Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBI.AÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1966 Útgefandl Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritst j órnartullt rCu Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, ReykjavQc. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundssen. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. ÆSKUL ÝÐSSTARF í UPPB YGGINGU I> eykj avíkurborg hefur nú ** fest kaup á húsakynn- um þeím, sem veitingahúsið Lídó hefur verið starfrækt í og er ætlunin, að húsnæði þetta verði notað fyrir æsku- lýðsstarf á vegum Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur og annarra æskulýðssamtaka í borginni. Kaupverðið er 12 milljónir króna og er innifalið í því nokkurt innbú en stærð húss ins er rúmlega 4000 rúmmetr ar og er hér því augljóslega um hagstæð kaup að ræða. Um langt skeið hefur það verið ljóst, að mjög skorti á heppilega skemmtanaaðstöðu fyrir unglinga í borginni, þar sem fram færu heilbrigðar og vínlausar skemmtanir fyr ir ungt fólk. Slík starfsemi virðist ekki hafa freistað ein- staklinga nema að litlu leyti og þess vegna hefur mjög verið rætt um, að opinberir aðilar létu málið til sín taka. Dómsmálaráðherra varpaði fyrir rúmu ári fram á Al- þingi hugmynd um, að ríki og Reykjavíkurborg samein- uðust um byggingu æskulýðs húss í Reykjavík og sl. vetur var flutt á Alþingi frv. sem gekk í svipaða átt. Undanfarna mánuði hefur Æskulýðsráð Reykjavíkur fjallað um framtíðarskipulag æskulýðsmála borgarinnar og á blaðamannafundi í fyrra dag skýrði borgarstjóri frá því, að Æskulýðsráð hefði hug á því að koma upp fjór- um hverfamiðstöðvum fyrir æskulýðsstarf í borginni og mundi hið nýja húsnæði hin fyrsta þeirra. Auk þess stendur nú yfir samkeppni um gerð og útlit æskulýðs- heimilis við Tjarnargötu. Borgarstjóri skýrði einnig frá því, að Æskulýðsráð hefði hug á samningum við forráða menn íþróttahallarinnar í Laugardal um nýtingu á hús- næði hennar fyrir æskulýðs- starf og ennfremur væri talið nauðsynlegt að koma á fót í framtíðinni æskulýðsheimili í Breiðholtshverfi, sem sinnti þörfum Breiðholtshverfis, Ár bæjar- og Selásshverfis. Af þessu má ljóst vera, að kaupin á húsakynnum Lídós marka tímamót í æskulýðs- starfi á vegum borgarinnar. Þau kaup eru fyrsta skrefið í markvissri uppbyggingu æskulýðsstarfs í borginni, sem framkvæmt verður í ná- inni samvinnu við frjáls æsku lýðssamtök, skólana, söfn- uði og aðra aðila, sem að æskulýðsmálum vinna. Með vaxandi borg og sífellt fleiri ungmenni, sem skortir heil- brigð verkefni í tómstundum sínum og aðstöðu til skemmt ana sem hæfir ungu fólki, verður að taka málefni unga fólksins í borginni nýjum tök um. Enginn vafi leikur á því, að við mörg vandamál verður að glíma enda munu fá mál- efni jafn vandasöm og við- kvæm og einmitt þau, sem lúta að æskunni. En þess ber að vænta, að það stóra skref sem Reykjavíkurborg hefur nú tekið í þessum efnum tak- ist vel og að borgarbúar yngri sem eldri sameinist um að tryggja að svo verði. BORGARLEIKHÚS OG RÁÐHÚS Fúns og kunnugt er, hafa sterkar raddir verið uppi um það, að fyrirhugað borgar leikhús eigi hvergi fremur heima en við Tjörnina, þar sem Iðnó hefur staðið um áratugaskeið, Leikfélag Reykjavíkur starfað og leik- menning borgarinnar stendur djúpum rótum. Á blaðamannafundi sínum í fyrradag skýrði Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, frá því, að athuganir hefðu farið fram á því, hvort unnt myndi að sameina í einni byggingu við norðurenda Tjarnarinnar, ráðhús og borgarleikhús og sagði borgarstjóri, að komið hefði í Ijós, að ýmis salar- kynni væri hægt að nýta sam eiginlega fyrir borgarleikhús og ráðhús. í haust munu til- lögur þessar verða lagðar fyr- ir sameiginlegan fund horgar fulltrúa og varaborgarfull- trúa allra flokka. Meðan ekki hefur verið skýrt nánar frá þessum til- lögum opinberlega er að sjálf sögðu ekki hægt að fella neinn dóm um það, hvort heppilegt væri að sameina þessar tvær stofnanir undir einu þaki. Hitt er ljóst, að víðtækur stuðningur mun við það meðal borgarbúa, að starf semi Leikfélags Reykjavíkur verði áfram við Tjörnina, og er óskandi að fundin verði lausn á ráðhúsmálinu, sem tryggi, að þetta sögufræga menningarfélag Reykjavíkur starfi áfram á þeim stað, þar sem það hefur fest svo djúpar og traustar rætur. A lAi/^9 117 ys j U1 '+snrJr w ■ 'AN UR HEIMI ÞAÐ K0STAR BANDARÍK IN MILUARD D0LLARA — að endurnýja herstöðvasamninginn við Spán FYRIR rúmum 15 árum tók- ust samningar milli stjórna Randaríkjanna og Spánar um heimild til að koma upp bandarískum herstöðvum á Spáni. Var samningur þar að lútandi undirritaður 27. sept- ember 1953, og var hann til tíu ára. Samningurinn rann út 27. september 1963, en var þá framlengdur til fimm ára. / Fellur hann því úr gildi eftir rúman mánuð, ef ekki takast samningar um framlengingu hans. Samkvæmt samningi þess- um hafa Bandaríkjamenn komið sér upp öflugum flota- og fl'ugstöðvum á Spáni, og varið til þeirra hundruðum milljóna dollara. Auk þess hafa Bandairíkjamenin greitt Spánverjum samkvæmt samn ingnum gifuríegar fjárhæðir til að efla varnir Spánar. Flugstöðvar Bandarikja- ríkjamanna eru á tveimur stöðum á Spáni, í Torrejón de Ardos (skammt frá Madrid), og Morón de la Frontera (skammt frá Sevilla). Flota- stöðin er í Rota, rétt norð- vestan við Gibraltar, og á fyrstu tíu árum samni'ngsins 1 vörðu Bandaríkjamenn um 500 milljónum dollara til upp byggingar þeirrar stöðvar. Spánverjar hafa nú til- kynnt Bandaríkjamömnum að þeir séu reiðubúnir til að hefja viðræður um framleng- inigu samningsins um herstöðv arréttindi, og er ráðgert að 1 viðræðurnar hefjist í Was- hington 10. september m.k. Ekki viljo þó Spánverjar veita Bandaríkjamönnum að- stöðuna endurgjaldslaust, Íheldur óska þeir eftir víð- tækri efnahagsaðstoð, sem aðallega yrði notuð til varn- armála, gegn því að heimila Bandaríkjamönnum fimm ára setu í herstöðvunum, eða til 27. september 1973. Kröfur Spánverja voru af- hentar Dean Rusk utanríkis- ráðherra hinn 15. júlí s.l., og telja sérfræðingar að þær feli í sér um eitt þúsund milljón dollara útgjöld fy.rir Banda- ríkin á næstu fimm árum. Ná- ist ekki samningar um þessar kröfur fyrir 26. september, er gert ráð fyrir því í gildandi samningi, að enn skuli reynt í hálft ár, að komast að sam- komulagi, en takist það ekki á þeim tíma, er ætlaat tii þess að Bandaríkjamenn hafi eitt ár til að flytja birgðir sínar og 25 þúsund hermenm og að- standendur þeirra á brott frá Spáni. Kröfur Spánverja hafa ekki verið birtar í heild, en haft er eftir áreiðanlegum heim- ildum að þær feli í sér meðal annars eftirfarandi atriði: • Bandaríkin aðstoði við end urnýjun spænska flughersins, meða) annars með því að senda Spánverjum herþotur af gerðinni McDomnell F-4 Phantom, fleiri loftvarnar- eldflaugar af Hawk-gerð og nokkur eftirlitsskip. • Endurskoðuð verði sú gretn samningsins, sem felur í sér að Bandaríkjamenn skuli hafa samvinnu við spænsk yfirvöld um vamar- mál, en tekur ekki fram að Bandaríkin séu skuldbundin til að verja Spán, ef ráðizt yrði á landið. • Athugað verði ákvæði um réttindi bandarískra her- manna á Spáni, og þeim breytt þannig að hermenn- irnir lúti spænskum lögum á svipaðan hátt og bandarískir hermenn í löndum Atlants- hlíta lögum viðkomandi rík- is. Bandaríkin reyni að beita áhrifum sínum til að fá Breta til að viðurkenna yfirráða- rétt Spánverja yfir Gibnalt- ar. • Spánn verði ekki lengur á skrá meðal þeirra iðnvæddu ríkja, þar sem bandarískum iðjuhöldum er bannað með gildandi lögum að stofna til fjárfestinga. ★ Haft er eftir heimildum í Washington, sem taldar eru öruggar, að Bandaríkjastjórn hafi þegar tilkynnt yfirvöld- um í Madrid að hún hafi ekki í hyggju að skipta sér af Gí- bráltar-deilu Spánverja og Breta. Hinsvegar er talið að Bandaríkjamenn hafi boðið einhverjar tilsl'akanir varð- andi framlengingu herstöðva samningsins, sem feli meðal í sér endurskoðun á réttind- um bandarískra hermanna á Spáni, breytingar á greininni um samvinnu í varnarmálum, og athugun á hu'gsanlegum fjárfestingum bandarískra iðjuhölda á Spáni. SKRUÐGARÐAR BORGARINNAR I Ttanríkisráðherra Banda- ^ ríkjanna, Dean Rusk, sem hér var á ferð fyrr í sumar sagði, að Reykjavík væri lítill gimsteinn. Kannski gera borg arbúar sjálfir sér ekki fulla grein fyrir því hversu fögur borg Reykjavík er orðin en þó getur engum blandast hug ur um það, sem gengur um borgina á fallegum sumar- degi. Eitt af því sem setur skemmtilegan svip á borgina eru skrúðgarðarnir og opnu svæðin, sem tekið hafa mikl- um framförum á undanförn- um árum. Er óhætt að full- yrða, að Hafliði Jónsson, garð yrkjustjóri borgarinnar og samstarfsmenn hans eiga skil ið þakklæti allra borgarbúa fyrir það hversu vel og sam- vizkusamlega þeir vinna verk sitt. Þeir eiga einna stærstan þátt í því, að Reykjavík er „lítill gimsteinn“ í norðrinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.