Morgunblaðið - 04.09.1968, Side 10

Morgunblaðið - 04.09.1968, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPT. 1968 Jónas Pétursson, alþm.: Skylduþjónusta XV. JUU 1J7UO. ÉG HEFI séð nú síðustu daga í Velvakanda nokkrar umræður um skylduþjónustu eða þegn- skyldu. Ennfremur grein í Morg uwblaðinu um sama efni og í er indi um daginn og veginn í gser kvöldi var vikið að málinu. Raddirnar hafa ýmist verið með eða móti. Gætir noktouð sjálfs- meðaunkunar hjá andmælendum og gegnir það ekki furðu, ef horft er opnum augum á þjó'ð- lífið í dag — og eins og það hef ir birzt um skeið a.m.k. En þessar umræður eru á- kjósanlegar og til þess að örva þær fremur en draga úr þeim vil ég biðja Morgunblaðið að birta nú í heild þingsályktunar- till. mína, greinargerð og fram- söguræðiu. Þetta hefir ekki birzt áður þannig, aðeins komið út- dráttur. Ætti þá að liggja ljósar fyTir úm hvað er a'ð ræða og á hvaða stigi málið komst í Al- þingi. Því þar vísað til allsherj amefndar S.Þ. en lengra komst það ekki að þessu sinni. 1967-68 (88. löggjafarþing) — 165. mál S.Þ. 384. Tilaga til þingsályktunar um skylduþjónustu ungmenna. Flm., Jónas Pétursson. Alþingi ályktar að kjósa 5 manna milliþinganefnd til að rannsaka möguleika á fram- kvæmd skylduþjónustu ung- menn á aldrinum 14-18 ára í þágu þjóðarheildarinnar, 4-6 mánuði alls hjá hverju ung- menni, við margvísleg störf fyr ir ríki, sveitarfélög, góðgerðar- og mannúðarfélagsskap. Skal stefnt að því, að nefndin skili frv. a'ð lögum m þetta efni, sem lagt verði fyrir Alþingi. Greinargerð. Það er oft á orði haft, að við Islendingar erum blessunarlega lausir við herskyldu. En jafn- framt hvarflar það í hugann, að íslenzkt þjóðfélag hefði sannar- lega þörf fyrir nokkur störf frá hinum verðandi þjóðfélagsþegn- um til hinna margvíslegu um- bóta- og félagsmála, sem á sam- félaginu hvíla. Hitt er ekki síðra, að slík skylda til þjón- ustu fyrir föðurlandi'ð knýtir bönd, sem óhjákvæmilega þurfa að bindast milli þegns og þjóð- félags. Eins og nú er ástatt, er fátt, sem sérstaklega minnir á skyldur ungmennanna við föðux land sitt. En margvísleg eru þau réttindi, sem þjóðfélagið veitir, og hafa farið ört vaxandi að xmdanförnu. En fyrir réttindi þurfa og hljóta að koma skyld- ur. Ég held, að slík þjónusta í 4-6 mánuði, sem hér er bent á, sé heppilegt form fyrir þær skyldur. Undanfarin velgengnisár frá 1960—1966 hefur atvinna verið mikil í landinu og hver vinnu- fær maður átt nægra kosta völ um störf. En nú um skeið hef- ur or’ðið breyting á þessu. A sl. sumri var nokkurt orð á því gert, að vandkvæðum hefði ver- ið burndið að fá atvinnu fyrir unglinga á vissu aldursskeiði. Þær horfur eru ekki betri nú, og líklegt er, að þanig horfi við á komandi árum hjá ört fjölg- andi þjóð á tækniöld. Af þeim ástæðum er málið mjög tíma- bært. Á hinn bóginn er þörf samfélagsins á fjölmörgum svið- um til framkvæmda og þjóðfél- agsbóta, sem þegnarnir vei’ða að mæta. Á þennan hátt mega þarf ir þjóðfélags og ungmenna mæt- ast á siðbætandi og menntandi hátt. Ég nefni hér skógrækt og landgræðslu af kjörnum við- fangsefnum, en annars eru þau fjölmörg og munu koma skýrar í ljós við nánari rannsókn á þessu máli. En rétt er að gera sér strax grein fyrir því, að stjóm og umsjón þessa máls, framkvæmd skylduþjónustunn- ar, er vandasöm og krefst mik- illar íhygli við undirbúning. Nauðsynlegt er, að gætt sé ýtr- ustu hagsýni um kostnað allan við stjórn og umsjón og að um- sjónarmenn og verkstjórar leggi alúð í starfið, sem krefst skyldu rækni og mannbótahugarfars, jafnframt því sem keppt sé að sem drýgstum árangri í þeim þjóðfélagsumbótum, sem starfað er að. Hér skai ekki reynt að lýsa hugsanlegum starfshátfum í ýmsum efnum. En lítilsháttar reynsla mun vera fyrir hendi um vinnuflokka við skóggræðslu, og nefni ég það dæmi vegna þess, að skógræktin er mér ofarlega í huga sem verkefni í slíkri vinnu skyldu. Ég sé í anda fríðan hóp ungmenna, bæði pilta og stúlk- ur, með vorhug, að planta og vökva rein við rein, sem hæfu starfið dag hvem við lefðsögn einbeitts verkstjóra, og að morgni, er gengið væri til starfs, væri sungið: Ég vil elska mitt land. Hugmyndin um skylduþjón- ustu er ekki ný. Margir muna baráttu Hermanns frá Þingeyr- um fyrir þegnskylduvinnunni. Þá varð hún aldrei nema hug- sjón, sem rædd var af lífi og sál: En andstæðinga marga átti þessi hugmynd, og talið er, að vísa ein, eftir Pál J. Árdal, hafi gengið af þegnskylduhugmynd- inni dauðri þá. En vísan er svona: Ó hve margur yrði sæll og elska mundi landið heitt, mætti hann vera í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt Þá var sú tíð, a'ð margir mok uðu skít. Nú er öldin önnur, jafnvel svo, að til er það vafa- laust, að sumum yrði líkams- og sálubót, að því að moka skít. En óþarft er að vera með þessar hugrenningar. Okkar stpra land býður svo mörg viðfangsefni fyr ir huga og hönd í skyldunámi, án efa fjölmörgum til hvað drýgstra mermta, svo framarlega að vel takist um stjórn. Ég hef eki kynnt mér mann- talsskýrslur til þess að sjá fjölda árganganna nú, eða hve fjölmennir þeir muni verða á næstu árum. Þótt gert sé ráð fyr Jónas Pétursson. ir í tillögunni, að unglingarnir geti innt þjónustuskylduna af hendi einhvem tíma á 5 ára bili, — og er hér stungið upp á aldursskeiðinu 14-18 ára — og lægri aldur tel ég ekki koma til greina, — þá verður að ætla að árgangarnir verði sem jafnastir. Hér er eitt þeirra rannsóknar- efna, sem fyrir nefnd þeirri ligg ur, er tillagan leggur til að skip uð verði. Lengd þjónustutímans hjá hverjum aaskumanni er einn ig vafaatriði, og í till. eru nefnd ir 4-6 mánuðir, sem þó má vera að sé í mesta lagi. Ég tel þó, að þessi tími eigi að vera meg- inhluti sumarsins, og mætti gjarnan fella eithvað af skóla- tíma, þegar skylduþjónustunni er fullnægt, enda er hún, svo sem áður er að vikið, ekki síð- ur mennta- og manndómsauki heldur en skólinn, ef vel er á haldið. Ég legg áherzlu á, að undir- búningsrannsókn málsins verði sem ýtarlegust, bæði hvað snert ir þau verkefni, sem kjörið er að leysa á þennan hátt, og að gera sér glögga grein fyrir kostn aði, sem framkvæmd skylduþjón ustunnar fylgir, og þó sérstak- lega hinu uppeldislega gildi og hvort ekki má jafnvel stjrtta skyldunámstrmann, sem þessu nemur, og brúa þanig að nokkru bil kostnaðar, sem af þesu leið- ir. Tillaga sú á þingskj. 384 sem ég hefi leyft mér að flytja er um skylduþjónustu ungmenna. Þessi hugmynd hefir verið á- leitin við mig síðustu árin og þar kom að ég þoldi ekki leng- ur mátið og þessvegna liggur til- lagan hér fyrir. Til þessa liggja að meginefni 2 ástæður. Annars- vegar eru hin uppeldislegu eða GÚSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmí ður Laufásvegi 8 - Sími 11171 SAMKOMUR Almennar samkomur.. Boðun fagnaðarerindisins aS Hörgshlíð 12 í kvöld, miðviku dag kL 8,10. þjóðfélagslegu rök, hins vegar hin þjóðhagslegu, það er sú nauðsyn, sú þörf sem þjóðfélag- ið hefir á starfsorku til þeirra framkvæmda, sem knýja á til að byggja hér upp betra land, til að styðja búsetuna um allt land. Leitast þarf við á svo mörgum sviðum samfélagsins að veita lág marksaðstöðu fyrir fólkið hvar sem er til margvíslegra sam- skipta. Þjónustuskylda ung- menna mætti verða drjúg til hjálpar í þeim efnum. Einmitt slík störf eru vel fallin til auk- ins andlegs þroska. Mér er sérstaklega í minni ein setning úr hátíðarræðu ólafs Thors, þáverandi forsætisráð- herra, sem hann flutti af svölum Alþingishússins á 10 ára afmæli lýðveldisins, og útvarpað var til þjóðarinnar. Þykir mér vel við eiga að minna á þau orð hér, einmitt í framsöguræðu fyrir þessu máli. En ólafur komst svo að orði: „Æskan í landinu verður að gera sér ljóst að á sérhverjum íslendingi hvílir sú þunga skylda að afkasta meiru en ein- staklingar annarra menningar- þjóða. Ella fáum vér ekki hald- ið hér uppi frjálsu menningar- ríki, þar sem ein lög ganga yfir alla, þar sem réttur þegnanna er einn og skyldan ein og hin sama. Þessari skyldu verður æskulýðurinn að rísa undir. Að launum fær hver og einn að heita fslendingur, teljast til sér- stæðrar gáfu- og menningarþjóð ar, sem á sér fegra föður- land en nokkur annar.“ Ég held því ekki fram að Ólaf- ur hafi hér sérstaklega átt við vinnuskyldu. En að baki þess- um ummælum liggur djúpur skilningur á eðli þjóðlífs okkar — að það kostar okkur nokk- uð — já mikið — að vera frjáls þjóð í frjálsu landi. Og það, ein- mitt það, ætti að efla skilning á því að við íslendingar eigum ekki auðvelt með að vera laus- ir við þá skyldu flestra annara þjóða, sem lögð er á borgarana, herskylduna, án þess að við tök- um á herðar okkar skyldu í öðru formi — einmitt í líkingu við það, sem hér er lagt til í þ.ál.t. er fyrir liggur. Fóstra vor kallar á starfsfús- ar hendur, um það er ekki að villast. Hitt er ekki minna um vert að æskufólk okkar hljóti menntun og þroska huga og handa og það er í mínum huga enn mikilvægara. Að þeim ár- angri er fyrzt og fremst stefnt með skylduþjónustunni, því að menntun og þroski huga og handa styður bezt að þeim þjóð- félags umbótum, sem fyrir okk- ur vaka. Þannig myndast tengsl milli þegns og þjóðfélags. Þann- ig mættu verða að allsherjar- veruleika hrifningarorð skálds- ins: „Svo traust við ísland mig tengja bönd að trúrri binda ei son við móður.“ Hermann á Þingeyrum barðist fyrir þegnskylduvinnu um alda- mótin. Sú hugsjón átti þá erfitt uppdráttar og var talið að eitur- hvöss ferskeytla hefði drepið hana. Víst er að ekki hefir mik- ið borið á þessari hugmynd fram undir síðustu árin. Rétt er þó að nefna Björgvin Vigfússon sýslumann á Efra- Hvoli, sem mikinn talsmann þegnskylduvinnu. Við, sem munum tímana um fyrra stríð eða lítið eitt lengra aftur, eigum ekki svo erfitt með að skilja að hugmyndin féll ekki í þjóðlífið þá. Við vorum vísu að komast yfir það að svelta en kjörin voru þó um m argt kröpp og þeir vafalaust fleiri, sem tæpast máttu missa dag frá starfi svo að ekki væri afkom- unni teflt í hættu. Nú er öldin önnur. Nýtt þjóðfélag með nýjum möguleikum lærdómsþjóð, sem nú þarf þó að gæta þess að hafa viðfangsefni við hæfi æskufólks, Það bar á því á s.l. ári að erfitt væri um að fá störf við hæfi ýmsra ungmenna er skólum lauk. Skortur verkefna og viðfangs- efna er mesta hættan á leið þroskans. Ég ætla ekki hér að fjölyrða svo mjög um þau við- fangsefni, sem væru hæfileg við framkvæmd vinnuskyldunnar. Mér eru ofarlega í huga skóg- rækt og landgræðsla. Störf við byggingar samfélagsins, sjúkra- hús, skóla, félagsheimili, íþrótta mannvirki. Við samgöngumál: við brýr, vegi, hafnir, flugvellL Við þjónustustörf í sjúkrahúsum, skólum, vistheimilum. Jafnvel póst og síma. Hjálp við rann- sóknarstörf, Störf sem jöfnum höndum eru í þágu sveitarfélaga og ríkis. Ég held að þau skorti ekki. En mikilvægast er með alla stjórn og forstöðu í framkvæmd þessa máls. Að þar sé gætt ýtr- ustu hagsýni og sparnaðar í með ferð þeirra fjármuna er til fram- kvæmdarinnar þarf. Og þó fyrst og fremst að forstaða öll sé með réttu hugarfari. Ég verð að segja það hér að það kröfu hugarfar, sem nú virðist svo mjög áríðandi sem réttlætir að taka svo til orða að „loft sé lævi blandið“, það skapar ekki hið rétta um- hverfi við framkvæmd þjónustu- skyldunnar. Kjörorð þessarar hugsjónar er hófsemi, og að gera fyrst kröfu til sjálfs sín. En ef að þeir, sem verða leiðbeinend- ur ráðsmenn og verkstjórar eiga ekki þetta hugaæfar er tæpast að vænta að þeir komi því inn hjá æskufólkinu. í stuttu máli er grundvöllur þessarar hugsjónar og sá andi sem þar verður að svífa yfir vötnum: Burt með Kainshugsunarháttinn sem spyr: Á ég að gæta bróður míns? Þvert á móti þarf spurninguna: Hvað get ég gert fyrir föður- landið? Það kann að vera álitamál með aldursmörk, sem í till. eru 14-18 ára og lengd vinnuskyld- unnar. Sú nefnd er Alþingi kýs athugar það mál allt nánar. Ég tel að komi vel til greina að skylduþjónustan komi að ein- hverju leyti í stað skyldu- náms, hjá nemendum, ef einhverj ir þeirra skyldu sérstaklega óska eftir því. Ég segi þetta af því að margvísleg störf eru sum- um ungmennum tvímælalaust ekki síður menntabrunnur en bóknám. Ég tel tillögu þessa tímabæra. Um hana hafa verið ákveðnar tvær umræður. Till. er um nefnd arkosningu í Alþingi til könn- unar málsins. Ég geri því ekki tillögu um að henni verði vísað til nefndar. Við tvær umræður t.d. með viku millibili ættu háttv. Alþingismenn að geta gert það upp við sig hvort málið er þess virði að kjósa nefndina. Ég vona að Alþingi taki þá af- stöðu. Þetta mál er í mínum huga liður í margvíslegum þjóðfélags umbótum. Ég ritaði 2. greinar í Morgunblaðið í haust og vetur þar sem ég vék að skylduþjón- ustunni ásamt mörgu öðru í stjórnsýslu okkar, þar sem rót- tækra breytinga væri þörf. Ég rakti þar 11 punkta í skattamál- um, tryggingamálum, launakerfL skyldusparnaði, verðtryggingu. Ég er ekki byltingamaður í venjulegum skilningi þess orðs. En þegar verzlunarárferði og tíðarfars- og jafnvel fiskifanga tekur á sig byltingasvip, þá get- ur blóðið hitnað, jafnvel í stillt- ustu mönnum. Við þurfum gjör- breytingu í skattamálum okkar, í fjármálum okkar á mörgum sviðum og við þurfum að taka upp þjónustuskylduna. Þessi till. fjallar um þann þátt einan og vil ég því ekki hasla völl á víðara sviði nú. Eins og áður segir geri ég ekki till. um að vísa málinu til nefndar en að því verði nú að lokinni þessari um- ræðu vísað til síðari umræðu. Togbátur óskast Vana sjómenn vantar á góðan 40—60 tonna togbát, á leigu frá tímabilinu 1. jan. — 30. júní. Samstarf við gott frystihús Suðvestanlands gæti komið til greina. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir 20. þ.m. merkt: „Togveiðar — 6961“. Einbýlishúsalóðir Hef til sölu einbýlishúsalóð í byggðarenda Reykjavík, og Markarflöt í Garðahreppi. GatnagerðargjöM greidd. Lögfræðiskrifstofa Sigurðar Helgasonar, sími 42390.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.