Morgunblaðið - 14.08.1968, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1968
3ja—4ra herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. gef- ur Friðrik Sigurbjörnsson, lögfrægingur, sími 10109.
Til sölu Opel Reckord ’66 ekinn 9 þús. km. Góð kjör og skipti á ódýrari bíl koma til greina. Sími 52157.
Loftpressur Tökum að okkur alla loft- pressuvinnu, einnig skurð gröfurtil leigu. Vélaleiga Símonar Símon- arsonar, simi 33544.
3ja herb. íbúð til leigu á góðum stað í Vesturbænum. Engin fyrir framgreiðsla. Uppl. í síma 37017 eftir kl. 6.
Klæði og geri við bólstruð húsgögn. Kem með áklæðasýnishorn og ger kostnaðaráætlun. — Baldur Snæland húsgagna- bólstrari. S. 24060, - 32635.
Til leigu er upphitaður bílskúr í Miðbænum, tilvalinn sem vörugeymsla. Uppl. í síma 13442.
Keflavík — Suðurnes Sjónvörp frá kr. 14.760.00. Radiofónar, segulbönd. Viðtæki fyrir straum og batterí.. STAPAFELL, sími 1730.
Til leigu 2 herb. á sérgangi, nú þeg- ar fyrir einhleypan karlm. eða konu. Innb. skápar. — Alg. reglus. ásk. S. 12269 frá kl. 9-12 fh. og 6-9 eh.
Atvinna óskast Skozk stúlka með háskóla- próf í frönsku og þýzku óskar eftir atvinnu. Uppl. í síma 34492.
Af sérstökum ástæðum er lítið verkstæði til sölu. Hentugt fyrir mfenn, sem vildu skapa sér sjálfstæða vinnu. Uppl. í síma 36367.
Húseigendur 2ja—3ja herb. fbúð óskast á leigu til 14. maí 1969. Æskilegt í Mið- eða Aust- urb. 3 fullorðnir, Góð umg. Fyrirfr.gr. S. 20394 - »3005.
Rafmagnsorgel Far Fisa stærri gerð með fótspili og magnara til sölu. Uppl. í síma 81319 eftir kl. 7 eða 92-6511 kl. 10-12 og 4-6.
Ráðskona Ráðskona óskast á reglu- samt heimili í Keflavík. — Uppl. í síma 1405 eftir kl. 7 í kvöld og næstu kvöld.
Keflavík — Suðurnes Nýkomið hollenzkt og v-þýzkt leirtau. Búsáhöld, leikföng, ljósa- tæki, gjafavörur. STAPAFELL, sími 1730.
Garðeigendur Ýmsar gerðir af hellum, einnig í litum. Tvær gerðir af kantst Sendum. Hiellu- og steinsteypan s#., Bú-i staðabl. 8, vJBrh.v. S. 30822
Blindhæðir í burtu!
Þessi mynd er tekin austur í Rangárvallasýslu. Við birtum hana
í tilefni af umtali hér í blaðinu í gær um blindhæðir, sem réttast
væri að „slétta út,“ eins og það er kallað og þar með losna við
allar merkingar.
En okkur finnst einhvernveginn, að .Jilindar hæðir“ eins og á
skiltinu stendur, sé ekki rétta orðið yfir þennan ósóma. Finnst
máski vegamálastjórninni, að hæðimar séu blindar? Væri nú
ekki réttast, þar sem því verður auðveldlega viðkomið, að losa
okkur við þessar „blindu hæðir" og spara þvílík merki?
unnn
óacý
k
að aldrei þessu vant hefði hann sof
ið yfir sig í veðurbliðunni, sem um
vefur okkur hér sunnanlands um
þetta leyti, og vonandl tekst nú
bændunum að hirða I hús hrakið
heyið, sem undanfarið hefur legið
flatt í rigningu og þoku.
Ég geyspaði hressilega við logn-
mollunni um leið og ég tygjaði
mig til ferðarinnar niður í miðborg.
Alltaf er betra að vera vel búinn
og til 1 tuskið, hverju, sem á geng-
ur.
Rétt við strætið, sem kennt er við
Pósthúsið, þar sem Seðlabankinn er
til húsa hitti ég reisulegan mann,
3 „tasiu" mann með þurrklofti,
eins og það hét hér áður, þegar
menn þóttu ekki stíga í vitið.
En þessi maður hafði ekkert
amstur af sínu þurrklofti. Það, sem
hann mælti, var sérlega spakt og
góðkynjað.
Storkurinn: Og horfir bara uppí
heiðríkjuna, góðurinn?
Maðurinn hjá Seðlabankanum: Já
og ég er eiginlega svo aldeilis
hlessa. Héma á dögunum fóru þeir
að gefa út 500 króna seðla, og
þeim heppnaðist ágætið herfilega,
því að það er allra manna mál, að
seðlar þessir líkist svo 100 köllum,
að mikil hætta er á því, að fólk
ruglist í ríminu. Mátti ekki hafa
þessa örlítið stærri? Eða t.d. hafa
á þeim skæran og frábrugðin lit?
Nei, þótt seðlarnir séu út af fyrir
sig fallegir, og hverjum heiður,
sem gengið getur með fúlgu af
500 köllum I veskinu svona dags
daglega, þá geng ég ekki afturmeð
það, að smíðin á þessum seðlum
voru mistök, og kenni þeir sér svo
um það, sem vilja.
Satt bezt að segja, er ég þér
öldungis sammála, manni minn,
sagði storkur, og hnerraði fjöður
úr nefi sínu. En mín tillaga er
sú, að gefnir verði út nýir seðlar,
10.000 kallar, heiðbláir eða eld-
rauðir. Minna má ekki gagnið
gera, þegar verið er að borga nið-
ur þessar íbúðir á landi voru, og
með það var storkur floginn inn I
heiðríkjuna og hló með sjálfum
sér.
LÆKNAR
FJARVERANDI
Árni Guðmundsson, fjarverandi
frá 5. ágúst til 28 ágúst. Staðgeng-
ill er Axel Blöndal.
Bergþór Smári fjv. 15.7-26.8 Stg.
Guðmundur Benediktsson.
Bjarni Jónsson fjarrverandi til
septemberloka.
Bjarni Snæbjörnsson, fjav. til 15.
ágúst. Stg. Bragi Guðmundsson.
sama stað, símar 50745 og 50523.
Bergsveinn Ólafsson fjv. til 15.
ágúst. Stg. Þorgeir Jónsson heím-
ilislæknir og Ragnheiður Guó-
mundsdóttir, augnlæknir.
Björn Júlíusson fjarverandi allan
ágústmanuð
Bjöm Þ. Þórðarson fjv. til 1.
september.
Bergþór Smári til 26.8 Staðgeng
ill er Guðmundur Benediktsson.
Engilbert Guðmundsson tannlækn
ir verður fjarverandi þar til í byrj
un september n.k.
Erlingur Þorsteinsson fjav. ágúst
mánuð.
Eyþór Gunnarsson fjav. óákveð-
ið.
Frosti Sigurjónsson fjv. frá 22.7
Óákveðið. Stg. Ólafur Ingibjörnsson
Slysadeild Borgarspítalans.
Hinrik Linnet fjarverandi frá 8.
ágúst óákveðið. Staðgengill er Guð
steinn Þengilsson, sama stað sími
17550. Símatími frá 9.30-10.30 við-
talstími frá 10.30-11.30. mánudaga
þriðjudaga og fimmtudaga.
Hjalti Þórarinsson fjrv. frá 30.7.
til 20.8. Stg.: Ólafur Jónsson
Halldór Arinbjarnar fjv. frá 30.7
til 208 Staðgengill: Ragnar Arin-
bjarnar.
Halldór Hansen eldri verður fjar-
verandi fram til miðs ágústs. Stað
gengill er Karl S. Jónsson.
Hörður Þorleifsson, fj.v. til 7.
okt.
Jón Hannesson fjv. frá 25.7-30.8
Stg. Ragnar Arinbjarnar.
Jóhann Finnsson tannlæknir fjv.
frá 29.7-24.8
Trú þú á Drottin Jesúm og þú
munt hólpinn og heimili þitt (Post.
16.31)
f dag er miðvikudagur 14. ág-
úst og er það 227. dagur ársins 1968
Eftir Iifa 139 dagar. Árdegisháflæði
KL. 10.09.
Upplýsingar um Iæknaþjónustu í
borginni eru gefnar í síma 18888,
simsvara Læknafélags Reykjavík-
ur.
Læknavaktin í Heilsuverndarstöð-
inni hefur síma 21230.
Slysavarðstofan í Borgarspítalan
um er opin allar sólarhringinn.
Aðeins móttaka slasaðra. Sími
81212 Nætur- og helgidagalæknir er
í síma 21230.
Neyðarvaktin svarar aðeins á
virkum dögum frá kl. 8 til kl. 5
sími 1-15-10 og laugard. kl. 8-1.
Keflavíkurapótek er opið virka
daga kl. 9-19, laugardaga kl 9-2
og sunnudaga frá kl. 1-3.
Næturlæknir i Hafnarfirði aðfara
nótt 15. ágúst er Kristján T. Ragn-
arsson sími 50275 og 17292.
Næturlæknir I Keflavík er
9.8. Kjartan Ólafsson 10.8 og 11.
8. Jón K. Jóhannsson 12.8. og 13.8.
Guðjón Klemenzson 14.8. og 15.8.
Kjartan Ólafsson.
Ráðleggingarstöð Þjóðkirkjunnar
um hjúskaparmál er að Lindar-
götu 9. 2 hæð. Viðtalstími læknis
miðvd. 4-5, Viðtalstími prests,
þriðjudag og föstudag 5.-6.
Kvöld- sunnudaga- og helgidaga-
varzla Iyfjabúða í Reykjavík.
Er 10. ágúst -17. ágúst í Vestur-
bæjarapóteki og Apóteki Austur-
bæjar.
Framvegis verður tekið á mótl
þeim, sem gefa vilja blóð i Blóð-
bankann, sem hér segir: mánud.
þriðjud., fimmtud. og föstud. frá
kl. 9-11 f.h. og 2-4 e.h. Miðviku-
daga frá kl. 2-8 e.h. og laugardaga
frá kL 9-11 f.h. Sérstök a;hygli
skal vakin á miðvikudögum vegna
kvöldtímans.
Bilanásími Rafmagnsveita Rvik-
ur á skrifstofutíma er 18-222 Næt-
ur- og helgidagavarzla 18-230.
A.A.-samtökin
Fundir eru sem hér segir: í fé-
lagsheimilinu Tjarnargft :i 3c:
Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21.
Langholtsdeild, í Safnaðarheimill
Langholtskirkju, laugardaga kl. 14.
Orð lífsins svara í síma 10000.
^JJra^nióta
Ljóðasmíðin ljúfust er,
lífsins prýðin rélta.
Enginn hlýðir á mig hér.
Oft mér svíðtir þetta.
Helgust rís þá sðlarsýn.
Sálar ís mun bræðast,
er ljó'ðadísin ljúfa mín,
lætur vísur fætiast.
Lilja Björnsdóttir.
Jósef Ólafsson, Hafnarfirði verð-
r fjarverandi um óákveðinn tíma
Kristjana Helgfidóttir, fjarver-
andi frá 12.8-12.10 Staðgengill Jón
Árnason.
Kristján Jóhannesson fjv. frá 15.
úlí til 15 ágúst Stg: Kristján T
Ragnarsson Sími 50275 og 17292
Ólafur Einarsson, Hafnarfirði fjv.
ágústmánuð. Stg. Kristján T. Ragn
arsson sími á stofu Strandgötu 8-
braut 95.
VISUKORN
Á ferð heim frá Kirkjubæjar-
klaustri
Ljúfur tendrast ljóssins óður,
lífið fær sinn töfra brag.
Segjum allar: Guð er góður
að gefa þennan fagra dag.
Lilja Björnsdóttir
sá NÆST bezti
Piparmey sem var á >ví skeiði, þegar ómögulegt er að gizka á
aldurinn, var í járnbrautarlest, þegar hópur af bófum réðst á lest-
ina. Tveir bófar komu inn í klefann. Annar hár maður og fríður
sýnum, hinn lágur og heldur ólögulegur.
— Við ætlum að taka alla peninga af karlmönnunum, sagði sá
hávaxni, en kyssa konurnar.
— Við látum konurnar alveg vera, áréttaði sá litli.
— Haltu þér saman, gall þá í piparmeynni, hávaxni maðurinn
stjómar þessu.
HANVS 0FF
CZECHOSLOVaWA
“FASCIST!”
A skiltinu stendur: Siðferðileg skyndibræði h.f. Látið Viet Nam í friði! Hengið L.B.J.! Brennið
ameriska sendiráðið! Og á skiltinu til hægri stendur: Látið Tékkóslóvakíu í friði!