Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1968 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrfu. Fréttastjón Auglýsíngast j ór i Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, ReykjavQc. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjamason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. HVERS KONAR TILRAUNIR? Ctjórnarandstæðingar klifa á því nú sem fyrr, að stjórnarstefnan sé röng og grundvallarbreytingar þurfi að gera til þess að bæta á- stand efnahagsmála. Ekki geta þeir þó nú, fremur en fyrri daginn, skýrt frá því í hverju þessar breytingar eigi að vera fólgnar, og þýðir sjálf sagt lítið að biðja þá að út- skýra það. Ljóst er hins vegar að þeir mundu leitast við, ef þeir hefðu ráðin, að gera einhverj ar víðtækar breytingar á skip an efnah'ags- og viðskipta- mála. Þeir mundu hefja til- raunastarfsemi, þar sem til- raunadýrin væru landslýður allur. Einna líklegast er, að til- raunir þeirra yrðu í því fólgn ar að vita hver viðbrögðin yrðu, ef komið yrði á víðtæk um höftum og pólitískri of- stjórn. Þeir mundu sjálfsagt . reyna að koma á nýju fjár- hagsráði, nýrri innflutnings- skrifstofu, nýju skömmtunar fargani og bíða svo og sjá hvort allt læknaðist ekki og öllum farnaðist vel. En sannleikurinn er sá, að við íslendingar höfum reynt þetta allt saman áður, og aldrei hefur mönnum ver farnazt en á tímum haftanna og ofstjórnarinnar. Af þeirri reynslu drógu menn þann lærdóm, að fólkið er ekki eins heimskt og sósíalistarnir, mennirnir sem öllu vilja ráða fyrir fólkið, halda. Stefna frjálsræðis í við- skipta- og efnahagsmálum hefur sigrað í öllum hinum lýðfrjálsa heimi, og það svo rækilega, að jafnvel kommún istaríkin eru nú hvert af öðru að feta sig í áttina til frjáls- ræðis og kasta fyrir róða kreddukenningum sósíalis- mans og sjónarmiðum of- st j órnarmanna. Við íslendingar eigum nú við mikla erfiðleika að etja og höfum raunar búið við þá ’ á annað ár. Ríkisstjórninni hefur tekizt að halda þannig á málum, að þrátt fyrir þessa erfiðleika býr fólkið við sæmileg kjör og engin vá er fyrir dyrum. En ef nú yrði farið að stunda tilraunastarf- semi vinstri manna, er eins víst eins og að nótt fylgir degi, að atvinnuleysi og neyð mundi dynja yfir íslenzkan almenning. EKKIÁ HNJÁNUM Alþýðublaðið er sármóðgað ** í gær út af því að Morg- unblaðið benti á, hve vafa- samt það væri af íslending- um að neita tilmælum Rússa um að taka upp frjáls við- skipti milli landanna. Segir Alþýðublaðið að þetta sé ekki vilji viðskiptamálaráðherra eins heldur allrar ríkisstjórn arinnar, rétt eins og það breytti eitthvað eðli málsins, ef ráðherrann hefði fengið samþykki stjórnarinnar fyrir þessari málaleitun. Morgunblaðið benti á það, sem allir þeir vita, sem við samningaumleitanir fást, að hættulegast af öllu er að setja sig fyrirfram í varnarstöðu og tjá viðsemjandanum, að samningar verði að nást hver sem kjörin verða. Rússar eru mjög harðir samningamenn. Það ber öllum saman um, sem við þá hafa skipt, og auðvitað reyna þeir að ná sem beztum kjörum. Það er þeirra skylda alveg eins og okkar samn- ingamanna. Þeim hefur nú verið sköpuð sterk samnings- aðstaða, þegar við komum til þeirra á hnjánum og biðjum þá að skipta ekki við okkur á frjálsum, viðskiptalegum grundvelli. Alþýðublaðið þykist telja það hættulegt, er á þessa staðreynd er bent, en Morg- unblaðið vill undirstrika, að það benti einmitt á þessa hættu til þess að Rússar héldu ekki, að íslendingar allir væru svo aumir, að þeim mætti bjóða hvað sem er í viðskiptum. SKIPASMÍÐAR INNANLANDS 17iðskiptamálaráðherra " greindi frá því á blaða- mannafundi að Pólverjar hefðu hug á að gera tilboð í smíði skuttogara fyrir íslend inga. Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma upp fullkomnu skipasmíðastöðv- um hérlendis, og hefur iðn- aðarmálaráðherra mjög beitt sér fyrir framgangi þess máls. Að sjálfsögðu á að fela ís- lenzkum skipasmíðastöðvum það verkefni að byggja skut- togara fyrir landsmenn, ef bygging þeirra verður afráð- in, en ekki pólskum fyrirtækj um. VŒJ UTAN ÚR HEIMI Ríflega helmingur heildarveltu ríkisverzlananna á Grænlandi stafar a fsölu á áfengi og tóbaki. Skömmtunar á áfengi kraf izt á Grænlandi Grænlendingar drekka helmingi meira áfengi en Danir OFDRYKKJA á Grænlandi er orðin svo gífurleg, að öll önnur þjóðfélagsvandamál Grænlendinga hverfa í skuggann, að því er segir í athyglisverðri skýrslu, sem Áfengisnefnd Grænlands hef ráðinu. Formaður nefndarinn ar, Jörgen Hertling lögreglu- stjóri, hefur skorað eindreg- ið á landsstjórnina að gera róttækar ráðstafanir til þess að hjálpa áfengissjúklingum á Grænlandi. Hann leggur meðal annars til, að tekin verði upp áfengisskömmtun og að ríkið selji þeim sem erf- iðast eigi með að venja sig af ofdrykkju, skömmtunar- miða á svörtum markaði, en slík sala fari aðeins fram á sérstökum aðlögunartíma, meðan reynt sé að færa á- standið í eðlilegt horf. Landsstjórnin á Græn- landi setti Áfengisnefndina á laggirnar í fyrrahaust. Vit- að var, að áfengisneyzla Grænlendinga var gífurlegt vandamál, en þegar hafizt var handa um að rannsaka málið kom í ljós, að ofdrykkja var langtum meiri en nokkurn hafði grunað, og hún jókst hröðum skrefum. Sala á öli og sterkum vínum fór hrað- vaxandi meðan unnið var að rannsókninni, og þess vegna hraðaði nefndin störfum sín- um eftir mætti, svo að unnt yrði að leggja skýrslu um þetta alvarlega þjóðfélags- vandamál fyrir landsstjórn- ina, þegar hún kemur sam- an til fundar í ágúst. 550 bjórflöskur á mann Á Grænlandi þúa um það UPPSÖGN ALDRAÐRA ITerkamannafélagið Dags- " brún hefur sent frá sér ályktun, þar sem það er mjög bil 20.000 Grænlendingar, sem náð hafa 15 ára aldri, og um 5.000 Danir. Áfengis- neyzla þeirra er að meðal- tali því sem næst helmingi meiri en árleg neyzla áfeng- is í Danmörku. f Danmörku er áfengisneyzla á hvern ein- stakling 15 ára og eldri tæp- ir 8 lítrar af hreinum vín- anda á ári, en í Grænlandi nemur neyzlan 14.9 lítrum. Síðustu tölurnar frá Græn landi eru frá 1967. Þá voru fluttir inn 210.400 lítrar af sterkum vínum, 81.00 litrar af borðvínum (13% áfengismagn og minna) og 80.267 lítra af heitum vínum (yfir 13%). Innflutningur á öli sló öll fyrri met. Keyptar voru 13,8 milljón flöskur miðað við 11.1 1966 og 8.6 milljónir 1965. Ölneyzlan á ári er kom- in upp í 550 flöskur á mann. Heildarinnflutningur- inn nam 319.600 lítrum í fyrra miðað við 289.200 árið áður og 246.200 1965 ef reiknað er með hreinum vínanda. Að sögn Jörgen Hertlings lögreglustjóra sýna bráða- birgðaathuganir, að náið sam band er á milli ofneyzlu á- fengis og brota á græn- lenzku refsilöggjöfinni. Rúm- lega 50% allra afbrota eru framin undir áfengisáhrifum. Rúmlega 70% allra líkamsá- rása og rúmlega 50% ky nferð isglæpa eru framdir undir áfengisáhrifum. f Góðvon einni, þar sem fjöldi bifreiða er aðeins 496, voru 54 teknir fyrir ölvun við akstur í ffrra, er það þýð ir, að 11% bifreiða bæjarins gagnrýnt, að öldruðum mönn um hafi verið sögð upp vinna. Ekki veit Morgunblaðið, hve mikil brögð kunna að vera af þessu, en það tekur undir með Dagsbrúnarmönnum, að vinnufærum verkamönnum á hafa verið eknar af ölvuðum ökumönnum svo vitað sé. Rúmlega þriðjungur þeirra, sem fórust í slysum 1966, voru illa drukknir, en rík á- stæða er til að ætla, að langt- um fleiri þeirra 44, sem fór- ust hafi verið ölvaðir, þó að ekki hafi tekizt að ganga ör- ugglega úr skugga um það. Bann stoðar ekki. Hartling segir, að áfengis- nefndin viðurkenni að líta verði á áfengisvandamálið í víðu þjóðfélagslegu sam- hengi. Það sé til dæmis mikil- vægt í þessu sambandi að of margt fólk búi saman í íbúð- um vegna húsnæðisskorts og að léleg aðstaða sé til tóm- stundaiðkana. En nefndin tel ur á grundvelli lauslegrar at hugunar sinnar á vandamál inu, að brýna nauðsyn beri til að gera ráðstafanir til að takmarka áfengisneyzluna, segir Herling. f álitsgerðinni, sem send hefur verið formanni lands- ráðsins, Erling Hóegh, er bent á ýmsa möguleika til úr bóta. Til dæmis er á það bent, að sala á áfengi, sem er aðeins leyfð á þriðjudögum og miðvikudögum í Góðvon, verði flutt á föstudaga og laugardaga, jafnframt því sem launagreiðslur fari fram fyrr í vikunni. Núverandi til högun í Góðvon hefur reynzt mjög óheppileg. Þriðjudagar og miðvikudagar voru áður fyrr öruggustu vinnudagarn- ir í bænum, en síðan hætt var að selja áfengi á föstu- dögum og laugardögum, hef- ur verið mjög mikið um for- föll þá tvo daga, sem áfeng- issalan fer fram og daginn eftir. Ekki hefur það heldur bætt úr skák, að verktaka- fyrirtæki neita að launa- greiðslur þess færu fram á þriðjudögum, þegar áfengis- sala var takmörkuð við fyrstu Framhald á bls. 8 ekki að víkja frá störfum, þótt þeir nái ákveðnu aldurs- marki. Vissulega er það illt, ef vinna er takmörkuð fyrir yngri menn, en það réttlætir þó ekki að hinir eldri séu sviptir lífsframfæri sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.