Morgunblaðið - 14.08.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1968 0 Pétur Njarðvík gerði „fjallanótina“ fyrstur Guðmundur Sveinsson frá Geirstöðum, netagerðarmaður á ísafirði, skrifar: „í Morgunblaðinu var fyrir nokkru getið um nýja gerð síldarnóta, sem vélskipið Sóley frá Flateyri notar. Hugmynd að þessari nót er á engan hátt ný. Pétur heitinn Njarðvík, netagerðarmeist- ari á ísafirði, bjó til þessa gerð af síldar- nót á árunum 1930 -1940, og var hún notuð á samvinnufélagsbátunum oft á þessum árum, er síld var grunnt á Skagafirði og Húnaflóa. Var hún í gamni kölluð Fjallanót Ræfillinn af þessari nót mun enn vera til á Siglufirði hjá Söltunarstöð ísfirðinga". £ Fúlt andrúmsloft í Fram- sóknarferð Svanhild Guðmundsson skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég var meðal þeirra, sem fóru með m.s. Egju til Vestmannaeyja hinn 20. júlí sl., og fór skipið á vegum Framsóknarflokksins. (Hér mun hafa verið um e.k. sumarferð Framsóknarmanna 1 Reykjavík að ræða. Innskot Velvakanda). Ég var á fyrsta farrými í fjögurra manna klefa, nr. 10, sem var I raun og veru tveggja manna klefi, en búið var um á bekk fyrir tvær manneskjur. í klefa nr. 50, sem er tveggja manna klefi, voru hjón, sem ég þekki, og höfðu þau sömu sögu að segja og ég. Skipið valt nokkuð, og þeir, sem ekki voru sjóhraustir, lágu 1 koju að mestu leyti, og var ég meðal þeirra. Var mér færður matur niður í klefa. Þjónustu- fóikið var allt fyrsta flokks og kom I alla staði mjög vel fram, og maturinn var góð- ur um borð. En það er annað, sem ég ætla að skrifa um, stærð og loftleysi klefanna. Það var út- lendingur um borð, sem var fróður um ýmsa hluti, og mældi hann klefa minn og reiknaði út, hve mikið loft var þar, og reyndist það vera þrir rúmmetrar lofts á hvem mann, en það á að vera 10 rúmmetr- ar á mann. Svo sjá má á þessu, að loftieysi er gífulegt í klefum skipsins. Mældur var einnig út tveggja manna klefi, og var sama ástandið þar. f sumuim klefunum er enginn fataskápur, svo að ekki sé talað um borð og stól. Maturinn, sem komið var með á bakka til okkar, varð að setja á gótfið, þvi að enginn annar staður var til þess að setja hann á. Svo voru allir vaskar stíflaðir, og vora herbergisþemumar á þönum alla ferðina með dælu án árangurs, og gaus upp óþverrinn þegar þær voru að pumpa. En loftleysi og hiti var svo mikill, að við voram nærri köfnuð. Vantaði æluask Eitt var það, að enginn gubbudallur var hjá konunni, sem var í kojunni fyrir ofan mig, og fékk ég heldur betur að kenna á því, ég vissi ekki fyrr en gubbugusan gekk yfir mig, og varð mér heldur ónota- lega við. Ekki var skipt á minni koju, en sængurver og lak var tekið af hjá konunni, sem gubbaði, en ekkert hreint sett á I stað inn, og urðum við að liggja svona á heim- leiðinni. Hvorki ljós né bjalla var I klefa mínum, svo að ekki var hægt að láta í blað. Útlendingurinn, sem mældi klefana, ætlaði að raka sig með rafmagnsrakvél, en engin innstunga var í klefa hans. Hann sagði, að þessir klefar á fyrsta farrými á M.S. Esju væru eins og verstu klefar á þriðja farrými I járnbrautarlestum erlendis, en þar væri víst ekki vöntun á lofti. 0 Salernisumgengni Islendinga Það er ef til viU hægt að bjóða íslend- ingum upp á allt, — þeir era nógu fínir í fötunum, en umgengni og sóðaskapur þeirra er fyrir neðan allar hellur. Á salem- um Skipsins hengu uppi handklæði, sem vora eins og gólftuskur eða eins og skó- þurrkui, og ekki einu sinni skola þeir niður úr salernisskálinni eftir notkun. Þetta var mín fyrsta ferð til Vestmanna- eyja og verður sú síðasta með M.S. Esju. Fólkið, sem ég heimsótti 1 Vestmannaeyj- um, var mjög vingjamlegt og gott, og mót- tökurnar voru mér ógleymanlegar. Ég hef ferðazt með M.S. Gullfossi, og er það allt annað, þar fær maður það, sem maður borgar fyrir, en á M.S. Esju vora klefarnir verri en fangaklefar, því að fang amir fá þó hreint loft til þess að anda að sér. Þá voram við svikin um Surtseyjarferð, sem var á dagsskránni, en menn vita hve tiðarfar breytist fljótt hér á landi, og áttum við því að nota tæfcifærið að koma við á leiðinni til Vestmannaeyja, því á leiðinni heim var þoka, svo að ekkert var hægt að sjá, en hljómsveit var um borð, þurfti að flýta sér í land, til þess að spila á dansleik um kvöldið, og var það álitið þarfara. Heilbrigðiseftirlitið ætti að athuga klefa og aðbúnað farþega á M.S. Esju. Svanhild Guðmundsson". 0 Flugmenn og flugumferðar- stjórar Grein „Flugmanns", sem birtist hér í dálkunum fyrir skemmstu, vakti allmikla athygli, ekki sízt í hópi starfsfólks við flug. Flugumferðarstjórum þótti að sér vegið í grein flugmannsins, og faefur félag þeirra svarað hér í dáikunum. Velvakandi hefur auðvitað Iltið sem ekkert vit á því, sem þarna er um deilt, og hafði satt að segja ekki áhuga á að halla á neinn, hvorki starfshópa né ein- staklinga, í dálkunum, en þeir era vett- vangur umræðna um margvísleg mál, og þótti "V elvakanda þvl rétt að birta athuga semd „Flugmanns". íslenzkir flugmenn hafa getið sér gott orð, eins og kunnugt er, og allir vita, að starf íslenzkra flugumferðarstjóra er einnig þýðingarmikið ábyrgðarstarf, og má í þvi sambandi benda á, að þeir sjá um flugumferð á hluta Atlantshafsins í sam- vinnu við Alþjóðaflugmálastofnunina. Aftur á móti ætti ekki að þurfa að geta þess, að það era auðvitað flugmennirnir, sem stjórna flugvélunum. Stxmdum verða árekstrar milli flug- manna og flugumferðarstjóra, eins og geng- ur, en engum lifandi manni dettur í hug, að það geti stafað af öðra en því, að báðir aðilar vilja gegna skyldustörfum sínum, eins og bezt verður á kosið. Slíkir árekstr- ar eru Htilfjörlegir, þvi að yfirleitt gengur samstarf flugmanna og flugumferðarstjóra snurðulaust. Fer lfka bezt á því, að svo sé, þvi að tnikið er i húfi að vel takist til um flug hér við land. Flugumferðarstjórar urðu sárir yfir skrif um „Flugmanns", og er það kannski skiljanlegt. Ekki ætlar Velvakandd að fara að svara fyrir bann, en vonandi verða þessar umræður tid þess að hvetja alla aðila til að setja niður deilur og vinna saman I sátt og samlyndi og fullkomnu bróðerni. Það er beinlínis skylda þeirra, sem að flugmálum starfa. Velvakandi harmar, ef flugumferðar- stjórar halda, að hann hafi verið að ná sér eitflhvð niður á þeim. Það er síður en svo. Þess má að lokum geta, þótt ekki séu þess- ir dálkar beinlínis vettvangur fyrir slík skrif, að blaðamenn Mbl. hafa ætíð átt mjög gott samstarf við íslenzka flugmenn og flugumferðarstjóra og vona, að það haldist, þrátt fyrir skeinuna frá „Flugmanni". 0 Sorphaugurinn við Gamla Garð Borgari hér í bæ, sem kallar sig Veg- faranda, skrifar: „Hver sá, sem á leið eftir Hringbraut- inni fram hjá Stúdentagarðinum, hlýtur að hafa veitt athygli sorphaugi einum miklum við vesturenda útbyggingar Garðsins, þló að ekki væri nema vegna fnyksins, er legg- ur fyrir vit vegfarenda í sunnanáttinni. Þarna er hrúgað upp tómum pappakössum — eða kannske eru þeir fullir — og öllu mögulegu, er til fellur frá eldhúsi „hótels" þessa, en svo má Mklega kalla það, vegna hins mikla fjölda erlendra ferðamanna, er þar dvelst að sumrinu til. Þarna eiga þeir sem heimsækja vilja þjóðminjasafnið og Listasafn ríkisins, innlendir sem erlendir, leið fram hjá. Þama er fagurt útsýni yfir Tjömina og miðborgina og allt yfirleitt mjög snyrtilegt, að undanskildum sorp- bingi þessum, sem er til hreinnar skamm- ar, svo að efcki sé meira sagt. Vitanlega er sjálfsagt að forráðamenn hótelsins sjái svo um, að daglega sé ekið burtu öllu sorpi, sem losna þarf við, en bíða ekki eftir, að hreinsunarmenn borg- arinnar komi þama á viku til tíu daga fresti. Það er ekki nóg að hefja herópið „Hreint land — fagurt land" eða „Hrein torg — fögur borg", — menn verða að fara eftir því. Það kann að vera, að þegar þessi á- bending birtist, sé búin að hreinsa til þarna en trúlegt er, að byrjað sé að safna I nýjan haug, til þess að þeir erlendu gest ir, sem kunna að koma I þessari viku eða þeirri næstu, fari heldur ekki á mis við að kynnast hreinlætishugmyndum for- ráðamanna staðarins. Vegfarandi". LEIðRÉTTING Það er eins og fyrri daginn, þegar Vel- vakandi fer að birta leiðréttingar- og um vöndunarbréf, þá rangsnúast þau öll og verða að óskiljanlegri þvælu. í gær var birt hér bréf frá „Agústi", þar sem hann var að skamma útvarpið fyrir málvillur, og þar umturnaðist ein setningin. Rétt er hún svona: „Það er náttúralega „fisks", en .fiskjar" er eignarfall af ailt öðru orði eða fiski", sem þýðir einfaldlega veiði...“ o. s. frv. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Sími 22-0-22 Rauðarárstig 31 \~»siM' 1-44-44 mniF/m Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 3116«. IV1AGNÚSAR sKiPnomTl «mar21190 eftir lokun *lini 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sfim* 14970 Eftir lokun 1497» eða 81748. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 82347 GOLFTÆKI % P. EYFELD Laugaveigi 63 að BEZT er að auglýsa í Morgunblaðinu Tilboð óskast í bifreið, Fíat 1500 L skemmda eftir veltu. Bifreiðin er til sýnis að Sigtúni 47, Reykjavík, í dag og á morgun mlli kl. 17 og 19. Tilboð, merkt: „Fíat 8072“ óskast send auglýsingadeild Mb. fyrir föstudagskvöld 16. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.