Morgunblaðið - 21.07.1968, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.07.1968, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1968 Þóra Guðrún Sigur- geirsdóttir — Minning Fædd 21. nóvember 1883. Dáin 30. júni 1968. A morgun fer fram frá Kefla- víkurkirkju útför Þóru Sigur- geirsdóttur. Hún var fædd á Hellu á Árskósströnd í Eyjafjar’ð arsýslu, foreldrar hennar voru hjónin Soffía Júlia Vigfúsdöttir, uppalin á Hellu og Sigurgeir Vigfússon ættaður úr Skagafirði. Alsystkin Þóru voru 4 og eru þau öll dáin, en auk þess átti hún 3 hálfsystkin af föður, og voru þau nokkru yngri, og munu 2 þeirra á lífi. Er Þóra var á fimmta áru flutt ist hún með foreldrum sínum í Skagafjörð, en um þær mundir varð faðir hennar heilsulaus, og leystist þá heimilið upp. Þóra var á ýmsum stöðum í Skaga- firði, og 10 ára fór hún að vinna fyrir sér. A þessum þroskaárum sínum, var hún svo lánsöm að vistast á menningarheimili Árna Eiríkssonar og Steintmnar Jóns- dóttur að Reykjum í Tungu- sveit, mun hún hafa lært þar margt, sem dugði henni vel síðar í lífinu. Þóra minntist ætíð þess ara æskuára sinna á Reykjum með gleði, enda sannkallað gleði t Móðir okkar, tengdamó’ðir og amma, Selvogsgötn 14. Hafnarfirffi, (frá Ertu í Setvogi), andaðist á Sólvangi 18. júJí. Jarðarförin er ákveðin þriðjm- daginn 23. júlí frá Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði kL 2. Börn, tengdabörn og barnabörn. Blóm eru vinsamlega af- þökkuð. t Sigurjón Ingvason frá Snæfoksstöðum, andaðist á Hrafnistu 19. júlí sl. — Fyrir hönd vandamanna. Guðmundur Jóhannsson. heimili, fjölskyldan öll músik- kölsk og sönghneigð svo með eindæmum var og hafa margir niðjar þeirra Áma og Steinunn- ar, orðið landsþekktir söngmennt armenn. Árið 1903 fluttis Þóra til Akur eyrar, var þar og víðar í Eyja- firði, og einnig á Laxamýri í Suður-Þingeyjasýslu. Árið 1911 fluttist Þóra aftur vestur í Skaga fjörð, réðist nú til Jóns Árna- sonar frá áðurnefndum Reykjum og konu hans, Amalíu Sigurðar dóttur frá Víðivöllum, sem fyrir stuttu höfðu hafið búskap á Vatni á Höfðströnd. Á Vatni var hún í þrjú ár, en fluttist þá að Bæ í sömu sveit, þar kynntist hún Jóhannesi Egilssyni, sjó- manni, og giftist honum 22. febr. 1917. Þóra og Jóhannes fóru að búa á heimili foreldra Jóhann- esar, Egils og Ingibjargar að Syðra-Ósi við Höfðavatn (sem nú er komið í eyði). Þau eign- uðust 2 syni sem upp komust, báða drengi góða, eru þeir, Ingi- berg Zophanías, býr á Akuxeyri, giftur Þorgerði Hauksdóttur frá Garðshorni, Suður-Þingeyjasýslu og Egill Sigurgeir, býr í Kefla- vík, giftur Sólveign Jónsdóttur frá Mannskáðahól í Skagafirði. Einnig ólu þau upp Jóhanmes Pétur Jónsson, systurson Jóhann esar. Hann er fyrir stuttu dáinn, var ókvæntur. 26. ágúat 1946, missti Þóra mann sinn eftir harða sjúkdóms raun, og fluttist hún þá til Egils sonar síns í Keflavík. Árið eftir fór hún til Ingibergs sonar síns á Akureyri, og annaðist um tíma heimili hams, þar sem kona hans, Þorgerðmr var þá mjög heilsu- lítil. Ári® 1949 fluttist hún aftur til Egiis og Sólveigar, tengda- dóttur sinnar, og bjó þar ætíð síðan í góðu skjóli þeirra, og dó heima eftir stutta legu. Þegar litið er yfir æviferil Þóru sézt að hún varð að standa á eigin fótum frá því hún var barn að aldri. Eftir að hún gift- ist var maður hennar oft lang- dvölum frá heimilinu, en hann var alla tíð sjómaður. Þóra var t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og jarð- arför, Guðrúnar Ragnheiðar Jónsdóttur frá Reykjahlíð, IVCávahlíð 48. Gestur Guðmundsson, böm, tengdabörn, bama- börn og barnabarnabörn. í kaupavinnu með drengina sína nýkomna af höndum, var hún þá alltaf á myndarheimilinu Bæ, sem var í næsta nágrenni við Syðra-Ós. Ég sem þetta rita, hef þekkt Þóru frá því ég man fyrst eftir mér, svo þau kynni eru orðin rúm 50 ár, og get ég ekki annað sagt, en þau hafi verið mér til þxoska, hún var ein af þessum blíðu góðu kon- um, sem mynnti ætíð á móður- ást. Rausnar kona var hún og vildi frekar neita en þiggja, gerði aldrei kröfur til annarra, en þeim mun harðari til sjálfrar sín. Hún vildi ekki horft á ljót- leikann í lífinu, heldur það fagra og góða. Þóra var fríð kona, hafði með- al vöxt og bar sig vel, dökkhærð og mjög björt á hörund, svipur- inn hreinn, og góðleikinn Ijóm- aði á andliti hennar. Hún var greind og hafði yndi af góðum bókum, einnig hafði hún gott eyra fyrir söng og músik. Þóra hafði lokið löngu og ströngu æfistarfi, sem var unnið af trúmennsku og í kyrrþei, hún var ferðbúin, sátt við guð og menn, beið hún róleg siðustu vistarskipta. Guðstrú hennar var örugg, og me'ð því síðasta sem hún mælti var: „Egill minn, viltu Guðm. R. Magnússon Bræðraborgarstíg 5, Reykjavík Dáinn 11. júlí 1968. Þar dundu ekki lúðrar né landshornagnýr, en liðinn er dagur, sem kyrr var og hlýr, og kvöldið er komfð með friði. Hér lifa aðeins blómin á leiði hvers manns við ljósið og ylinn frá deginum hans, er sólin fer síðast að viði. Þ. Erl. Þannig kvað sk.áldið og svipað varð manni í hug, er svo óvænt barst sú fregn, að Guðmundur í Fjólu væri látinn. Hann kvaddi þennan heim, hávaðalaust, með bros á vör, í frfði og sátt, einsog hann hafði lifað. Vissulega fannst okkur hann ekki kominn að fótum fram, og sár og harmur ekkjunnar, þegar tjaldið mikla, er svo skyndilega fyrir dregið. En þetta er allra vegur ög huggun má það vera sorgmæddum, að vita sína lausa frá kröm ellinnar og umkomu- leysi. Eiga aðeins minningarnar, bjartar og hlýjar, um langa starfs ævi og andlegt og líkamlegt heilbrígði, til hinztu stundar. Þeir eru alltof margir, sem verða að lifa, eftir að lífið hefur í raun yfirgefið þá og varlega skyldum við kvarta, þótt sá bik- ar væri frá tekinn. Við vitum svo sjaldan, hvers biðja ber, en látum huggast í þeirri trú, a'ð forsjónin hafi vel fyrir öllu séð. Guðmundur Rósinkar Magnús- son var fæddur í Æðey 1. októ- ber 1897. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson járnsmiður, frá Tind í Tungusveit á Ströndum og kona hans Valgerður Jóns- dóttir frá Lágadal við ísfjarðar- djúp. Kornungur missti Guðmundur föður sinn og ólst upp hjá móð- ur sinni ásamt eldri systur, fyrst í Æðey, eii síðan í Reykjavík, frá 1911, þar sem móðir hans bjó með Stefáni Þórðarsyni járn smið. Hann nam bakarafðn hjá Sveini M. Hjartarsyni og lauk prófi í þeirri iðn árið 1917. Eigið barkarí stofnsetti hann 1924 en 1927 stofnaði hann Fjólu, — kon- fektgerð, verzlun og kaffisölu. Það fyrirtæki rak hann í 38 ár og var raunar við það kenndur, æ síðan. Guðmundur var tvíkvæntur, fyrri kona hans Lilja Hjartar- dóttir Jónssonar frá Reynimel, lézt 1925 eftir aðeins 6 ára hjóna band, frá þremur bömum, en þau eru: 'Valgerður, gift Hall- grími Jónssyni, málarameistara, Margrét, gift Torfa Ólafssyni, sjómanni og Hjörtur Magnús, verkstjóri, kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur. 1928 kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Svan- hildi Gissurardóttur, Gottskálks- sonar, bónda að Hvoli í ölvusi. Með henni átti hann einnig þrjú böm, Gissur Karl, verk- stjóra, sem kvæntur er þýzkri konu, Gerðu Mertens, Elsu Unni, sem gift er Arnari Guðmunds- syni, prentara og Braga Kristin, deildarstjóra, en hann er ókvænt ur. Alls eru afkomendur Guð- mundar orðnir 34 talsins og hafa alla stund, notið ástar og um- hyggju föðux síns, afa og lang- afa. Guðmundur Magnússon fékk sinn skerf, af harðri lífsbaráttu alþýðumanna fyrr á ámm, en hann var alltaf samur, hress og glaður og hvers manns hugljúfi. lesa fyrir mig sálm“ og hún ósk- aði að hann læsi, Allt eins og blómstrið eina. I 15 sálmi Davíðs standa þessi orð. „Jahve hver fær að gista í tjaldi þínu, hver fær að búa á fjallinu þínu helga? Sá sem framgengur í sakleysl og iðkar réttlæti og talar sann- leika af hjarta, sá er eigi talar nóg með tungu sinni, eigi gjöri öðrum mein, og eigi leggux ná- unga sínum .svívirðing til.“ Þóra lifði lífi sínu á þann veg, að hún á örugga vist í tjaldbúð- um Jahve á fjallinu helga. Að síðustu vil ég þakka þér trygg'ð og góðvild veitta mér og mínu fólki, einnig þakka ég þér leiðbeiningar er þú veittir mér í draumi, eftir að þú kvaddir þetta lif. Guð blessi þig og leiði á nýjum vegum. Ættingjum þínum, vandamönn um og vinum flyt ég beztu óskir og kveðjur. Guð blessi ykkur ölL Bjöm Jónsson frá Mannskaðahól. Það var selta í loftinu á Vestur- götunni. Um hana var löngum tíðförult hreggbörðum mönnum, með sigg í lófum og hressilegt tungutak. Þá var ósjaldan reik- að inní Fjólu til Gu'ðmundar, að ylja sér á kaffisopa. Hann tók öllum vel, vingjamlegur en ákveðinn og ekki leið hann uppi- vöðslu í sinni búð. Hygg ég mega telja til fá- dæma, að reka greiðasölu svo lengi, jafn áfallalaust og Guð- mundur gerði á öllum sviðum. Marga hans viðskiptavini, hef ég heyrt minnast hans af hlýjum hug og engan veit ég hann óvild armann eiga, eða hann hafi til ámælis unnið. Sannast þar; sem oftar, að mestu skiptir hver mað urinn er. Gúðmundur átti þá eiginleika, sem gera menn ljúfa í minningunni og ekki verða til fjár metnir. Við sem hann þekktum, minn- umst hans með velvild og þakk- læti. Ekkju hans, börnum og ætt- ingjum, vottum við innilega sam- úð. ^ G. J. Birtingur með ljóð og greinar t Móðir okkar, Margrét Sigurðardóttir Norðdahl Drápuhlíð 10, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju mánudaginn 22. þ. m. kl. 1.30. Börnin. t Útför eiginkonu minnar, Haflínu I. Guðjónsdóttur, fer fram í Garpsdal, þriðju- daginn 23. júlí kl. 13. Fyrir hönd vandamanna. Júlíus Björnsson. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Ágústs Kr. Guðmundssonar Bakkastíg 9, verður gerð frá Fossvogs- kirkju, þriðjudaginn 23. júlí kl. 3. Elísabet Una Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. t Systir mín, Sigríður Guðmundsdóttir Melgerði 19, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju, þriðjudaginn 23. júlí kl. 13.30. Grímur Guðmundsson. t Eiginmaður minn, Þorbjörn Ingimundarson Andrésfjósum, lézt á Sjúkrahúsinu, Selfossi, föstudaginn 19. júlí. Ingigerður Bjarnadóttir. t Innilegar þakkir til allra fjær og nær sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför, Hinriks Einarssonar Strandgötu 37b, Hafnarfirði. Stefanía Einarsdóttir, börn og tengdaböm. Út er komið fyrsta hefli 14. árgangs af Birtingi. Eru að vanda í því mörg ljóð, frumort og þýdd, og myndskreyttar greinar. Einkum eru birtar marg ar myndir af málverkium eftir Þorvald Skúlason í grein eítir Braga Ásgeirsson um myndlist hans. Fremst í Birtingi er þýdd ar myndir af málverkum eftir Poul Vad, Thor Vilhjalmsson skrifar um Peter Weiss og Mar- at-Sade, Jón Óskar skrifar um bókmenntir og kreddur, Sigurð- ur Jón Ólafsson skrifar um Mi- chelangelo Antonioni og Atli Heimir Sveinsson skrifar um Listamannalíf. Af Ijóðum má RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI IQ.IOO nefna: Hvað sástu? Eftir Jón Óskar, Æska eftir Einar Braga, Ást eftir Ólaf Gunnarsson og Leikur að samstöfum og tunnu- stöfum éftir Kristin Einarsson. Þá hefur Einar Bragi þýtt ljóð eftir Gunnar Björling, Thor Vil- hjálmsson ljóð eftir Tadeusz Ró- zewicz, Jean Cayrol og Ni:onor Parra og Jón Óskar eftir Jack- ues Precert, Unberto Saba og Múhamed Ikbal. Innilegt þakklæti til allra sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 16. júlí sl., með heim- sóknum, gjöfum og heillaóska skeytum. Guð blessi ykkur öll. Þorleifur Halldórsson, Einkofa, Eyrabakka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.