Morgunblaðið - 21.07.1968, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.07.1968, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1968 Dómkirkian á Hólum í Hjaltadal STAÐIR I ALFARALEIÐ DROTTNING og móðir norð lenzkra kirkna er dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal. Undir bröttum hlíðum Hólabyrðunnar með Gvendaraltari ris Hólastað ur í virðulegri tign og sögu- helgi meiri en önnur byggð ból á Norðurlandi, enda andlegur og á margan hátt einnig ver- aldlegur höfuðstaður fjórðungs ins í sjö aldir, eða meðan þar var biskupssetur. Fyrsti bisk- upinn Jón Ögmundsson, vígð- ist til Hóla árið 1106, en hinn Síðasti, Sigurður Stefánsson, andaðist árið 1798. Hólastóll var síðan lagður niður með bréfi konungs 2. október 1801. Dómkirkjan er eina húsið á Hólastað, sem reist var, meðan hann var biskupssetur, og enn stendur. Hún er í senn helgi- dómur, forngripur og sögulegur minnisvarði. Um hana hefir svo margt verið skrifað, að það kann að þykja borið í bakka- fullan læk að bæta þar nokkru við. En greinarstúfur þessi er eingöngu ætlaður til að vekja athygli ferðafólks, sem leið á um Norðurland,-á þessum stað, svo að það leggi fremur lykkju á leið sína og fari litla píla- gríms- og kynnisferð heim á staðinn. Þess iðrast enginn. Hins vegar er rétt að benda mönnum á leiðsagnarkver dr. Kristjáns Eldjárns, Um Hóla- kfrkju, sem fæst á staðnum og er mjög glögg og margfróð lýs- ing og handbók um kirkjuna. Núverandi kirkjuhús er hið sjöunda, sem reist er á Hólum, og hafa þau öll staðið nokk- urn veginn á sama grunni. Þetta er hið eina, sem gert er úr steini. Um miðja 18. öld voru nokkur steinhús hlaðin á ís- landi, og má auk Hólakirkju nefna stofurnar í Viðey, Nesi við Seltjörn, á Bessastöðum og fangahúsið á Arnarhóli eða nú- verandi Stjórnarráðshús, einnig Bessastaðakirkju og Landa- khrkju í Vestmannaeyjum. 'Þegar Gísli biskup Magnús- son settist á staðinn árið 1755, var Hólastóll í dapurlegri nið- urlægingu. Gísli var fullur um- bótaáhuga og einráðinn í að koma upp dómkirkju úr varan- legu efni eins og tíðkaðist í ná- lægum löndum. Ludwig Harboe og kirkjustjórnarráðið studdu hann í þessum ásetningi, og 1756 var svo fyrir lagt, að kirkjuhús úr hlöðnum steini skyldi reist á Hólum. Húsameist ari konungs gerði uppdrætti, og fjár var aflað vítt um Dana- veldi. Ári síðar kom hingað Sa- binsky byggingameistari og lét höggva grjót úr Hólabyrðu og flytja heim á staðinn. Fé kom illa til skila og þraut skjótt, og varð því til þess ráðs gripið að skylda bændur í Húnavatns-, Eyjafjarðar- og Skagafjarðar- sýslum til að leggja fram ó- keypis vinnu við kirkjusmíð- ina. Var þessu illa tekið og bændur ófúsir að „forrétta svoddan publikue-erfiði“. Verkið þokaðist þó áfram, og svo var komið haustið 1763, að kirkjan var talin fullsmíðuð, þó að á hana vantaði turninn, sem aldrei hefir gerður ýerið, og þakið væri svo óvandað, að það hriplak að skömmum tíma liðn- um. Kirkjan var vigð 14. sept- ember árið 1763. Kirkjan sjálf er að utanmáli 20,6 m að lengd og 9 m að breidd, en stöpulinn 5,06 m að lengd og 6,12 m að breidd. Þykkt útveggja er tæplega 1 metri, og eru þeir tvöfaldir. í upphafi var skrúðhús úr bind- ingsverki á bak við kórinn, en það var ónýtt orðið á fyrri hluta 19. aldar. Klukkur kirkj- unnar eru í stöpli, og þar er einnig múruð í vegg minningar- tafla um dóttir Sabinskys múrarameistara, en hún dó ungbam. Á norður- hlið kirkjunnar eru 7 gluggar í djúpum glugghúsum, en á suðurvegg 6 gluggar. í stað miðgluggans eru svonefnd ar Frúardyr, sem mest var geng ið um fyrrum, en þá stóð bisk- upssetrið sunnan kirkjunnar, nálægt því sem nú er minn- ingarreitur um Jósep Björns- son, fyrsta skólastjóra bænda- skólans. Latínuskólinn var hins vegar í brekkunni norður af kirkjunni. Að innan er kirkjan öll hvít- kölkuð, en mikið af skrautmál- uðu tréverki prýðir hana, og ber þar mest á milligerðinni milli kórs og kirkju og grát- unum umhverfis altarið. Tvær stúkur eru framan við milli- gerðina sitt hvorum megin, og þar eru málaðar táknmyndir hinna kristilegu dyggða í konu líki, en þær eru, talið frá norðri togaði, sem hagleiksbóndinn til suðurs: Spekin, Réttlætið, Hófsemin, Styrkleikinn, Trúin, Yonin, Kærleikurinn, Guð- hræöslan, Eindrægnin, Örlætið, Hreinlífið og Forsjálnin. í kór eru tveir skriftastólar og 10 bekkir fram með veggjum og milligerð. Prédikunarstóllinn hefir verið í kirkjunni, frá því er hún var reist, en áður var í Hóladómkirkju prédikunar- stóll, sem nú er varðveittur á Þjóðminjasafni. Þá verður aðeins getið stptt- lega nokkurra merkustu grip- anna, sem nú eru í kirkjunni. Það, sem fyrst fangar augað, þegar inn sr gengið, er altarisbríkin mikla, hið mesta meistarasmíð frá því á fyrri hluta 16. aldar, hollenzk. Tal- ið er jafnan, að hana hafi Jón biskup Arason gefið Hóla- kirkju og þeim dönsku hafi ekki tekizt að ræna henni fyrir þyngsla sakir. — Róðurkross mikill er á norðurvegg, og er róðan í fullri líkamsstærð. Krossinn er ekki yngri talinn en altarisibríkin, ef til vill eldri. — Við norðurvegg gegnt frú- ardyrum er skírnarsárinn nafn Guðmundur Guðmundsson frá Bjarnastðahlíð hjó í gráan tréstein. Slíkur steinn finnst hvergi hér á landi, og munn- mælasögn hermir, að hann hafi borizt á fjörur undir Tindastóli á grænlenzkan ísjaka. — Enn mætti nefna ljósahjálma, kaleika, stjaka og fleiri kostu- lega gripi, en því skal sleppt hér. Þess má geta, að margir kirkjugripir úr Hóladómkirkju eru nú varðveittir lá Þjóðminja- safni. í kirkjugarði eru grafir tveggja síðustu biskupanna á Hólum, þeirra Árna Þórarins- sonar og Sigurðar Stefánsson- ar, en undir kórgólfi eru leg- steinar biskupanna Guðbrands Þorlákssonar, Þorláks Skúla sonar, Gísla Þorlákssonar, Jóns Vigfússonar og Einars Þor- steinssonar og auk þess Hall- dóru Guðbrandsdóttur, en steinn Steins biskups Jónsson- ar er framan kórgólfs. Nokkr- ar grafskriftir og minningar- mörk eru þar að auki í kirkj- unni.' — Þá má nefna eftirmyndir mál- verka af flestum biskupum í lút herskum sið, en þær eru á veggj um í kirkju og kór. Frummynd- irnar voru áður í Hólakirkju, en. voru keyptar og fluttar til Þjóðminjasafns árið 1888. Viðgerð hefir nokkrum sinn- um farið fram á Hólakirkju, hinar mestu 1886-1889 og eftir 1924. Árið 1950, á 400. ártíðar- ári Jóns biskups Arasonar, var vígður turninn mikli, sem stend ur stakur við kirkjugarðsvegg að norðan og reistur var til minningar um Jón biskup að frumkvæði Sigurðar Guðmunds sonar, arkitekts, sem teiknaði turninn. Ekki skal lengur fjölyrt um þetta .fyrsta kirkjuhús úr steini sem reist var hér á landi, held- ur skulu menn hvattir til að koma þangað inn sjálfir og skoða með eigin augum. Vart getur hjá því farið, að sá, sem gengur inn í þennan sérstæða helgidóm, verði djúpt snortinn af þeirri djúpu kyrrð, sem þar ríkir. Þar vakir líf listar, trú- ar og menningar, og sagan hvísl ar glöggt í eyra gestsins af in- strumentum og ornamentum, jafnvel af hljóðum, hvítum veggjum. Minningar og nöfn andlegra höfðingja, menningar- leiðtoga og trúarhetja koma um vörpum fram í hugann. Sá, sem inn gengur, kemur trauðla sam ur maður út og býr lengi að áhrifunum. — Sv. P. Það er eitthvað íslenzkt í öllu sem ég geri Viðtal við Maríu Ólafsdóttur listmálara HÉR á landi er nú stödd Maria Ólafsdóttir listmálari, en hún hefur verið búsett úti I Dan- mörku s.l. 19 ár og hefur oft haldið málverkasýningar þar, og hlotið mjög góða dóma gagnrýnenda. Einnig hefur María sýnt í Þýzkalandi ©g tekið þátt I tveimur síðustu vorsýningum Myndlistarfé- lagslns. Er blaðamaður Mbl. átti við hana viðtal á heimili systur hennar í Hafnarfirði var Maríu efst í huga þær miklu framfarir sem orðið hafa á íslandi frá því að hún var hér síðast! — Eftir 19 áira útivist, fannst mér kominn tJími tl að sjá landið mitt aiftur, sagði María. — Og það er ekfci hið sama ísland sem éig kem nú til og það sem ég fór frá. Ám- ar o,g fjöiin eru á sínum stað, — landakortið hefur eídki breytzt, en það sem mennirn- ir skapa hefur tekið ótrúleg- um breytingum. Þið taikið efcki þessu eins ag ég, vegna þess að þið litfið og hrærist í fram- faratímanum og finnst stór- virkin eðlileg og sjálfsögð. En allir sem koma til landsins hljóta að furða sig á hve flá- menn þjóð hefuft- gert miikið á skömimuim tíma. Hér eir stöðugt verið að lyfta Grettis- tökum. — Ég hef alltaf haft trölla- trúa á íslandi og íslenzkri menningu. Við eigu'm efc,fcert minna af erfðavenjum heldur en aðrar þjóðir. Viissulega getum við atf öðrum þjóðum lært, en við eigum ekki að ihlaupa á eftir tí^kum og hátt- um þeirra. Norræn menning og menn'ngararfuT standa föst um fótum, — fyrir því heif ég fengið sönnun á veru minni hérlendis. — Ég fór til náms í Ka,up- mannahöfn, eftir að ég var búinn að vera í Myndilistar- skólanum hérna. Á afcadeimí- inu lærði ég m.a. hjá Axel Jörgensen oig til gamans má geta þess að Kjarval lærði einnig hjá honum. Munurinn er sá að ég var. einn af háns síðustu nemendum, en Kjarva.l einn af þeiim fyrstu. Ég skil Kjarval og tist hans ■vel, og skoðaði sýninguna í hvert sfcipti ,sem ég átti þar leið leið fr.am/hjá. Annairs verð ur það að segjast eins og er að ég hef ekfci átt þeiss tæki- færi sem slkyildi að fylgjast með hvað hér er að gerast í bókmenntum og listum, þrátt fyrir mikinn áhuga minn. Lengi vel las ég mikið eftir Framhald á bls. 14 Maria Olafsdóttir málverkum sínum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.