Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1968 5 Hákon Bjarnason: Sumar og skógur Síberíska lerkið á Austurlandi Á landbúnaðarsýningunni í Laugardal má líta stofna og fjalir úr lerkitrjám, sem vax- ið hafa upp á Hallormssta'ð. Elztu stofnarnir og fjalirnar eru úr 46 ára gömlu lerki, en hávaðinn af stofnunum er 30 ára. Árið 1922 voru gróðursett 214 lerki í 6 litlum þyrping- um eða lundum í Hallorms- staðaskógi. Eftir nauðsynlega grisjun standa nú um 70 tré í þessum lundum. Þau eru frá 10 og upp í 14 metra á hæð. Þvermál þeirra í 1,3 metra hæð frá jörðu er írá 20 til 30 centimetrar, en nokkur þeirra eru um og yfir 35 centimetrar. Svo liðu 16 ár, án þess að kostur væri á að planta fleiri lerkitrjám. Þá var plantað milli 6 og 7 þúsund trjám í tæpan hektara lands. Þar standa nú um 1200 tré, sem að meðaltali eru 10,6 metrar á hæ'ð. Hæstu trén eru um 12 metra. Á þeim 30 árum, sem liðin eru frá gróðursetn- ingu lerkisins í Guttorms- lundi, hafa fengist yfir 5000 girðingastaurar við grisjun. Verðmæti þeirra er ámóta og allur kostnaður við gróður- setningu og hirðingu lerkis- ins. Þau tré, sem eftir standa, hafa því ekki kostað neitt. Trén í Guttormslundi hafa verið mæld 4 sin.num frá árinu 1952 til 1967. Nú standa þar 120 teningsmetrar viðar, en felldir hafa verið 84 tenings- metrar. Alls hafa því vaxið 204 teningsmetrar á einum hektara lands á 30 árum, eða um 6,8 teningsmetrar á ári. Slíkt er ágætur vöxtur, enda um það bil 6 sinnum meiri en íslenzka birkfð vex. Sýnilegt er, að lerkitrén í Guttormslundi, hafa vaxið öllu hraðar en eldri lerkin. Einkum er hæðarvöxturinn hraðari. Líklegt er að stofn- inn af 'þessum trjám, kvæmi þeirra, henti betur íslenzkum skilyrðum en hið eldra. Fræið að þeim kom úr nágrenni Arkangelsk í Rússlandi, en við vitum eigi deili á hinum. Guttormslundartrén hafa bor ið þroska'ð fræ en h*i ekki og fundist hafa sjálfsáin lerki í nánd við þau. Á Hallormsstað hefur enn- fremur verið plantað lerki í nokkra tugi hektara lands á árunum 1951 til 1968, og eru þau öll með góðum þroska. Fræið að þeim hefur verið sött til 15 staða í Rússlandi og Síbiríu. Sum hafa vaxið örar en önnur eins og vænta mátti. Þá hefur lerki og verið plantað í smáreiti og við hús á ýmsum stöðum sunnan við Hallormsstað og út með Lag arfljóti að norðan. Vöxtur þess hefur yfirleitt verið ör og áfaUalaus. Má því telja ALLT MEÐ EIMSKIP 35 ára gamali lerkistofn á Hallormsstað. öruggt, að unnt sé að rækta síbiriskt lerki á þessum slóð- um, svo að góðs arðs megi vænta. Af þeim sökum hefur verið gerð áætlun um allmikla rækt un lerkiskóga á mörgum jör’ð um í Fljótsdal, og er gert ráð fyrir að bændur geti komið sér upp lerkiskógum, sem þeir og niðjar þeirra geti haft arð af í framtíðinni. Jarðir þar eru yfirleitt svo landstórar, að þetta á að vera unnt án þess að bændur þurfi að draga saman bú sín. En eins og nú standa sakir eru þar eingöngu fjárbú, en það er auðvitað undir hælinn lagt, hve lengi slík bú geti gefið mönnum sæmilega lífsafkomu. Skóg- rækt á þessum jörðum yröi því til þess að létta mönnum lífsbaráttuna og gera afkom- una öruggari. Tillaga að þessari áætlun kom frá Skógræktarfélagi Aust.urlands fyrir tveim árum, og hefur verið unnið að henni af þeim Baldri Þorsteinssyni, Einari G. E. Sæmundsen og Sigurði Blöndal. Þegar aðal- fundur Skógræktarfélags ís- lands kemur saman á Hall- ormsstað eftir tæpan hálfan mánuð verður áætlunin rædd ásamt möguleikum þess, hvernig hrinda megi henni í framkvæmd. Lerkistofnar á Hallormsstað. De Gaulle gagnrýndur fyrir aöstoö viö Biafra New York, 14. ágúst — NTB • Stórblaðið „New York Tim- es“ birtir í dag ritstjórnargrein, þar sem de Gaulle, forseti Frakklands, er harðlega gagn- rýndur fyrir aðstoð hans við stjórnina í Biafra. Segir í grein- inni ,að íhlutun franska forset- ans sé Frakklandi til vanvirðu og muni einungis hafa í för með sér óhamingju fyrir þá sem verði aðnjótandi hinnar „vafa- sömu vináttu“ forsetans. Blaðið segir ennfremur, að þær skoðanir, sem Frakkar hafi ítrekað sett fram um lausn deil- unnar og sem séu skilnaðar- stjórninni í Biafra í vil, dragi úr möguleikunum á því að koma þar á friði og koma aðstoð til milljóna sveltandi Biaframanna. íhlutun de Gaulles hafi hleypt þrjózku í leiðtoga Biaframanina á viðræðufundunum í Addis Abeba og e.t.v. gert að engu síðustu vonir manna um að komizt verði hjá hinum blóðugu leikslokum; sem fyrirsjáanleg séu í Biafra. Loks segir „New York Tim- es“, að ýmislegt bendi til þess EIIMAINIGRUIMARGLER Mikil verðlœkkun BOUSSOIS INSULATING GLASS ef samið er strax Stuttur afgreiðslutími. 10 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggj andi RÚÐUGLER 4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími 2-44-55. 244SSf3K Vörugeymsla v/Shellveg 244-59. Harðtex WISAPAN Spónuplötur frá Oy Wilh. Schauman aJb Vér eigum jafnan fyrir- liggjandi hinar vel þekktu, finnsku spónaplötur í öll- um stærðum og þykktum. Caboon- plötur Krossviður alls konar. OKALBOARD (spónlagt). VIALABOARD Útvegum einnig allar ofangreindar plötur með stutt- um fyrirvara. Einkaumboðið að stuðnin.gur Frakka við Biafra sé ekki aðeins í orði held-ur og á borði og þar er látið að því liggja, að De Gaulle hafi átt ein- hvem þátt í hinum auknu vopnasendingum tii Biafra, sem m.a. hafa orðið til þess, að Lag- os-stjórnin hefur látið skjóta á allar flugvélar, sem farið hafa til Biafra, og þar með komið_ í veg fyrir flutnin.ga vista og mat væla til hinn.a bágstöddu í land- M.S. CULLFOSS Sumarleyíisferðir 17. og 31. ágúst, 14. sept- ember. Á næstunni ferma skip voi til íslands, sem hér segir ANTWERPEN Reykjafoss 24. ágúst Skógafoss 30. ágúst Reykjafoss 12. sept. ROTTERDAM Askja 16. ágúst Laga-rfoss 21. ágúst Reykjafoss 26. ágúst Skógafoss 2. sept. * Reykjafoss 14. sept. HAMBORG Fjallfoss 16. ágúst Lagarfoss 24. ágúst Reykjafoss 28. ágúst Skógafoss 4. sept. * Reykjafoss 10. sept. LONDON Mánafoss 16. ágúst * Askja 19. ágúst. Mánafoss 29. ágúst. Askja 11. sept. HULL Mánafoss 27. ágúst. i5 Askja 9. sept. LEITH Gullfoss 26. ágúst. Gullfoss 9. september. Gullfoss 23. september. NORFOLK Dettifoss 24. ágúst * Skip 9. sept. Brúarfoss 20. september. NEW YORK Dettifoss 28. ágúst.* Skip um 12. sept. Brúarfoss 27. sept. GAUTABORG Bakkafoss 28. ágúst ** Bakkafoss 18. sept. KAUPMANNAHÖFN Kronprins Frederik 17. ág Gullfoss 24. ágúst. Bakkafoss 26. ágúst ** Kronprins Frederik 4. sept Gullfoss 7. september. Bakkafoss 17. sept. Krónprins Friðri'k 17. sepl KRISTIANSAND Bakkafoss 2(9. ágúst ** Bakkafoss 20. sept. GDYNIA Bakkafoss 24. ágúst Tungufoss um 15. sept. VENTSPILS Tungufoss 17. ágúst Tungufoss um 13. sept. KOTKA Tuneufoss um 11. sept.* * Skipið losar í Reykja vík, ísafirði, Akureyr og Húsavík. ** Skipið losar í Reykja- vík. fsafirði. Siglufirði, Akureyri, Húsav., Norð firði og Fáskrúðsfirði. Skip, sem ekki em merkl með stjörnu, lasa aðeins í jjg Rvík. ALLT MEÐ EIMSKIF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.