Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1968 Benjamín Kristjánsson: Húldum ennþá húpinn Avarp í samsœti, haldið Vestur- íslendingum að Hótel Sögu 7. júlí s.l, Góðir Vestur-íslendingar, Vinir og frændur. Við skal strjúka hlýtt og hljótt hönd við streng sem blær í viðnum, grípa vorsins þrá og þrótt þungafullt, en milt og rótt, úr þeim söng, er sumarnótt syngur djúpt í lækjarniðnum, Það er hollt að hafa átt heiðra drauma vökunætur, séð með vinum sínum þrátt sólskinsrönd um miðja nátt, aukið degi í æviþátt, aðrir þegar stóðu á fætur. Þessi erindi Klettafjallaskálds ins góða hafa verið mér hug- stæð undanfarna daga. Mikið sól skin hefur hvílt yfir landinu. Birta langdegisins hefur streymt inn í hugann, létt fyrir okkur vorannirnar og yljað okkur inn að hjartarótum. Þó að mörg störf kalli að í ein, gerir sá vikivaki, sem sumarnóttin syng ur djúpt í lækjarniðnum, þau öll unaðsleg. Vökunæturnar með kyrrð sinni og friði ala af sér eintóma sólskinsdrauma í hvíta- voðum vaxandi sumars. Eitt hefur gert oss sumar- draumana enn þá ljúfari að þessu sinni, og það er að hafa átt von á ykkur, góðu gestir, frændur og vinir handan, yfir hafið. Hinar týndu ættkvíslir. Ekki vil ég að öllu leyti líkja ykkur við hinar týndu ættkvísl ir ísraels, en þó tel ég að ýmis- legt sé áþekkt um menningar hlutverk íslendinga hér á norð- urslóðum og Gyðinga í Austur- lpndum. Hvor tveggja er lítil menn- ingarþjóð, sem varðveitt hefur fornan menningararf, sem betur er geymdur en gleymdur. Og sú menning hefur orkað djúpt á milljónir manna kynslóð eftir kynslóð. Gyðingar höfðu ríka til finningu fyrir þessu minningar- hlutverki sínu. Og þó að þeir dreifðust um allar jarðir, reyndu þeir ávallt að komast heim, þangað sem lífstrúarlind- in var, heizt eigi sjaldnar en ein sinni á ári. í herleiðingu sinni ortu þeir: „Ef ég gleymi þér, Jerúsalem, Þá visni mín hægri hönd. En í Jerúsalem áttu þeir þann helgi- dóm, sem þeim var dýrmætast* ur í vfðri veröld. Nú hafið þið, Vestur-fslend- ingar, einnig tekið upp þann hátt að koma heim í stórum hóp- um, helzt einu sinni á ári, að, „fjöllum og dimm-bláum heiðum“ ættlandsins, og þetta gleður okk ur, sem heima sitjum ósegjan- iega. Því að það er sama rækt- arbandið, sem bindur ykkur við ættjörðina og það sem batt hina fornu og merkilegu menningar- þjóð, band þjóðernistilfinningar og ættræktar. Hér eigið þið líka ykkar helgidóm ættar og erfða. Hér slitu mæður ykkar eða afar og ömmur barnsskónum. Hér áttu þau margan álfastein og smalaþúfu. Hér dreymdi þau sína sólskinsdrauma og sóttu þrá og þrótt í þann söng, er björt sumarnóttin syngur djúpt i lækjarniðnum — Annað mikið skáld talar um „Ljósvakadrukknar sálir“ En það er þáttur af þessum erfðum, sem runnin er í eðli ykkar, skap gerð og örlög. Einnig getur slit- ið isg frá uppruna sínum að fullu nema bíða tjón á sálu sinni Það er þess vegna sem þið kom- ið sig frá uppruna sínum að endurkoma verði ykkur til gleði og blessunar, eins og helgidóm- urinn í Jerúsalem varð hinni fornu, guðsútvöldu þjóð í dreif- ingunni. Þetta var það, sem Stephan G. Stephansson fann, þegar hann kom heim til íslands árið 1917. í einu kvæði sínu frá því ári segir hann: Ef að vængir þínir taka að þyngjast þreyttir af að fljúga í burtu- átt, hverf þú heim, og þú munt afur yngjast orku, er lyftir hverri fjöður hátt. Og hann kallaði árið, sem hann kom heim til íslands: árið sem ég átti gott. Það er inni- legasta ósk okkar, þjóðræknis- félaganna hér heima, að þið, au- fúsugestir okkar megið dvelja hér og fara héðan með sömu fagnaðar og fegins tilfinningu og þetta ágæta og merkilega skáld, að þetta ár óg þessi heim koma megi verða ykkur yndir og orkugjafi. Vissulega leið of löng stund frá því að þið hurfuð vestur yfir hafið og þangað til hafizt var handa um að knýta aftur hinn slitna þráð ættar og erfða. Ollu því sumpart óviðráðanlegar ástæður, svo sem hörð lífsbar- átta beggja þjóðarbrotanna, f jar lægð og einangrun. En líka var beiskju og misskilningi blandað í þennan skilnaðarbikar. Sumir fóru frá svo óblíðum kjörum, að þeim fannst þeir lítils hafa að sakna. Öðrum, sem heima sátu við allsleysi og örðugleika, en eygðu þó brún af nýjum degi fannst hinir flýja af hólmi sem vesfur fóru. Ég nenni ekki að rekja alla þá sögu, enda ætti hún að vera gleymd fyrir löngu, þvi eðlilegar orsakir lágu til þessa. Ég held, að allir skilji það nú, að af beisku hið sæta má spretta. Dugandi menn fóru til að freista ævintýrisins, þegar þeim fund- ust öl] sund lokuð hér, og þeir sáu engar lífsbjargarleiðir opnar og þær voru vissulega fáar. Um þetta er ekkert að sakast fram- ar, því að það var óumflýjan- legt. Enginn sér fyrir hvernig tímarnir breytast og mennirnir með. ísland hefur stækkaS. Nú skulum við horfa á björtu hliðarnar á þessu, og sjá hvern- ig þeir, sem guð elska, samverk- ar allt til góðs. Þið hafið reynzt dugandi þjóð í nýja heiminum, orðið ættjörð ykkar til sóma og gegnt þar ábyrgðarmiklum störfum. Ef lit- ið var niður á fyrstu landnem- ana, sem komu vestur beygðir af erfiði og tötrum klæddir, þá voru íslenzku drengirnir, sem komu með foreldrum sínum ekki lengi að breyta því áliti. Þeir áttu í blóði sínu þrek óteljandi dugmikilla forfeðra, brattsækni smalans, hugrekki sjómannsins og víðsýnina sem unnizt hefur við að klífa tindinn. „Þá hauk- skyggnu sjón ala fjöll vor og firðir." Þeir sóttu fram á námebraut- inni og komust þegar í hina fremstu röð. Og nú er svo kom- ið, að enginn þarf að skammast sin fyrir að vera íslendingur í Vesturheimi. Nafn þjóðar vorr- ar er nefnt með virðingu. Sjálf- ur hef ég heyrt það af vörum hinna æðstu valdamanna. Þið hafið sigrað! Ég vænti þess, að þið sjáið það einnig, að við höfum ekki setið aðgerðalaus hér heima. Eng an, sem héðan fór gat dreymt um, að ísland yrði það, sem það er, nú í dag. Þó að okkur sé auðvitað í mörgu ábótavant, kyn slóð, sem orðið hefur að vinna þúsund ára starf á einum manns aldri, þá er ísland, þrátt fyrir eldgos og hafís, líka orðið gott land, sem við vonum að orðið geti hlutgengt menningarlega á við stærri þjóðir. Við vonum, að aldrei þurfi framar til þess að koma, að fólk flýi land í stór- um hópum vegna þess að því finnst vonlaust að vera hér. En þegar litið er yfir allt þetta: nóbt og harni þess og stríðið dg baráttuna, hvað hefur þá í rauninni gerzt? Þetta hefur gerzt: ísland hefur stækkað! fsland hefur stækkað á sama hátt og Norðurlönd stækkuðu, þegar norrænir menn fóru að byggja ísland Færeyjar og Grænland. Hið andlega ísland. Stundum, þegar ég hef verið að fást við Æviskrá Vestur-ís- lendinga og virða fyrir mér myndir aif þessu glæsilega fólki, þá hefur hvarfl- að að mér sú hugrenning, hvað það hefði nú verið gaman, ef fs- land hefði nú mátt eiga alit þetta fólk og hægt hefði verið að búa því eins góð lífskjör hér og það nýtur nú í fósturlandi sínu. Ég ympraði eitt einn á þessu við einhvern kunningja minn í bréfi. Hann er gáfaður maður og rithöfundur. Ég sagði eitthvað á þessa lund: Ég sé eftir að farga öllu þessu fallega fólki í önnur lönd. Hann svaraði: Ekki get ég tekið undir þetta, því þá yrði ég um leið að segja: Ég sé eftir kvæðunum þeirra Stepans G. Stephanssonar og Guttorms Guttormssonar og margra annarra góðskálda í Vest urheimi. Hér hefðu þeir senni- lega aldrei orðið annað en hag- yrðingar. Þar urðu þeir stór- skáld. Sá skerfur, sem Vestur-íslend ingar hafa lagt til bókmennta okkar er miklu meiri, en vér getum gert oss grein fyrir í fljótu bragði. Og þessar bók- menntir hefðu aldrei orðið til í fásinninu hér heima á þeim ár- um. Það eru hinar sérstæðu kringumstæður, sem hafa skap- að þær. Þær eru fósturlaunin óbrotgjörn, sem Vestur íslend- ingar hafa gefið ættjörð sinni til ævarandi eignar.. Vestur fslendingar hafa gefið ættjörð sinni fleira en peninga til að kaupa skip, styðja mennta stofnanir og rækta skóga. Þeir hafa einnig gefið okkur fjár- sjóði, sem mölur og ryð ekki grandar. Þeir hafa ort ástarvís- ur til íslands meðan heimþránni blæddi til ólífis, meðan þeir rýgðu þar sína æviraun með óhvikulli karlmennsku. fsland hefur stækkað, land- nám þess hefur vaxið, ekki að- eins í hinum ytra heimi heldur og í heimi andans. Verkefni Þjóðræknisfélaganna. Og nú er það verkefni Þjóð- ræknisfélaganna bæði hér heima og vestra að gera sér grein fyr- ir, hvernig þetta landnám ís- lenzkra manna má verða oss öllum til ávinnings og blessunar. Sumir eru bölsýnir og segja: fslenzkan er að deyja út í Vest- urheimi og allt þjóðræknistarf deyr út með tungunni. Með hverju árinu sem líður heyrist sjaldnar prédikað á islenz/ka tungu í kirkjunum, sem frumherj arnir byggðu og lengi voru höf- uðvígi íslenzkunnar. Og blöðin sem eitt sinn voru stærst og myndarlegust allra íslenzkra blaða, ganga saman með hverju árinu. Og brátt fennir yfir minn ingu alls þess, sem íslenzkt er vestur þar. Þetta er ekki að öllu leyti rétt og þarf að minnsta kosti ekki að vera það. Vera má að erfitt verði að sporna við því til lengdar, að íslenzk tunga líði undir lok vestur þar. Nú mun flestum úr minni liðin hin dynjandi eggjun séra Matthíasar: Særi ég yður við sól og báru, særi ég yður við líf og æru: Yðar tungu, orð þó yngist, aldrei gleyma í Vesturheimi. Munið að skrifa meginstöfum mannavit og stórhug sannan. Andans sigur er ævistundar eilífa lífið, Farið heilir. Það þarf engan veginn að ger ast nándarnærri strax, að ís- lenzkan deyi. Ég þekki fólk af þriðju kynslóðinni, sem skilur ágætlega íslenzku og talar hana sæmilega. Erfiðleikar eru auð- vitað ávallt á því að halda við tungu og þjóðemistilfinningu, þar sem önnur tunga er ríkjandi í skólum og á vinnustöðum, en óvinnandi er það ekki. Þá getum við enn um mörg ókomin ár eða aldir farið með hið hugþekka ljóð Jóns Magn- ússonar skálds: Við höldum enn þá hópinn, þótt hafið skipti löndum og okkar sæng er sveipuð af sömu móðurlhönduim. Við hverja vöggu vakir sem vorblær frónskur óður. Og systkin öll við erum og elskum sömu móður. Og ef þið hafið efazt um íslands móðurhendur, þá lítið yfir landið. Nú ljóma f jöll og strendur. Þið sjáið eilíft sumar við sjónum ykkar blasa. Hver sveit er enn í æsku með angan lyngs og grasa. Komið heilir og farið heilir, landar úr Vesturvegi, hvert sem hamingjubyrinn ber ykkur. Guð blessi ykkur og börn ykkar! VEUUM !$LENZKt(H)[SLENZKAN IDNAÐ INNIHURÐIR Höfum fyrirliggjandi spónlagðar innihurðir úr, EIK - TEKK - GULLÁLM - FURU - OREGON PYNE - MAHOGNY Einnig hurðir tilbúnar undir málningu. Afgr. opin alla virka daga. TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR hf. KLAPPARSTÍG 1 SÍMI 18430 Frá komu Vestur-íslendinganna. Vilhjálmur Þ. Gíslason, fyrrv. útvarpsstjóri, var meðal þeirra sem tóku á móti kunningjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.