Morgunblaðið - 14.08.1968, Page 10
10
MOKGUNBLA.ÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1968
arnar í Biafra
MYNDIRNAR frá Biafra sem
hér birtast eru teknar af Kurt
Strumpt, ljósmyndara AP-
fréttastofunnar í Frankfurt.
Strumpf fór meff flutninga-
flugrvél Rauða krossins frá
spænsku eyjunni Femando Po
og dvaldist í nokkrar klukku-
Flóttamenn frá Biafra á flótta undan hermönnum sambands-
stjómarinnar. Enski texti myndarinnar ber fyrirsögnina: „Eng
inn áfangastaður". Um fimm milljónir flóttamanna hafast nú
við inni í frumskógum Biafra þar sem lítið er um fæðu og
þúsundir deyja daglega úr hungri.
Dr. Ezekwe Ojinmah og hin
þýzkfædda kona hans, Helga,
eru bæði flóttamienn í Biafra
og starfa nú við sjúkrahúisið
í Aba í austurhluta Biafra. —
Hér sýnir Ojinmah ljósmynd-
ara AP áhrif hungursins á
barn, sem nýtur meðferðar í
sjúkrahúsinu.
Hér að neðan sést er læknir
í Biafra deilir úr mjólkur-
Skómmtum úr þurrmjólkur-
dufti til þurfandi barna. Það
er skylda læknisins að gefa
þeim aðeins mjólk, sem sýnt
er að búi enn yfir nægilegum
lífsstyrk, til að geta fram-
fleytt Lífinu á svo naumum
næringarskammti. Flogið var
með mjólkurduftið til Biafra
af fífldjörfum flugmönnum í
úrsérgengnum flugvélum.
Ljósmyndori
AP lýsir
nohkra stnnda
dvöl í Biafra
Til vinstri á myndinni sést sjálfboðaliði við heræfimgar í Bi-
afra. Á myndiuni til hægri heldur örvæntingarfull móðir á
deyjandi barni og horfir bænaraugiun á ljómyndarann. Barn-
ið dó við barm móður sinnar nokkrum mínútum eftir að mynd
in var tekin.