Morgunblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 3
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPT. 19fi8 Jón Auduns, dómprófastur: ,HAF MIC AFSAKABAH Ég hefi í huga sögu af mönnum, sem boðnir voru til brúðkaups en afsökuðu sig hver af öðrum. Þessari sögu ætlar meistari dæmisagn anna sama erinidi við þig og við kyn- slóðina fyrir 19 öldum. Þú segir: Sýnir ekki mergð menn- ingar- og líknarstofnana, að menn hafa ekki afsakað sig, heldur gengið í brauð- kaupssalinn? Raunar. En flestir þeirra sem þekkt- ust í orði það boð, hafa numið staðar í fordyrinu og aldrei í veizlusalinn sjálf an gengið. Þegar bezt lét reyndu menn að lifa einföldustu siðakröfur Krists, fram hjá ströngustu kröfúnum hafa nær allir gengið. f öllu okkar viðkvæmn ishjali um kristindóm er heilsusamlegt að horfast öðru hvoru í augu við þann sannleik. Albert Schweitzer sagði, að enn vær- um við aðeins að stíga byrjunarspor í áttina að kristindómi Jesú frá Nasaret. Þeirra siðaboða, sem áttu að hefja mannkynið hæst, hafa löngum beðið dapurleg örlög. Fyrir þrem þúsundum ára flutti Móse þjóð sinni boðorðim tíu. Eins og skín- andi leiðarljós komu þau inn í heim ofbeldis og ruddaskapar. Þau halda velli enn sem hornsteinar siðaðs þjóð- félags. En þau örlög biðu þeirra hjá Drottins útvalda lýð, að þau urðu að marklitlum bókstað, sem menn fundu ótal leiðir, til að faxa í kring um. Andi Móse dó, en þjóð hans geymdi töflurn- ar og glataði sálinni. Þúsund árum síðar kom fram ungur maður í Nasaret. Hann lét hreinsandi vorvindinn blása á alla þessa útvortis guðrækni, hræsnina og bókstafimn. Hann kenndi að hugarfarið skipti- öllu máli, en ekki bókstafshlýðni við gamlar reglur. Tvær árþúsundir eru liðnar og Fjall- ræðunnar hafa beðið svipuð örlög og boðorða Móse hjá Gyðingum. Flestir friða samvizkuna með því að telja sér og örum trú um,að Fjallræðan sé ófram kvæmanleg, ofvaxin jarðneskum mömn um, og því sé hún í rauninni mark- leysa sem regla í daglegu lífi. „Haf mig afsakaðan". Enginn ætti að finna sárar broddinn í þessum arðum en við sem þjónustu gegnum í kirkju Krists. Við klæðumst skrúða sem er merktur krossi hans. Við gömgum að altari hans og lesum öðrum, þegar svo bér undir, Fjallræðuna. En þegar við ljúkum lestrinum og lokum bókinni ráð um við ekki við rödd í eigin barm sem hvíslar: „Hafðu mig afsakaðan". Orka þau raunverulega á okkur sem dómur þessi orð? Lítum við ekki á kröfur Krists sem eitthvað ákaflega há leitt, fallegt en óframkvæmanllegt og þessvegna ósköp marklítið? Kirkjunni er falin ráðsmennska yfir dýrasta arfimum, en fænri og færri sinna henni. Hvarvetna horfa menn hennar _ vegna uggamdi fram á veginn. Við Islendingar höfum enga ástæðu til bjartsýni. Menn þykjast minna og minna þurfa til kirkjunnar að sækja annað en „prestsverkin". Og færri og færri vilja ganga í þjónustu hennar. Sjötta hvert prestakall bíður eftir sókn arpresti, og hvað er framundan um prestsfæð? Af nærf. 350 stúdentum vor ið 1967 kusu 7 að nema guðfræði. Það var ánægjulegt, langt var síðan svo stór hópur hafði bætzt guðfræðideildinnL En upp úr miðjum vetri voru 5 þessara 7 horfnir burt frá námi í guðfræði. Það er leiðinlegt að rifja upp svo ömiurlegar staðireynídir upp, en það þýð ir ekki annað en að horfast í augu við þær og- leggja mannalætin mdður. Þeir sem trúa á kirkjuna sem blessunarfind fyrir mannlífið sjá hér alvörumáí, sem bezt er að gera sér ljóst. j \ Þetta er ekki aðeins okkar saga ís- lendinga. Nágrannaþjóðum er að verða örðugt að fá háskólamenntaða menm til t prestsþjónustu, og þar er verið að fela mönmum, sem enga háskólamenntim hafa en hafa sótt einhver málamynda- námskeið í guðfræði, störf sóknarprests. Lærdómurinn einn gerir engan mann að góðum presti, og þá auðvitað sízt lífsfjarlægur lærdómur, en naumast verð ur það til þess að auka veg og virð- ingu kirkjunnar, að lækka kröfur um lærdóm prestaimna. En hvað neyðast menn til að gera, ef svo fer sem nú horfir um guðfræðilega menntaða menm og hug þeirra til að sinna prestsstarfi í kirkjunni? , f j „Haf mig afsakaðan" — eru þessi orð ekki brýning til þeirra sem kirkjunni unna og þeim dýra arfi sem henni er trúað fyrir, en láta hana afskiptalausa? i Heimsókn á Fáskrúðsfjörð: Búskapur varð að báti Rabbað v/ð Einar Sigurðsson, bátasmið Seglbáturinn. Ljósm. 'Mbl. Hanma Kristjónsdóttir. —ÉG HEF fengizt við smiðar, síðan ég var stnákur. Pabbi minn var smiður, smíðaði bæði í tré og járn, og þetta síaðist svona inn í barnssálina. Ég hef alltaf Einar Sigurðsson haft mikið yndi atf hvers konar smíðum og vélum, ég hef lagt í Iþetta hvern eyri, sem mér hef- ur áskotnazt, stundum 'hef ég lát ið þarfir heimilisins sitja á hak- anum, þótt skömm sé frá að segja. Ég hetf hitt að máli rúmlega sjötugan ungling, Einar Sigurðs- son, bátasmið á Fáskrúðstfirði. Hann er fæddur þar og uppal- inn og segist lítið hatfa sótt það- an í burtu. — Þó var ég einn vetur í Reykjavík, þegar ég var um tví- tugt. Þá vann ég í Völundi. Þar réði húsum Sveinn eldri. Það var mikill og góður skóli ungum mönnum að komast til starfa hjiá Sveini, reglusemin og snyrti- mennskan var þar til fyrirmynd ar. En ég hef aldrei lært smíð- ar, ég hef ekkert próf upp á neitt. Allt hefur þetta þó geng- ið bærilega og verkefnin oftast verið næg. — Hvenær stofnaðir þú fyrir- tæki þitt Trésmíðaverksmiðju Austurlands? — Eiginlega stofnaði ég hana 1922, =n það er ekki fyrr en fjórum árum seinna, eða 1926, að ég fæ fullkomnar vélar — að minnsta kosti á Iþeirra tíma Vísu, svo að ég miða yfirleitt við það ártal. Eg rak fyrirtæk- ið þar til að ég seldi það í hend- ur sonar míns og nokkurra ann- arra fyrir rösku lári. — H'vernig var ástandið á þess um fyrstu árum trésmiðaverk- smiðjunnar, fenguð þið nóg að gera? — Það voru mestu hallæristím ar, 'því er ekki að neita, segir Einar. — En oftast fengum við einbver verkefni og stundum meira en við gátum ráðið við með góðu móti. í fyrstu smíðuð- um við eingöngu litla báta, en þeir smástækkuðu eftir þvi sem árin liðu. Ekki veit ég upp á hár, hversu marga báta við höfum smáðað sennilega milli 70—80 opnar trillur og fjölda þilfars- báta frá fimm til fjörutíu tonn að stærð Einar þagnar við og strýkur hendinni um siltfurgrátt hárið. Svo slær hann hnefanum þétt- ingsfast í borðið og brosir. — Ég skal segja þér eitt. Ég var sjö ára, þegar fyrsti mótor- báturinn kom til Fáskrúðsfjarð- ar. Það hefur verið 1903 eða 1904. skömmu áður hafði annar slík- ur komið til ísafjarðar. En þetta var sá fyrsti, sem til Austfjarða kom. Báturinn var danskur og verzlunin Einar Sigurðsson. Örum og Wultf keypti hann hingað. Ég gæti trúað að hann 'hatfi verið um sjö tonn. Og hét Jenný. Okkur þótti koma hans stórkostlegur viðburður. Allir sem vettlingi gátu valdið fóru niður á bryggjuna að taka é móti bátnum og við krakkarnir fengum okkur aldrei fullsödd að Ihorfa á þetta mikla undur, Mað ur lifandi! Það var ævintýri. Mér þykir ekkert til koma að sjá mörg hundruð tonna skip núna, móts við það ævintýri að sjá þennan fyrsta mótorbát. Bát urinn varð óþrjótandi upp- spretta bollalegginga og vanga- veltna og það vöknuðu áreiðan- lega ýmsir fjarstæðukenndir draumar með mörgum að sjá þetta galdraverk. Ekki veit ég, hvað varð um Jenný síðar meir. Ég frétti af henni í Hatfnarfirði löngu seinna. Nú hlýtur hún að vera orðin ónýt fyrir löngu. — En ég ætlaði að segja þér meira frá verkstæðinu okkar. Það var árið 1934, að ég fer út i að semja við samvinnufélögin hér, á Eskifirði og é Seiyðisfirði að smíða þrjá báta, hver um sig var 19 tonn að stærð. Aðallega var þetta gert til að greiða ögn úr atvinnuleysinu, sem var ríkj- andi hér eins og víða annans staðar. Þetta skapaði örugga og góða vinnu í nokkra mánuði. Við byrjuðum á smiðinni 29. sept- emiber 1934 og áttum að skila bétunum fyrir áramót. Það dróst Framhald á bls. 22 Ítalíuferðir Róm - Sorrento - London brottf. 30. ágúst (2 sæti). Grikkland - London brottf. 13. sept. (nokkur sæti). Ferðin, sem fólk treystir Ferðin, sem fólk nýtur Ferðin, sem tryggir yður mest fyrir peningana er Spcmarferðir Verð frá kr. 10.900.- með söluskatti Lloret de Mar — skemmtilegasti baðstaður Spánar 4 dagar London 30. ágúst (6 sæti), 6. scpt., 13. sept. (fullt). TORREMOLINOS, brottf. 20. sept. (4 sæti). Benidorm, brottf. 20 sept. (6 sæti). Síðustu sœtin í sumarferðirnar ÚTSÝNARFERÐ FERDASKRIFSTOFA H ÚTSÝN Austurstræti 17 Sími 20100/23510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.