Morgunblaðið - 20.08.1968, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.08.1968, Qupperneq 21
MORGUNB'LAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1968 21 Myndlistarhúsið á Miklatúni í byggingn. - MINNING Framhald af bls. 20 væri farin. Þú brást mér ekki, alltaf jafn trygg og byrjaðir að senda litlu frænku gjafir og skrifa mér og svo komstu til okk ar öðru hvoru. Heimsókn þinni fylgdi alltaf eitthvað gott og skemmtilegt, þannig eru allar mínar minningar um þig. Tíminn leið og fundum okkar bar sam- an í Reykjavík, alltaf var ég með annan fótinn þar sem þú varst. Það var líka gott að hitta þig, alltaf góða og glaða, gef- andi holl ráð þinni ungu frænku. Þamni’g hefiur þú ávallt neynzt mér frá því fyrsta til hins síð- asta, börnin mín öll hefur þú vafið sama kærleika. Ánægjulegt var fyrir okkur hjónin og fjölskylduna alla þeg ar þú iheimisóttiir okkur hér á ísa- fjörð, vildi það hefði getað verið oftair. Margt var rifjað upp þeg- 1 ar við ókum hér um á lognkyrru kvöldunum, og Snæfjallaströnd- in, æskustöðvar þínar, blöstu við. Að lokum, elsku Dóra frænka, vil ég og fjölskylda mín öll, þakka þér alla þína tryggð og vináttu, þakka þér hlýju brosin, nærgætni þína og kærleika, sem þú áttir í svo ríkum mæli og veit ég að það fundu vinir þínir aðrir á lífsleiðinni. Ég bið þér allrar guðs blessunar, megi kær- leikans sól umvefja þig í hin- um nýja heimi. Frænda mínum, Gísla Hauki, konu hans og börn um, sendum við hjartanlegar sam úðarkveðjur. Ragnhildur Helgadóttir 4 Myndlistarhúsið að rísa á Miklatúni í SUMAR var byrjað á byggingu Myndlistarhússins á Miklaitúni og er verkið í fullum gangi. Veggir eiru að koma upp, en byggingin er 2090 fermefcrar á aðalhæð og geymslukjallari und- ir, hluta af húsinu. Arkitekt myndiis’tarhússins er Hannes Davíðssom, en byggimgarfélagið Dagfari s.f. hefur tekið að sér byggingu þess. Hefur verið sam- ið um að 'því verði ski'lað upp- steyptu og fullfrágengnu að ut- an á 18 mánuðum. í húsinu á bæði að vera al- menmur sýningarsa'lux, er kemur í stað Listamanmaskálams gamla, og einnig annar salur með föst- um Jistsýningum. Þá er þar kaffi hús, svo fólk geti sezt niður og fengið sér kaffisopa og er það á sumrin í góðum tengslum við garðinn. Er húsið vinkilbyggt og glerhliðar að garðinum. M'bl. spurðist fyrir um bygg- inguna "hjá Hannesi Davíðssyni arkitekt, sem sagði að hún gengi vél. Þegar verktakar skila hús- inu frágengnu að utan, er enn talsvert verk eftir. Hve langan tíma það tekur, sagði Hannes að færi eftir því hve mikil áherzla verður á það lögð að flýta verk- inu, en búast mætti við álíka löngum tíma í að fullgera húsið, sem að steypa það upp að utan. - DEMÖKRATAR Framhald af bls. 1 immar. Þeir segja að það hhljóti samt að vera Humphrey mjög í hag ef honum tekzt að koma íram málamiðlunartillögu innan dagskrárnefndarinnaT þar sem viðkvæimustu 'hliðar Vietnamdeil unnar verði sem minnst ræddar, því að hann muni ekkert græða á því að þær milljónir kjósenda, sem fylgjast munu með flokks- þinginu í sjónvarpi, sjá hve klof- inn flokkurinn sé um Vietnam. Humphrey hefur enn ekki lát- ið í það skíma á noktourn hátt hvernig bamn muni leysa Viet- namdeil'una, verði hann kosinn forseti, en hann hefur undanfar- ið nálgast McCarthhy nokkuð í þeim efnum. Hanm hefur gengið svo langt að segja að skoðanir hans og Robert heitinis Kenne- dys hafi verið mjög líkar. Hvað til er í þessari staðhæfingu mun fcoma gerst fram, er Edwaxd Kennedy flytur ræðu sína til bandarísku þjóðarinnar n. k. mið vifcudag, þar sem hann mun láta 1 ljósi afstöðu sína til utanríkis- mála landsins. Margir telja að Kennedy muni þá leggja til að flokfcsþingið samþykki ályktun- artillögu um Vietnam, sem likist skoðunum og stefnu þeirra Ro- berts heitins Kennedys, McCart- hys og McGovers. Ræðu Kenne- dys er beðið með mikilli eftir- væntingu og varð að flytja fund- arstaðinn í stærri húsakynni til þess að allir þeir háttsettu og mikilsvirtu menn í bandarísku þjóðlífi, er sóttust eftir að kom- ast í sjálfan ræðusalinn, fengju sæti. Allar bandarísku sjónvarps- stöðvarnar munu sjónvarpa og útvarpa ræðunni um gervöB Bandaríkin. - „PRAVDA“ Framhald af bls. 1 að verkamenn í verksmiðjum í Tékkóslóvakíu sem hlynntir séu Sovétríkjunum og stuðningsríkj- um þeirra verði fyrir aðkasti. Hafi frjálslyndu öflin svonefndu ýtt undir allskyns flokkadrætti og átök, sem séu til þess eins fallin að sundra þjóðinni og flokknum. Til dæmis hafi 99 verkamenn í bílaverksmiðju í Tékkóslóvakíu sem nýlega gagn- rýndi umbótastefnuna, verið of- sóttir af vinnufélögum og sé slík framkoma algerlega andstæð loforðum stjórnar Tékkóslóvak- íu. — Sænska stjórnin Framhald af hls. 1 Grikklandi en stjórnin hafi ekki skýrt frá þeim að tveimur undan teknum. Tilkynningar voru birtar um þessa starfsemi sama dag og til- ræðið var gert. Hafa þær allar verið undirritaðar „gríska and- spyrnan“ og sendar á ensku, grísku og frönsku frá „Upplýs- ingamiðstöðinni" fyrir Vestur- Evrópu, París. Prá Aþenu berast þær fregn- ir, að átta menn hafi verið hand teknir í dag, mánudag, grunaðir um aðild að tilræðinu við forsæt isráðherrann. Hafi þeirra á með- al verið George Antonakos mar skálkur, fyrrum yfirmaður flug- hersins, Antohny Rozakis, fyrr fyrrum yfirmaður gríska flotans fyrrum aðstoðarmaður Konstan- tíns konungs, ónafngreindur og tveir aðrir foringjar úr flughelrn odi og flotamuim. Öllum hafði ver ið vikíð úr hernum áður vegna meintrar aðildar að byltingartil- raun Konstantíns konungs í des- ember sl. Þá er sagt að þrír með- limir Miðflokkasambandsins til viðbótar hafi verið handteknir, Manelaos ZylosrLs, Constantine Koniotakis og Christos Avrami- dis. Stjórnin gríska hefur harð- lega neitað þeim staðhæfingum, að pólitískum föngum hafi verið misþyrmt í Grikklandi að undan förnu. Segir í opinberri tilkynn ingu hennar, að enginn þeirra manna, sem handteknir voru vegna tilræðisins við Papadopol os hafi sætt illri meðferð. Þá er haft eftir talsmanni grísku stjórnarinnar, að Andreas Pap- andreou, sonur George Papan- dreous beri hluta af ábyrgðinni á tilræðinu og sömuleiðis segir dagblað eitt í Aþenu að sænska stjórnin sé meðsek, m.a. hafi til- ræðismaðurinn játað, að hafa not ið fjárstyrks frá Andreasi Pap- andreou sem nú njóti verndar sænska ríkisins. Sænska stjórnin hafi leyft honium að nota sænskt landsvæði tB glæpsamlegra að- gerða gegn Grikklandi og veitt honum stöðu sem prófessor. Þar með hafi sænska stjórnin fallizt á að Svþjóð verði dregin inn í endann á. Segir í blaðinu, að Svíum væri betra að láta nú af fjandskap sínum við Grikkland, enda sæmi það ekki sósíalistísku lýðræðisríki sem Svíþjóð að styðja fasista og kommúnista- hreyfingar eins og þá, sem And- reas Papandreou starfi fyrir. Gríska stjórnin hefur ennfrem ur gert að umtalsefni áskorun Papanderous til ferðamanna að fara ekki til Grikklands. Segir stjórnin þessa áskorun Papan- dreous sýna enn sem áður, að hann hafi glatað öllum tilfinning um til Grikklands. Staðhæfir stjórnin, að þrátt fyrir áskorun hans hafi 19.233 ferðamenn heim- sótt Grikkland síðustu fjóra daga, en 18.059 á sama tíma í fyrra. Papandreou hefur upplýsit í Stokkhólmi að gríska neðanjarð- arhreyfingin, sem hann starfi fyrir hafi staðið að baki tilræð- inu við Papadopoulos og spreng ingunum í Grikklandi en aðgerð- irnar séu skipulagðar í Grikk- landi sjálfu. í frétt frá Izmir er frá því skýrt, að gríski efnahagssérfræð- ingurinn, Constantine Mitzotak- is, fyrrum áætlunarmálaráðherra hafi flúið land, til Tyrk- lands og beðizt hælis sem póli- tískur flóttamaður unz hann geti haldið áfram ferð sinni tB Aust- urríkis. Mitzotakis flúði á skemmtisnekkju ásamt vini sín- um. HAFSTEINN BALDVINSSON HÆSTARÉTTARIÖGMAÐUR AUSTURSTRÆTI 18 III. h. - Síml 2173S Tannlækningastofa Nálægt Miðborginni er til leigu tannl'ækningastofa í fyrsta flokks ástandi, búin fullkomnum tækjum. Upplýsingar gefur BERGUR BJANASON, HDL., Óðinsgötu 4 — Sími 20750 kl. 10—12 og 13—15. Sjúkraþjálfarl eða nuddkona óskast nú þegar til starfa að Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi, Hafnarfirði. FuBt starf eða hálft starf er um að ræða eftir samkomulagi. Sólvangi, 19. ágúst 1968. Forstjórinn. KAUPMENN - KAUPFÉLÖC STÍFELSI f TÚPUM Höfum fengið sænska stífelisið STÁRKE 50 og 150 gramma túpur í fal'legum pakkningum og á góðu verði. Heildsölubirgðir S. Óskatsson. &. (Zo.ý Heildverzlun, Garðastræti 8, sími 21840. TORUTSALA kvenskóm hafin nfslóttur SKÓ6ÚÐ AUSTURBÆJAR LAUGAVEGI 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.