Morgunblaðið - 04.09.1968, Side 2

Morgunblaðið - 04.09.1968, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPT. 1968 T ékkóslóvakía: Brottflutningi herliðs haldið áfram — sovézk blöð ráðast á Jiri Hajek — Svoboda hefur veitt Ota Sik lausn frá ráðherraembætti Gott veiðiveður á síldarmiðunum — Síldin komin suður fyrir 74 gráður Prag, Moskva, Belgrad, Búka- rest, Vín, 3. sept. — AP—NTB BROTTFLUTNINGI herliðs Var sjárbandalagsríkjanna frá borg- um og ýmsum mikiivægum stöð um í Tékkóslóvakíu er haldið áfram, en skriðdrekar eru þó enn við margar byggingar í Prag, m.a. við útvarpsstöðina. Verulega hefur dregið úr lík- um til að Sovétríkin hafi í hyggju að ráðast inn í Rúmeníu, eftir yfirlýsingu Sovétstjórnar- innar um málið. Vestrænir sendi ráðsstarfsmenn í Búkarest segja, að andrúmsloft í borginni sé þar nú ailt með léttari blæ en áður. Sovézka blaðið Izvestija réðst í dag á Jiri Hajek, utanríkis- ráðherra Tékkóslóvakíu og sak- ar hann um að hafa átt sam- vinnu við nazista á stríðsárun- um. Izvestija segir ennfremur, að Hajek hafi gert samsæri í samvinnu með Ota Sik, aðstoð- arforsætisráðherra, og eru báð- ir kallaðir hægri sinnaðir endur skoðunarsinnOtr. Forseti Tékkóslóvakíu, Ludvik Svoboda, veitti í dag dr. Ota Sik lausn frá embætti aðstoðarfor- sætisráðherra, að því er júgó- slavneska fréttastofan Tanjug hermdi í kvöld. Fréttastofan sagði, að opinber tilkynning hefði verið gefin út í Prag um þetta í dag. Tékkneska sendiráðið í Bel- grad kvaðst ekki vita, hvar dr. Ota Sik væri niðurkominn, en hann fór áleiðis frá Júgóslavíu til Austurríkis. Ota Sik hefur verið helzti sérfræðingur stjórn ar Dubceks í efnahagsmálum og orðið fyrir hvað mestri gagn- rýni af hendi sovézkra stjómar valda. Sendinefnd Tékkóslóvaka hjá Sameinuðu þjóðunum bar þær fréttir til baka í dag, að Hajek hefði áform á prjónunum um að mynda „útlagastjórn.“ Þessi frétt hafði verið í ýmsum v- þýzkum útvarpsstöðvum. Jiri Hajek er enn ekki kominn til Prag og óvíst um framtíðarfyrir- ætlanir hans. Talið er fullvíst, að Sovétstjórnin hafi krafizt þess, að hann verði sviptur embætti. Miðstjórn tékkneska kommún- istaflokksins hefur gefið forsæt- isnefnd flokksins fyrirmæli um að gera það sem í hennar valdi stendur til að tryggja, að her- lið Varsjárbandalagsríkjanna verði flutt á brott úr landinu, eins fljótt og hægt er. Þá hefur Porsætisnefndinni einnig verið falið að undirbúa 14. flokkáþing ið, sem átti að hefjast 9. sept- ember. Nú er talið, að það kunni að dragast allmjög. Flokksmálgagnið Rude Pravo kom út í fullri stærð í dag í fyrsta skipti síðan innrásin var gerð í landið. NTB-fréttastofan segir, að blaðið hafi borið þess merki að það sé ritskoðað. Þar er birt ákvörðun, sem miðstjórn flokks- ins hefur tekið um að fallast á Moskvusamkomulagið. Þá seg ir, að ríkisstjórnin hvetji til að forystumenn á hverjum stað beiti sér fyrir því, að líf í land- inu komist sem fyrst í eðlilegt horf. Rude Pravo segir, að kvik myndahús í Prag hafi byrjað sýn ingar að nýju, en nokkrar breyt ingar verði trúlega gerðar á vetr ardagskrá leikhúsanna. Ambassador Sovétríkjanna í París, Zorin, sagði í gær, að Sov étrikin myndu hafa herlið í Tékkóslóvakíu, meðan landinu væri ógnað af gagnbyltingaröfl- um, sem vaðið hefðu þar uppi svo og utanaðkomandi aðilum, sem væru fjandsamlegir sósía- lismanum. Bandaríska stórblaðið The New York Times skrifar í for- ystugrein í dag, að Bandaríkin beri nokkra ábyrgð á hernaðar- íhlutun Sovétmanna í Tékkósló vakíu. Frá því að Dubcek hafi komizt til valda í janúar, hafi stjórnin í Washington sýnt stefnubreytingunni í Tékkósló- vakiu svo mikið skeytingarleysi, að það hafi í Moskvu verið túlk- að á þann hátt, að leiðtogunum í Kreml væri frjálst að gera það sem þeir kærðu sig um til að koma Tékkóslóvakíu á kné. Blaðið segir, að Bandaríkjamönn um sé hollt að gera sér ljósa ábyrgð þjóðarinnar á því, sem gerzt hefur. Þá segir The New York Tim- es einnig, að austur-þýzkar her- sveitir, sem tóku þátt í innrás- inni í Tékkóslóvakíu, hafi verið fluttar á burt í kyrrþey. Orsök- in muni vera sú, að Sovétríkin hafi óttazt að þátttaka Austur- Þjóðverja kynni að verða túlk- uð sem brot á Po-tsdam samning- unum um endurhervæðingu Þýzkalands. Sovézka blaðið Sovietskaya Rossia, sem er málgagn mið- stjórnar kommúnistaflokksins hélt þvi fram í dag, að andbylt- ingarúrhrök væru enn að verki í Tékkóslóvakíu og blaðið hvatti alla góða kommúnista til að vera á verði og sýna fyllstu árvekni. Pólska blaðið Zicie fagnaði því hástötfum í dag, að Frantis- ek Kriegel og Cestmir Cisar hafi Framhald á bls. 23 VÍKINGUR, félag ungra Sjálf- stæðismanna á Sauðárkróki, gekkst fyrir aimennum fundi til stuðnings frelsisbaráttu Tékka og Slóvaka í Biéröst á Sauðárkróki miðvikudaginn 21. ágúst. Fundurinn hófst kl. 21 og setti hann formaður félagsins Knútur Aadnegard. Fundarstjóri var Erlingur Pétursson og fund arritari Kári Jónsson frá Haga nesi. Á fundinum fluttu fram- söguerindi Björn Daníelsson FREMUR óhagstætt veður var á síIdarmiðunum í fyrrakvöld og fram eftir nóttu, ein í gærmorg- un var komið gott veður. Síldin heldur enn í suðiur og fannst syðst á 73° og 40 mín. n. breidd- ar. Aðeins 1 skip tilkyninti um afla sl. sólarhring: Ásberg RE, 50 lest ir. Að sögn vaktmanns við Síldar- leitina á Dalatanga hefst veiði Stokkhólmi, 3. september. NTB. SÉRFftÆÐINGAR í Stokkhólmi halda því fram að breytingin yf- ir í hægri umferð bafi ekki geng ið jafn vel og talið var í fyrstu, og að ennþá aki margir Svíar á vinstri vegarhelmingi. Fyrst eft- ir breytinguna voru menn mjög skólastjóri, Jón Ormar Ormsson og Steiingrímur Blöndial. Á eftir framsöguerindum voru frjálsar umræður. Fundurinn var fjöl- sóttur og fundarmenn einhuga um eftirfarandi ályktun: „Almennur fundur á vegum Víkings, félags ungra Sjálfstæð ismanna á Saúðárkróki, lýsir hryggð sinni og andúð á ofbeld- isaðgerðum Sovétríkjanna gegn Tékkóslóvakíu. Fundurinn vek- ur athygli á því, að árásin er ekki aðeins brot á sáttmála Sam einuðu þjóðanna, heldur frek- leg íhlutun um innanríkismá; sjálfstæðrar þjóðar. Fundurinn lýsir yfir samúð og stuðningi sínum við frelsisbaráttu þjóða Tékkóslóvakíu.“ dag hvem um kl. 21,30 og stend- ur veiðihrotan venjulegast þar til um kl. 02. í gærkvöldi var gott veiðiveður, auðvestan 2 vindstig og súld. Ekkert hafði heyrzt um tíuleytið í gærkvöldi hvernig veiði gengi. Síldin er mjög stutt uppi og lítill tími til að kasta, en talið er að töluvert magin sé á miðun- um. Er síldin kemur vestur, ætti hún að breyta um stefmu við 72. varkárir, en áður en langt um leið hækkaði slysatalan aftur og um páska og hvítasunnuhelgi voru slysin sízt færri en áður svo ríkisstjórnin neyddist til að setja nýjar reglur um hámarks- hraða á nokkrum stöðum. September og október voru stæmir mánuðir, en svo fór ástandið heldur skánandi. Rann- sókn sem fram fór í marz í ár, leiddi þó í ljós, að enn voru þeir margir, sem óiku á vinstri vegar- helmingi öðru hverju. Önnur rannsókn í maí sýndi að þetta var heldur að lagast. Sæns'ka umferðarráðið telur þó ástæðu til bjartsýni og bend- ir á að á þessu fyrsta ári hægri umferðar hafi dauðas'lysin á sænskum vegum verið 300 færri en árið áður. Sandflutninga- bifreið valt Stór og mikil gandflutningabif- reið valt á Krýsuvíkurvegi, skammt frá bænum Lambhaga í gærkvöldi. Vegkanturinn lét und an þunga bifreiðarinnar, sem skemmdist talsvert, en ötoumaður slapp ómeiddur. lingir Framsóknarmenn ganga í Ungir Sjálistæðismenn mót- mæla oibeldisaðgerðunum í Tékkóslóvakíu graðuna. Umferðarbreytingin gengur stirt í Svíþjóð — þó hefur dauðaslysum fœkkað mikið lið með kommúnistum — Heimta ísland varnarlaust á sama tíma og kommúnistar ráðast inn í Tékkóslóvakíu Jarðskjálfti í Tyrklandi UNGIR Framsóknarmenn hafa nú lýst því yfir í kjölfar ofbeldisverknaðar kommún- ista í Tékkóslóvakíu, að þeir vilji ísland varnarlaust. Þessi yfirlýsing ungra Framsóknar manna um eindregna sam- stöðu með kommúnistum í öryggismálum þjóðarinnar kemur fram í ályktun þings Sambands ungra Framsókn- armanna um utanríkismál. í ályktun þessari segir: „12. þing SUF telur að segja beri upp varnarsamningnum við Bandaríkin hið fyrsta og skuli varnarliðið yfirgefa landið á sem skemmstum tíma.“ Þessi yfirlýsing er algjörlega ótví- ræð og fer ekkert á mflli mála, hver stefna ungra Fram sóknarmanna er í öryggismál um þjóðarinnar. Það er og mjög athyglisvert að þing það, sem samþykkti þessa yfirlýsingu hófst tveimur eða þremur dögum eftir, að inn- rás kommúnistaríkjanna hófst í Tékkóslóvakíu. Það er því með öllu útílokað, að vrngir Fram- sóknarmenn hafi verið búnir að gleyma því glæpaverki. Með því að taka þá afstö'ðu, að ísland skuli vera vamarlaust á slíkum óvissuttmum sem nú, beint í kjölfar innrásarinnar í Tékkóslóvakíu, hafa ungir Fram sóknarmenn skipið sér á bekk með kommúnistum um afstöðu til öryggismála þjóðarinnar. Þeir vilja ísland varnarlaust á sama tíma og herir kommúnista streyma inn í Tékkóslóvakíu og kúga þjóðina til hlýðni. Þeir vilja ísland varnarlaust á sama tíma og aðrar vestrænar þjóðir gera ráðstafanir til þess að efla og treysta vamir sínar vegna þess hættu- og óvissuástands, sem skapast hefur í kjölfar inn- rásarinnar í Tékkóslóvakíu. Það er sérstök ástæða til, að almenningur á íslandi leggi þessa staðreynd sér vel á minni: ungir Framsóknarmenn hafa gengið í lið með útsendurum Moskvu- valdsins á íslandi til þess að gera ísland vamarlaust á mikl- um hættutímum. Þá vekur einnig athygli af- staða sú sem þing ungra Fram- sóknarmanna tók til aðildar Is- lands að Atlantshafsbandalaginu. I ályktun þeirra segir: „Sem stendur er ekki ástæða til úr- sagnar okkar úr NATO . . .“ Þessi samþykkt er einnig gerð skömmu eftir innrásina í Tékkó- slóvakíu og sýnir að jafnvel þeir atburðir hafa ekki opnað augu ungra Framsóknarmanna fyrir nauðsyn þess að lýðræðisríkin í V-Evrópu efli varnarsamstarf sitt innan Atlantshafsbandalags- ins, sem þó er augljóst svar við árásarstefnu kommúnista í Tékkó slóvakíu. í FRÉTT ATILKYNNIN GU, sem Mbl. hefur borizt er skýrt frá því að Tómas Guð- mundsson, forseti hins ís- lenzka PEN-félags hafi sent Podgorny, forseta Sovétríkj- anna skeyti, þar sem mót- mælt er handtöku tékkneskra og slóvakískra rithöfunda. í Istanbul, 3. sepf. AP. Allsnarpur jarðskjálfti varð á Svartahafsströnd Tyrklands í morgun. Vitað er að ekki færri en 16 manns létu lífið og um 200 mieidduist, en óttazt er að ekki séu öll kurl komin til grafar. Upptök jarðskjálftans voru í borginni Bartin, um 320 km í norðaustur frá Istanbul. Mörg hús hrundu og voru tyrkneskar hersveitir kvaddar á vettvang til hjálparstarfs. fréttatilkyningunni segir: , Forseti alþjóðasambands PEN, Arthur Miller.og ritari þess David Carver hafa fyrir hönd sambandsins sent Podgorny for- seta Sovétríkj anna mótmæli vegna frétta um handtökur tékk neskra og slóvakískra rithöfunda og lýst óhugnaði yfiir þessum at- burðum. Skorar alþjóðasamband staðar'tíma (8,20 að íslenzkum tíma) og famnst hann á mjög stóru svæði, allt frá Sdvas, um 900 !km suðaustur af Istanbul, til Edirne ,um 240 km vetur af Ist- anbul. Á síðastia ári, þegar Páll páfi var í hinni sögufrægu heimtsókn sinni í Tyrklandi, varð þar mikill jarðskjálfti og fórust um 100 manns í Adapazari. Jarðskjálft- inn núna varð eklki langt frá þeim stað. ið á forseta Sovétríkjanna að beita valdi sínu til þess, að hinir fangelsuðu rithöfundar verði taf arlaust látnir lausir. Fyrir hönd hins ísleðzka PEN- félags hefir forseti þess, Tómas Guðmundsson, í skeyti til Pod- gomys eindregið tekið undir á- skonm £ilþjóðasambandsins. Hið sama mun hin mörgu PEN-félög víðsvegar um heim hafa gjört.“ Jarðskjálftin var kl. 10,20 að PEN-félagiö mðtmælir handtök- um rithöfunda í Tékkóslóvakíu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.