Morgunblaðið - 13.08.1968, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1968
Tilboð óskast um sölu efnis og vinnu við frágang á
kæli- og frystiklefum í eldhúsi Landsspítalans í
Reykjavík. — Útboðsgögn afhendast á skrifstofu vorri
gegn kr. 2000,00 skilatryggingu, frá kl. 1 e.h. mánu-
daginn 12. ágúst.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140
Úrvalsþiliur
Þórsþiljur
Mikið úrval aí
veggþiljum
Verð frá kr 285 ferm.
Komið, skoðið. Kaupið þar sem úrvalið er
mest.
'S
KUfKUS
p
Grensásvegi 7, sími 84533.
Ráðstefna um verkfræði og
verklegar. framkvæmdir
DAGANA 15. og 16. ágúst munu
Félag verkfræðinema og SÍSE
gangast fyrir ráðstefnu um verk
fræði og verklegar framkvæmd-
ir.
Rætt verður m.a. um störf og
starfssvið verkfræðinga, nýt-
ingu verkfræðimenntaðs vinnu-
afls, verkfræðideild H.í. og verk
fræðinám o.fl. Þannig verða 5
málaflokkar ræddir, 3 annan
daginn, en 2 hinn daginn.
Til að spara tíma og auka um-
ræður hefur undirbúningsnefnd-
in látið fjölrita flest framsögu-
erindi ráðstefnunnaT fyrir fram.
Framsöguerindi verða alls um
10 talsins. Áætlaður tími hvom
daginn er um 4 klst. Ráðstefnan
verður haldin í hátíðarsal Há-
skóla íslands og hefst kl. 8 síð-
degis bæði kvöldin.
Framsögumenn eru allir
reyndir verkfræðingar og visinda
menn. Þá skal þess sérstaklega
getið, að til ráðstefnunnar er boð
ið milli 40 og 50 verkfræðingum
auk allra þeirra verkfræðinema
sem áhuga hafa á þessari nýjung
stúdenta.
Þeir verkfræðingar og verk-
fræðinemar, sem sitja vilja ráð-
stefnu þessa, eru beðnir að til-
kynna þátttöku á skrifstofu
SÍSE í síma 15959 kl. 2—5 n.k.
þriðjudag og miðvikudag. Þar
verða einnig veittar frekari upp-
lýsingar.
(Fr éttatilkynning).
Útihús í Kol-
múla shemmd-
ust í eldi
Reyðarfirði, 10. ágúst.
MIKIÐ og tilfinnanlegt tjón
varð í fyrradag hjá Guðjóni
Daníelssyni, bónda í Kolmúla
við Reyðarfjörð, er eldur kom
upp í útihúsum á bænum. Elds-
ins varð vart um kl. 15 og var
þegar hringt í slökkviliðið á
Reyðarfirði, sem kom þremur
stundarfjórðungum síðar á stað-
inn, en um 30 km. leið er að
KOImúla frá Búðareyri og slæm
ur vegur.
Er slökkviliðið kom á staðinn
var mjög mikill eldur í hlöðu,
fjárhúsum, fjósi og geymslu og
brann allt, en einhverju tókst
þó að bjarga af fóðurbæti — en
nokkurt magn brann í eldinum.
Guðjón Daníelsson býr í Kol-
múla ásamt konu sinni og börn-
um og hefur hann orðið fyrir
tilfinnanlegu tjóni. Hús munu
hafa verið vátryggð, en trúlega
lágt. íbúðarhúsið, sem stendur
hinum megin vegarins sakaði
ekki. Veður var gott, en nokkur
strekkingur að norðan.
—Fréttaritari.
SÓLÓHÚSGÖCN
Seljum frá verkstæði okkar hin vinsælu SÓLÓHÚSGÖGN sterk
og stílhrein, í borðkrókinn, kaffistofuna og samkomuhúsið.
MJÖG
HAGSTÆTT VERÐ
Hringbraut 121, sími 21832.
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
en borgarstjórinn stóð
fyrir neðan með klukku
1 höndunum og athugaði
hve lengi hver bíll væri
á leiðinni niður. Þannig
gat hann skorið úr um
hver sigraði.
Keppendurnir streymdu
nú að úr öllum áttum og
ýttu kassabílunum sín-
um á undan sér. Klump
ur og Kalli kengúra
stilltu sér upp í röðina,
eftir að hafa fengið að
vita númer hvað þeir
væru hjá Lárusi lög-
reglustjóra.
„Við verðum örugg-
lega fyrstir niður hæð-
ina“, sagði Villi refur
gortandi. Félagi hans,
ívar íkomi, var önnum
kafinn við að smyrja
hjólin í græna bílnum
þeirra.
„Bíddu bara þangað
til þú sérð bilinn okkar“,
hrópaði Berti bjór. Hann
og Maggi mús höfðu mál
að bílinn sinn hvítann.
Klumpur fór til Lár-
usar, til þess að fá að
vita hvað langt væri
þangað til kappakstur-
inn byrjaði. Á leiðinni
til baka heyrði hann ein
hvem gráta ákaft. Hann
leit við og sá að Lilli
bjór og vinur hans
Bjössi björn sátu hágrát
andi hjá bílnum sínum.
„Hvað er að?“ spurði
Klumpur.
Bjössi saug upp í nef-
ið: „Eitt hjólið datt und-
an bílnum okkar“, sagði
hann snöktandi. „Þegar
við vorum að ýta honum
hingað, rakst það á stór-
an stein og brotnaði".
„Og nú getum við ekki
einu sinni reynt að virnna
verðlaunin“, sagði Lilli
bjór, grátandi.
Klumpur fór aftur að
bílnum sínum. Hann
stóð og horfði á hann í
langan tíma.
Síðan sagði hann við
Kalla kengúru: „Hvað
mundir þú segja, ef ég
skýrði þér frá því, að við
getum ekki tekið þátt í
kappakstrinum?1*
„Ég mundi halda að
það væri eitthvað að
þér“, hrópaði Kalli. „Af
hverju getum við ekki
verið með?“
„Vegna þess að við
ætlum að gefa tveimur
minnstu keppendunum
eitt hjólið okkar“, sagði
Klumpur ákveðinn, „og
settu þig ekki upp á
móti því“.
Eftir stutta stund hafði
hann tekið eitt hjólið
undan bílnum þeirra og
hlaupið með það til Lilla
bjórs og Bjössa bjöms og
gefið þeim það.
Hann beið ekki eftir
að heyra þakkir þeirra,
en gekk dapur í bragði
til Kalla.
„Jæja“, andvarpaði
Kalli kengúra, „mér hef
ur svo sem aldrei þótt
gaman að kappökstrum,
og allra sízt þessari
sápukassakeppni**.
„Sápu?" muldraði
Klumpur. „Kalli, ég heid
að ég viti hvernig við
getum tekið þátt í kapp
akstrinum. Taktu nú hin
þrjú hjólin líka af bíln-
um. Ég kem rétt strax
aftur og segi þér hvað
við getum gert“.
„Taka hiin þrjú hjólin
— ?“ byrjaði Kalli.
„Jæja, hvers vegna
ekki?“
Klumpur hljóp nú til
borgarstjórans og hvísl-
aði einhverju að honum.
Borgarstjórinn kinkaði
kolli. Þá hljóp Klumpur
til Frikka fíls og hvísl-
aði einhverju að honum.
Frikki hló með sjálfum
sér og sagði: „Allt í lagi,
Klumpur. Þú kallar í
mig þegar þú verður til-
búinn. *
Klumpur hljóp loks
heim til sín .Hann kom
aftur um leið og kapp-
aksturinn byrjaði og
fyrsti bíllinn þaut niður
hæðina.
„Flýttu þér“, sagði
hann við Kalla kengúru.
„Náðu í hamar og
nokkra langa nagla. Við
verðum með í kappakstr
inum og höfum meira
a ðsegja möguleika á að
vinna“.
„En — en“, sagði Kalli
stamandi, „fannstu ann-
að hjól af sömu stærð?“
„Nei“, sagði Klumpur,
„ekki hjól, en fjögur
stór og þykk sápu-
stykki".
Klumpur og Kalli
negldu sápustykkin und-
ir bílinn í flýti. Þegar
röðin kom að þeim —
þeir voru síðastir —
báru þeir bílinn upp á
hæðarbrúnina**.
PRENTVILLUPUKAÞRAUTIN
ÞIÐ hafði án éfa heyrt
um „prentvillupúkann",
þennan óróabelg, sem
skemmtir sér við að gera
stafsetningarvillur og
rugla bókstöfum í bók-
um og blöðum. Hérna
hefur hann ruglað fyrir-
sögninni á grein um
heimsfrægan hugvits-
mann. Fyrirsögnin átti
upphaflega að vera nafn
hugvitsmannsins, en það
er ekki svo gott að sjá
núna. Þið skuiið nú
reyna að koma stöfun-
um í rétta röð og finna
hver hugvitsmaðurinn
er.
„Allt í lagi, Frikki“,
hrópaði Klumpur.
Frikki fíll dýfði nú
rananum í bæjartjörn-
ina og byrjaði að sprauta
vatni á veginn. Klump-
ur og Kalli ýttu bílun-
um sínum af stað og
stukku upp í. Sápustykk
in byrjuðu að renna eft-
ir votum veginum. Þeir
runnu hraðar og hraðar
og huldir í skýi af glamp
andi sápukúlum þutu
þeir niður brekkuna og
komu á ofsahraða í
mark.
„Fimmtíu og tvær sek
úndur á leiðinni**, kall-
aði borgarstjórinn. „Sig-
urvegarar í keppninni
eru Klumpur og Kalli
kengúra og þeir voru
einni sekúndu á undan
næsta bíl.
„Ég býst við því",
sagði Frakki fíll bros-
andi, um leið og hamn
sprautaði dálitið meiru
af vatni á veginn, til
þess að hreinsa burt
sápuna, „að þetta megi
kalla góðan og hreinleg-
an kappakstur".