Morgunblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNTSTUDAGUR 1. SEPT. 1W8 17 Afarkostir Enn er erfitt að átta sig til Wlíitar á ölliu því, sem gterzt beí- ur í Tékkóslóvakíu að undan- förnu. Menn hafa t.d. engar á- reiðanlegar fregnir af því hverri meðferð leiðtogar Tékka urðu að sæta fyrst sem fangar her- námsliðsins og síðan meðan á fundahöldunum í Moskvu stóð. Eins og allt var í pottinn búið, þótti flestum með ól’ikindum að Dubcek hefði verið fluttur til Moskvu í því skyni að taka þar Iþátt í samningum við Sovét- menn. Einmitt vegna þess að fregnir hötfðu borizt um, að hann hefði verið myrtur, og við búið var, að bæði hann og aðrir hefðu orðið að sæta beinum pyndiniguim, létti öliuim góð- viljuðum mönnum, þegar for- ustumennirnir fengu að snúa heim til Tékkóslóvakíu heilir á húifi a.m.k. á ytra borði. Gleðin yfir bví, að leiðtogar skyldu þó halda Mfi og fá aftur að koma til föðurlands síns, án þess að vera í beinu haldi innrásarherj- anna hafði ósjálfhátt þau áhriif, að ýmsir töldu hag Tékka standa betur en í raun og veru virðist hafa á sannast. Miðað við hið Frá vígslu Norræna hússins, gestir í bókasafnl. r L. REYKJAVÍKURBRÉF .Laugardagur 31. ágúst, allra versta getur jafnvel hið illa í billl vilrzit bæriiíliegit. Þegar betur eir skoðað, fæir þó etóká diullizt að Tékkar hafa orðið að sæta afarkostum. Ekki verður annað séð en forustumenn þeirra hafi í Moskvu orðið að fallast á öll meginatriði þess, sem þeir á sín- um tíma hlutu aðdláun þjóðar sinnar og allra frjálshuga manna fyrir að neita með öllu. Tékkar verða að sætta sig við ritskoðun sem var einmitt höfuðatriði þess er um var diilt. Auk þess skilst mönnum, að land þeirra verði svo að segja umlukið hersveit- um innrásarmanna, jafnvel þótt meginhluti herstyrksins verði fluttur úr Tékkóslóvakíu sjálfri. Ef það er rétt, að Sovétmenn ætli að halda miklu liði á landa mærum V.-Þýztóalands og e.t.v. Austurríkis, þá er það orðaleik- ur einn að segja að hernáminu sé lokið. Bftir það, sem á undan er gsngið, getur engum bland- ast hugur um, að ef Tékkar í eidhverju verulegu gera öðru- vísi en Sovétmönnum líkar, þá verður valdi beitt við þá á ný. Enda eru ákvæðin um brott- flutning hernámsliðsins í heims blöðunum skilin svo, að tíma- setning hans og mannmergð fari eftir mati Sovétstjórnarinnar. Valdbeitingin aðjdíitriðið Af þessum atburðum má draga marga lærdóma. Enginn er samt ljósari en sá, að Soivétmenn telja að frjálsræði sé ósamrýmanlegt kommúnisma. Þess vegna verði þeir sem eitt sinn hafi gengið kommúnistum á hönd að una þvi að valdi sé við þá beitt. Tékk- um einum er ekki ætlað að öðl- ast þennan skilning, heldurvilja Sovétmenn sannfæra alla sína þegna og raunar aðra um, að svona sé þessu varið. Að sjálf- aögðu þykir Sovétmönnum mik ið til um völd sín yfir Tékkó- slóvakíu og þeir hafa ekki vilj- að slaka á þeim. En þrátt fyrir allt, er það land þó einungis lít ill hluti af öllu þeirra veldi. Það ©r fordæmi freflsisiinis í þessu tiltölulega litla landi, sem þeir mieð engu móti geta þolað því að þess hefði þá áður en langt um leið gætt í öllum þeirra lönd um. Frá þessu sjónarmiði verð- ur hernám Tékkóslóvakíu ofur akiljanlegt. Flestir voru raunar farnir að búast við einhverju betra. Þeas vegna urðu þeir fyr ir vonbrigðum, En það er sann- arlega mikill barnaskapur eftir reynsluna við skiptingu Pól- lands 1939, árásina á Finnland nokkrum vikum síðar, undirok- un Eystrasaltslandanna 1940, valdatöku kommúnista í Austur Evrópulöndum í styrjaldarlok, valdaránið í Tékkóslóvakíu 1948 blóðbaðið í Austur Berlín 1953 og kúgun Ungverja 1956 að menn láti eins og atburðirnir nú hafi tóomið með öllu óvænt og tala um þá sem ótrúlega og með öllu ófyrirsjáanlega. Falsleysi Það bar við fyrir nokkrum ár um, að maður einn lenti í harðri deilu við ættingja sína. Hann taldi sig þá þurfa á ötulum lög- manni að halda, sjálfum sér til ráðuneytis og sóknar gegn frændliði sínu. Sagði hann kunn ingja sínum frá, að hann hefði ráðið Þorvald Þórarinsson til Iþess starfa. Kunninginn spurði: „Af hverju valdirðu Þorvald?" „Jú“, sagði maðuniinin, ,/mannstiu ekki eftir myndinni, sem var birt forðum af því, þegar hann var að bera út ekkjuna. Það er einmitt maður með slíku hugar- fari sem ég þanf nú á að halda.“ Þessi saga rifjast upp, þegar sumir sru um þessar mundir að Ihneykslast á framfcomu Þor- valds Þórarinssonar og yfirlýs- ingu hans um stuðning við mál- stað Sovétmanna. Hvað, sem um Þorvald verður annars sagt, þá lætur hann sér fátt fyrir brjósti brenna og kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hann er sannfærður kommúnisti og skilur, að kommúnismi og frelsi fara ekki saman. Hann metur kommúnismann meira en frelsið og hefur kjark til að hegða sér samkvæmt því. Hann er etótói með samskonar barnaskap eins og einn af greinahöf.undum Þjóð- viljans sem fyrir nokkrum vik- um sagði eitthvað á þá leið, að framkvæmd valdhafanna í Aust ur Evrópu á kommúnisma hefði (hingað til verið slí'k, svo and- snúin frelsishugsunum íslend- inga, að kommúnistar hér hefðu lítt getað tekið sér til fyrir- myndar. Þá fyrirmynd vonaði þessi greinarfhöfundur, að þeir gætu nú sótt til Téklcóslóvakíu. Þorvaldur Þórarinsson vissi ætíð betur og heifur sýnt kjark til að lýaa fyrirlitningu sinni á vinguls hætti sumra samflokksmanna sinna. Sannleikurinn er og sá, að eif þeir meta frelsiS svo mikils, eiinis og þessi greLnarhöfunidiur Þjóðviljans lætur, þá ættu þeir að haifa kjark til að hverifa alveg frá kommúnismanum og játa yfirsjónir sínar. SMkt sýndi manndóm og væri ólíkt virðing arverðara en tvístíg þeirra að undanförnu. Þá má ekki gleyma yfirlýsingu ungkommiúnista á dögunum, þegar þeir gerðu sam þykkt þess efnis, að ef úr inn- rás í Tékkóslóvákíu yrði, þá mundu þeir „að mestu“ hætta fyr.ra samsta.ri£i við æskulýðsfé- lög Sovét-Rússlands. Hetjuhátt urinn var ekki meiri en svo, að hálda átti opnum dyrum til að skríða aftur inn til fyrri hús- bænda, jafnskjótt og mesta gremja almennings væri hjá lið- in og gleymskan farin að dylja ódæðiaverkið. Bezta tryggmgin Harðsoðnir kommúnistar á borð við Þorvald Þórarinsson rökstyðja hernám Tékkóslóvak- íu og þá einkum hersetu á landa mænunium .gegnt V.-Þýafcalaindi með því, að þar ráði fasistar eða nasistar. og þess vegna megi búast við árás þaðan gegn hin- uim frúðsömu þjóðum A.-Evrópiu, Nú vita það allir, sem vilja vita, að því fer fjarri, að nasistar ráði í V.-Þýzkalandi. Talið um óeðlilegan vöxt nýnasistaflokfcs þar er einnig að mestu leyti út í hött. Nýnasistar hafa ekki hlot ilð rneira fylgi í V.-Þýzfcalianidi en búast má við að öfgaflokkar hljóti hvarvetna á óróatímum. f öllum löndum er til nokkur hóp- uir póLitíSkna óvi'ta eða brjálæð- inga, „the lunatic fringe“ eins og Englendingar fcomast að orði. Þegar litið er til þess, að í Vest ur Þýzkalandi búa margar millj- ónir manna, sem hafa orðið að flýja heimili sín og ættstöðvar vegina ásælini kommúmiista er sízt ástæða til að unidinast yfir að öfgaflokkar hljóti öðru hvoru eitthvað fylgi. Það væri og mjög tvísýnt, að til bóta væri eða drægi úr raunverulegum vaxtar möguleikum slíkra öfgamanna, þótt flokkur þeirra vœri bann aður að lögum, alveg eins og margir telja það mjög misráðið, að formlegur kommúnistaflofck- Ur er bannaður í V.-Þýztoalandi. Nokkuð af því fólki, sem ella mundi ganga í toommúnistaflokk inn, reynist tilleiðanlegt til þátt töku í annarri tegund öfga- flotóka. Frá fynri tið miuma menn einnig, að ætíð var tölu verður hópur, sem hljóp á milli nasista og kommúnista, enda hiugairfanið að fliestu hið sama, þótt pólitíski liturinn á ytra borði væri annar. í sinni frá- bæru ræðu á útifundinum á dög unum vitnaði Jóhann Hjálmans- son skáld réttilega til orða Tóm- asar Guðmunds'sonar um böðuls höndina sem ýmist er brún eða rauð. En hvað sem öllu þessu líður, þá er víst að aðild Vestur Þjóðverja að Atlantshafsbanda laginu og innlimun herja þeirra í heri bandalagsins er fullkomn asta trygging fyrir, að allt tal um árásarmöguleika þeirra gegn Austur Evrópu er með öllu til- hæfuiLaust. Einmig aif þeim orsök um er tilvist Atlantáhafsbanda- llagsins bezta tryggingin fyrir viðhaldi friðar í þessum heims- hluta. Efsundrung hefði ríkt Fróðlegt er að íhuga, hvílíkt ástand hefði ríkt í Vestur-Ev- rópu og raunar um heim allan síðustu vikur, ef varnir Atlants bafstoandailaigsinis hefðu efcfci ver- ið til staðar. Lítill vafi er á því, að þá mundi almennur ótti hafa gripið um sig, hver þjóðin aif annairri hefði orðið heLtekim hræðslu um, að hún mundi verða næsta fórnarlambið. Almenn her útboð og gagnkvæmar hótanir hefðu átt sér stað. Ástandið er sð vísu nógu illt eins og það er, og allir finna sárt til með ör- lögum Tékka. En fátt er lær- dómsríkara við þessa lærdóms- rífcu atburði en, að engin þjóð í Vestur Evrópu taldi ástæðu til sérstakra varúðarráðstafana Þvert á móti vildu þær allar sýna, að ögranir við Sovétmenn vænu þeLm fjiaircrl sfcaipi. ALlir lögðu sig fram um áð gefa enga átyllu til þess, að Tékkóslóvak- ía fengi harðari meðferð vegna þess, að hægt væri að nefna dæmi um hættu, er steðjaði úr vesturvegi. Þetta gerðu menn og gátu gert, af því að þeir vissu sig örugga bak við þann skjöld, sem Atlantáhafsbandalag ið veitir þeim. Á örlagaríkustu dögunum dvaldi yfirforingi At- lantshafsflotans á íslandi í opin berri heimsókn að viðræðum við stjörnvöld og laxveiðum eins og ekkert hefði í skorizt. Sovét- menn sýndu virðingu sína fyrir valdinu með því að tilkynna Bandaríkjamönnum áður eða jafn snemma og innrásin hófst, að þeir þyrftu ekkert að óttast. Valdihafarnir í Kreml sönnuðu með þessu, að það er valdið, sem þeir virða. Valdið er bezta og að lokum einasta trygging frels isunnandi þjóða fyrir þVí, að þær þuirfi ekfci að uma ofibeldi. Ólíku saman að jafna Hverja skoðun, sem menn ella hafa á afskiptum Bandarifcja- manna af málefnum Víetnam í- búa þá verða allir að játa, að Iþau hafa orðið þeim bæði til mikillar innbyrðis sundrungar og álitsihnekkis erlendis. Sum- ir reyna og nú að afsaka íhlut- un Sovétmanna í málefni Tékkó slóvakíu með afskiptum Banda- ríkjanna af málefnum Suður Ví etnam. En fátt sýnir betur mun- in á hugsunarhætti frjálsra manna og kommúnista, en éin- mitt aðfarir þessara tveggja stór velda, annarsvegar í Víetnam og hinsvegar í Tékkóslóvakíu. Eng uim fær dulizit, að Banidaríikja- menn hefðu strax í upphafi get að „leyst“ — ef menn vilja tala uim sLífct sem „Lauisn“-Víetmiam- vandamálið, með því að hertaka fyrirvaralaust allt Víetnam jafnt suður og norðurhluta landsins. Þá hefði umsvifalaust verið hægt að brjóta mótspyrnuna á bak aftur og hindra hina stöðugu liðs- flutninga frá Norður-Víetnam til Suður-Víetnam. Allt landið hefði verið hernumið og blæja venju og þar af leið- andi gleymsku hefði verið breidd yfir atburðina á skammri sbundiu eLns og reynslian frá Austur-Evrópu sannar um at- ferli kommúnista þar. Þetta gerðu Bandaríkjamenn ekki. Þeir tóku einungis að sér að því er flestir telja á harla óhönduglegan hátt að verja Suður Víetnam og hafa haldið uppi takmörkuðum árás- um á Norðrur Víetnam í því skyni að hindra liðsflutninga þaðan. Hitt hlýtur svo einnig að vekja menn til frekari umhugs- unar um þessi vandamál, að stjórnin í Norður-Víetnam skuli vera ein af þeim örfiáu, sem hafa lýst beinum stuðningi og lagt blessun sína yfir innrásina í Tékkóslóvakíu. Sú yfirlýsing bendir óneitainlega tid þess, að það sé ekki ást á frelsi og virð- ing fyrir rétti annarra, sem ráði aðgerðum þeirrar stjórnar. Illa horfir með síldveiðarnar Svo illa horfir nú með síld- veiðarnar að sumir efast um að þeim verði Lengi haldið áfnam. Efitir á segja vafalaiust ein- stafca menn, að glapræði hafi verið að halda flotanum jafn lengi úti og gert hefur verið. Á orðum slíkra eftiráspekinga er lítt mark takandi. Þvert á móti er það bezta sönnunin fyrir hald leysi þeirra ásakana gegn rík- isstjórninni, að hún hafi ekkert gert til að örva atvinnu í land- inu, að fullvíst er, að ef atbeini ríkisstjórnarinnar hefði ekfci komið til, þá mundi ekkert hafa orðið úr síLdveiði‘tilTiauniuiniuim í sumar. En af því hefði áreiðan lega leitt verulegt atvinnuleysi viða og margháttuð önnur vand ræði. Þetta eru óhagganleg sann indi, jafnvel þótt svo fari að heildartap verði á þessum veið um. Ef menn gefa upp viðleitni til að bjarga sér, þá er von- laust að lifa í landi okkar. Þess vegna verður, þrátt fyrir það þó að illa horfi, að halda áfram veiðunum og veita nauðsynlega fyr.i'rgr'eiðsLu í því skyni. Viðræður stjórn- málaflokka Hinar Síversnandi horfur i efnalhagsmálum þjóðarinnar hljóta að leiða til margháttaðra vandræða og skapa ný viðhorf í Landsmá Luinium. Þesis vegnia eir það af brýnni þjóðarþörf að for isætisráðherra hefur nú óskað viðræðna allra stjórnmálaflokka um efnahagsmálin. Auðvitað er fyrirfram ógerlegt að segja til um það, hvort þær leiði til ár- anguirs eða etófci, en virðLnigair vent er að aliir flokfcar sfcuLi hafa samþykkt að a.m.k. hefja slik . ar viðræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.