Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 196« 21 Saltendum hefur fækkað mjög Frá aðalfundi Félcrtgs síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi AðALFUNDUR Félags síldar- saltenda á Suður- og Vestur- lacndi var haldinin í Reykjavík 12. þ.m. Formaður félagsins, Jón Árna son, alþingismaður, setti fund- irm og flutti skýrslu um mál- efni félagsmanna og síldarsöltun á félagssvæðinu á liðnu starfs- ári, sem er frá 1. maí til 30. apríl. Úr skýrslu formanns. Á árinu voru gerðir fyrirfram samninigar um rúmlega 50 þús. tunnur af eutsíld, rundsíld og kryddsíld til Póllands, Rúmeníu, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna en afgreiddar voru upp í þá samninga 45949 tunnur, mest til Póllands, rúrnl. 30 þús. tunmur og Rúmeníu rúml. 10500 tumnur. Auk þess voru saltaðar á fé- lagssvæðinu og afhentar upp í sölusamninga á Norður- og Aust urlandssíld 6189 tunnur. Saltendum fækkaði mjög und anfarin ár, eða í 28 úr 42, sem þeir voru 1962. Taldi formaður það að mestu eiga rætur að rekja til þess, hversu lítið maign var selt fyrirfram og þess, hversu erfitt hafi verið að afla hráefnis vegna aflatregðu. Erindi framkvæmdastjóra SÚN. Gunnar Flóvenz, framkvæmda stjóri Síldarútvegsnefndar í Reykjavík ast fundinn í boði og að ósk félagsstjórnar. Flutti hann erindi um markaðshorfur nú fyrir saltaða Suðurlandssíld og hvernig unnið myndi að til- raunum til sölu á henni. Rakti hann fyrst, hver væru helztu markaðssvæði fyrir saltsíld í heiminum. Þau eru helzt í Mið- Evrópu og Austur-Evrópu norð an Alpafjalla og vestan Karp- atafjalla og í Norður-Evrópu og Skandinavíu. Einnig væri um að ræða lítilsháttar markað í Bandaríkjunum og fsrael. Ann- ars staðar væri ekki um að ræða saltsíldarneyzlu, nema þá helzt á nokkur þúsund tunnum í Suður- Ameríku. Evrópa skiptist þannig, að í norðurhlutanum, aðallega Skandinavíu og að nokkru leyti í Sovétríkjunum væri aðallega um að ræða eftirspurn eftir stórri síld, einnig í Bandaríkj- unum. önnur svæði keyptu aft- ur smærri síld, svo sem Norður- sjávarsíld og norska vetrarsíld og íslenzka Suðurlandssíld. Neyzlu saltsíldar kvað Gunn- ar ekki aukast í hlutfalli við fólksfjölgunina í neyzlulöndun- um og rakti hann ýmsar ástæð- ur fyrir því. Varðandi söluhorfur og sölur hafa orðið miklar breytingar á undanförnum árum. Meðan bræðslusíldarafurðir voru í háu verði lögðu Norðmenn t.d. ekki mikla áherzlu á síldarsöltun. Nú hefir þetta breyzt þannig að t.d. 1965 framleiddu þeir 15 þús. tunn ur af saltsíld, en í ár stefna þeir að því að framleiða 150 þús und tunnur. Finnar, sem til skamms tíma keyptu alla sína saltsíld af fslendingum, stefna nú að því að afla sjálfir þeirrar síldar, er þeir þarfnast. Þá hafa A-Þjóðverjar, sem um skeið keyptu mikið magn af Suðurlandssíld svo og Rússar stóraukið saltsíldarframleiðslu sína. Gunnar kvað enn ekki hafa verið kannað til þrautar, hvað hægt myndi að selja af Suður landssíld á þessu starfsári. Það myndi þó væntanlega verða gert fljótlega úr þessu og þá reynt að nýta til þrautar þá markaði sem selt var á í fyrra og und anfarin ár. Tillögur og ályktanir fundarins. í setningarræðu sinni gat for- maður þess, að félagsstjórnin myndi flytja þrjár tillögur og voru þær allar samþykktar ein róma síðar á fundimum. Um tolla af síldartunnum. „Aðalfundur F.S.S., haldinn í Reykjavík mánudaginn 12. ágúst 1968 skorar á ríkisstjórnina að endurgreiða tolla af síldartunn- um svo sem áður var gert og gert er af öðrum umbúðum um útfluttar sjávarafurðir. Felur fundurinn stjórn F.S.S. að fylgja máli þessu fast eftir við viðkomandi aðila.“ Formaður hafði getið þess, að í tollskrárlögunum hafi á sínum tíma verið heimild til að endur- greiða innflutningstolla af tóm- tunnum sem öðrum umbúðum um útflutningsafurðir. Við endur skoðun á lögunum í fyrra hafi þessi heimild af einhverjum ó- skiljanlegum ástæðum verið felld niður varðandi tunnurnar. Væri þetta óviðunandi og yrði að fást leiðrétt. Um verzlun og úthlutun á tunn- um. „Aðalfundur F.S.S., haldinn í Reykjavík mánudaginn 12. ágúst 1968, mótmælir því eindregið að verzlun og úthlutun á tunnum og öðrum rekstrarvörum síldar- saltenda á Suðvesturlandi verði flutt frá Reykjavík til Siglu- fjarðar. Skorar fundurinn jafnframt á SÚN að hafa þar um sama fyrir- komulag og verið hefir undan- farin ár.“ Formaður hafði rakið ákveðn- ar skipulagsbreytingar á starf- semi Síldarútvegsnefndar í sam- bandi við ný lög, sem sett voru um nefndina á síðasta Alþingi. Var þar m.a. ákveðið, að Aðal- skrifstofa nefndarinnar skyldi í framtíðinni vera á Siglufirði. Áð ur hafði komið fram ákveðinn vilji beggja saltendafélaganna um það, að aðalskrifstofan skyldi vera í Reykjavík. Bæði félögin mótmæltu þessari laga- breytingu, en skv. eldri lögun- um mun nefndin hafa haft vald til þess að taka ákvörðun um þetta atriði. Allt fram að þessu hafði skrifstofan í Reykjavík annazt innkaup á öllum tunnum á félagssvæðið jafnframt því að hún annaðist útflutning síldar- innar og greiðslur til saltenda. Félagsstjórnin og fundarmenn töldu því nauðsynlegt að gera þessa ályktun. Um síldarleit fyrir Suður- og Vesturlandi. „Aðalfundur F.S.S., haldinn í Reykjavík mánudaginn 12. ágúst 1968 skorar á Hafrannsóknar- stofnunina að láta hefja síldar- leit fyrir Suðvesturlandi svo fljótt, sem við verður komið og eigi síðar en um n.k. mánaðar- mót, þegar síldveiði verður leyfð við Suðvesturland að nýju. Jafn framt verði rannsóknir á ís- lenzku síldarstofnunum auknar verulega. Felur fundurinn stjórn F.S.S. að fylgja þessu máli fast eftir.“ Formaður kvað undanfarna að alfundi ávallt hafa farið fram á aukna síldarleit á þessum haf- svæðum. Hann taldi að mikið vantaði á, að hafsvæðin hér úti af landinu hafi verið nægilega könnuð, enda hafi leitarskipin verið of lítil og ófullkomin.Nauð synlegt væri að gera rækilega könnun á þessu, eins geti verið síld djúpt út af Suðvesturlandi eins og Norðausturlandi. Um útflutningsgjöld af saltsíld. Formaður hafði vikið að því í ræðu sinni, að á síðasta Alþingi hafi útflutningsgjöld af saltsíld verið hækkuð. Málið hafi verið rætt í félagsstjórn og þar orð- ið ágreiningur milli sín og ann- arra stjórnarmanna. Kvaðst hann hafa fallizt á hækkunina og greitt henni atkvæði á Al- þingi á þeim forsendum, að tekj- ur af útflutningsgjaldi væru notaðar í þágu útgerðarinnar sjálfrar, m.a. til greiðslu á vá- tryggingariðgjöldum fiskiskipa. Væri þar þörf mjög aukinna tekna. En í samræmi við af- stöðu annarra stjórnarmanna hafi sjávarútvegsnefnd efri deildar Alþingis verið ritað bréf 10. apríl s.l., þar sem hækkun gjaldsins var mótmælt. f tilefni af þessu máli flutti varaformaður félagsins, Ólafur Jónsson, svohljóðandi tillögu um þetta mál og skipulagsbreyting- arnar á skrifstofu Síldarútvegs- nefndar: „Aðalfundur F.S.S., haldinn í Reykjavík mánudaginn 12. ágúst 1968, lætur í ljós undrun sína yfir og átelur jafnframt af- greiðslu Alþingis í þinglok á tveim lagafrumvörpum varð andi saltsíldarframleiðslu lands- manna. Annað frumvarpið var um breytingu á lögum um Síldarút- vegsnefnd. Allir aðilar er varðar þetta mál höfðu sent Alþingi umsögn um frumvarpið og mótmælt því harðlega. Þrátt fyrir þessi ein- dregnu mótmæli, samþykkti meirihluti Alþingis efnislega um rætt frumvarp. Verður slík afgreiðsla Alþing- is að teljast furðuleg, þar sem hún er öllum aðilum, er hlut eiga að máli, til óþurftar. Hitt lagafrumvarpið var um hækkun á útflutningsgjöldum nokkurra sjávarafurða, þar á meðal af saltsíld og var hækk- unin þar mest, SÚN, Félag síld- arsaltenda, samtök fiskimanna og fleiri aðilar, hafa mótmælt þessum hækkunum. Þrátt fyrir mótmæli þessara fjölmennu fé- lagssamtaka voru hækkanirnar samþykktar. Með tilliti til hinna erfiðu að- stæðna við framleiðslu og sölu saltsíldar, skorar fundurinn á ríkisstjórn og Alþingi að fella niður útflutningsgjöld af salt- síld.“ Að ósk formanns var þessi til- laga borih upp í tvennu lagi. Var fyrri hlutinn samþykktur einróma. — Síðari hlutinn var samþykktur með þorra atkvæða, en fram kom mótatkvæði for- manns og auð atkvæði. Loks var samþykkt einróma svohljóðandi tillaga: „Félag síldarsaltenda á S-V -landi skorar á Síldarútvegs- nefnd að sjá um, að ávallt séu Framhald á bls. 31 ^,1 ^ landbúnaðarsýningin 68 ÞAÐ BEZTA úr íslenzkum landbúnaði Á EINUM STAD 'W N landsins STÆRSTA sýnmg AÐEINS 3 DAGAR EFTIR ESTA DALAME Lesið dagskrána í dag! DAG8KRAIN SÍÐLSTII 3 DAGANA HVER DAGURINN ÖÐRLIVI BETRI! Föstudagur 16. ágúst. — 3 dagar eftir. 10.00 Sýningin opnuð. 11.00 Fræðsla við sýnisreiti gras- og nytjaplantna. 13.00 Vélaikynning. 14.00 Sýnikennsla I matreiðslu á álhorfendapöllum. 16.00 Stóðhestar sýndir í dómhringnum. 16.00 Kvikmyndasýning. 17.00 Kynbótahryssur sýndar í dómhringnum. 17.00 Sýnikennsla í matreiðslu á áíhorfenidapöllum. 18.00 Góðlh'estar sýndir í dómhringnum. 18.30 Gömlum munum lýst í þróunardeild. 20.00 Bændaglíma. 20.00 Sýnikennsla í matreiðslu á áhorfendapöllum. 20.00 Kvilkmyndasýning. 21.00 Héraðsvaka Dalamanna. 22.00 Sölu aðgöngumiða hætt. Laugardagur 17. ágúst. — 2 dagar eftir. 10.00 Sýningin opnuð. 11.00 Fræðsla við sýnisreiti gras og nytjaplantna. 13.00 Vélalkynning. 14.00 Sýnikennsla 1 matreiðslu á áhorfendapöllum. 15.30 Unglingar teyma kálfa I dómhringnum. 16.00 Gömlum munum lýst í þróunardeild. 16.00 Kvikmyndasýning. 16.00 Hæstu verðlaunagripir sauðf jár og nautgripa sýndir í dómhringnum. 17.00 Sýnikemnsla í matreiðslu ó áhorfendapöUuim. 18.00 Kynbótahryssur sýndar í dómhringnum: 20.00 Sýnikennsla í matreiðslu á áhorfendapöllum. 20.00 Kvikmyndasýning. 21.00 Héraðsvaka Eyfirðinga. 21.30 Gömlum munum lýst í þróunardeild. 22.00 Sölu aðgöngumiða hætt. Sunnudagur 18. ágúst. — Síðasti dagur. 10.00 Sýningin opnuð. 11.00 Fræðsla við sýnisreiti gras- og nytjaplantna. 13.00 Vélakynning. 13.30 Gömlum munum lýst í þróunardeild. 14.00 Unglingar teyma káltfa I dómhringnum. 14.00 Sýnikennsla i matreiðslu á áhorfendapöllum. 14.30 Kynhótahross sýnd í dómhringnum. 15.00 Góðhestar sýndir i dómihringnum. 15.45 Uúðrasveit Reykjavíkur leikur. 16.00 Allt búfé sýnt í dómhring — Grand Parade — 16.00 Kvikmyndasýninig. 17.00 Sýnikennsla i matreiðslu á álhorfendapöUum. 20.00 Sýnikenmsla í matreiðslu á áhorfendapöUum. 20.00 Kvikmyndasýning. 21.30 Gömlum munum lýst í þróunardeild. 22.30 Sýningunni lýkur. gróður ergulli betri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.