Morgunblaðið - 25.07.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1968 Simi 22-0-22 Rauðarárstig 31 MAGNÚSAR |SKIPHOLTl21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 1-C5>siH' I-44-44 mfiifim Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Slgurður Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Efti. lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRADT SENDUM SÍMi 82347 Gúmmístígvél Stærðir: Verð: 22—26 172.00 27—30 188.00 31—35 200.00 35—42 220.00 ÍC Örvandi viður- kenningarorð Dagrún Kristjánsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Sem betur fer eru dálkar þínir ekki ætíð barmafullir af aðfinnslum og pexi um einskis verða hluti, — stundum er lofsverðri hjálpsemi, snyrti- mennsku eða öðru gefin verð- ug hrúsyrði, og er það í sam- ræmi við það, sem vera ber og sjálfsagt er. Það getur kom- ið fyrir, að áhuginn á því að gera alltaf vel dofni, ef aldrei sjást þess merki, að nokkur veiti því athygli. Það er lyfti- stöng fyrir alla að vita, að þeir geri ávallt alla hluti, eins og bezt verður á kosið — en við- urkenningarorð frá öðrum margfaldar oft áhugann á því, sem gera þarf vel, og verður oft sá drifkraftur, sem eykur vinnuafköst, ánægju og árang- ur, svo að undrun getur sætt. it Hvar eru góðir veitingastaðir? Um sumartímann, á með an flestir eru á ferð og flugi, gefst oft bezta tækifærið til þess að fá nokkurt yfirlit yfir það, hve langt íslendingar eru komnir á þróunar- og menn- ingarstigi. Það er ekki annað en hægt að sjó og taka eftir, hvar ruslið er skilið eftir, hvar gengið er vel um hvar af- greiðsla og þjónusta á veitinga stöðum er góð, þ.e.a.s. hvar allt helzt í hendur, fljót af- greiðsla, kurteis framkoma af- greiðslufólks, góður matur og kaffi .sanngjarnt verð, hrein- legir og vistlegir afgreiðslusal- ir, og síðast en ekki sízt þrifa- leg umgengni og hirðing á salernum. if Löðrungur Allt þetta hefur mikil áhrif á ferðalanginn, sem bú- inn er að njóta ósegjanlegrar veðurblíðu og drekka í sig allt það fegursta úr íslenzkri nátt- úru — hann er svo barmafull- ur af gleði yfir unaðsleik, ríki- dæmi og breytileik islenzkrar náttúrufegurðar, að það er syndsamlegt að rétta honum svo kinnhest, um leið og hann kemur inn fyrir dyr á veitinga stað, til þess að sinna þörfum munns og maga. En það jafn- ast á við löðrung, ef komið er úr ferðalagi í dásamlegri sum- arblíðu frá því að skoða feg- urstu staði og inn í subbulega veitingasali, fulla af tóbaks- reyk, óhreinindum og sóða- skap, sem sýnilega er ekki að- eins afleiðing mikilla anna yf- ir líðandi dag, heldur rótgró- inn vani og hirðuleysi. Áhrifin frá velheppnuðu ferðalagi dvína að mun, og það má segja, að slík aðkoma á veitingastöðum „komi manni niður á jörðina aftur“. En það er eins og allir vita ekki of oft, sem við komumst svo nærri himninum, að við finnum til þess, þegar við hröpum niður aftur. Það kann- ast allir við það, hver áhrif góð tónlist getur haft á fólk, og hvernig sú tilfinning er, þeg ar þessurn ábrifum er feykt út í veður og vind með óvænt- um skarkala í einhverri mynd. En þessu tvennu má likja sam- an. Viðbrigðin eru svo hastar- leg, að okikur fer að líða illa í stað þess, að okkux leið óendan- lega vel óður. ir Leizt vel á sig á Selfossi Ástæðan fyrir þessum línum er sú, að í Morgunblað- inu í morgun sá ég, að Selfoss- lögreglan fékk verðugt hrós fyrir sérstaka hjálpsemi og greiðvikni. Þetta leiddi hug- ann að Selfossi sem áninga- stað fyrir ferðafólk, og að von- um fór ég að hugsa um síðustu komu mína til Selfoss og hvernig mér þótti sú aðkoma vera og viðurgerningur, sem ég fékk á öðru hóteli bæjar- ins, en það var Hótel Selfoss. Ég þarf ekki að fjölyrða um það, að mér þótti þar allt vera eins og vera bar og ég vænti. Veitingasalur er þar mjög snyrtilegur ,afgreiðslan góð og sérstaklega hæverskleg þjón- usta, bæði kvöldin sem ég kom þar nú í vikunni (15. og 16. júlí). Maturinn var afbragðsgóður og verð sanngjarnt. — Salerni voru einnig vel um gengin, svo að óvíða er á betra kosið. Ég hef að sjálfsögðu víðar komið á sumrinu, en ég tel Hótel Sel- foss vera óvenjulega hreinleg- an og vel rekinn veitingastað, enda þarf það ekki að vekja undrun neinna þeirra, sem þekkja hótelstýruna, frú Stein- unni Hafstað. Hún er Iöngu landskunn fyrir dugnað, rausn og myndarskap í hvívetna, og er þar hvergi lát á. Vil ég að síðustu færa þakk- ir fyrir vel úti látinn mat og mjög góðan, svo og að til skuli vera sá veitingastaður úti á landi, sem ber af og kallar mann ekki of óvænt og hast- arlega niður á jörðina, eftir að hafa nálgast himininn að svo miklu leyti sem unnt er einn unaðsfagran sumardag við ís- lenzka náttúruskoðun. Beztu þakkir. Dagrún Kristjánsdóttir, Hátúni 8, R“. i^ Geta rottur verið fjölmennar? Frá Selfossi er skrifað: „Velvakandi góður. í Morgunblaðinu í dag, (þ.e.a.s. 17. jútí), las ég grein, sem ber fyrirsögnina „Rottan — smávaxin ófreskja". Grein þessi lýsir mjög vel því tjóni, sem þetta smávaxna dýr hefur valdið víða í heiminum. Tilefni þessara lína er ekki efni greinarinnar, heldur orða- tiltæki greinarhöfundar, þar sem segir: --------Að vísu eru rottur hér víða, en hvergi nærri eins fjölmennar og úti í lönd- um.---------- Nú spyr ég í fávizku minni: geta rottur verið fjölmennar? Á öðrum stað í sama tölu- blaði, (með fullri virðingu fyr- ir Morgunblaðinu), nánar til- tekið á forsíðu, er skemmtileg mynd, sem tekin var á síldar- miðunum. Undir myndinni stendur, að verið sé að landa úr tveimur skipum í þriðja skiptið úti á rúmsjó. Hvað seg- ir þú um þetta, Velvakandi góður? Mér finnst þetta orð, þ.e. sögnin „að landa“, ekki eiga við í þessu tilfelli, þar sem síldin er ekki sett í land, held- ur komið yfir í annað skip, sem væntanlega kemur henni I land. Á þetta orð kannski ekki tilverurétt í málinu? Björk Pétursdóttir, Heiðarvegi 1, Selfossi". Velvakandi heldur, að rott- ur geti hvorki verið fjölmenn- ar né fámennar, heldur marg- ar eða fáar. Honum finnst ekki rétt að nota sögnina að landa í þessu tilfelli; nota hefði mátt sögnina að skipa (út, út í, um), hlaða, færa, flytja o.fl. o.fl. Annars hef ég aldrei verið hrifinn af þessu sagnorði (að landa) og veit ekki fremur en Björk, hvort það á „tilveru- rétt“ í málinu. E.t.v. getur ein- hver skorið úr því og skrifað Velvakanda um það. it Isfirzkir unglingar við skógrækt Hjördís Óskarsdóttir á fsafirði skrifar: „Að undanförnu hefur ver- ið starfræktur hér vinnuskóli á vegum bæjarstjórnar ísa- fjarðar og Skógræktarfélags ísafjarðar. Vildi ég með línum þessum þakka þeim aðilum, sem að þessu stóðu, kærlega fyrir, svo og skógarverðinum á Vestfjörðum, sem sá um framkvæmd verkanna. Það var ánægjulegt að koma inn í „Tunguskóg" í þessu ynd islega veðri, sem hér hefur verið, og ekki sízt var mér það ánægja að sjá hér fjölda ung- linga, (og þar af var eitt af mínum bömum) við alls kon- ar störf í sambandi við skóg- rækt og undir góðri stjórn verkstjóra, sem sýndu mikla lipurð og lagni við að kenna rétt handbrögð við plöntun trjáa, áburðargjöf og grisjun. Slík vinna sem þessi er mjög æskileg fyrir unglingana, sem koma út úr skólunum að loknu vetrarlöngu námi. Þyrfti því að sjá svo.um, að unglingarn- ir ættu kost á einhverri slíkri vinnu á hverju vori eftirleiðis. Gæti ekki hinn mikli At- vinnuleysistrygginarsjóður styrkt þetta að einhverju Ieyti? Það er ekki aðalatriðið, að kaupið sé hátt hjá unglimgun- um, heldur hitt, að þau læri að vinna ýms verk. Þakklát, isfirzk móðir". Skrifstofa mín verður lokuð vegna sumarleyfa til 6. ágúst nk. Ólafitr Þorgrímsson hrl. Hús til sölu Innkaupastofnun ríkisins, f. h. ríkissjóðs, leitar tilboða í húseignina Tómasarhaga 15, Reykjavik, sem er eign ríkissjóðs. Eignin er til sýnis væntanlegum kaupendum kl. 5—10 e.h. íimmtudaginn og föstudaginn 25. og 26. júlí, þar sem allar nánari upplýsingar verða gefnar og þeim af- hent tilboðseyðublað, sem þess óska. Lágmarkssölu- verð eignarinnar, skv. 9. grein laga nr. 27 1968, er á- kveðið af seljanda kr. 2.400.000,00. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri mánudaginn 29. júlí 1968, kl. 2 e.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.