVER PLASTIIMO-KORK StóVEGI 22-24 :30280- Mjög vandaður parketgólfdúkur. Verð mjög hagstætt. ARABIA-hreinlætistæki Stórkostleg nýjung Hljóðlaust W.C. Hið einasta í heimi Verð á W.C. Handlaugar Fætur f. do. aðeins kr. 3.650,00 — 930,00 — 735,00 Clœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON heildverzlun, Hallveigarstíg 10. — Sími 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.