Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPT. 1968 11 vökva iþað", bætti hún við til skýringar. Aðra unga st.úlku, Jónínu Guðmundsdóttur, tókum við tali. „Mér finnst sýningin mjög góð," sagði Jónina „og hún er skemmtilega sett upp; dálítið sterkur svipur yfir henni. Ég held, að sýningar sem þessi veki áhuga fólks á listum og hing- að kemur margt fólk, sem ekki myndi annars eiga þess kost að sjá myndirnar, eða þá hreinlega ekki hafa áhuga á því". Þetta sannreyndum við skömmu síðar, þegar við hittum hjónin Ólaf Hermannsson og Jóhönnu Ágústsdóttur. „Við áttum leið hérna fram hjá og datt í hug að líta á mynd- irnar", sagði Ólafur. „Við hefð- um áreiðanlega ekki farið á þessa sýningu annars staðar". „Og hvernig líst ykkur svo á?" „Æ, mér finnst margt af þessu hálf dularfullt", segði frúin. „En óneitanlega er gaman að sjá hvað er að gerast í þessum mál- um hja okkur. Og hér kennir svo margra grasa, að sérhver hlýtur að finna eitthvað við sitt hæfi". „Mér finnst reglulega gaman að sjá margar þessara mynda", sagði Kristín Guðmundsdóttir, híbýlafræðingur. Sumar finnast mér að vísu nokkuð fnamandi, en hvað um það — svona er þetta út um aUan heim; lista- mennirnir eru að prófa sig áfram. Og ég minnist þess, að myndirnar hans Ásmundar Sveinssonar áttu ekki upp á palJ borðið hjá ýmsum fyrst í stað. En það þýðir ekkert að bíta sig í einhvern óumbreytanleika í höggmyndalist frekar en á öðr- um sviðum". Við fengum að taka mynd af Kristínu við Eiturspýtuna hans Sigurjóns Ólafssonar, sem reynd ar er allt annað en eitursleg. „Ég sakna þess að sjá hér ekk- ert eftir Gerði Helgadóttur", sagði Kristín, þegar við kvödd- umst. Þannig voru skoðanir áhorf- anda á höggmyndunum mjög skiptar, en allir virtust sammála um það, að gleðileg tilbreyting væri í útisýningu sem þessari og að vonandi yrði framhald hér á til að lifandi tengsl sköpuðust milli fólksins og listanna í land- inu. Hin massiva hösgmynd verour æ sjaldséðari. Þessi heitir Kona og er eftir Sigurjón Ólafsson. íbúðaskipti Góð 3ja eða lítil 4ra herbergja íbúð á hæð óskast keypt helzt í Vesturbænum fyrir stóra 2ja herbergja íbúð á hæð við Hagamel. Milligjöf. ÁKNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími: 14314. Kvölidsími: 34231. Gutti heitir þessi mynd eftir Jón Benediktsson. Jónína Guðmundsdóttir við' Tvíbura Gunnars Malmbergs. Kristín Guðmundsdóttir við Eit- urspýtu Sigurjóns. Ólafur Hermannsson og Jóhanna Ágústsdóttir virða fyrir sér nafnlausa hoggmynd eítir Sigurð Steinsson. Engar þvottahendur Þér þuríið ekki lengur að óttast þurrt og sprungið hörund og þrútnar þvottahendur, því að nú er ÞEL komið í verzlanir. ÞEL er íslenzkur „lúxusþvottalögur" og hefur inni aC halda „Dermal", efni, sem verndar og mýkir hend- urnar, eins og handáburður, gerir þær enn fegurri og gúrruníhanzkana algjörlega óþarfa. ÞEL er fyrir aFan viðkmæman þvott, einnig uppþvott, vinnur fljótt og vel og hefur góðan ilm. Þvoið úr ÞEL og verndið hendurnar. Allur þvcttur verður ánægjulegri með ÞEL. // ÞEL 44 íslenzk úrvalframleiðsla frá FRIGG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.