Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTU'DAGUR 16. ÁGÚST 1966 Svipmyndir frá Landbúnaðarsýningu Flestar mynciirnar á þessari síðu eru teknar á búf.jársýningunni í upphafi Landbúnaðarsýning- arinnar. A myndinni sjást þrír stóðhestar, sem verðlaun hlutu, hver í sinum aldursflokki. T. v. Hrafn frá Efra Langholti í Ámessýslu, Hörður frá Kolkuósi, sem hlaut 50 þús. krónur í verð- laun, og Bliki frá Vatnsleysu í Skagafirði. ...................... <• ÉlSl fggm •X. --Oíö í :x í ■■■ :■■■ ■■■ '<■ - <-•, Höskuldur Eyjólfson, Hofstöðum í Borgarfirði, er hér ásamt hesti sínum, Þyt, sem sýndi í flokki klárhesta með tölti. — Höskuldur reið hesti sínum sjálfur og var elztur knapa á þess- ari sýningu. Þótti mönum hann sitja hestinn vel. Búvélamar á sýningarsvæði innflytjenda landbúnaðartækja hafa mikið aðdráttarafl á börnin, sem sýninguna sækja, eins og sjá má á myndinni. Priestman-skurðgrafan á myndinni kom hingað til lands 1942, og er ein af elztu skurðgröfunum hér. Hún gengur enn. Lítiilátur heitir þessi myndarlegi hrútur og hér er hann ásamt afkvæmum. Ætthópur hans hlaut fyrstu verðlaun í sýningarsamkcppninni, og er hann æði hreykinn á svip, þótt nafn hans bendi til annars. Og her er bolinn Neisti asamt afkvæmum sinum, en honum voru veitt fyrstu verðlaun í þeim flokki. Á myndinni sjást einnig afkvæmin Hosa, Lýsa og Hlíð. Neisti er í eigu kynbótastöðvar- innar að Laugardælum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.