Morgunblaðið - 25.07.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.07.1968, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1968 Útgefandl Hf Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbiörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristínsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald kr 120.00 á mánuði Innanlands. I lausasölu. Kr. 7.00 eintakið. ÖRLAGATÍMAR í TÉKKÓSL Ó VAKÍU Fkeilur Tékkóslóvakíu og ** Sovétríkjanna eru nú orðnar hinar alvarlegustu. Þar reynir stórveldi að kúga smá- ríki til hlýðni við sig. Sovét- ríkin hafa magnað tauga- stríðið gegn Tékkóslóvakíu dag frá degi. Sovétríkin hafa krafizt þess, að helztu leið- togar Tékkóslóvakíu kæmu til fundar við leiðtogana í Kreml á sovézkri grund, en slóvakíu vegna samhugar tékkóslóvakísku þjóðarinnar- tékkóslóvaísku þjóðarinnar. Sovétríkin hafa dregið von úr viti að flytja sovézkar her sveitir burt frá Tékkóslóvak- íu, þrátt fyrir ítrekaðar yf- irlýsingar þar um. Sovétrík- in hafa heimtað að fá að flytja sovézkar hersveitir að landamærum Tékkóslóvakíu og V-Þýzkalands vegna „yf- irvofandi hættu“ af völdum V-Þjóðverja. Sovétríkin hafa boðað stórfelldar heræfingar m.a. við landamæri Sovét- ríkjanna og Tékkóslóvakíu. Sovétríkin hafa haldið uppi ruddalegum árásum á ýmsa helztu leiðtoga Tékka og Sló vaka. Það þarf því engan að undra, þótt sá ótti magnist nú mjög, að Sovétríkin ætli að færa mælistiku heimsmál- anna aftur um tólf ár og senda hersveitir sínar inn í Tékkóslóvakíu eins og þau gerðu í Ungverjalandi haust- ið 1956. En hvað hefur gerzt í Tékkóslóvakíu, sem veldur hugarangri og hræðslu leið- toganna í Kreml? Hinir nýju forustumenn kommúnista- flokksins í Tékkóslóvakíu hafa tekið ákvörðun um að koma á ýmsum umbótum í stjórnarháttum landsins. Þessar umbætur miða að því að byggja upp í Tékkósló- vakíu „sósíalískt lýðræði“. Ákveðið hefur verið að veita mönnum frelsi til þess að stofna með sér félög og önn- ur samtök og efna til funda að vild. Frelsi til þess að láta í Ijós skoðanir sínar jafnvel þótt þær séu ekki í samræmi við skoðanir meiri- hlutans á að tryggja í nýrri stjórnarskrá- í samræmi við þessa fyrirætlun hefur rit- skoðun verið afnumin í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi. Trúfrelsi mun ríkja í land- inu og Tékkum og Slóvök- um er leyft að ferðast að vild til annarra landa og setj ast að erlendis, ef þeir óska þess. í samræmi við þetta verða jarðsprengjur og gadda vírsgirðingar við landamæri Tékkóslóvakíu og V-Evrópu- landa fjarlægðar. Persónurétt ur og eignaréttur einstakl- ingsins verður virtur og þeir sem orðið hafa fyrir tjóni á eignum eða eigin persónu áð- ur fyrr hljóta skaðabætur. Allir þeir, sem urðu fórnar- dýr einræðisstjórnarháttanna í Tékkóslóvakíu munu fá upp reisn æru. Lögregluríkið verður þurrkað út, sjálfstæði dómstóla tryggt og áhrif þjóðþingsins aukin. Þetta eru þau mannréttindi, sem við ís- lendingar njótum, og leiðtog- ar Tékkóslóvakíu vilja tryggja þjóð sinni, en þetta eru einnig þau mannréttindi, sem leiðtogarnir í Kreml þola ekki, því að þeir telja þau ógnun við vald sitt. Tékkóslóvakía hefur ítrek- að lýst því yfir, að náið sam starf við Sovétríkin muni áfram verða hornsteinn ut- anríkisstefnu landsins að þjóðfélagið verði áfram byggt á sósíaliskum grund- velli. Hinar boðuðu umbæt- ur miða eingöngu að því að tryggja almenn mannréttindi í landinu, sem á Vesturlönd- um þykja sjálfsögð. Andstaða Sovétríkjanna gegn þessum fyrirhuguðu umbótum á sviði almennra mannréttinda seg- ir skýrari sögu um stjórnar- hættina í Sovétríkjunum og þeim leppiríkjum þeirra, sem þeir hafa enn full yfir- ráð yfir, en flest annað sem fram hefur komið um stjórn arfarið í þessum löndum. Sú spurning er nú efst í hugum fólks um víða veröld og þó sérstaklega í Evrópu, hvort Sovétríkin muni beita hernaðarlegu ofbeldi eða efnahagslegum þvingunum til þess að kúga frelsisandann í Tékkóslóvakíu. Ljóst er, að þau hafa þegar gengið svo langt í hótunum og ögrunum við Tékkóslóvakíu, að leið- togar þeirra mundu telja sig eiga erfitt með að snúa við. Ef Sovétríkin beita nú hernaðarlegum mætti sín- um til þess að kúga Tékka og Slóvaka til hlýðní verður öllum ljóst að ekkert hefur áunnizt í Evrópu frá því, að sovézkir skriðdrekar brun- uðu inn í Búdapest haustið 1956 og slökktu frelsisþrá Ungverja. Ef Sovétríkin hins vegar gæta hófs og leyfa frelsishreyfingunni í Tékkó- slóvakíu að þróast að vild munu Tékkar og Slóvakar hafa markað tímamót í sögu Evrópu og þá yrði þess að- eins skammt að bíða að breyt Twiggy hefur siöaskipti EFTIR JOY MILLER — AP EINU sinni var lítil ensk stúlka sem hét Lesley Horn- by. Litla enska stúlkan varð táningur sem hét Twiggy. Af henni fór mikil saga og hún varð bæði fræg og rík. Nú er komin fram ný og allt önnur Twiggy. Við mundum varla þekkja hana ef við sæjum hana einhvern dag- inn. Hún er ekki lengur stelpan sem varð fræg um allan tízkuheiminn þegar hún var 16 ára. Nú er hún 18 ára og hætt að flissa. Hún er aftur á móti orðin dreymin manneskja í rómantískum fötum og minn- ir helzt á vel uppalda ungfrú í sögu eftir Galsworthy. Sum ir segja, að hún sé eins og prinsessa í kastala að bíða eftir prinsinum sínum. Hún er ekki lengur í stutt- pilsi eða bleikum prjónaföt- um og þröngum stígvélum. Og hún gengur ekki lengur með þrenn pör af augnahár- um. Hún hefur leyft rytjulegu hárinu að vaxa og endurbætt það með ljósum lokkum sem hrynja niður um axlirna-. Beinaber ásjónan hefði sómt sér vel í hungursneyð. Nú er hún orðin kvenlegri með vandaðan andlitsfarða. Justin de Villeneuve, urn- usti hennar og framkvæmda- stjóri, segir þannig frá breyt- ingunni: „Ég tók fyrst efcir þessu fyrir nokkrum mánuð- um. Hún sat oft tímunum saman frammi fyrir speglin- um, þvoði síðan allan litinn framan úr sér og prófaði nýtt útlit. Twiggy hefur alltaf verið langt á undan samíð sinni. Henni fór að verða það ljóst, að gamla tízkan var ekki lengur nothæf. Og hún neitaði að láta klippa hárið eins og áður“. Afestir lokkar og doppóttur fatnaður. Síðan fundu þau upp ger- breytt útlit og gerbreyttan fatnað. Það getur að vísu verið, að hún 'hafi eftir sem áður lík- amsvöxt sex ára barns, sem þjáist af tæringu, en nýju kjól arnir leyna honum furðuvel. Þeir eru síðir og gerðir úr mörgum fermetrum af dopp- óttum vefnaðarvörum. Hún hefur mikið dálæti um þessar mundir á breiðum mittislindum, víðum ermum, flauelsböndum, nistum frá Viktoríutímanum og útsaum- uðum vasaklútum. „Twiggy er haldin svo mik- illi einstaklingshyggju, að henni fannst að hún ætti ekki lengur andlitið á sér þegar stelpur um allan heim voru búnar að setja það upp“, segir Justin. „Svo var eins o£ hún sæi allt í einu gegnum spegilinn og kæmi auga á réttu stúlkuna þar á bak við — þá Twiggy, sem alltaf hafði verið lokuð hin- um megin við spegilinn. Hún er ekki ennþá komin alveg út úr speglinum, en það eru satt að segja góðar horfur á því“. Justin de Villeneuve hét áður fyrri Nigel Davis og hefur stundað hnefaleika, fornsölu, innan'hússarkitekt- úr og hárgreiðslu. Hann kynntist Lesley Hornby þeg- ar hún var 15 ára og skírði hana upp. „Enginn þekkir Twiggy eins vel og ég“, segir hann. „Annað fólk sér einungis yfir borðið, en ég sé draumana". Justin segir, að mikil óvissa ríki um endingu nýja útlitsins. Twiggy mun þó lík- lega hafa það meðferðis 'þeg- ar hún fer til Bandarikjanna í haust á vegum Yardley í London. „Sumir halda að hún hafi bara skipt um gervi rétt í svip“, segir Justin. „Það getur vel verið. Ef til vill notar hún það aðeins á meðan hún er að leita að því eina rétta. Allt sem ég veit, er að hún verður að gera þetta og það er hennar mál. En allir munu taka við hinum nýja sið, vegna þess að Twiggy er postuli hans“. Áhugiáuppbygg ingu veiðimála Frá aðaltundi Landssambands veiðifélaga AÐALFUNDUR Landssambands veiðifélaga var haldinn í Borg- amesj 6. júlí sl. og sátu fundinn fulltrúar veiðifélaga víðsvegar að af landinu, auk Þóris St/ein- þórssonar, formanns veiðimála- nefndar, og Þórs Guðjónssonar, veiðimálastjóra, er flutti erindi á fundinum. — Mörg mál voru ingar yrðu á í fleiri A-Ev- rópulöndum. Því miður eru litlar líkur á að Sovétríkin velji síðari kostinn eins og nú horfir, þegar hræðslan við frelsið hefur heltekið vald- hafa þeirra. En fari svo, að þau beiti smáþjóðirnar í Tékkóslóvakíu hernaðarlegri eða efnahagslegri kúgun mun þegar í stað skap- ast alvarlegt hættuástand í Evrópu, sem mun leggja þá brýnu skyldu á herðar að- ildarríkja Atlantshafsbanda- rædd á fundinum og kom fram rnikill áhugi á áframhaldandi uppbyggingu veiðimála. Á fundinum voru samþykktar nokkrar tillögur, en þar er m.ia. tillagta þar sem segir, að f.und- urinn vilji að igefnu tilefni taka fnam, að han-n lí'ti svo á að etoki yrði til framdráttar veiðimólum lagsins að herða mjög sam- stöðu sína og samstarf. Og vissulega er það táknrænt, að á sam tíma og Tékkóslóvak- ía fjarlægir jarðsprengjur og gaddavírsgirðingar á landa- mærum sínum og V-Evrópu hefjast A-Þjóðverjar, sem eru aumastir allra leppa Sov étríkjanna, handa um að reisa gaddavírsgirðingu milli A-Þýzkalands og Tékkósló- vakíu. Það verður að loka öllum smugum þrælabúð- anna- landsmanna að dreifa kröftum þeim, er þar að vinnia með því að fá öðrum í hendur noktouirn hlufca þeirra. Telji fundurinn veiðimálanefnd ásamt veiðimála- stjóra og Landssamibandi veiði- félaga hina eðlileg*u framkvæmd araðila, endia hafi málum miðað áleiðis í höndum þeirra. Þá samþykkti aðalfundurinn áskorun þess efnis, að sfcofnaður verði með lögum sjóður, er styðji veiðimál landsmanna með lánum og framlögum og telur fundurinn eftir a'tvikum eðlilegt að veiðieigenidiur legðu nokkurt fé í slíkan sjóð, enda hefðu þeir íhlufcun um sfcjórn hans. Ennfremur lýstu fundarmeinn ánægju sinni yfir stuðningi ríkis stjórnar og Alþingis við veiði- málin á undainförnum árum og viljia jafnframt benda á nauðsyn þess að auka varulega framlög til þeirna, enda miklar vonir tengdar við vaxandi arðsemi veiðimála við þjóðarbúið. Samþyktot var tillaga þar sem skorað er á landbúnaðarráð- herra, að hann skipi nefnd sér- fróðna mianna til þess að rann- saka meinta mengun íslenzkra veiðivafcna, einkum í nánd við þéttbýl svæði. Stjórn Landssambands veiðifé- laiga var endurkjörin, en í henni eru: Sigurður Sigurðsson, Stóra- Lambhaga, formaður, Hinrik Þórðarson, Útverkum, og Óskar B. Teitsson, Víðidalstiungu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.