Morgunblaðið - 14.08.1968, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.08.1968, Qupperneq 1
28 SIÐUR * ULBRICHT ER FARINN HEIM Varð lítið ágengt i heim- sókninni til Tékkóslóvakíu Sl. sunnudag hélt Tító, Júgó- slavíufonseti, heim frá Tékkó- slóvakiu eftir að hafa hlotið þar frábaerar viðtökur, eins og við hafði verið búizt. — Mynd þessi var teJkin Jaegar Dubcek flokksleiðtogi (lengst til vinstri) fylgdi Tító til flugvélarinnar. Átfo ilýðu A- Þýzkolund um helginu Munchen 12. ág. NTB SJÖ Austur-Þjóðverjum tókst að flýja til V-Þýzkalands nú um helgina, að því er innan- ríkisráðuneytið í Bayern til- kynnti. Að minnsta kosti fjórum mistókst flótti. Þá flýði ungur austur-þýzkur kjarneðlisfræðing ur, Hans Mertens, til Austurrík- is með því að synda yfir Neusi- edlervatnið á landamærum Aust urríkis og Ungverjalands í frosk mannabúningi. Vestur-þýzkir tollþjónar hand tóku tvitugan hermann í v-þýzka hernum, en sá hafði í hyggju að flýja yfir til A-Þýzkalands. Karlovy Vary, 13. ágúst. (AP-NTB) • Heimsókn Walters Ulbriehts, flokkjsleiðtoga kommúnista í Austur-Þýzkalandi, til Téikkósló- vakíu lauk í dag, og hélt hann heimleiðis frá Karlovy Vary síð- degis. • Fréttastofum, öðrum en þeirri austur-þýzku, her saman um að árangur hafi orðið lítill, og að Ulbrieht hafi ekki tökizt að draga úr ágreiningi milli ráða- Papadopoulos sýnt banatilræði í gær Tilræðismaðurinn handtekinn. — spyrnuhreyfing lætur til sín heyra Aþenu, 13. ágúst. AP-NTB: — í MORGUN var gerð tilraun fil þess að ráða af dögum George Papadopoulos, forsæt isráðherra Grikklands. Var sprengja sprengd rétt hjá bif reið hans, er hann var á leið frá sumarbústað sínum, rétt utan við Aþenu og var sú ein af þremur sprengjum a.m.k. sem sprengdar voru í Aþenu í dag. Hinar tvær ollu ekki tjóni, eftir því sem bezt er vitað. Hinsvegar var í dag birt tilkynning frá samtök- Grísk and- Neita að fljúga til Alsír Alþjóðasamtök flugstjóra krefjast þess að áhöfn ísraelskrar vélar verði látin laus um, sem kalla sig „grfsku andspyrnuhreyfinguna“, þar sem sagði, að margar sprengj ur hefðu verið sprengdar í borginni í dag og hefði hreyf- ingin skapað þar „styrjaldar- andrúmsloft“, eins og komizt Gieorge Papalopoulos. var að orði. Jafnframt var tekið fram, að fleiri „alvar- legar sprengjuárásir“ væru í bígerð. Tilxæðið við Papadopoulos í morgun er hið fyrsta, sem grísk um rá'ðherra er sýnt, frá því her foringjastjórnin tók völd í land inu með byltingu 21. apríl 1967. Talsmaður stjórnarinnar, Byron Stamatopoulos sagði á fundi með fréttamönnum að tilræðið hefði verið gert kl. 7,40 að staðartíma Framhald á bls. 27 manna í Austur-Þýzkalandi og Tékkóislóvakíu. • Fundum leiðtoga ríkjanna tveggja lauk seint í gær- kvöldi, en samieiginleg yfirlýsing var ekki birt fyrr en í dag. Seg- ir þar fátt af viðræðunum annað en að báðir aðilar séu sammála um að auka viðskipti milli ríkj- anna. Álitið er að það hafi verið ein>n megintilgangur heimsóknar Ulbrichts að leita eftir stuðningi tékkóslóvakískra yfirvalda við tilraunir stjórnar Áustur-Þýzka- lands til að fá viðurkenningu Vestur-Þjóðverja á sjálfstæði og fullveldi Austur-Þýzkalands. — í sameiginlegu yfirlýsingunni seg- ir að leiðtogar Tékkóslóvakiu fagni þessum tilraunum Ul- brichts, en þess hvergi getið hvort þeir styðji tilraunimar. í yfirlýsingunni er sagt að „vinsemd og félagsandi" hafi ríkt í viðræðunum, og að þær hafi farið fram í „hreinskilni", sem venjulega þýðir að fulltrúarnir hafi ekki verið á einu máli. — „Báðar sendinefndirnar gáfu yfirlýsingar um stefnur flokka sinna, og skiptust á skoð- unum um alþjóða-vandamál og alþjóðahreyfingu kommúnista", segir í yfirlýsingunni. Bendir það til þess að hvor aðilinn fyr- ir sig hafi sagt sína skoðun á málunum og látið þar við sitja. Meðan á viðræðunum stóð kusu tékkóslóvakisku leiðtogarn ir, þeir Dubcek, flokksleiðtogi, Framhard á bls. 3 Rockefeller styður Nixon San Diego, Kaliforníu, 13. ágúst (AP): — RICHARD M. Nixon, forseta- efni repúblikana, er nú staddur í Kaliforníu. Robert Ellsworth, talsmaður forsetaefnisins, sagði fréttamönnum að Nixon hefði í dag átt símtal við Nelson A. Rockefeller ríkisstjóra í New York, sem var helzti keppinaut ur Nixons um forsetaframboðið, og hafi Rockefeller þá heitið Nix on fullum stuðningi við kosning arnar í nóvember. — Nelson Rockefeller hefði Framhald á bls. 2 London, 13. ágúst (AP) Flugstjórar hjá flugfélög- unum Air France, Alitalia og Swissair samþykktu í dag að neita að fljúga til Alsír þar til yfirvöld þar hafa skil að heim áhöfn farþegavélar frá ísrael, sem AI-Fatah skæruliðar rændu í fyrra mánuði og neyddu til að lenda í Alsír. Charles Jackson, framkvæmda stjóri alþjóðasamtaka flugstjóra, skýrði frá því á fundi með frétta mönnum í London í dag að allt farþegaflug til Alsír stöðvaðist á miðnætti í nótt. Flugfélögin, sem bannið nær til, eru þau einu, sem halda uppi föstum ferðum til Alsír, Air France með tíu ferðir á dag, en hin félögin tvö hvort um sig með tvær ferðir í viku. Charles Blyth, framkvæmda- stjóri alþjóðasamtaka flutninga- verkamanna tilkynnti frétta- mönnum að samtök hans styddu flugstjórana, og hefðu félags- menn ákveðið að neita allri vinnu við flugvélar, sem kynnu að reyna að rjúfa bann flugstjór anna. Á fréttamannafundinum sagði Jackson flugstjóri að samtök hans hefðu gert ítrekaðar til- raunir til að fá áhöfn ísraelsku véiarinnar leysta úr haidi í Als- ír, en ailar án árangurs. — Þess- ar aðgerðir leiða til þess að helztu flugsamgöngur milli Als- ír og Evrópu stöðvast á miðnætti í nótt, sagði Jackson. Þetta eru ekki aðeins hefndaraðgerðir. Við erum að reyna að koma á for Framhald á bls. 2 Humphrey líklegastur til sigurs — Flokksþing demókrata hefst annan mánudag Washington, 13. ágúst, AP. Flokksþing demókrata i Bandaríkjunum hefst í Chi- cago annan mánudag, hinn 26. þessa mánaðar, og sækja það alls 2,622 fulltrúar frá öllum ríkjum Bandaríkjanna. Helzta verkefni flokksþingsins verð- ur að kjósa forsetaefni flokks- ins, og er Hubert H. Hump- hrey, varaforseti, líklegastur frambjóðenda eins og er til að ná útnefningu. Jókst varafor- setanum fylgi í dag þegar til- kynnt var að sendinefnd Ohio hefði ákveðið að greiða hon- um öll 60 atkvæði ríkisins við fyrstu atkvæðagreiðslu á þinginu. Er nú talið að Humphrey eigi vísan stuðning 825 full- trúa á flokksþinginu, og hef- ur öruggum stuðniingsmönn- uim hans þá fjölgað um 50 undanfarna tíu daga. Auk þess er svo fjöldi óákveðinna fulltrúa, sem talið er að séu fylgjandi framboði varafor- setans. Næstur varaforsetan- um kemur svo Eugene Mc- Carthy öldungadeildarþing- maður með 436 örugg atkv., og loks George McGovern öldungadeildanþingmaður, — sem tilkynnti framboð sitt fyr ir helgina, en hann nýtur stuðnings 28 fulltrúa. Tölur þessar eru fengnar með viðtöl.um fréttamanna AP við fulltrúa þá, sem kjörn Framhard á bls. 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.