Morgunblaðið - 14.08.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 14.08.1968, Síða 12
r 12 MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1968 Edwardi Crankshaw: Hvað sem gerist \ Tékkóslóvakíu, mun draga til tíðinda í Sovétríkjunum Þegar hættuástandið í Tékkó slóvakíu var á byrjunarstigi, var ástæðuiaust að einblína á niðurlægingu sovézkra leið- toga. Þeir höfðu enn tæki- færi til þess að bjarga mann- orði sínu eða jafnvel bæta álit sitt. Þeir gátu haldið stutt an fund með forystumönnum Tékkóslóvakíu og gefið siðan þá yfirlýsingu, að misskilning urinn hefði verið leystur í vin samlegum samræðum og ágreiningurinn hefði einkum sprottið af röngum þýðingum og ónákvæmum upplýsingum. En þeir notuðu ekki þetta tækifæri. I sta'ð þess juku þeir spennuna. Þeir bölsótuð- ust fyrir luktum dyrum og fyrirskipuðu ógnandi heræf- ingar, á meðan sovézk blöð og handbendi þeirra jusu skömm yfir Dubcek og stjóm hans. Fundurinn í Ciema átti að vera hótanasamkoma, ekki sáttafundur. Stjórnmálaráð sovézku miðstjómarinnar kom allt á vettvang, ekki aðeins vegna þess að enginn treysti öðrum, heldur einn til þess að sýna að hér væri alvara á ferðum. Það er augljóst að Dubcek og samherjar hans börðust af hugprý’ði. Sú skoðun mín, að þeir hafa náð meiri árangri en flestir halda, hefur fengið stuðning: Ef Rússum hefði orðið eitthvað ágengt, hefði ekki verið þagað yfir því. Fundurinn í Bratislava reynd ist vera einungis tilraun til þess að breiða yfir ófarirnar. En það var of seint. Sovézku leiðtogarnir, að minnsta kosti flestir þeirra, hafa sýnt sitt rétta eðli: Þeir eru ruddar, heimskir ruddar. Ef þeir brjóta ekki tékkó- slóvakísku þjó'ðina á bak aftur með hervaldi, er það ein- göngu vegna þess að þeir eru ragir. Það er þessu máli óvið komandi, þótt við Banda- ríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir hafi einnig unnið grimmdarverk á vorum tím- um. Okkar grimmdarverk hafa verið tilviljanakennd mis tök; auk þess hafa þau alltaf mætt harðri mótspyrnu ým- issa aðila, sem alltaf segir til sín áður en lýkur. Sovézk grimmdarverk eru sjálfum sér samkvæm, þau eru fastur liður á dagskránni. Þeim er beitt gegn öllum vandamálum. Og enginn getur mótmælt þeim. Þannig þurfum við ekki að láta sektarkennd vegna eigin afbrota hafa áhrif á dóma okkar um núverandi stjórnar völd Sovétríkjanna. Ennfremur hafa Rússar sjálf ir sýnt fram á atS stjórnar- kerfi þeirra geti ekki þróazt. Það er pólitískt fornaldar- skrímsli, pólitískur dínósár- us. Það lifir einungis í skjóli einræðisklíku. Bresnev hefur sýnt að hann veit þetta. So- vézku haukarnir hafa rétt fyrir sér. Og það er þyngsti dómurinn um stjórnarfar So- vétríkjanna. Eitfchvað verður að láta und an og það bráðlega. Ef það kemur í ljós, að Rússar hafi aðeins látið undan síga í bili og ætli sér að beita Tékkó- slóvakíu efnahagslegum og pólitískum þvingunum án þess að vinna fullna'ðarsigur, verða hófsamir leiðtogar látn ir víkja. Og þótt sambúðin við Tékkóslóvakíu verði góð á yfirborðinu, mun einnig draga úr áhrifum þeirra. Hauk arnir munu eflast, lögreglan verður styrkt og þaggað nið- ur í þeim sem opna munninn, þangað til svo mikill kyrk- ingur er kominn í ríkið og efnahagurinn svo niðurnídd- ur, að það verður bylting. Leonid Bresnev. Ef friðsemdarmennirnir í Moskvu hafa aftur á móti sigrað í raun og veru og um- bæturnar í Tékkóslóvakíu fá að halda áfram, mun smitun- in breiðast til annarra lepp- ríkja Sovétmanna. Ótti Ul- brichts, Gomulka og Kadaris er á rökum reistur. Haukarnir hafa unnið sér til óhelgi með því að koma Rússum í þessi vandræði. Sumir munu víkja. Mennta- mönnunum og umbótamönn- unum mun vaxa ásmegin. Og þá munu stjómendumir verða að láta hendur standa fram úr ermum. Ennþá betur en Krúsjeff, sem reyndi að etja saman umbótamönnum og afturhaldsmönnum — og féll. Sovézka kerfið er að dauða komíð. Það getur staðið enn um sinn í lögregluvernd. En nýjasta reynsla kommúnista sýnir, að þegar reynt er að gera breytingar á slíku kerfi, breytist það í eitthvað allt annað. Það sem skiptir mestu máli, er hvort nokkur maður eða hópur í Kreml er viðbúinn því að stjórnarkerfi Sovét- ríkjanna breytist í eitthvað allt annað og trúir því að breytingin geti farið fram í nafni Kommúnistaflokksins. Alexei Kosygin. Við getum ekki vitað þáð, en kannski kemur það bráðlega í ljós. Fáfræði okkar er mikil. Við vitum að Kosygin er umbóta maður í efnahagsmálum, en umbætur hans ganga ekki nógu langt, vegna þess að það verður að afskræma þær svo að þær passi í kerfið. Við vit um ekki hvort Kosygin sjálf- ur er hræddur við að ganga lengra eða hvort hann kemst ekki lengra fyrir félögum sín um. En við vitum að það eru fáeinir ungir og gáfaðir raenn í Stjórnmálaráðinu, menn sem ekki eru heftir eins og Bresn- ev af fáfræði og Suslov af kennisetningum. Það ér hugs anlegt, að þessir menn vilji að eitthvað gerist. En eins og nú standa sakir mega þeir sín lítils. Og í augum þjóðarinn- ar eru þeir allir sama tóbakið. Ef í rauninni eru til menn í æðstu stjórn Sovétríkjanna, sem vilja gera dálítið rót- tækar tilraunir, mun vei'ða harður atgangur í Kreml. I fyrsta lagi verður að fella haukana í atkvæðagreiðslu. Þá yrði að bíða meðan valda hlutföllin milli umbótasinna og afturhaldsmanna skýrðust, en síðan gætu tilraunasinn- arnir aflað sér fylgis í mið- stjórninni og flokksdeildum úti um ríkið. Þetta tæki nokk- urn tíma og margt gæti gert strik í reikninginn. En þetta mun gerast, ef Sovétríkin stranda ekki í straumi sög- unnar eða þjóðin rís ekki upp í stórfelldri byltingu. Það sem gerist í Tékkó- slóvakíu mun vissulega hafa sín áhrif. á stjórn Sovétríkj- anna. Samstaða kommúnista er rofin að eilífu — nema Kínverjum takist að endur- vekja hana. Er unnt að breyta kommúnismanum áður en hann springur í loft upp? Margir trúa þvi. Kannski hafa þeir rétt fyrir sér. og þjóðmálin Konan Hugleiðing ÞEGAR NATO -fundurinn stóð yfir í Reykjavík í júní s.l. átti Morgunblaðið viðtal við frú Clo tilde Brosio, konu framkvæmda stjóranis Manilo Brosio, og frú Elisabeth Luns, konu hollenzka fulltrúans Joseph Luns, utanrík- isráðherra. í sumarleyfi Frú Luns segir m.a. í viðtal- inu: „. . . Margar konur eiga sæti á þingi okkar og ein kona, ungfrú Marga Rompé er félags málaráðherra í núverandi stjórn og er það í annað skipti sem hún gegnir því embætti. Yfir- leitt má segja, að hollenzkar konur gefi sig í heild mjög að opinberum málum og láti ekki sitja við orðin tóm, heldur taki reglulega þátt í þeim. . . “ Ég fór að gera samanburð á hlutdeild kvenna í opinberu lifi hér á landi og víða annarsstað- ar þar sem konur eru kallaðar til starfa, og fjalla um þjóðmál- in við hlið karla. Má segja að hlutur konunnar hérlendis sé harla bágborinn. Á Alþingi á að eins ein kona sæti, en þó eru konur í drjúgum meirihluta að kjósendatölu. Og til undantekn- inga heyrir, að konur séu kosn- ar í opinberar nefndir. Og jafn- vel í skemmtinefnd eins og „17. júní nefndina" hafa reykvískar konur aldrei átt fulltrúa og er slíkt furðulegt. Væri þó all fróð legt að heyra álit þeirra og til- lögur í sambandi við framkvæmd þessarar árlegu þjóðhátíðar, sem haldin hefur verið í rúma tvo áratugi. Og einnig má benda á það hér, að í nefnd þá sem kos- in var til þess að undirbúa þjóð argleðina 1974 á engin konasæti En til nýmæla hieyrir þó, að ákveðið var á ríkisráðsfundi 31. júlí s.l. að skipa frú Guðrúnu P. Helgadóttur skólastjóra í orðu nefnd í stað Þórarins heitkis Björnssonar skólameistara. Von andi er sú ákvörðun byrjunin á því, að konum verði falin önn ur og meiri verkefni. Undanfarið hefur töluvert ver ið rætt og ritað um áhugaleysi ungs fóliks á stjórnmálum, og kennt um, m.a. að því sé ekki léð eyra og á það hlusbað, né gefist tækifæri til þess að láfca að sér kveða vegna þaulsetu þeirra öldruðu t.d. á Alþingi, í innsta kjarna stjórnmálaflokk- anna, hinum ýmsu nefndum, og víðar þar sem ráðum er ráðið. Ýmsir mætir menn, ungir og aldr aðir, hafa hreyft þessu máli í blöðum og útvárpi, og eru sam- mála um að kanna þurfi leiðir til úrbóta. í nýafstöðnum forsetakosning um sýndi það sig, að u-nga fólk- ið var baráttukj arninn í liði beggja frambjóðendanna. Og áberandi var, að þar stóðu ungu konurn-ar ekki að baki piltunum. Þær unnu þarn-a við hlið þeirra af miklum eldmóði, lögðu á ráð- in af mikilli hugkvæmni og stjórnunarsemi,.að sagt var. Nú á íslenzka konan að þekkja sin-n vitjun-artímia, því að brátt mun koma að því, að yngra -fólkið verður kallað til starfa á vettv-angi þjóðmálanna. Hún á að fylgjast vel með, og búa sig undir kallið, og þegar að því kemur, gera þá sínar kröf-ur til þátttök-u í hinum ýmsu störfum á opinberum vettvangi. Hún á að sitja við hlið karla í sölum Alþingis, og annarsstaðar þar sem málin eru rædd, og ákvarð- anir teknar sem varða heill og hamingju lands og þjóðar, þótt bæði hún og allir viti, að á viss- um árum í lífi flestra kvenna kállar barnið fyrst og fremst á tíma hennar og umhyggj-u. En nú haf-a orðið þær breytingar á, að fólk stofnar bú og eignast börn fyrr en áður var, og marg ar konur því á bezta aldri þegar þær hafa lokið uppeldi barna sinna. íslenzkar konur eru vel mennt aðar. Sumar st-unda nám við æðstu menn-tastofnun landsins, og ljúka þaðan prófum með prýði Fjöldinn allur leitar sér mennt- unar í framhaldsskólum og ta-k- mark margra þeirra er stúdents próf. Konurnar standa sig ekki síður við námið en piltarnir. Og þegar út í lífið kemur, og störf hafin í ýmsum starfsgreinum þjóðfélagsi-ns, standa þær -ekki að baki körlum hvað snertir hæfni og dugnað. Það er því með öll-u óviðundandi að þær skuli vera settar svo hatramm- legar hjá, þegar um þjóðmálin er fjall-að í sölum AlþingLs, og í hinum ýmsu nefndum og ráð- um. Sá gamli og úrelti hugsunar- háttur sem hér hefur ríkt, að klókl-egt sé og væn-leg-t til at- kvæðaveiða, að setja snotra konu til uppfyllingar á kosn- ingaliistana, á að vera liðin tíð. Konur og karlar eiga sameigin- lega að fjalla um þjóðmálin, og það hafa ýmsar þjóðir áttað sig á, og leitt konuna til öndvegis, eins og t. d. í Hollandi. Því að konur standa sízt að baki körl- um í dugn-aði, greind og fórn- fýsi, og mundi varla veita af að þjóðmálin nytu þeirra kosta. En við hér á hala verald-ar virðumírt v-era töluvert á eftir tímanum. En vonandi þekkir íslenzka kon- an sinn vitjunartíma, og lætur ekki framhjá sér ganga á kom- andi tímum. Hún á að gera þá sjálfsögð-u kröfu, að eiga aðild að mótun þjóðarheimilisins. Þessar hugLeiði-ngar urðu til eftir lestur framangreindra við- tala. Bjarnveig Bjarnadóttir. Nýkomnar margar gerðir af kvenskóm. Skover Skólavörðustíg 15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.