Morgunblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPT. 1968 Edmund S. Muskie — varaforsetaefni demókrata í Bandaríkjunum EDMUND S. Muskie, öldunga deildarmaður frá Maine, sem Humphrey útnefndi varafor- setaefni Demókrataflokksins, flutti ræðu eftir að tilkynnt var um valið. Hann bað þá menn að temja sér sjálfsaga, sem eru óþolinmóðir og álíta framfarir í málefnum þjóðar- innar ganga seint. Hann skor- aði einnig á hina ungu og ó- þreyjufullu að sýna þolin- mæði. Þegar Muskie flutti ræðu sína í fundarsal demókrata var enn mikil ókyrrð í Chic- ago vegna skrílsláta. Fjallaði ræða hans að mestu um frelsi og ábyrgðina sem því fylgdi. Frjálsræði, sagði hann, hefur stuðlað að stórkostlegri fram- þróum þjóðar vorrar. En jafn- framt hefur þessi framþróun, af kaldhæðni örlaganna, varp- að enm sterkara ljósi á þjóð- félagslegan veikleika okkar. Veikleika, sem leift hafa til, að margir meðbræður okkar hafa orðið undir í lífsbarátt- unni. Þetta endurspeglast í þeirri staðreynd, að margir búa við hungur og skort, svipt ir rétti sínum, þrátt fyrir góð- æri og jafnxétti á ytra borð- inu. Muskie sagði, að þetta rang læti væri ungum Bandaríkja- mönnum ljóst og það hefði átt sinn stóra þátt í mótmæla- aðgerðum þeirra upp á síð- kostið. Slíkur eldmóður ætti þeim mönnum að vera hjart- fólginn er trúa á frelsið, sem mesta aflvaka tjáninga í mannlegu lífi. Hann hvatti þjóðina til þolinmæði gagn- vart hinum u,.gu og að reyna að virkja hugsjónaeld þeirra til viðtækari þátttöku í lýð- ræðislegu þjóðskipulagi. Muskie er fæddur og uppal- inn í fylkinu Maine á austur- strönd Bandaríkjanna og er nú 54 ára að aldri. Muskie er af pólsku foreldri og var faðir hans, Stephan Marciszewski, klæðskeri að iðn. Hann gerðist ungur að ár- um innflytjamdi til Bandaríkj- anna og lét síðar breyta nafni sínu að hætti þarlendra. Muskie gekk menntaveginn, hlaut heiðursverðlaun í menntaskóla og lauk lögfræði prófi frá Cornell-háskóla í New York-fylgi. Hann gegndi herþjónustu í sjóhernum á styrjaldarárunum. en að því loknu var hann kjörinn þing- maður á fylkisþing Maine. Sat hann á fylkisþinginu í þrjú kjörtímabil. Árið 1948 kvæntist hann fædri Grey og stofmuðu þau heimili í bænum Waterville, þar í fylkinu. Þau hjónin eiga fjögur börn á aldrinum 7—19 ára. Árið 1954 bauð Muskie sig fram til fylkisstjórakjörs í Maine. Það þótti bera til ný- lundu að hann sigraði í þeim kosningum. Maine var ásamt hinum smáu fylkjum á Nýja Englandi talið eitthvert sterk asta vígi repúblikana, enda höfðu fylkisstjórar úr þein, flokki farið þar með völd í 2U ár. Þá vakti það og athygli að Muskie var fyrsti fylkisstjór- inn í Bandaríkjunum, sem var af pólskum uppruma. Muskie var endurkjörinn fylkisstjóri árið 1956, en lét þó ekki staðar numið á sinni pólitísku framabraut. Tveim- ur árum síðar bauð hann sig fram til öldungadeildarinnar og sigraði einnig í þeim kosn- ingum. Á þessum árum þótti það koma glöggt í ljós að hann var gæddur miklum Skipulagshæfileikum og bar- áttuanda. Um þingsetu hans hafði Mike Mansfield, leiðtogi demó krata á þingi, þetta að segja: — Muskie er maður sem forð- ast að vekja á sér athygli, vinnur kappsamlega og hefur hlotið einróma og verðskuld- að lof meðþingmanna sinna. Hann er maður ráðvandur og snjall. Embættismaður nokkur hafði þetta um þingmemnsku Muskies að segja: — Ef um er að ræða róttækt frumvarp í innanlandsmálum, og maður þarf á ráðleggingum að halda hvernig því skal komið í gegn, er Muskie sannarlega bezti maður sem völ er á. Johnson forseti hefuT oft notað þessa hæfileika Muskies til að vera í forsvari fyrir umdeildum stjórnarfrumvörp- um. Hefur ræðusnilld hans þar komið að góðum notum. Muskie hefur átt sæti í ýms um mikilvægum þimgnefnd- um. Ekki hefur hann þó kom- izt í þá nefnd, er hugur hans mun mest hafa staðið til, ut- anrfkismálamefnd. í fyrra var hann kjörinn formaður nefnd- ar þeirrar innan þingflokks demókrata, sem umsjón hefur með kosningabaráttunni til deildarinnar. Muskie hélt blaðamanna- fund tveimur klukkustundum eftir að kunnugt varð um út- nefningu hans. Hann kvaðst ekkert hafa vitað um áform Humphreys, þótt þeir hefðu oft hitzt síðustu klukkustund- imar. Humphrey hafði áður sagt, að hann hefðí komizt að niðurstöðu um klukkan 1, þremur og hálfri stundu áður en hann skýrði frá henni. — Ef hann hefur verið bú- inn að ákveða sig klukkan 1, sagði Muskie, — þá hefur hann leyn-t mig því mjög vel. Þegar Muskie var spurður, hvort Humphrey hefði beðið hann um að vera viðbúinn að styðja opinberlega allar á- kvarðanir væntanlegrar stjóm ar HumphTeys, sagði hann að aldrei hefði verið minnzt á slíkt. Aðspurður sagði Musk- ie, að það væri ekki óhugs- andi að bann og Humphrey gætu haft mismunandi skoð- anir á stefnu Bandaríkjanna í Víetnam. - TÉKKÓSLÖVAKÍA Framhald af bls. 1 merkja uppræta, eins og áður segir. I annarri grein í Pravda er mjög kvartað yfir því að tékkó- slóvakiskir flugvélar og nú þvæl ast 6000 starfsmenn aðgerðar- lausir á vinnustöðum sínum. Blaðið segir að þrátt fyrir þetta séu Tékkóslóvakar flestir vin- samlegir erlendu hermönnunum og margir færi þeim mat og þakki fyrir hjálpina. Johnson Bandaríkjaforseti sagði í ræðu sem hann hélt í Texas í gær að orðrómur væri uppi um að önnur sovézk innrás í kommúnistaríki væri yfirvof- andi og sagði: „Látum engan sleppa stríðshundunum lausum og enginn þarf að efast um af- stöðu bandarísku þjóðarinnar til þeirra er slíkt gera“. Johnson kvað ekki nánar á um hvað hann ætti við með þessu, en ljóst var að hann átti við Rúmeníu, sem hugsanlegt árásarmark. Reyndir stjórnmálafréttaritarar líta á þessa ræðu forsetans sem beina aðvörun til Rússa og beiðni til sovézku leiðtogana um að grípa ekki til aðgerða gegn öðr- um kommúnistalöndum. Segja fréttaritarar að varla sé hægt að Aukið starf S.Í.S.E. AÐALFUNDUR sambands ís- lenzkra stúdenta erlendis, SÍSE, var haldinn dagana 18. og 19. ágúst að Hótel Sögu. Fundinn sátu um 20 fulltrúar frá 8 lönd- um auk áheymarfulltrúa Stú- dentaráðs Háskóla íslands o. fl. Kjörin var ný stjórn og er hún þannig skipuð: Guðfinna Ragn- arsdóttir, form., Þórður Vigfús- son, varaform., Þorvaldur Ólafs- son, ritari, Geir Gunnlaugsson og Ágúst H. Bjarnason meðstjóm- andi. Fuindairmenn voru á einu máli um, að lokatakimiark í samstarfi við SHÍ væri atofnuin heiildar- samtatoa íslenzkna háskóliastú- denta. Ekki þykir þó tímiabært, að stofna slík sarntök að sinmi, þó halda beri því samistarfi SHÍ — SÍSE áfram, sem þegar er fyrir hendi, efla það og aufoa. Var því samþykkt að SÍSE fengi aðild að Stúdentaráði Háskóia íslands og skipaði SÍSE 4 fulltrúa í ráðið og eimmig fulltrúa í nefndir þess. Þá vaæ ákveðið að saroeiina blöð beggja samtakanna, og aúka þamnig útgáfuistarfsemdina. Fumdurimn áilyktaði, að loka- takmarto íslenzkna háskólastú- denta, væri að hið opinbera veiibti fjárhagsaðstoð, er næmi 100% umjf ra.mfj árþarfa. Leiðin að þessu takmarki yrðd þó að markast af Hannes Jónsson á Núpstað látinn HANNES póstur Jónsson á Núps stað lézt sl. fimmtudag á 89. ald- ursári. Hannes fæddist á Núps- stað 13. janúar 1880 og bjó þar alla ævi. Núpsstaðir eru í Hörg- landshreppi í Vestur-Skaftafells- sýslu. Foreldrar Hannesar voru Jón Jónsson bóndi og póstur á Núpsstað og kona hans Margrét Eyjólfsdóttir. Hannes var um ára tugaskeið póstur á vatnamesta svæði landsins á milli Prest- bakka á Síðu og Hóla í Horna- firði. Hannes var þrautreyndur vatnamaður og traustur. raunihæfum og skynsamileguim knöfum á hverjiuim tíma, og einnig ættd aukin fjárhaigsaðstoð að krefjast aukins námsáramiguns og styttri námstíma. Þá bendir fund- urinn á, að vel menntað vinmiu- afl er þjóðfélagslegur gróði, og þvi beri að stefna að því, að seim flestir l'júki nárni. Námskynnimgar SÍSE otg SHÍ hafa gefið góða raun, þó ekki séu þær fullnægjandi. Háir bæði f jár- skortur og mannfæð. F agnar SÍSE, að gert er ráð fyrir á fjár- lögium, launum tiil leiðbeimianida um námsval. ítrekaöi SÍSE þá kröfu, að gerð verði könniun, hver væri þörf þjóðfélaigsins fyrir menntað vininuafl. Slík könnun gæti komið í veg fyrir, að nárns- memn flykiktuist um of í einsbakar igreinar sér og þjóðfélaiginu til óhagsbóta. Ráðstefniur SÍSE — SHÍ um jarðfræði, stærðfræði, eðMsfræðii og j'arðeðlisfræði, svo og varkfræði tókust mjög vel og var saimþykkt að halda 2 — 3 ráðstefniur á suimri komamdi. Þá var og samiþykkt að haMa „fag- fundi" í vetur, þar sesn nárns- menn í skyldum greinum ræða áhugamál sín í fámennum hóp. Þá samþykktá fundurinn að helga næsta stúdenitaþing menmtamál- uim. Vitað er, að SÍSE telur ekki alila stúdenta erlendis innan vé- bamda sinina og vantar þar nokk- uð á. Var því samþykkt, að stoera upp herör tiil söfnunar virtor'a þátttakenda, og etda SÍSE þamnág að mun. Þá verður unnið að því að koma á fót deiMuim stúdenta enlemdis, þar sem rædd veröa áluuga- og baráttumál SÍSE. SÍSE refour saimeiiginlega skrif- stofiu með Stúdenitaráðd Hástoóla íslands. Sameigirilegiur fram- kvæmdarstjóri er Bjöng Svein- björnsdóttir. Skrifstofan_ veitir allar upplýsingar um SÍSE og einnig almennar upplýsimgar um nám enlandis. Skrifstofan er í Háskóila íslands o.g er opiin frá kl. 2 — 4 alla virika daga. Sími er 15959. (Fréttatilfo.) Góð aðsókn hjá Jóni Jónssyni MÁLVERKASÝNING Jóns Jóns- sonar í Bogasal Þjóðminjasafns- ins hefur nú staðið í viku. Að- sókn hefur verið mjög góð og hafa selzt 31 mynd af 34, sem enu á sýningunni. Sýningunni lýtour í kvöld kl. 22. ^ ^ Drukknaði SIGURÐUR Oddsson skipsitjóri frá Vestmannaeyjum, sem týndi&t í Abendeen farunst dnukfenaður í höfninni fyrir nokknum dögium. Sigurður hei'tánm læbur eftir sig konu og 3 umg börn. Sýningu Stein- gríms lýkur SÝNINGU Steingríms Sigurðsson ar lýkur í kvöld kl. 23,30. Um 800 manns hafa séð sýninguna, og nokkrar myndir hafa selzt. Sýningin er í Casa Nova, Mennta skólans í Reykjavík. Skodi velti jeppa Akiureyri 31. ágúst. HARÐUR árekistur varð kl. 12,40 í dag á rmótium Glerángöbu og Straradgötu. Jeppi kom sunman Glerárgötu, sem er aöal/braut, en í samia mund kom lítill Skoda- bíll austiur Strandigötu ag sfoall á jeppanuim og velti honum. 14 ára piitur, sem var á gaingi á göt- unnd, vaæð fyritr jeppanuim, þegar hann valt ag var fiubtur edrtithvað slasaður í sjúkrahús, en meiðsli hans voru eklki fúLitoönnuð, þegar sðasit fréttist. f Skodabíinium voru 3 farþagar aúk ökumanns og voru þair ennig fliuttir í sjútorahús til nanmsákiniar. Ötoumennina sakiaði ektoi, né heldur fariþega, sem var í jeppaniuim. Bílarnir skemimdust mdikið. Ökumaður Skodabíisins mun hafa verið ákunmiutgiur um- ferðimni íbænum. — Sv.P. túlka orð forsetans sem hótun um hernaðarlegar mótaðgerðir af hálfu Bandaríkjamanna. Rúmendar hræddir. Fregnir frá Búkarest í morgun hermdu að rúmenskir leiðtogar reyndu nú að finna pólitíska málamiðlunarleið í deilum komm únistaríkjanna til að koma í veg fyrir innrás í Rúmeníu. Segir að leiðtogarnir hafi vaxandi áhygg- ur af hinum stórfelldu herflutn- ingum Rússa nálægt landamær- um Rúmeníu. Áreiðanlegir heim ildir í Búkarest herma að Ceaus- escu forseti Rúmeníu hafi boðið Rússum endurnýjun 10 ára vin- áttusamnings og formlega yfir- lýsingu um að Rfimenía verði áfram í Varsjárbandalaginu, gegn tryggingu fyrir að ekki verði ráð izt inn í Rúmeníu. Auk þess er sagt að Rúmenar bjóðist til þess að taka þátt í æfingum banda- lagsins, sem þeir ekki hafa gert í 4 ár, en æfingar verða ekki haldnar í Rúmeníu fyrst um sinn. Þá eiga þeir að hafa boðizt til að auka viðskipti við kommún- istaríkin og hækka hlut sinn í aðstoð kommúnistaríkjanna við vanþróuð lönd. Sagt er að tilboð þetta hafi verið lagt fram fyrr í þessari viku, eftir að Ceausescu hafi rætt við sovézka sendiherrann í Búka rest. Telja menn að sendiherrann hafi sett Rúmeníustjórn úrslita- kosti um að hún leyfði herjum Varsjárbandalagsríkjanna æfing ar í landinu. Rúmenska stjórnin1 hefur á engan hátt svarað ásökunum Rússa, A-Þjóðverja og Pólverja um að hún hafi stutt gagnbylting aröfl í Tékkóslóvakíu. Blöð í Rúmeníu halda þó enn áfram að skýra frá öllum atburðum í Tékkóslóvakíu og á föstudag birtu þau í heild ræðu Smrkov- sky forseta . Tékkóslóvakíska þjóðþingsins. Yfirvöld í Búkarest hafa ekkert viljað láta í ljós álit sitt á ræðu Johnsons forseta og ekki var frá henni skýrt í blöð- um, en margir heyrðu hana í vestrænum útvarpssendingum. Haft var eftir opinberum em- bættismanni í Búkarest í gær: „Bandaríkjamenn muni ekki fara í stríð til að verja okkur, en Rússar hljóta að hlusta á hvað forsetinn segir“. Telja stjórn- málafréttaritarar að leiðtogar Rúmeníu óttist nú mjög sovézk innrás í landið. Ritskoðun Blöð komu í fyrsta stoipti út í TétokósQóvakíu eftir að ritstooðuin var komið á aftrur og var hvergi birt gagnrýni á Varsjárbamda- lagslöntdin, en sagt er að hvengi hafi þó verið auðir blettir sem bentu til rátskoðunar. Öil lýstu biöðin yfir eintdregnium srtjuiðningi við Dubcek og stjónn hatns. Áneið- ainlegar heiimildir í Prag hemmdu í dag að vikublöðim Literanii Liisty, Reporter og Student, sem undanfarið hafa átt miklum vin- sældum að fagna í lamdimu, hafi hætt útgáfu. Blöðin hafa ÖU átoatft stutt frjálsiyndisisitefnu Dubcetos. Literarni Listy var mól- igagn rithöfundasambands Téktoó- slókvaikíu og kom út í 100 þús. eimtökuim á viku. Repoirter var miálgagn Tékkóslóvakísku blaða- mannasamitakanmia og naiuit mikils áiits sem áreiðamlegt heimildar- blað. Tékkóslóvakískur fréttamaður sem flúði land í gær sagði að það væri etoki rétt að Cerniík .forsæt- isráðherria hefði hvat't blaðamenm og riithöfunda og aðra miennta- menm til að flýja land. Sagði fréttam'aðuirimm að Cermik hefði hvaitit þá til að vera áfram, en hefði sagt að ef þeir óttmðust um öryggi sitt væri ekkert amnað fyr ir þá að gera en flýja land. Rithöfundar rotaðir og fluttir brott. Bandaríkjadeild PEN, alþjóða- sambands rithöfunda, skýrði frá því í gærkvöldi, að hún hefði frétt að sovézkir leyniþjómustu- menm í Tékkóslóvakíu væru að hefja aðgerðir gegn rithöfundum og blaðamöönnum í Tékkóslóvak íu. Sagt var, að ekki færri en 11 rithöfundar hefðu þegar verið handteknir af sovézkum mörnn- um, dulbúnum sem sjúkraliðum. Sam'kvæmt símskeyti, sem PEN- deildinni barst, voru Ladislav Mnactoo og prófessor Adolf Hoff- meister, forseti PEN- deildar Tékkóslóvakíu, meðal þessara 11 marana. Þeir hefðu verið slegnir í rot og fluttir brott af sovézk- um lögreglumöraraum í búmingi sjúkraliða. Aðrir rithöfundar, sem sagt er að handteknir hafi verið, eru Bohumil Krabal, Karel Kosk, Alexander Kliment, Vaclav Have, Milan Uhle, Jiri Kolar, Vladimir Blazek og tveir menn úr riitstjórn tímaritsins Literarny Listy, Lud- vik Vaculik og A. J. Leihm. Auk þess segir norska frétta- stofan NTB að meðal þeixra sem handtetonix hafa verið séu Ed- uard Goldstuectoer, formaður Rit- höfundasambamds Tékkóslóvakíu varavaraformaðurinn Jan Proc- haztoa og Peter Karvas, sem á sæti í stjóm sambandsins. Pen sendi í dag áskorun til Nikolais Podgornys forseta Sovét ríkjamna þar sem hann er beðinm um að grípa í tumama. Einnig er lýst yfir miklum óhug vjfcgna fregna um handtökur tékkóslóv- ískra rithöfumda. Talsmaður PEN í London segir að allar PEN deildir í heiminum 79 talsins verði hvaittar til þess að semda skeyti til Moskvu í sama tilgamgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.