Morgunblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐEÐ, SUNNUÐAGUR 1. SEPT. 1968 Útgefandi Hf Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. FYéttastjón Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald kr 120.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu. Kr. 7.00 eintakið. VIÐRÆÐUR STJÓRN- MÁLAFL OKKANNA TVTæstk. þriðjudag hefjast ' viðræður fulltrúa stjórn- málaflokkanna um efnahags- ástandið í landinu og nauð- synleg úrræði í þeim efn- um. í samræmi við fyrri yf- irlýsingar forsætisráðherra hefur ríkisstjórnin og stuðn- ingsflokkar hennar óskað eft- ir þessum viðræðum og stjórnarandstaðan samþykkt það fyrir sitt leyti. Sérfræð- ingar ríkisstjórnarinnar hafa undanfarnar vikur unnið að því að kanna ástandið og má gera ráð fyrir, að einhverjar niðurstöður liggi fyrir, þeg- ar fulltrúar stjórnmálaflokk- anna hefja viðræður sínar. Þess hefur nokkuð gætt undanfarna daga, að fólk hefur búizt við skjótum að- gerðum alveg á næstunni. Öllum ætti þó að vera ljóst, að málin eru ekki komin á það stig enn. Forsætisráð- herra lýsti því yfir í sjón- varpi fyrir nokkru, að stjórn- arflokkarnir mundu leita samráðs og samstarfs við —i st j ór nar andstöðuf lokkana um lausn vandamálanna. Á grundvelli þeirrar yfirlýsing- ar er óhætt að fullyrða, að töluverðar viðræður munu eiga sér stað milli þessara aðila áður en tillögur verða lagðar fram um nauðsynleg- ar aðgerðir. Það hefur jafnan reynzt erfitt að koma á jafnvægi í efnahagsmálum íslendinga. Það er rökrétt afleiðing af því, að afkoma landsmanna hefur byggzt í svo ríkum mæli á atvinnugrein, sem er mjög sveiflukennd. Sjávar- utvegurinn hefur staðið und- ir þeirri lífskjarabyltingu, sem orðið hefur í landinu á stuttum tíma en hann hefur líka valdið þeim lægðum, sem komið hafa á milli. Að þessu sinni eru það þó fyrst og fremst aðstæður á heims- mörkuðum, sem valda erfið- leikum okkar en þá ber að hafa í huga, að verðlag á hrá- efnum, sem eru mikill hluti útflutningsafurða okkar er mun óstöðugra á heimsmark- aðnum en verðlag á fullunn- %um iðnaðarvörum. Það er eðlilegt og skiljan- legt, að landsmenn þreytist á stöðugum efnahagsaðgerð- um. Þó má ekki gleyma því, að þrátt fyrir jafnvægisleysið í efnahagsmálum hefur geysilega mikið áunnizt í uppbyggingu atvinnuvega landsins á undanförnum ára- tugum og lífskjör íslendinga eru fyllilega sambærileg við það sem gerist með þeim þjóðum, sem við beztan hag búa. Við hljótum þó að draga þann lærdóm af síendur- teknum lægðum í efnahags- og atvinnulífi okkar, að við þurfum að breikka svo grund völl atvinnulífsins að slíkra lægða gæti ekki jafn mikið og nú. Fyrir rúmlega tveim- ur árum átti ríkisstjórnin í harðri baráttu við stjórnar- andstöðuna til þess að koma fram áformum sínum um iðn væðingu landsins. Þeirri stefnu verður að halda áfram og veita einnig verksmiðju- iðnaðinum í landinu tækifæri til stóraukins vaxtar með því að tryggja honum aðgang að stærri mörkuðum. En þá skulum við líka vona, að þegar efnahags- og atvinnu- líf okkar kemst upp úr þeirri lægð, sem það er nú í, gleym ist ekki þeir erfiðleikar, sem við höfum átt við að etja að undanförnu og að meiri sam- staða náist í framtíðinni um iðnvæðingu landsins en hing að til. GJÖREYÐING IBOA? llingað til lands komu full- trúar frá Biafra til þess að ræða við íslenzka aðila um frekari aðstoð íslendinga við Biafra og önnur mál. Mál- flutningur þessara manna vakti athygli fyrir hógværð en jafnframt kom skýrlega í Ijós ótti þeirra við, að í þess- ari hörmulegu styrjöld væri stefnt að því að eyða ætt- flokki Iboanna, sem byggja Biafra. Ættflokkadeilur í Af- ríku eru tvímælalaust meðal alvarlegustu vandamála þeirrar heimsálfu og því miður bendir margt til þess, að ótti Iboanna við gjöreyð- ingaráform annarra ættbálka í Nígeríu sé ekki ástæðulaus. íslendingar hafa á undan- förnum árum átt mikil og góð viðskipti við það fólk, sem stofnaði ríkið Biafra. örlög þess hafa valdið verulegum áföllum í atvinnu- lífi okkar. En einmitt vegna þeirra sameiginlegu hags- muna, sem tengja okkur við þessa fjarlægu og óþekktu þjóð er ástæða fyrir okkur til þess að leggja það af mörk um sem við getum. Það er að vísu ekki mikið en fyrir fólk, sem sveltur skiptir öll aðstoð máli, hversu lítil sem hún er. lnnrasarmenn fylkja skriðdrekum i gotu i I’rag. Ungverjar skammast sín fyrir stjdrn sína Eftir Lajos Lederer Belgrad, Júgóslavíu 26. ág úst. Ótti manna, hér í landi fer vaxandi um hvaða örlög Tékk óslóvakíu verði búin undir sovézku hernámi. Jafnframt búa Júgóslavar og nágrannar þeirra Rúmenar sig undir híð versta, jafnvel að þurfa að verjast innrás Rússa. Þá ber- ast nú tíðindi frá innrásar- ríkjum Varsjárbandalagsins, um megna óánægju meðal verkalýðs og bænða. Einkum verða menn glögg lega óánægjunnar varir í ná grantniaríkinu Ungverjalandi. Þar hefur ólgan tekið á sig nýjia og alvarfliagTÍ miynd. Þeir örfáu ferðalangar, sem kom- izt hafa ú't úr landinu, upp á síðkastið, segja að loft sé þar allt lævi blandið. Ferðamenn irnir segja að verkamenn á helztu iðnaðarsvæðum lands- ins, í Gyor og Miskolcz, og námumennimir í kolanámum Salgotarjan og Pecs, svo og í úraníumnámum Transdanubia hafi sl. sunnudag efnt til mót mælafunda og lýst yfir sam- úð sinni með tékikóslóvefnslk- uim venkamönmum. Vinmiustöðv un hefði orðið í landbúnaðin um og hún hafi enn aukið á þá erfiðleika, sem þegar voru fyrir hendi vegna seinkunar á uppgberiuist'örfium Oig lélegir- ar uppsbenu á samynkjuibúum ríkisins. Fná sjálfni höfiuiðbonginiai Búdapest símaði tíðindamað- ur Observer: — Ekki hefur orðið vart neinna mótmæla- funda. En samúð fólksins er augljóslega með Télkósilóv- akíu. Borgararnir eru í tauga æsing og þora ekki að láta skoðun sína í ljós opinber- lega, bæði vegna ótta um eig- in hag og Tékkóslóvaka. Þá herma fregnir, sem bor- izt hafa til Júgóslavíu, að ung verskir menntamenn séu þó manna mest niðurbrotnir og fullir vonleysis. Áður hafi þeir aðeins verið byrjaðir að smeygja sér úr hinni and- legu spennutreyju, sem þeir vonu hnepptnr í efitiir mis- heppnaða byltingartilraun ár ið 1956. Júgóslavneskur rit- höfundur, nýkominn heim úr opinberri heimsókn til Búda- pest sagði: — Ef ég væri Rússi eða Janos Kadan (leið- togi ungverska kommúnista) mundi ég bera mikin kvíðboga fyrir ástandinu í Ungverja- landi. Þrátt fyrir setu sóvézkra hermanna í Ungverjalandi, þeir enu ajlils uim 80 þúsiuinid, hófust umræður um land allt, um siðferðislegt réttmæti þess að Ungverjar tækju þátt í undirokun vinaþjóðar. Fyrstu viðbrögð manna í Kommún- iistafilioWknum vonu að hiumdr- uðir mennta- og werka- manna úr forystusveitinni sögðu af sér störfum. Néituðu að hverfa heim. Sú mikla spenna, sem nú ríkir í Ungverjalandi, kom fram hér í Júgóslavíu þegar þúsumdir ungvenskira fjöl- skyldna, flestar úr verkalýðs stétt, neituðu að hverfa aft- ur heim úr siumarleyfimu. Því miðuir enu filestir fjöilskyldu- feðranna að verða uppi- skroppa með fé, enda komið að lokum leyfis þeirra. Júg- óslavneska stjórnin hefur þó ekki ennþá boðið þeim sömu hjálp og tugum þúsunda tékkó sliavneskna ferðaimanina var veitt, en þeir urðu hér inn- lyksa eftir innrásina. Tékkóslóvensku ferðamenn irnir voru hvattir til að snúa heim aftur um Ungverja- land, en var ekki leyft að halda yfir landamærin frá Júgóslavíu. Þeim fer fjölgandi því bæði Búlgaría og Ung- verjaland hafa vísað þangað Tékkóslóvökum, sem þar voru staddir yfir til Júgóslavíu. Þeir Ungverjar, sem ég náði tali af voru mjög bitrir og vonsviknir. Hvernig gat nokkur ungverskur hermaður sögðu þeir, látið Rússa hafa sig að þvílíkum ginuingarfífl um við að brjóta niður mann réttindi og þjóðfrelsi? Og það eftir allt sem á gekk í Ung- verjalandi árið 1956. Þeir fyr irlíta ákaflega Kadar og Rússa sem þeir segja að hafi svik- Frh. á bls. 21. RITHÖFUNDA- SJÓÐUR TVFú hafa borizt fregnir um ’ það frá Tékkóslóvakíu, að forsætisráðherra landsins hafi hvatt þá menntamenn sem teldu sig ekki óhulta til þess að yfirgefa land sitt með an tími sé til. Kommúnist- arnir, sem innrásina frömdu hafi í hyggju að flytja þá brott svo þúsundum skipti. Pravda hefur krafizt „út- rýmingar“ 40.000 manna. Þetta eru óhugnanlegar fregnir en í fullu samræmi við þau vinnubrögð sem kommúnistar tíðka. Þeir reyna alltaf fyrst að þagga niður í menntamönnum og rithöfundum. Jökull Jakobsson, rithöf- undur, hefur haft frum- kvæði um að stofna sjóð til styrktar tékkóslóvakískum rithöfundum. Mbl. vill vekja athygli á þessari sjóðsstofn- un og hvetja til þess, að fólk taki þátt í að efla sjóðinn. Það er greinilegt að hans verður þörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.