Morgunblaðið - 14.08.1968, Page 24

Morgunblaðið - 14.08.1968, Page 24
24 MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1968 — Hafðirðu virkilega áhyggj- ur af mér, Jeff? spurði hún. Tár in leituðu fram í augu hennar og hún reyndi eftir megni að halda aftur af þeim. — Vitanlega hafði ég það og hef enn, sagði hann hikandi. Hann lyfti henni og tók að strjúka hárið á henni frá enn- inu, mjúklega, eins og kona hefði gert. — Mér þykir mjög vænt um þig, Pam. Hann virtist eiga erfitt með að koma orðunum frá sér. — Þú veizt það, er það ekki? Hún svaraði engu. Gat það ekki. Tárin tóku fyrir kverkar henni og aðeins eitt eða tvö tár runnu hægt niður kinnar hennar. Hann stökk upp. — Mikill bjáni get ég verið að vera hérna og tala við þig og þú ert að gráta af sársauka, veslingurinn. Hann ætlaði að ganga til dyr anna, en áður en hann komst þangað, rétti hún út höndina, til m. — Farðu ekki alveg strax, Jeff, sagði hún .. . Ég þarf að komast í jafnvægi áður en ég hitti nokkurn mann. Þú skilur? Hann féll aftur á kné við rúm- stokkinn. — Vitanlega, sagði hann. — Get ég nokkuð gert fyrir þig, Pam? Það var svo margt sem hann hefði getað gert fyrir hana, og hana langaði til að láta hann gera fyrir sig, en hún fór að hlæja, máttleysislega. Hann leit á hana, án þess að botna neitt í brúnum. — Þessa mínútuna ertu að gráta og þá næstu ertu að hlæja. Ég skil þetta ekki. Hún hætti að hlæja og leit á hann. — Er það ekki margt, sem þú skilur ekki, Jeff? sagði hún lágt. — Ég veit ekki sagði hann. — Ég skil að minnsta kosti ekkert í því, hvernig þú hefur hagað þér uppá síðkastið. Við vorum orðin svo góðir vinir. En svo var eins og því væri öllu lokið á svipstundu. Þú virtist breyt- ast og vera orðin allt önnur stúlka en sú, sem ég hafði áður þekkt. — Mér .. . mér þykir fyr- ir því, að ég skyldi kalla þig ómerkilega, þarna um daginn. Ég hefði ekki átt að gera það, en ég var afbrýðisamur og úr jafn vægi. Mig langaði að tala við þig, en gat einhvernveginn ekki komið mér að því. Ég var að velta því fyrir mér, hvað orðið væri af vináttunni okkar. — Þótti þér fyrir því, að henni skyldi vera lokið? — Þótti fyrir! Það er ekkert orð yfir það. Þetta hafa verið hreinustu vítiskvalir hjá mér. En í þessu bili var hurðinni hrundið upp snögglega og Betty kom þjótandi inn. — Ég var rétt að heyra um þetta slys, sagði hún. — Hef- urðu meitt þig mikið? — Nei, ekki svo mjög, sagði Pam. — Ég ætla að fara og ná í lækninn, sagði Jeff. — Ég hefði átt að gera það strax. Læknirinn sagði Pam, að hún hefði tognað í bakinu. Þetta væri ekkert alvarlegt, en hún mætti bara ekki halda áfram að vinna. 27 ---------------- i Pam var alveg frá sér að heyra þetta. Hún vissi vel, að Betty kæmist ekki yfir alla vinn una ein. Til þess voru viðskipta vinirnir ofmargir. Svo vel vildi til, að ung nudd- kona var á öðru farrými, sem Betty tókst að setja inn í verk Pam. Hún símaði frú Saunders um slysið og frú Saunders sím- aði á móti og réð Pam til að fara af skipinu í Rio, sem var næsti viðkomustaður og taka sér far beint til Englands þaðan. En nú yrði hún að fara á öðru far- rými. Það liðu nokkrir dagar áður en Pam gat gengið. Jeff var af- skaplega nærgætinn við hana, allan þennan tíma. að var ofur- lítil blómabúð um borð í skip- inu og á hverjum morgni rogað- ist þjónninn inn til hennar með heilt hlass af blómum. — Það getur orðið unga mann inum dýrt, ef þú ferð ekki bráð- um að hressast, sagði Betty og gretti sig ofurlítið. Pam rak upp hásan hlátur. — Ég held bara, að mig langi ekk- ert til að hressast. Lífið er full- gott eins og það er. Betty hnyklaði brýrnar. — Já, það er slæmt, að lífið skuli ekki geta staðið kyrrt þegar það er gott. Ég hef oft óskað þess, að það gæti gert það. Þessa stund- ina er maður á hámarki sælunn- ar en svo á þeirri næstu er mað ur hr-apaður niður í undirdjúp örvæntingarinnar. — Æ, hættu þessu, Betty, sagði Pam og hló. — Vertu ekki svona svartsýn. Ég veit, að ég er núna stödd á hátindi sælunnar, og kæri mig ekkert um að láta hrinda mér niður í þessi undir- djúp þín. UTANHÚSSMÁLNING 1. Hefur málningin ekki flagnað af húsi yðar? 2. Hefur málningin ekki upplita/.t og orðið flekkótt? 3. Eru fasteignir yðar ekki lekar gegnum sprungur og víðar? 4. Hefur málningarviðhaldskostnaður yðar ekki verið alltof hár eða fasteignir yðar verið ljótar útlits, svo árum skiptir vegna lélegrar málningar? Allt sem hér að framan er talið getið þér losnað við und antekningarlaust með því að nota hin sérstæðu efni Perma-Dri og Ken Dri (olíuvatnsverji) Og Kenitex kitti Heildsala — Greiðsluskilmálar. Ný sending var að koma. Pantanir óskast sóttar. Flest- ir litir eru til á lager. Birgðir takmarkaðar. Einkaumhoðsmaður á íslandi Sigurður Pálsson byggingameistari Kambsvegi 32. — Símar 34472 og 38414. Seljum ódýrt þessa viku Kvenskór marqar gerðir. Kveninniskór verð kr: 65.00, 90.00 og 150.00, 198.— Kvensfrigaskór góðir sem morgunskór. Margar gerðir. Drengjaskór Karlmannaskór verð kr: 250.00, 399.00, 400.00, 439.00 og nokkrar gerðir með kr. 200.00 afslætti. SL uerziunin Laugavegi 96 við hliðina á Stjörnubíói. — Hefur frú Bevan enn kom- ið að vitja þín? spurði Betty. — Nei, svo er guði fyrir að þakka, sagði Pam. Betty þagði stundarkorn. — Ég held ekki að þú sért enn búin að bíta úr nálinni með hana, sagði hún loksins. — Hún er fædd klók, og það vegur þyngra en venjuleg greind ísam skiptum manna og kvenna. En Pam hafði engar áhyggj- ur. Hún þóttist viss um, að hafa nú náð undirtökunum. Phyllis gat héðan af ekki gert henni neitt til bölvunar. Hún fann, að þau Jeff voru nú komin nær því að skilja hvort annað fullkom- lega en þau höfðu nokkurntíma verið áður. En þennan dag fór það nú samt svo, að Phyllis kom að heimsækja hana. Hún gerði sér upp mikla samúð, en Pam var það Ijóst, að sú samúð var ekki annað en upp- gerð. Hún minntist ekki orði á síðasta fund þeirra. Eftir því, hvernig hún talaði, hefði mátt halda, að hún væri bezta vin- kona Pam, en ö'ðru hverju varð Pam vör við eitthvert þlik í aug- um hennar, sem nálgaðist hatur. Það var fyrst þegar hún var rétt að fara aftur, að hún opin- beraði raunverulega erindið með komu sinni. — Ég heyri, að þú ætlir að fara af skipinu í Rio, sagði hún. — Ætlarðu að standa þar lengi við? — Ég veit það ekki, svaraði Pam. — Eins og er þá eru allar fyrirætlanir mínar í heldur lausu lofti. Phyllis leit einkennilega á hana. ^ — Ég mundi nú í þínum spor- um ekki standa lengi við í Rio. Útsala — Útsalca Karlmannaföt, unglingaföt og stakir jakkar. Mikid úrval ÚLTÍMA Kjörgarði. 14. ágúst: Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Margt nýstárlegt skeður í dag, eyddu ekki tíma tll einskis. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Sittu á þér og taktu ekki afstöðu til breytinga, fyrr en þú skilur betur hvað er að gerast. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Rannsakaðu gömul málefni til hlitar, og þá verður þú margs vísari, er gagnað gæti. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Framhald verður á athafnarás gærdagsins og margt furðulegt er að ske. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Þú ræður litlu um rás atburðanna, taktu enga áhættu. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Láttu álit þitt í Ijós, og hlýddu á aðra. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Treystu á sjálfan þig, og lóttu skynsemina ráða. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Margt virðist togast á um þig í dag, reyndu ekki of mikið á þig. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Láttu fyndnina gjarnan koma fram á þinn kostnað, það sakar ekki. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Hvetjandi fréttir berast þér, frá þeim, sem þér eru kærir. Vatnsberinn, 20. j»n. — 18. febr. Lánaðu ekki fé, því það gagnar engum. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz. Merkilegar fréttir frá kvenþjóðinni í dag, sem hafa varanleg áhrif. Lestu í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.