Morgunblaðið - 14.08.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.08.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1968 fltotgtiitlrfafrffr Útgefandi Framkvsemdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrín Fréttastjóri Auglýsingastjón Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjamason frá Vigur Matthias Johéuinessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kx. 7.00 eintakið. MINNKANDI BOLFISKAFLI ¥Tm fátt hefur verið meira rætt og ritað hér á landi undanfarna mánuði en minnk andi aflabrögð og verðfall á íslénzkum fiski á erlendum markaði. Hafa af þessu á- standi skapazt erfiðleikar, _ sem öll þjóðin verður að mæta með samstilltu átaki, svo að lífskjaraskerðingin verði sem minnst. Auðvitað á minnkandi afla magn og verðfall á fiski á erlendum mörkuðum rætur að rekja til margra ástæðna. Ein helzta ástæðan til verð- fallsins á Bandaríkjamarkaði er stóraukið framboð á fryst- um flökum þar í landi. Morg- unblaðið birti frétt um þessa aukningu fyrir skemmstu og koma þar í ljós, að samkvæmt fregn í brezka blaðinu Fish- ing News nam aukningin á fyrstu mánuðum þessa árs 50 af hundraði, ef miðað er við sama tíma árið 1967. Til glöggvunar má einnig geta þess, að 11,6 millj. punda voru flutt inn til Bandaríkj- anna af fiskflökum í maí 1967, en 23,7 millj. í maí þetta ár. Verðfallið á því rætur að rekja til harðnandi sam- keppni, sem leiðir af auknu framboði. Tíminn segir í forystugrein á þessa leið: „Við getum t.d. ekki kennt veðurfari, aflabrögðum eða verðlagi um það, að síðan 1958 hefur útflutningur okkar á frystum fiskflökum minnk- að um 37,1% á sama tíma og útflutningur Norðmanna á sömu vöru hefur aukizt um 285%.“ Ástæða er til þess að at- huga þessar tölur nánar. Ef það er gert, blasir við sú stað reynd, að bolfiskaflinn hefur minnkað á árunum 1958 til 1967 um 148,926 tonn, eða 32, 25%. Sérhver heilvitamaður sér, að ekki er hægt að vinna fryst fiskflök nema nægilegt hráefni sé til þess. Stórminnk andi aflamagn hefur haft í för með sér minnkandi út- flutning á hraðfrystum flök- um. Auðvitað eru margvíslegar ástæður til þess að bolfiskafli hefur minnkað. Útgerðar- menn hafa lagt áherzlu á síld veiðar og sjómenn hafa þyrpzt á síldveiðiflotann, hag ur togaranna hefur versnað til muna eins og allir vita og minni rækt verið lögð við þá. En þó er vafasamt að telja að þetta séu orsakir minnk- andi afla. Þvert á móti mætti segja að þetta séu afleiðingar af versnandi afkomu á bol- fiskveiðum og undanfarandi góðæri á síldveiðum. Til þess að staðreyndir liggi betur fyrir og sambandið milli aflamagns og fram- leiðslu á frystum flökum sé öllum augljóst má benda á, að útflutningur á frystum flökum stórminnkaði fljótlega eftir 1958, eins og sjá má af því að framleiðsla frystra flaka það ár aam 74,900 smá- lestum, en 1962 var þessi fram leiðsla ekki nema 45,900 smá- lestir. Þannig kemur mirink- andi bolfiskafli mjög fljótt fram í minnkandi útflutningi frystra flaka — svo að 37,1% minni útflutningur á frystum flökum nú en 1958 er ekki ríkisstjórninni að kenna, eins og Tíminn gefur í skyn. ÖSKUHAUGAR OG NÁTTÚRU FEGURÐ í sumar hafa Æskulýðssam- *■ band íslands og náttúru verndamefnd Náttúrufræði- félagsins gengist fyrir her- ferð undir kjörorðinu „Hreint land — fagurt land“ og hvatt landsmenn til þess að ganga vel um landið. Er enginn vafi á því að þessi herferð hefur borið góðan árangur. En því miður virðast ekki allir á einu máli um nauðsyn þess, að vel sé gengið um landið. Þegar ekið er um fall egt hraun áleiðis til Krýsu- víkur, blasir þar við í hraun- inu, vegfarendum til yndis- auka og landinu til fegrunar öskuhaugar Hafnarfjarðar- bæjar. Þeir breiða þar úr sér skammt frá veginum og rýk- ur úr þeim ás^mt þeim óþef sem tilheyrir öskuhaugum. Það er sjálfsagt ekki vanda laust að finna heppilegan stað fyrir öskuhauga en það er óvenjulegt, að þeim sé komið fyrir í alfaraleið og beinlínis þannig að þeir spilla náttúrufegurð og ánægju fólks að fara um fallega staði. Er þetta eini staðurinn í bæj- arlandi Hafnarfjarðar, sem hægt er að koma fyrir ösku- haugum? VŒJ UTAN ÚR HEIMI Stjórnarbylting samkvæmt ven ju Byltingar eru tíðar í írak, en tilbreytingalausar BYLTINGIN í írak 17. júlí síðastliðinn var sú þriðja á 10 árum. Og hún líktist fyrir- rennurum sínum svo mjög, að byltingar þarlendis eru orðnar leiðigjarnar. Hersveitirnar í Bagdad fóru á stjá skömmu fyrir dög un og héldu troðnar slóðir að höllinni, útvarpsstöðinni og öðrum þeim stöðum, sem sið- venja er orðin að hemema í byltingum. Þrjár orrustuflug- vélar skutust yfir Tígrisfljót og mínarettur og brú-nleit hús borgarinnar. „Ó, borgar- ar“, sagði útvarpið, „hlut- verk þeirra er friðsamlegt, þær eru í þjónustu bylting- arinnar“. Síðan skaut herinn fáein- um skotum í áttina til for- setahallarinnar í því skyni að þvinga Abdul Rahman j Aref til að gefast upp. Að því búnu var gamla stjóm- in hrakyrt stundarkorn, höfð yfir slagorð byltingarmanna um föðurlandið og fagnað pólitískri dögun í landinu. Svo undarlega vill til, að stjórnandi þessarar byltingar og stjórnandi fyrstu bylting- ar, sem gerð var í ríkinú, það var árið 1936, og voru báðir hershöfðingjarnir að nafni Bakr. Það eina sem greindi þessa byltingu verulega frá hinum fyrri, var hversu fljótt slitn- aði upp úr vináttu byltingar- manna. Það liðu aðeins 13 dag ar unz nýi forsetinn, Ahmed Hassan A1 Bakr, rak forsæt- isráðherrann og alla stjóro- ina frá völdum. Og bann lýsti því yfir, að þessir menn sem voru skömmu áður „frumherjar nýrrar hreyfing ar“ væru „skaðlegir niður- rifsseggir". Jafnvel fyrir upplausn „hins samhenta byltingarliðs" áttu íbúar Bagdad erfitt með að taka þessa atburði alvar- lega. Svo er sagt, að bylting- armenn hafi hringt til hallar Arefs snemma um morgun- inn til að fá hann til þess að gefast upp, og bent honum á, að skriðdrekar væru fyriir ut- an, tilbúnir til þess að hefja stórskotahríð á höllina. „Það er engin þörf á skriðdrek- um“, sagði Aref, „sendið mér bara leigubíl". Það er skoðun margra íraks búa, að það hafi einkum orð- ið Aref að falli hversu oft hann ráðgaðist við Nasser um málefni íraks. Þjóðin er mjög sjálffræðigjörn og þekkt fyrir að vera ófús til samvinnu við aðrar arabísk- ar þjóðir. Og þess vegna verður mjög athyglisvert að sjá, hvemig samskipti nýju stjómarinnar verða við Nasser. Og það er mjög mikilvægt, vegna þess að sumar deildir hersins eru sagðar mjög hlynntar Nasser og á móti því, að dregið verði úr áhrifum hans í frak. Snemma á byltingardaginn var Aref sendur á flugvél til Lundúna með viðkomu í Ist- anbul, og fékk hamn loforð um eftirlaun frá ríkinu. Það er ekki slæm meðferð, þegar þess er gætt, að hann var sagður hafa safnað um sig til að stjórna ríkinu „heimskingj um, ólæsu fólki, valdagráðúg- um eiginhagsmunamönnum, þjófum, njósnurum, Síonist- um og strokuföngum" og hver veit hvað. Það er jafnvel sagt að byltingarmennirnir hafi bú ið honum veizlu áður hann fór upp í flugvélina. Þessi vinsamlega framkoma við burtrekinn þjóðhöfðingja í írak er nýjung í byltingar- málum. í byltingunni, 1958, sem Abdul Karim stóð fyrir, voru framin skelfi- leg hryðjuverk. Faisal kon- ungur, fjölskylda hans og hirð ur og hrifinn af doppóttum silkibindum. Margir álitu hann skipuleggjanda bylting- Þegar Bakr vék Nayef úr starfi, sagði hann, að Nayef hefði ógnað sér með hernum. ef hann fengi ekki embætti forsætisráðherra. Bakr kvart aði einnig yfir því, að Nayef hefði viljað að framkvæmda- valdið yrði hjá ríkisstjórn- inni, eins og víðast hvar tíðk ast. Bakr kvaðst vera sam- mála því, að rikisstjórn yrði höfð í landinu, en fyrst um sinn yrði stjórn landsins að vera í höndum byltingarráðs- Ahmed Hassan A1 Bakr voru myrt og Nuri Said, for- sætisráðherra, sem var mjög hlynntur auknum tengslum við Vesturlönd, var tættur í sundur úti á götu. Og þegar Kassem var steypt af stóli árið 1963, var hann myrtur daginn eftir. Þá var álitið að enn einu sinni hefði sannazt ,að íraksbúar gætu ekki tekið upp lýðræð- islega stjórnarhætti. Margir trúðu því fyrstu dagana eftir síðustu byltingu, að nú væru betri tímar í vændum. í stjórnina voru settir nokkrir vel metnir borgarar. Bakr er 56 ára, hefur gisið yfirskegg og sléttgreitt, fitu- borið hár og er virtur fyrir að lesa bænirnar sínar fimm simnum á dag. Hann var áð- ur varaforseti og forsætisráð berra og er leiðtogi klofnings flokks úr hægri airmi Baath- sósíallsta. Afstaða flokksins til Nassers er ýmist fjand- samleg eða tvíræð. Innan viku frá byltimgunni virtist nýi forsætisráðherr- ann, Abdul Razzak Nayef, vera orðinn valdamesti mað- urinn í írak. Hann er 3 ára að aldri, mjúkraddaður, feit- ins. Nayef var sendur með flugvél til Marokkó, þar sem " hann fékk dvalarleyfi fyrst um sinn. Bakr hefur lofað að berj- ast gegn spillingu og létta hrammi valdsmanna af þjóð- inni. Miltlar olíulindir íraks, frjósamt land og tvö stórfljót verða hagnýtt í þágu almenn ings. Sérstök áberzla verður lögð á að draga úr viðsjám með Kúrdum og öðrum íbú- um landsins. Kúrdar eru tæp lega fjórðungur þjóðarinnar og búa í norðurlhluta lands- ins, þar sem mest er um olíu í jörðu. Búizt er við því, að leitað verði eftir góðu samstarfi við Egyptaland og Sovétríkin, þótt margir telji, að hugur muni ekki fylgja máli. En það sem mikilvægast er fyrir þjóðima sjálfa, er að forystumennimir hafa lofað að „íhuga“ það, að komið verði á þingbundnu lýðræði, þegar „réttur tími“ kemur. En margir Bagdadlbúar glotta að því loforði og skella í góm. (Observer — — öll réttindi áskilin).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.