Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 2
2 MORG-UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1968 Nýtt fiskvinnsluf yrirtæki Rœtt við Karl Jónsson framkvœmdastjóra á Seyðisfirði ÍSLENZKA þjóðin hefur löng um horfzt í augu við erfið- leika, og átt líf sitt undir óútreiknanlegum náttúruvið burðum — lagt allt sitt á eitt spil, og nú horfa meim með ugg til síldveiðanna. Síldveið arnar eru svo mikilvægur þátt ur í efnahagslífinu, eða í raun inni ræðst það af þeim, hvort við getum vænzt svipaðra lífs kjara og undanfarin ár. Um allt land eygja menn nýja von, en auðvitað er spennan mest í síldarbæjum. Fersk haf golan og tjörulyktin frá plön- unum fyllir sálina og undir drungalegum fjöllum líður hve dagur með vaxandi eftirvænt ingu. Kemur hún á morgun? Blaðið hefur undanfarið reynt að leyfa þeim, sem ekki búa í nábýli við síldariðnað- inn, að fylgjast með líka og hefur birt fréttir og viðtöl úr síldinni. Nú verður sagt frá fyrirtæki í einum elzta síld arbæ landsins, Seyðisfirði, en þar hefur kannske verið lagt mest undir seinni árin til að hagnýta síldaraflann. FISKIÐJUVERIÐ Nýlega hefur hlutafélagið Hrólfur, tekið á leigu fiskiðju verið á Seyðisfirði, sem er mikið mannvirki í fasteigna- bókum, en hefur hinsvegar ekki gengið sem bezt þau 15 —20 ár, sem það hefur starf- að. Þær vonir, sem 1 upphafi voru við það bundnar eru löngu týndar, og sakar ekki að geta þess, að bygging þess var umdeild á sínum tíma. Nú hefur nýtt hlutafélag tek- ið við rekstri hússins og hef- ur í hyggju að reyna að gera enn aðra tilraun. Við hittum að máli Karl Jónsson, fram- kvæmdarstjóra félagsins, en hann starfar nú af miklum dugnaði við að koma húsinu í rekstrarhæft ástand. Fórust Karli orð á þessa leið: — Hlutafélagið Hrólfur tók fiskiðjuverið á leigu af ríkis- sjóði nú fyrir skömmu. Nokkr ir aðilar höfðu gefið sig fram til að reka hús, þetta, en úrslitum mun hafa ráðið, að Hrólfur hf. hefur í hyggju að reka húsið allt árið og mun reyna að fullnýta möguleika iðjuversiná. í stuttu máli verð ur rekstrinum hagað þannig að húsið verður gert klárt fyrir móttöku á bolfiski til flökunar og frystingar. Að vísu eru nokkur vandamál í bili um framleiðslu og sölu fiskaflans, en við höfum góðar vonir um, að úr rætist. Þá mun hér verða fryst síld í sumar, og eins síld til beitu. Loðna verður fryst í vetur til beitu, og til útflutnings, og svo verður síldarsölitun eftir því sem tækifæri gefast. Merkasti þátturinn er þó flök un síldar. Félagið á væntan- legar síldarflökunarvélar, sem og eru á leiðinni til landsins. Eru á döfinni samningar um sölu á ca. 2000 tonnum af síldarflökum til innlends og erlends aðila. Síldarflökun í húsinu er sú iðja, sem mest verður lagt upp úr hér. Þá er og gert ráð fyrir að reynt verði að sjá síldarflotanum fyrir ís, til ísunnar á síld. ísframleiðsla hússins miðað við núverandi afköst er um 15 lestir af skelís á sólarhring, en í athugun eru nú áætl- anir um að þrefalda ísfram- leiðslu strax í sumar, með nýj- um vélakosti. Tekur um 6—8 vikur að ganga frá þeirri stækkun. Ennfremur verður aðstaða til íslestunar gerð sjálfvirk. ATVINNUASTAND Ég vil, heldur Karl Jóns- son framkvstj. áfram, undir- strika það, að auðvitað bygg ist allt þetta á komu síldar- göngu að landimu. Hópur m’anna hefur hætt fé sínu til þess að endurvekja störf fiskiðj'uversins og miikil og nákvæm áættun verið gerð, sem mikil vinna ligguir á bak við. Einkum er það merki- legt að við gerum ráð fyrir, að verkefni verði allt árið. Gert er ráð fyrir að um 60— 70 manns starfi að staðaldri við fyrirtækið — vetur og sum ar, og er nauðsynlegt til þess að Seyðisfjarðarkaupstaður geti haldið eðlilegum vexti. — Óskaði Seyðisfjarðarkaup staður eftir að fá Fiskiðju- verið á leigu? — Nei. Ekki bærinn sjálfur Hinsvegar hafði bæjarstjór- inn okkar áhuga á því og ritaði hréf til fyrirtækjá þar sem fitjað var upp á samstarfi fyrirtækjanna í bænum um reksturinn, en áhugi var ekki fyrir hendi. Að vísu hafa Seyðfirðingar álhuga á að fiskiðjuverið starfi, og ég full yirði, að svo é um alla eyð- firðinga. Ég er Seyðfirðingur sjálfur og ég vildi gjarnan að það kæmi fram, að fyrirtækið hefur mætt miklum skilningi og vinsemd hjá þeim aðilum, sem við það skipta. — Ertu bjartsýnn á síld- veiðina. — Nei. Ég er búinn að fást lengi við síld. En ég undir- strika að það er skoðun mín, að afla munum við ekki auka til muna. Það er úrvinnsla aflans sem fer að skipta megin máli. Eigendur Herjólfs hf. gera sér grein fyrir, að þeir hafa hætt fjármunum sínum, en við teljum, að hugmyndir okkar um nýtingu fiskiðjuvers ins allt árið, hljóti að vera tím'aibærar. Við erum ekki sí'ldarispekúlantar. Við erum iðnrekendur. etta sjónarmið kemur víða fram í atvimnu- málastjórn ofckar, í ríkistjórn inni og í tefnu bankanna. Draumurinn um kjótan auð aif síldarafla er efeki lenigur fyrir hendi. Farsæl fram- leiðealustefnu hefur verið tek- inn upp í staðinn. Þótt áliðið sé kvölds heyrast köll og hamarshögg um þver- an fjörð. Seyðisfjörður er að fullmótast fyrir síldarvertíð- ina. Fyrir tveim áratugum var hér allt í aldamótastíl hús og kaupmenn Sá tími kemur aldrei aftur fremur en síldar spekúlantarnir sem vissu ekki aura sinna tal, miMi gjaldiþrot anna. Nýja iðnaðarstefnan er að fullmóta þennan srtað. Kiarvalsmólverk- ið af Freysteini OKKUR varð á í measunni í gær í sambandi við myndina af mál- verkinu af Freysteini Gunnars- syni, íyrrverandi skólastjóra Kennaraskólans, sem birtist með grein eftir sr. Árelíus Níelsson. Sagt var að málverkið væri eft- ir Kjarval, en svo er ekki, mynd in var af málverki af Freysteini eftir Örlyg Sigurðsson. Kjarvals-málverkið af Frey- steini er í skrifstofu núverandi skólastjóra Kennaraskólans, dr. Brodda Jóhannessonar, og er hér mynd af því. Morgunblaðið hringdi til Frey steins Gunnarssonar í gær oig spurði hann hvernig honum lit- ist á myndina af honum eftir Kjarval. „Myndin er ákaflega falleg sem listaverk", sagði hann, „bæði að lit og allri gerð. Það er álit margra að hún sé ekki nógu lík mér. En maður er allt- af að breytast. Hún er máluð löngu á undan hinni og því eðli- legt að þær séu ekki líkar. Þetta fer eftir því hver horfir og hve- nær.“ - FLOTAÆFINGAR Framhald af bls. * „í æfingunum sýndu áhafnir kafbáta, flotaflugvéla, herskipa og landgönguliðar að þeir eru í góðri þjálfun, hafa gott vald á hernaðaraðferðum og eru þess albúnir að framkvæma með góð- um árangri erfiðar hernaðarað- gerðir við hvaða skilyrði sem er“, segir í Tass-tilkynningunni. í tilkynningunni segir að fengizt hafi dýrtmæt reynsla að því er snertir eflingu sameiginlegra varna kommúnistalandanna. Vatninu hleypt á leiðsluna í gær 1 GÆR átti að hleypa vatni á I nýju vatnsleiðsluna til Yest- mannaeyja í fyrsta skipti og átti þaS að gerast við hátíðlega at- höfn. Bæjarstjórnin i Eyjum bauð gestum til Eyja í gær og tvoru meðal þeirra samgöngu- ímálaráðherra, Ingólfur Jónsson, félagsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson og þingmenn kjör- dæmisins auk nokkurra meðlima í Fjárveitinganefnd. Danir þeir, sem að verkinu hafa staðið voru einnig meðal boðsgesta við at- höfnina. Hleypa átti vatninu á leiðsl- una á Landeyjarsandi um kl. 15 í gær, en þar sem ekki hafði reynzt unnt að tengja leiðsluna við dæluhúsið í Eyjum vegna veð urs, átti að taka á móti því um ’ borð í danska skipinu, sem lagði mmm leiðsluna. *sgp f gærkvöldi ráðgerði bæjar- stjórnin að halda gestum sínum kvöldverðarboð og að sögn Magn úsar H. Magnússonar, bæjar- stjóra, átti að fara með gest- ina í hringferð um eyna, ef veð- ur leyfði. Sagði Magnús, að leiðslan yrði síðan tengd um leið og veðurskilyrði bötnuðu nægjanlega. Útiskemmtun Árbæj- arhverfis við Árbæ FRAMFARAFÉLAG Seláss og Árbæjarhverfis gengst í dag fyrir árlegri útiskemmtun sinni. Að þessu sinni verður skemmt- unin haldin á túniu neðan við Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri ræðir við Þórhali Jónsson, verkfræðing, sem hefur annazt umsjón verksins fyrir hönd bæjarins. Árbæjarsafnið í stað þess að halda hana við Árbæjarskólann, eins og gert hefur verið undan- farin ár. Fjölbreytt skemmtidag- skrá verður í dag og lýkur skemmtuninni með því, að dans- að verður á paiii. Háitíðahöldin hefjast með því, að gengið verður með Lúðrasveit verkalýðsins frá skúlanum niður Árbæ, þar sem sfeemimitiatriðiin verða. Munu þar verða haldin ávörp og upplestur, en síðan syngja fjórar ungar stúlkiur nokk ux l'ög. Á milli aitriða leifcur lúðrasveitin lög. Ef veður verð- ur gott muinu þekktir skemimti- krafar koma fram með skemmti- atriði, sem eru þjóðdansar, sem ekki hafa verið sýndir áður. Framfarafélag Seláss og Ár- baejarhverfiis hefur nokkra sér- stöðu í boriginni, að því er Sigur- jón Ari Sigurjónsson, formaðiur félagsins sagði í gær. Féilagið tekux hagsmiuni hverfanna fyrir á funduim, en þá fundi hafa sótt borgarstjóri, símastjóri, hita- veiustjóri, er þeim heifur verið boðið. Felaigið byggði gamla barnaskólann við Rofabæ og hefúr staðið fyrir öðruim fnaim- faramiálum í hverfunum.. Erindi um yogn n þriðjudng SÉRA Þór Þóroddsson frá Kali- forníu heldur erindi í Tjarnar- bæ n.k. þriðjudag þar sem hann mun kynna hið tíbezka yoga- kerfi og segja frá spádómum tíbezku meístaranna. Hefur Þór lagt stund á yoga- kerfið, sem hann hyggst kynna hér, í 20 ár hjá Edwin J. Dingle, en Dingle hefur starfrækt skóla í Bandaríkjunum frá 1927. Veðurútlit í dug SPÁÐ er hægviðri um allt land yfir helgina, eins og í gær. Búast má við súld á Suð urlandi og þá einkanlega við ströndina. Vestanlands er bú- izt við súld með köflum, eink um þó að næturlagi. Skýjað veður verður væntanlega á1 Norðurlandi, en bezta veður á Norðausturlandi, þar sem búizt er við bjartviðri um helgina. Hlýtt verður um mestallt land, einkanlega á Norðausturlandi. Má búast þar við 15-20 stiga hita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.