Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚL.Í 196« ---- 17 Gullíoss Ein3 og rakið var hép í blað- inu s.l. sunnudag, standa enn yfir umfangsmiklar rannsóknir á helztu fallvötnum landsins til að unnt sé að gera áætlanir um fleiri stórvirkjanir á næstu ár- um. Er þar að sjálfsögðu um ýms ar leiðir að ræða og því nauð- synlegt að gera margháttaðar samanburðarathuganir. Ein þeirra virkjunarleiða, sem sérfræðingar hafa nefnt, er íungufellsvirkjun, þar sem op jarðganga mundi vera ofan við Gullfoss en úttakið fyrir neðan. Af slíkri virkjun mundi senni- lega leiða, að ekkert vatn yrði í Gullfossi í þurrkum, þótt bent sé á, að unnt væri að gera sér- stakar ráðstafanir til að hleypa á hann vatni, eins og gert mun vera sumstaðar erlendis t.d. við Niagarafossa. Enginn styður stóriðjufram- kvæmdir og ráðstafanir til nýt- ingar vatnsorkunnar meir og bet ur en Morgunblaðið, en samt sem áður vill blaðið strax benda sér- fræðingum okkar á, að íslend- ingar munu ekki una því, að náttúruspjöll yrðu framin við Gullfoss, jafnvel þótt verulegir fjárhagsmunir væru í boði. Það er nauðsynlegt að menn hafi frá upphafi í huga. Þegar ákveðið var að ráðast Gullfoss. REYKJAVÍKURBRÉF ■Laugardagur 20. júlí 1 byggingu kísilgúrverksmiðju við Mývatn, voru ýmsir andvíg- ir þeirri ráðstöfun, þar sem þeir óttuðust, að náttúrufegurð eða fuglalífi kynni að verða apillt. Eðlilegt var að þeir, sem þann ótta báru í brjósti, vildu sannfæra sig um, að ekkert slíkt væri í húfi, því að þá hefði bygging verksmiðjunnar verið meira en hæpin. Sem betur fer er þannig búið um allar framkvæmdir við Mý- vatn, að engin ástæða er til að óttast náttúruspjöll, og þess vegna var þar sjálfsagt að hefja framkvæmdir. En við Gullfossi má ekki fremur snerta en Mý- vatni, ef einhver hætta er á ferðum. „Iimbyrðis vátryggingastofn- un fvrir fulltrú- j ana sjálfa66 Talsvert er nú um það rætt, að íslendingar beri minna traust til stjórnmálamanna og minni virðingu fyrir þeim en áður var. Þetta er áreiðanlega vafasöm staðhæfing og eins hitt, að ís- lenzkur æskulýður hafi ekki á- huga á þjóðmálum. Lengst af hefur það verið svo, að deilt hefur verið á stjórn- málamennina og oftast mun óvægilegar en nú er gert. Svo falýtur líka ætíð að vera í lýð- frjálsu landi, enda þýðir lítið fyrir þá, sem kippa sér upp við ádeilur, að taka þátt í stjórn- málum. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra nefndi það einhvern tíma í gamansömum tón, að Btjórnmálamenn yrðu að vera við búnir ádeilum, þeir væru til þess að láta skamma sig og fengju laun fyrir. En ef menn efast um það, að fyrrum hafi verið deilt á stjórn- málamenn, má gjarnan rifja upp gömul ummæli Einars Benedikts- sonar, þegar hann barðizt fyrir framfaramálunum, en mætti and- stöðu og þvergirðingshætti. Þá sagði hann m.a.: „Hér þarf að leggja leiðar- línur þjóðernisstefnunnar yfir svo langt tímabil, fyrst og fremst, sem útlend lán geta veitzt til, þegar Alþingi snýr sér að því að verða löggjafarsamkoma fyrir landið, í stað þess að vera inn- byrðis vátryggingarstofnun fyr- ir fulltrúana sjálfa.“ Þarna er ekki töluð nein tæpi- tunga, heldur sagt, að alþingis- mennirnir, stjórnmálamenn þess tíma, hefðu það að æðsta mark- miði að tryggja aðstöðu sína og samþingsmanna sinna. Þá strax var talað um „stétt“ stjórnmála- manna, sem hefði ekki sérlega háfleygar hugsjónir. Æskan og stjórnmálin Sú staðhæfing, að íslenzkur æskulýður hafi ekki mikinn á- huga á stjórnmálum, lífshags- munamálum þjóðar sinnar, er líka út í bláinn. íslenzkir æsku- menn hugsa miklu meira og ræða miklu meira um þjóðmálin en hinir eldri tíðum gera sér grein fyrir. íslenzk æska er sér þess fullkomlega meðvitandi, að hún á að erfa þetta land, gæta sjálf- stæðis þess og hagsmuna. En æska allra tíma vill breyt- ingar, hún vill bæta það samfé- lag, sem hún elst upp í — og raunar helzt heiminn allan. Hún er þess vegna gagnrýnin á það sem er og á líka að vera það. Hún á að veita hinum eldri aðhald, en þó umfram allt að glæða stjórnmálabaráttuna nýj- um hugmyndúm og nýjum eld- móði. Það hefur verið aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins allt frá stofnun hans að veita æsku- mönnum mikið svigrúm og fela þeim mikinn trúnað, enda löng- um verið kornungir menn í for- ustusveit flokksins, þar sem sam einazt hefur þróttur og hug- sjónaeldur hinna yngri og reynsla og þekking þeirra, sem eldri hafa verið. Þeirri staðreynd tjóar ekki að neita, að meðalaldur þingmanna er nú hærri en áður var, og á- hrif ungra manna því minni en vera ætti. Þar með er þó ekki sagt, að þetta stafi af því, að áhugi æskumanna á stjórnmál- um sé minni en áður. Líklegra er, að þessi tilhneiging í öllum stjórnmálaflokkum stafi af hinni breyttu kjördæmaskipun, sem gerir það að verkum, að menn í efstu sætum listanna geta setið þar óhultir og þurfa litlar á- óyggjur að hafa af endurkosn- ingu. Hver á kjör- dæmaskipunin að vera? Því er eins farið með kjör- dæmaskipun eins og svo margt annað, að bæði má finna kosti og lesti á hverju einstöku fyrir- komulagi. Þannig má með sanni segja, að sú kjördæmaskipun, sem við íslendingar búum nú við og höfum gert í einn áratug, tryggi sæmilegt jafnrétti milli flokka og veiti minnihlutaflokk- um aðstöðu til að fá menn kjörna á þing. Á hinn bóginn er hún gölluð á þann veg, að kjósendur hafa takmörkuð tækifæri til þess að velja persónur, heldur verða þeir að láta sér lynda ákvarð- anir flokkanna um framboð, þótt að sjálfsögðu geti óbreyttir flokksmenn haft á framboðin á- hrif, beint og óbeint, með starfi í stjórnmálaflokkunum, ef þeir sinna því. En megingallinn er samt sá, sem áður var að vikið, að menn geta setið í efstu sætum list- anna til langframa, þótt þeir hefðu enga von um endurkjör í einmenningskjördæmi og mundu raunar ekki vilja leggja út í slíka baráttu, þar sem aftur á móti ungir og dugandi menn væru tilbúnir til að freista gæf- unnar. Ef ekki verður gerð breyt- ing á kjördæmaskipuninni, verða ungir menn að efla samtök sín, einbeita sér að því að velja for- ustumenn úr sínum hópi og styðja þá og styrkja til áhrifa. Og þeir mega ekki hlífast við að stjaka eldri mönnum til hliðar, ef þeir gera sér ekki grein fyrir því, að skylda þeirra er að víkja fyrir hinum yngri. Líklegt er samt, að sá tími komi, að landinu öllu verði skipt í einmenningskjördæmi, og þá kemur það af sjálfu sér, að yngri menn veljast til mestu trúnaðar- starfa. Endurskipulagn- ing flokksstarfs En þótt æskan hafi áreiðan- lega ekki síður áhuga á þjóðmál um nú en áður, má hitt vera rétt, að hún taki minni þátt í beinni starfsemi stjórnmálaflokk anna en áður var. Þetta stafar þó ekki af áhuga- og viljaleysi, heldur því, sem áður var nefnt, að unga fólkið vill breytingar og því finnst tíðum sem störf og skipulag stjórnmálaflokkanna sé staðnað og ekki við hæfi ungra manna. Sjálfsagt er einhver sannleik- ur í þessu fólginn. En hitt er þó ekki síður staðreynd, að breyting í þessu efni vei'ður því einungis, að æskumennirnir sjálfir komi henni fram. Ungir menn, sem telja starfsemi stjórn- málaflokka staðnaða, eiga því þann eina kost að beita sér fyr- ir breytingum og nýjum starfs- aðferðum. Og sannleikurinn er sá, að samhent starfsemi æsku- manna ber skjótan árangur, skjótari en þeir menn halda, sem utan við standa, og telja að hin- ir eldri ráði öllu og vilji öllu ráða. Það er mikill misskilning- ur, eins og allir þeir vita, sem ungir hafa starfað í Sjálfstæð- isflokknum og auðveldlega tek- ist að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og mikil áhrif haft á gang mála, bæði fyrr og síð- ar. Morgunblaðið telur, að fullyrð ingin um áhugaleysi æskumanna á stjórnmálum sé slík fjarstæða, að einmitt nú sé í uppsiglingu ný vakning meðal æskumanna um að láta verulega til sín taka, og að þess muni brátt sjást merki í starfsemi Sjálfstæðis- manna. Framtak emstaklíngs Mikið hefur verið skeggrætt um það síðustu árin, hver nauð- syn bæri til þess að gera nýj- ar ráðstafanir til að afla sölt- unarsíldar til þess að varðveita hina mikilvægu markaði okkar. Nefnd eftir nefnd hefur setið á rökstólum, en dauðamark sósíal- ismans einkennt allt málskrafið. Það kom mönnum því sannar- lega þægilega á óvart, þegar einstaklingur, athafnamaðurinn Valtýr Þórsteinsson, réðst í að taka skip á leigu og senda það út á miðin og salta um borð. Val- týr ræðst í þetta mitt í erfið- leikum úgerðarinnar, og vel má vera að það reynist honum erf- itt fjárhagslega, þótt allir heil- brigðir menn hljóti að óska hon- um gengis og vona að hann hagn ist á áræði sínu, svo að fleiri verði til að feta í fótsporin. Því miður virðist dirfska at- hafnamanna of fátíð, og vera má að þar um valdi allt nefnda- farganið og sósíalistaskrafið, þar sem skrifstofumenn þykjast fær- astir til að segja fyrir um lausn vandans. En vonandi er að ís- lenzkir athafnamenn, sem marg- ir hafa sýnt hæfileika sína og dugnað, geri sér grein fyrir því, að þá miklu erfiðleika, sem þjóð- in á nú við að etja, sigra þeir fyrst og fremst. Það er þeirra hlutverk að takast á við vand- ann og snúa vörn upp í sókn. Lífskjörin og atviiinulífið Á undanförnum velgengisárum hafa risið upp hér á landi marg- háttaðar þjónustustofnanir, sem vissulega eru vottur um mikla velmegun og bæta hag og að- stöðu manna á einn veg eða ann- an. En nú þegar harðnar í ári, sést að við höfum verið full fljótir á okkur að krefjast ým- iskonar þjónustu, sem vel hefði verið hægt að komast af án. Af þessu leiðir, að nokkuð þarf að draga úr ýmiskonar þjónustustarfsemi — eða að minnsta kosti að hindra að vinnuafl og fjármagn leiti í rík- ara mæli inn á þá farvegi nú á erfiðleikaári. Stjórnarvöld og peningastofnanir þurfa að haga aðgerðum sínum þannig, að at- vinnufyrirtækjunum í sjávar- útvegi og iðnaði verði gert sem auðveldast að efla rekstur sinn og treysta atvinnuástandið, á sama tíma, sem landbúnaður hlýt ur að sjálfsögðu að halda í horfinu. Aftur á móti hljótum við, nauð ugir viljugir, að þrengja nokkuð hag þjónustustarfseminnar á með an erfiðleikarnir eru að ganga yfir, og ekki væri úr vegi að bankarnir litu í eigin barm og létu nú staðar numið við út- þenslu sína, því að sannast sagna er allur landslýður tek- inn að furða sig á öllum banka- byggingum og nýju útibúunum. Það kapphlaup, sem verið hefur á milli ríkisbankanna, verður nú að stöðvast. Enn nm stjórn- málamennina Þegar minnst er á útþenslu bankakerfisins, er venjan sú, að ráðandi stjórnmálamönnum er um kennt. Sannleikurinn er hins vegar sá, að bankarnir eru sjálf- stæðar stofnanir, sem ríkisstjórn in hefur mjög takmörkuð áhrif á að giidandi lögum. Samþjöppun stjórnmálavalds og fjármálavalds hjá sömu að- ilum er hvarvetna talin hættu- .leg í lýðræðisríkjum; þá sé stjórnmálamönnum falin of mikil ráð í þjóðfélaginu. Þess vegna er það mjög vafasamt, að ríkis- stjórnir eigi að ráða algjörlega yfir ríkisbönkunum, en þá verð- ur líka að gera þá kröfu til bankastjórnanna, að þær gæti meira hófs en verið hefur. Það er grundvöllur heilbrigðs lýðræðisþjóðskipulags, að stjórn málamenn leitist ekki við að seil- ast til áhrifa á öllum sviðum þjóðlífsins. Þar eiga hinar ýmsu valdastofnanir að vera sem sjálf- stæðastar og óháðastar pólitísk- um áhrifum. Þannig farnast þjóð únum bezt, er til lengdar lætur. En þessi skipan leggur mikla ábyrgð á herðar margra manna, sem til mestu áhrifa veljast hjá stofnunum og samtökum. Það verða áhrifamenn ætíð að hafa hugfast á hvaða sviði þjóðlífs- ins, sem þeir starfa. En þetta er sú skipan, sem ís- lenzku þjóðinni hefur reynzt bezt, og sú skipan, sem við vilj- um við búa og verðum við að búa, ef við ætlum að halda frelsi okkar og sjálfstæði, þótt vissulega megi benda á ann- marka, eins og raunar á öllu í mannlegum samskiptum, og ekk- ert við því að segja, að borin se fram heilbrigð og rökstudd gagnrýni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.