Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚL.Í 196« Jóhannes Bjarnason, verkfræðingur: Kslið, kalkskorturinn og íslenzk áburðarframleiðsla Hvað má læra af dýrri reynslu sögunnar? AÐ undanförnu hefur mátt lesa í dagblöðunum og heyra í frétt- um útvarpsins um hinar merku tilraunir Magnúsar Óskarssonar og þeirra Hvanneyringa, og hin- ar skýru niðurstöður, er af til- raunum þeirra hafa fengizt. Ke'm ur þar Ijóst fram, hversu hættu- legt það hefur reynzt íslenzkum landbúnaði að nota kalklausan köfnunarefnisáburð svo mjög, sem gjört hefur verið undanfar- in 14 ár. Þann 16. júlí skrifar svo dr. Björn Jóhannesson, okkar reyndi jarðvegsfræðingur, grein í Tím- ann, þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöður rannsókna Magnúsar Óskarsson- ar og lýsir fullu trausti á rann- sóknirnar á Hvanneyri. Menn virðast því nú almennt vera kiomnir á þá skoðun, sem margir hafa reyndar lengi haft, að hinn kalklausi köfnunarefnis- áburður frá Gufunesi, „Kjam- inn“, sé varasamur. Á þetta hef ég margsinnis bent, bæði í ræðu og riti, en talað þar, eins og svo oft, fyrir daufum eyrum ráða- manna. Það eru margir bændur lands- ins, sem hafa látið frá sér það álit, af fenginni sinni reynslu, að hinn kalklausi „Kjarni" ylli kali á túnum, orsakaði beinasjúk dóma í búfé, vegna minna kalk- innihalds þess heys, sem af hon- um sprettur, og gæfi lélegri upp- skeru en samsvarandi magn af köfnunarefnisáburði er inniheld- ur kalk. Þegar ég hóf störf við undir- búning að byggingu áburðarverk smiðju á íslandi árið 1948, var ég svo heppinn að eiga um skeið samstarf með þeim ágætu mönn- um, dr. Birni Jóhannessyni og Ásgeiri Þorsteinssyni, verkfræð- Jóhannes Bjarnason ingi, sem þá höfðu um nokkurt skeið unnið, ásamt fleirum, að undirbúningi þessa máls. Af þessum mönnum báðum lærði ég margt, og byggði mín fram- haldsstörf að þessum málum á margan hátt á þeirra undinbún- ingi. Meðal þess, sem ég lærði af dr. Birni jarðvegssérfræðingi var það, að íslenzkur jarðvegur er misjafnlega kalkríkur, eftir því, hvar á landinu er. Á þeim upp- lýsingum byggði ég strax þá skoðun mína, að nauðsynlegt yrði, þegar að því kæmi að reisa íslenzka áburðarverksmiðju, að HflTÍÐflBLJÓÐ 1968 Höfundar Ijóðanna í samkeppni Stúdentafélags Há- skóla íslands eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 16909 i dag kl. 6—9 síðdegis þar eð til greina getur komið, að gefa ljóðin út. skipuleggja hana þannig, að framleiða mætti í henni köfn- unarefnisáburð með eða án kalks og þá með mismunandi miklu kalki eftir þörfum hvers lands- hluta á hverjum tírna. Með þeirri tilhögun áburðarframleiðsl unnar mátti bæta jarðvegnum upp árlega það kalk, sem hann þyrfti að fá, vegna þess, jem tek- ið er frá honum í hverri upp- skeru. Slík árleg kölkun jarð- vegsins færi því fram um leið og áburðurinn væri borin á, og myndi þannig koma í veg fyrir spillingu jarðvegsins. Yrði slík kölkun minna átak og jafnara, en stórkölkun á 10 ára fresti eða svo. Nú, þegar vísindamenn telja sig vera búna að sanna að ugigur bænda hafi alls efcki verið á- stæðulus, eins og Hvanneyrartil- raunirnar sýna, þá getur það verið út af fyrir sig gott að. segja við bændur: Farið þið til Sem- entsverksmiðjunnar og kaupið hjá 'hennj kalk til að lagfæra það, sem áburðurinn frá Áburð- arverksmiðjunni hefur eyðilagt fyrir ykkur á undanförnum ár- um. En er ekki fyrsta skilyrðið, að áburðurinn, sem bændur kaupa frá þeim aðila, sem hefur einokun á allri áburðarverzlun landsmanna, Áburðarsölunni, yrði gerður þannig úr garði, að hann fcomi að fullum notum? Er ekki eðlilegra, að Áburðarverk- smiðjan sjálf fái kalk hjá Sem- entsverksmiðjunni til þeSs að gera áburð sinn að fullgildri verzlunarvöru? Nú var þannig gengið frá und- irbúningi áburðarverksmiðju- málsins í hendur þeirrar verk- smiðjustjórnar, er fékk það verk efnd að reisa verksmiðjuna 1951, að fullt tillit var tekið til kalks- ins. í desember 1949 sendi «efnd, er atvinnumálaráðuneytið hafði skipað, og ég átti sæti í ásamt 2 öðrum verfcfræðingum, skýrslu til ráðuneytisins og verksmiðju- stjórnarinnar um viss atriði á- burðarverksmiðjumálsins, Þar vor-u meðal annars tillög- Ur til verksmiðjustjórnarinnar um að semja um byggingu verk- smiðjunnar við visst amerískt fyrirtæki, sem lengst hafði að- stoðað við undirbúning málsins. Hafðj það fyrirtæki gert á- kveðnar tillögur um að skipulag verksmiðjunnar yrði þannig, að framleiða mætti kalkblandaðan köfnunarefnisáburð að vild. Tillögu þessari, ásamt mörg- um öðrum þýðingarmiiklum ráð- leggingum, kastaði stjórnin frá sér, en í staðinn voru gleyptar, að því er virtist, mikið til hráar tillögur um tilhögun framleiðsl- unnar frá útlendingum, ókunn- ugum íslenzkum staðháttum. Um rökin fyrir þessari ákvörðun er mér ekki kunnugt, því ég var ekki kallaður til viðræðna, er hún var tekin. En mér er ljóst, að ekki getur stofnkostnaðarhlið- in þar hafa skipt neinu megin- máli, því þetta atriði breytti þar mjög litlu um. Var tekin sú af- drifaríka ákvörðun að velja framleiðsluaðferð, sem útilokaði að blanda kalki í áburðinn á framleiðslustiginu. Afleiðingarnar blasa nú við öllum: Tugmilljóna eða hundruð milljóna króna tjón islenzks land búnaðar vegna kals, sem menn virðast nú sammála um að megi að verulegu leyti refcja til kalk- leysis áburðarins, sem á hefur, verið borinn. Hér er vakin athygli á þessu nú, vegna þess að í undirbúningi er stækfcun og endunbót á Áburðarverksmiðjunni. Nauðsynlegt er fyrir alla að læra af reynslunni, og nú er mikið í 'húfi að allir leggist á eitt svo að vel megi til takast. Vönandi er. að nú fái þeir ís- lenzkir sérfræðingar, sem starf- að hafa að þessum málum árum saman, að fjalla til fulls um þennan undirbúning, og að tillit verði tekið til álits þeirra og til- lagna, svo að óheillaspor Áburð- arverksmiðjusögunnar endurtaki sig efcki. Vonandi reynist ótti sumra í þessu efni ástæðulaus, þegar til kastanna kemur. Jóhannes Bjarnason, verkfræðingur. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 „Ég ætla að byrja und- ir eins“, sagði frú Hansen ákveðin. En áður en hún byrj- aði hugsaði hún: „Ég verð að hringja í herra Hansen og segja honum þessar dásamlegu frétt- ir“. Þegar hún hafði sagt herra Hansen frá gæfu þeirra sagði hann: „Þetta er stórkostlegt. En, góða mín, hefurðu nú tíma til þess að þvo drengjunum um hárið og bursta?" „Ég ætla að byrja á því undir eins“, fullvissaði hún herra Hansen. En áður en hún byrj- aðd sagði hún við sjálfa sig: „Eiginlega ætti ég að hringa í mömmu og pabba. Þau verða án efa yfir sig hrifin af að heyra um gæfu okkar". „Alveg dásamlegt“, hrópuðu afi og amma drengjanna. „í dag seg- irðu. En hefurðu tíma til þess að lagfæra skyrtur og buxur drengjanna?" „Ég ætla strax að þvo þeim“, sagði frú Hansen óðamála. Svo að hún fyllti bað- kerið af vatni og þvoði drengjunum sínum, ein- um af öðrum. Hún skrúbbaði og nuddaði, og svo ánægð var hún að hún söng allan timann. Því næst náði hún í hreinar buxur og skyrtur á drengina, saumaði töl- ur á einstaka skyrtu og iagfærði annað það sem miður fór. Hún setti loks örlítið af hárkremi herra Hansen í hár drengjanna og greiddi þeim. Hún hafði rétt lokið öllu þessu þeg- ar dyrabjallan hringdi. Ljósmyndarinn var kominn. Hann setti í flýti upp myndavélina og skipaði drengjunum að raða sér upp. „Fljótir nú“, sagði hann, „því eft ir aðeins háflfa klukku- stund á blaðið að vera komið í prentun". Hann stillti myndavél- ina, horfði góða stund á drengina og sagði svo: „Ótrúlegt, alveg ótrúlegt. Kyrrir ungu menn, bros- ið svölítið, svona ....“ Skyndilega hætti hann. „Frú • Hansen“, sagði hann, „synir þínir eru ekki n'ema sex, þér eigið þá aills ekki sjö syni?“ „Vissulega á ég sjö syni“, sagði frú Hansen. „Verið nú alveg rólegir. Einn, tveir, þrír ....... Þetta er rétt hjá yður. Þeir eru ekki nema sex. Einhvern þeirra vantar". Frú Hansen hljóp af stað til þess að leita að týnda syninum. Hún leit- aði á bak við gluggatjöid in, undir stólunum og undir stóra sófanum. Á bak við hurðina í eldhús- inu fann hún loks týnda soninn. Hún flýtti sér að setja hann í röðina með hinum. „En, frú Hansen“, hljópaði ljósmy ndariryi, „þessi er ekkert líkur hinum“. Það var satt. Sjöundi sonurinn hafði ekki ver- ið þveginn og skrúbþað- ur, né heldur kiæddur í hrein föt. Það sást varla í hann fyrir óhreinindum — hann var ails ekkert líkur hinum bræðrum sínum. Frú Hansen hristi höf uðið í örvæntingu. „Hann hlýtur að hafa falið sig á meðan ég þvoði hin- um“, volaði hún. „Hvað í ösköpunum á ég að gera?“ „Ég hefi eytt nógu löngum tíma til ónýtis“, sagði ljósmyndarinn og fór að taka saman útbún- að sinn. „Dagbiaðið verður að prentast án þessarar myndar“. Frú Hansen leið hræði lega. Hvað mundu ná- grannarnir halda? Hvað mundi herra Hansen segja? Og vesalings afi og amma drengjanna? „Ef þér viljið bíða á meðan ég þvæ þessum“, bað frú Hansen, „lofa ég því að hann mun verða nákvæmlega eins og bræður hans“. „Getið þér gert það á tíu mínútum?“ spurði Ijósmyndarinn. Frú Hansen leit á óhreina son sinn. Hún hugsaði til þess að þurfa að þvo honum og skrúbba og að þurfa að festa töl- ur á skyrtuna hans. Og hún hristi höfuðið. „Ég get ekki látið hann iíkjast hinum á tíu mínút um“, sagði hún og hugs- aði . til þess hversu skemmtilegt hefði verið að sjá mynd af sonum sínum í dagblaðinu. Skyndilega datt henni ráð í hug. „Það er ein leið“, sagði hún og brosti. „Munið, tíu mínútur“, sagði ljósmyndarinn. Frú Hansen safnaði drengjunum um sig. „Drengir", sagði hún, „þið megið fara út og leika ykkur. En þið verð ið að koma inn strax og ég kalla á ykkur.“ Ljósmyndarinn gekk um gólf þungur á svip og leit annað slagið á frú Hansen, sem sat án þess að gera nokkurn skapað- an hlut. Eftir nákvæmlega tíu mínútur fór frú Hansen út í dyr og kallaði á syni sína. Og þeir komu inn allir sjö, óhreinir upp fyrir haus. „Raðið ykkur upp“, sagði Ijósmyndarinn. Hann kíkti síðan í gegn- um myndavélina og sagði: „Stórkostlegt, allir nákvæmlega eins“. Daginn eftir birtist svo myndin af bræðrunum sjö á forsíðu dagblaðsins. Og frú Hansen var hreyknasta móðirin í öllu þorpinu. Lausn á krossgátu úr síS- asta blaði. Lárétt: 1. Hvalur, 3. nökkvi, 7. ýsa, 8. ás. Lóðrétt: 1. Hani, 2. álka, 4. ös, 5. vá, 6. ís. Hvaða tvær og tvær myndir eiga saman? (Lausn úr síðasta blaði) Myndir nr. 1 og 8, 2 og 1*1, 3 og 10, 4 og 5, 6 og 12, og 7 og 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.