Morgunblaðið - 25.07.1968, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚU 1968
Hvítu túnin í Vestur-Húnavatnssýslu
Rætt við tvo bændur, Pál Karlsson
á Bjargi og Jón Jónsson i Eyjanesi
ÞEGAR íarið er um Vestur-
Húnavatnssýslu og innanverða
Strandasýslu, er þar heldur kulda
legt um að litast, þótt kominn sé
miður júlímánuður. Hafíshröngl
er á Miðfirði, Hrútafirði og Bitru
firði, úthagi tæpast búinn að ná
grænum sumarlit og það, sem al-
varlegast er, túnin eru iangflest
meir og minna hvítskellótt og
sum nær hvít yfir að líta eða
ljósgræn arfabenda með dökk-
grænum toppum á stangli. Nokk
uð er þetta misjafnt á bæjum,
en þó má segja, að sveitirnar
báðum megin Hrútafjarðar og að
nokkru leyti Miðfjörður séu þann
ig leiknar af kalskemmdum og
sprettuleysi, að vandséð sé hvern-
ig afla skuli.fóðurs til næsta vetr
ar af túnunum.
Fréttamaður Mbl. hafði tal af
tveimur bændum, sem einna harð
ast hafa orðið úti í vestanverðri
Vestur-Húnavatnssýslu að mati
kunnugra. Fyrst fór hann að
Bjargi í Miðfirði, þar sem búa
bræðurnir Sigurgeir og Páll Karls
synir, og hitti að máli hinn síð-
arnefnda.
— Ef litið er á Miðfjörðinn
sem heild, sagði Páll, þá eru
víða skemmd og ónýt stykki hér
í sveitinni, og víða eru tún ó-
drjúg og gloppótt, þó að þau
virðist sæmilega falleg yfir að
líta. Á einstaka stað er vel sprott
ið, en alstaðar seint til, eins og
sjá má af því, að það er eigin-
lega hvergi byrjað að slá. Þó
held ég mér sé óhætt að segja,
að kalskemmdir séu hvergi hér
í sveit jafnmiklar og hér.
— Túnið hér hjá mér er um
50 hektarar, og þar af eru minnst
20 hektarar alveg dauðir og hitt
er stórskemmt og ákaflega lítið
nýtilegt af því. Gamla túnið stend
ur sig bezt og svo nýrækt síðan
í fyrra, sem aldrei hefir verið
slegin. Þessi stykki eru þau einu,
sem nýtileg eru hér heima. Okk-
ur reynast mýrartún þola kuld-
ann verst. Flóinn, stykkið hér
út með Berginu, sem þurrkaður
var fyrir meira en 20 árum, en
var áður varla hestfær forarflói,
spratt ágætlega, þangað til hann
fór að bregðast fyrir fáum árum,
hefir farið verst núna. Hann er
alveg ónýtur þetta árið. Við rif-
um upp 4 hektara til reynslu í
vor og sáðum í þá. Þeir grænka
svo sem, en ég veit ekki, að
hverju það verður.
— Hvað við tekur? Það verð-
ur sjálfsagt niðurskurður, það
verður hvergi hægt að fá hey.
Sauðféð bjargast náttúrulega í
sumar, en hvað_ verður í vetur,
veit ég ekki. Ég hef haft um
400 fjár á fóðrum og gefið mest
votheysverkaða töðu, — þvíhlýt
ur að fækka talsvert. Svo hef
ég 22 mjólkandi kýr og verð
sjálfsagt að farga mörgum, og
það er seinlegt og dýrt að koma
aftur upp kústofni. Okkar tún
fóðrar ekki mikið, held ég. Tvö
tún hef ég tekið á leigu hér
frammi í dal. Annað reynist alveg
dautt, en ég fæ kannske eitt-
hvað af hinu.
— Ég hef ekki trú á, að hér
verði mikið um engjaheyskap,
og svo mun hvergi vera hér í
sýslu, — útengi er hvergi vél-
tækt. Svo er hagi enn grár, rétt
bithagi og hvergi slægja enn a.
m. k. Auk þess eru engir brúk-
unarhestar lengur til eða reið-
ingar, svo að maður kemur hey-
inu ekki að sér. Það er heldur
enginn mannafli á bæjunum til
að heyja á útengi svo að nokkru
nemi.
— En það verður að bera á
túnin, þó að þau séu ónýt, —
það er sjáanlegt, þau gróa þó
fyrr með því móti. Bændur hafa
bara ekkert fjármagn til að ausa
áburði á tún, sem ekkert gefa
af sér. Það var léleg spretta í
fyrra og lítil hey, en mikil fóð-
urbætisgjöf í vetur, svo að ég
veit ekki, hvernig bændur stand
ast þetta. Ég get alveg eins bú-
izt við, að margir bændur flosni
upp í þessu árferði.
— Svo er nú hitt, að þótt tún-
blettir eigi að heita óskemmdir
af kali, þá er sprettan sama og
engin, eins og á hólunum hérna
fyrir neðan. Þar er að vísu svo-
lítið gras að koma, en það er
engin slægja. Svo er víða gisið
og ódrjúkt. Þó eru góðir blettir
innan um.
— Það er ekki gott að segja
hver meginorsökin til kalsins er,
en sumir fara ekki dult með það,
að þeir kenna áburðinum um, það
vantar eitthvað í Kjarnann, sjálf
sagt kalk. Blandaði áburðurinn
útlendi virðist góður. Við bárum
kalksaltpétur á milli slátta í
fyrra og fengum kappslægju í
seinna slætti, — meira magn en
af fyrra slætti. Annars eru or-
sakirnar sjálfsagt margar. Allt
túnið var einn gljái í vetur, og
það kann að hafa valdið ein-
hverju. Sumarið 1918 man ég, að
var voðalegt kal eftir frostavet-
urinn, og þá fengust alls 57
kapplar af Bjargstúni og heyið
Jón Jónsson í Eyjanesi
svo smálegt, að það tolldi varla
í reipum. Þá var ekki hægt að
kenna áburðinum um.
— Mér leiðist að vera að heimta
bætur af hinu opinbera, en
hins vegar er ef til vill ekki
ástæða til annars, ef sjávarút-
veginum er sífellt hjálpað í sín
um kröggum.
Kunnugum ber saman um, að
hvergi hafi kalskemmdir orðið
meiri í Vestur-Húnavatnssýslu en
á bænum Eyjanesi við Hrúta-
fjörð, en þar er nýbýli úr landi
Tannstaðabakka. Þar býr dugn-
aðarbóndinn Jón Jónsson, og all
ur heyskapur hans byggist á ný-
lega ræktuðu landi, sem nú er að
mestu ónýtt. Ég fór heim að
Eyjanesi og hitti Jón bónda, sem
bauð mér til stofu í nýju og
myndarlegu íbúðarhúsi.
— Ég hóf ræktun hér árið
1960 og byggði hér fjárhúsið,
— mælti Jón, en íbúðarhúsið ár-
ið eftir. Ég tók svo 4—6 hekt-
ara til ræktunar árlega fyrstu ár
in, og nú er túnið 29 hektarar,
en auk þess grænfóður síðan í
vor. Megnið af landinu var vel
gróinn mói, nokkuð leirborinn
melur, en að litlu leyti mýri.
Ég bar eingöngu Kjarna á fyrstu
fjögur árin, en síðan mikið af
fosfórsýru og nokkuð af kalí.
— Ekkert af túninu er til
slægna í sumar, nema ef hægt
væri að slá þennan æping með
skúffu, annars mundi heyið týn-
ast í kalskellurnar. Siðustu dag-
ana er að koma upp svolítil nál
sums staðar, — eitthvað af rót-
inni hefir kannske lifað langt
niðri. Ég býst ekki við að fá
af túninu nema 10—20% af venju
legum töðufeng, ef við leggjum
uppskeru áranna 1964 og 1965
til grundvallar. Þar að auki verð
ur mjög erfitt að fást við verk-
unina, það er svo mikill arfi,
að heyið er óþurrkandi og verð
ur allt að fara í vothey.
— Kal var mikið í hitteðfyrra,
en þá fékk ég a.m.k. 40% af
töðufeng næstu ára á undan.
Kalskellurnar voru dálítið farnar
að hlaupa saman í fyrra, og þá
var ekkert nýtt kal. Þó að þá
væri yfirleitt léleg spretta, fékk
ég þó um 50% uppskeru, en
beitti mikið á túnið um vorið.
Ef ég hefði ekki gert það, hefði
ég sennilega fengið um 60%.
1964 og 1965 hlóðust upp hjá
mér heyin, svo að ég seldi mik-
ið um áramótin 1965—1966 og
sparaði þó ekki heyin við skepn
urnar. En nú er svo komið, þó
að ég sparaði hey eins og ég
gat, að ég verð að kaupa megn-
ið af fóðrinu næsta vetur.
— Mýrarstykkin hér niðri við
sjóinn hafa dugað mér bezt. Ég
hef ræst þau fram, ^ en þar er
upphaflegur gróður. Ég hef borið
aðeins á hluta þeirra, og það eru
einu partarnir þar, sem eitthvað
hefir borið á kali núna. Þar sem
ég hef ekki borið á, eru engar
skemmdir. Það segir sína sögu.
— Ég hef haft undanfarið 280
fjár á fóðrum og 11 nautgripi,
en hafði' vetur 270 fjár og 7
nautgripi. Ég geri ráð fyrir að
farga öllum kúnum nema rétt til
mjólkur handa heimilinu. Ég veit
ekki enn, hvort ég verð að fækka
fénu, það fer eftir því, hvort ég
fæ hey einhvers staðar. Ég er
fyrir að fóðra vel og fóðra til
afurða enda_ er meginhluti ánna
tvílemdar. Ég get ekki hugsað
mér, þó að fjörubeit sé góð, að
setja á guð og gaddinn eða þá
fóðurbætinn.
— Versta ástandið hér í sýslu
mun vera hér út með Hrúta-
firði, og einna verst hér hjá mér.
Orsakirnar til þess eru senni-
íbúðir í
byggingarsamvinnuiélagi
Til ráðstöfunar eru enn nokkrar 3ja Herb. (90
ferm.) og 4ra herb. (100 ferm.) íbúðir í tveim stiga-
húsum, sem verið er að byrja á að byggja, á góðum
stað í Breiðholtsehverfi. Allar íbúðirnar hafa suð-
ursvalir, og eru með þvottahúsi sér og vinnuher-
bergi inn af eldh. (gluggi 1.50 m.). Baðherb. er
með glugga.
í kjallara eru geymslur og sameiginlegt húsnæði.
6 íbúðir eru í hverju stigahúsi.
Búið er að sækja um Húsnæðismálastjórnarlán.
Verð á þessum íbúðum verður mjög hagstætt.
Útb- á þessu ári um 250—375 þús.
Teikningar og allar upplýsingar liggja frammi hjá
Sigurði Pálssyni, byggingam. að Kambsvegi 32, sem
veitir allar frekari upplýsingar á staðnum aðeins
kl 20—22 í kvöld og næstu kvöld.
Sumarbústaður
óskast keyptur
Vil kaupa sumarbústað, helzt á glæsilegum stað við
Þingvallavatn. Tilboö er greini stað, verð og skilmála
sendist afgr. Mbl. fyrir nk. miðvikudag, merkt: „Þing-
vallavatn — 8347“.
Heildsolor — kauplélög
— verzlanir
Erum kaupendur að skófatnaði hvaðan sem er af land-
inu. — Upplýsingar í síma 11670.
Páll Karlsson að Bjargi
lega einkum tvær, túnið er á
flatlendi, þar sem vatn situr leng
ur og svellar meira, og það er
allt nýrækt. Gömlu túnin hafa
varizt mifclu betur. Oktkur 9 bænd
um hafa verið úthlutaðir 14 hekt
arar af engi suður á Hvanneyri
í Borgarfirði. Við erum búnir
að bera á það land, en það verð
ur mikill áhættuskapur, því að
það er alit votlendi, ekki hægt
að koma bíl að einu sinni, og
má því ekkert út af bera með
tíðarfar, ef þetta á að takast.
Annars er ekki séð, hvar á að
taka hey til vetrarins. Ég sáði
þó höfrum í vor í 3 hektara
hér heima.
— Margir bændur hafa sýnt
mikinn dugnað og útvegað sér
slægjur hingað og þangað, jafn-
vel til að slá með orfi og ljá.
Annars vantar hesta, reiðinga
eða önnur flutningstæki til að
koma heyinu heim, svo að ekki
er allt fengið með slíkum slægj-
um.
— Kuldinn hefur verið óskap-
legur í vor og sumar og ísinn
legið hér fram að þessu. Sprettu
leysi er eftir því. Gróðri hefir
sama og ekkert farið fram síð-
ustu vikur. Ég sáði höfrum tvisv
ar, 14. júní og 2. júlí, og á þeim
stykkjum er sáralítill munur.
Gróður hefur bókstaflega sölnað
á bersvæði víða. Lengst af það
sem af er júlímánaðar hefur hit-
inn ekki komizt yfir 2—3 gráður
á daginn og farið niður í frost-
mark eða niður fyrir það á nótt-
unni. Eftir miðjan júnímánuð
hefir fjórum sinnum orðið aihvítt
niður í sjó. ísinn hefur legið
hér inn undir Hrúteyjar, og því
er sprettuleysi verst hér fyrir
utan, kuldinn af ísnum er svo
geigvænlegur. Ástandið er skárra
innst í firðinum, þar sem ísinn
hefur ekki verið eins nálægur.
Kýr voru ekki látnar út fyrr
en snemma í júlí, og þeim var
gefið hey og matur eftir það,
— já er gefinn matur enn þá.
— Ég veit ekki, hvernig á að
snúast við þessu. Ef byggð á að
haldast hér, sem ástandið er lak-
ast, sé ég ekki, að hjá því verði
komizt, að opinber stuðningur
komi til í einhverri mynd. T.d.
mætti hugsa sér, að ríkið eða
einhverjir opinberir sjóðir greiði
flutning á heyi og frestur verði
gefir\n á afborgunum lána, a.m.
k. þeirra, sem eru með nýbýli
og miklar skuldir á bakinu fyrir.
Það kostar t.d. 5000 krónur að
flytja hingað eitt bílhlass sunn-
an frá Hvanneyri, og flutningur
á heyi t.a.m. sunnan úr Rangár-
vallasýslu, þar sem helzt er að
fá núna, væri mér algerlega of-
viða, engin leið að kljúfa það.
— Margur reynir samt að kom
ast yfir þetta núna, þótt erfitt
sé á allan hátt, sérstaklega eft-
ir öll fóðurbætiskaupin í vetur,
en haldi þessu áfram og komi
harður vetur og grasleysi næsta
sumar, þá sé ég ekki annað en
fjöldinn allur af bændum gefist
upp og vonlaust sé að halda á-
fram búskap.
Sv. P.