Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐHD, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPT. 1968 ætla að binda enda á það í kvöld. Ef maðurinn er ekki fant ur, þá giftist hann þér.". — Hvað finnst þér um þetta Kay? spurði Pam. Röddin var hvíslandi og skjálfandi. — Ég veit svei mér ekki, sagði Kay rólega. — En þetta er freklega grunsamlegt. En allt í einu greip hún í handlegginn á henni og sagði: — Hvernig vit um við, að bréfið, sem hún sýndi Jeff, hafi ekki verið falsað? Eí við bara gætum sannað það! Og eftir þessu að dæma virðist það faelzt hafa verið falsað. Bara við gætum fundið rétta bréfið, sem George Bevan skrifaði — hafi hann þá nokkurt bréf skilið eft ir. Pam reyndi að halda röddinni stöðugri. — Ég held ekki, að hún hafi getað samið það sjálf. Ég meina þetta allt. Ég held, að hann hafi eittfavert bréf skilið eftir — einfaverskonarbréf. Eins og þú segir, bara ef við gætum fundið það. Ef við bara vissum, hvar á að leita að því. Allt í einu var eins og Kay stirnaði upp. Hún leit á skrif- borðið og sagði með einkennilega fjarrænni rödd: — En ef það skyldi nú vera leynifaólf í þessu skrifborði. Ef það skyldi vera nákvæmlega eins og borðið hans afa míns. Það gæti hugsazt, skilurðu. Ætli ég ætti að þora það. . . Því að þar mundi hún helzt hafa sett rétta bréfið. . . — Já, en . . . tók Pam fram í fyrir henni, snöggt. — O, fjandinn hafi það! sagði Kay — Þegar hann Jeff er ann ars vegar mundi ég sverja rang- an eið, ef það gæti bjargað hon- um. Það varð ofurlítil þögn. Hvorug stúlkan þorði að draga andann meðan Kay var að leita að fjöðrinni, sem opnaði leyni- hólfið. Pam varð naestum illt af eintómum spenningi og eftirvænt ingu. Loksins dró Kay andann djúpt af ánægju. — Hérna er fjöðrin, sagði hún. — Og alveg á sama stað og á borðinu hans Afa. Farðu nú hinumegin við borðið ogsjáðu til. Pam gerði svo, og stóð nú bak við borðið, eins og agndofa. Fyrst sá hún ekkert, en svo fór lítil skúífa að hreyfast, hægt og hægt þar sem rétt áður hafði engin skúffa verið sýnileg. Það var ekki hægt að draga hana út nema til Ihálfs, vegna þess, hve nærri veggnum borðið stóð. — Þetta er rétt hjá þér. Hér er skúff a. — Já, sagði Kay. — Eins og ég vissi alveg, er borðið nákvæm lega eins og það, aem hann afi átti. Nú þætti mér gaman að vita . . . Það kann að vera, að ekkert sé í henni og þó. . . Hún lauk ekki við setninguna Pam kinkaði kolli og horfði á meðan Kay seildist niður í skúffuna. Andartaki síðar dró hún upp samaríbrotna pappírs- örk. —Þetta líkist mest bréfi, hvísl aði hún. Röddin skaLf, svo að hún gat tæplega komið upp orð- unum. En . . . Hún sagði ekki meira fyrr en hún hafði opnað bréfið. En þá starði hún lengi á það, orðlaus. Taugarnar í Pam voru svo spenntar, að hún hefði getað æpt upp yfir sig. — Þetta er bréfið Pam! hvísl- aði Kay loksins í æsingi. — Rétta bréfið — Það sem George Bevan skildi eftir áður en hann dó. Jafnvel Phyllis gæti ekki véfengt það. Hún getur ekki vé fengt það. Pam leit yfir öxl hennar en í bili var faún of æst til að geta lesið bréfið. Orðalagi'ð var það sama og í hinu bréfinu, sem - ÞILPLOTUR 12 mm vatnsþéttur krossviður 6,5 — — — 3 mm krossviður Ya — harðtexplötur % — ,;special" masoniteplötur. Timburverzlunin Völtuidur h.f. Klapparstíg 1 — Sími 1 8430. LAUS STAÐA Staða yfirverkfræðings við Sementsverksmiðju ríkis- ins á Akranesi er liaus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í efnaverkfræði. Umsóknir sendist stjórn Sementsverksmiðju ríkisins, Hafnarhvoli, Reykjavík sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 30. september n.k. Reykjavík, 6. sept. 1968. Stjóra Sementsverksmiðju ríkisins. Phyllis hafði sýnt Jeftf, en þó var munur á — mikill munur. Bréfið hljóðaði þannig: „Pfayllis! Síðan ég komst að því, að þú varst í ástarbralli með faonum Hal Rutfaers er lífið ekki þess virði að lifa því. Ég ætla að binda enda á það í kvöld. Ef maðurinn er ekki fant ur, þá giftist hann þér. George Bevan" Þær faorfðu hvor á aðra orð- lausar! — Hal Rutfaers! andvarpaði Pam! — Hal Rutfaers bergmálaði <Kay eftir henni. — Já, vitan- lega! Bendir ekki myndin, sem þú fannst, í sömu átt? Um eitt skeið leit svo út sem þau hlytu að vera eitthvað að dingla sam an, en eins og ég sagði, virtist það vera liðið hjá. En það hef- ur það ekki verið, og því hefur George Bevan skotið sig. Það varð andartaks þögn, en þá spurði Pam lágt: 51 — En til favers var faún þá að flækja Jeff inn í þetta. Hvers- vegna fékk faún ekki Ruthers til að giftast sér? Kay brosti kuldalega — Það var alveg vonlaust Og það skil- urðu eftir því litla, sem þú hef- ur kynnzt honum. Hann hefur enga ögn af riddaramennsku til að bera. Hún vissi vel, að hún fengi hann aldrei til að giftast sér faviernig sem hún reyndi — En með Jeff var öðru máli að gegna. Hann hafði eitthvað verið að draga sig eftir henni, endur fyrir löngu, og því datt henni þetta ráð í hug til þess að fá hann til að giftast sér. Hún falsaði riihönd mannsins síns og stældi svo bréfið frá honum, nema hvað hún setti nafn Jeffs í það í stað hins. Hún er klók. Hún er klók eins og fjandinn sjálfur, en . . . líklega hefur hún í þetta sinn verið of klók. — Hvað eruð þið að gera við skrifborðið mitt? Röddin var 'lág og næsitum hvæsandi. Pam og Kay sneru sér snöggt við og sáu Phyllis, þar sem hún stóð í dyrunum. Hún hafði kom- ið svo hljóðlega inm, að hvorug þeirra hafði heyrt til hennar. En þegar þær sögðu ekkert, hélt hún áfram og brýndi nú rödd- ina með vaxandi illsku: — Hvernig dirfist þið að brjóta upp skrifborðið mitt? Hvaða erindi eigið þið með þetta bréf sem þú ert með í hendinni? Blómaúrval Blómaskreytingar GRÓÐRARSTÖÐIN Símar 22822 og 19775. GRÓÐURHÚSIÐ við Sigtún, sími 36770. Hljóðíæri til sölu Nokkur notuð píanó Horn- ung og Möller, flygill, orgel, harmoníum, raf- magnsorgel, blásin, einnig transistor orgel, Hohner rafmagnspíanetta og notað- ar harmonikur. Tökum hljóðfæri í skiptum. F. BjörnssoH, sími 83386 kl. 2—6 e. h. áPn COSPER Þig? Þú lofar að móðgast ekki ef ég segi þér hve mjög ég elska Kay varð fljótari til að átta sig. — Ég skal játa, að við opn- uðum skrifborðið þitt, en við brutum það ekki upp, en ann- ars skiptir það nú engu máli. Það vildi svo til, að við fund- um þetta bréf, rétta bréfið, sem maðurinn þinn skildi eftir. Phyllis starði á Pam og Kay á víxl, eins og hún tryði ekki sínum eigin augum, og svo leit faún aiftuir á bréfi©, sem Kay vair með í hendinni. í bili var hún of agndofa til þess að geta neitt sagt, en stamaði bara: — Þú fannst bréfið — en hvern ig gaztu fundið það? — Hann afi mrnn átti skrif- borð, sem var nákvæmlega eins og þetta sagði Kay. — Þess vegna vakti það fyrst og fremst eítirtekt mína. Ég vissi um leyni hólfið í því, svo að ég snerti fjöðrina. . . hólfið? Þú varst svo ósvífin að hnýsast í einkamál mín! Nú hafði hún alveg sleppt sér. — Hvenndig di'rfiisitu 00 gera þetta? Þú ort eikkert betri etn ómierki- legiUT þjóíuir! Ég ,glæti feogið þig tekinia fas'ta. Og það skail ég Mka gera! Kay brosti bara. — Já, gerðu það bara! Eg skyldi með ánægju fara í fangelsi úr því að mér tókst að bjarga honum Jeff frá þér. Það liggur í augum uppi, hvað þú hefur gert. Maðurinn þinn skildi raunverulega eftir bréf, en það var ekki það sama, sem þúsýndir honum bróður mín um. Þú fa'lsaðir bréfið og settir hans nafn í staðinn fyrir Ruth- ers nafn. Þú geftuir ekki neiitað því. Ég er með rétta bréfið í hendinni. Phyllis stökk að henni. Hún stökk eins og köttur hefði getað gert Ef Kay hefði ekki verið eins snör í snúningum, hefði hún hrifsað bréfið úr hendi henn ar. — Fáðu mér bréfið! æpti Phyll is í ofsa. Ég á það! Hvernig dirfisitu aið stela því? Kay hélt henni frá sér með útréttum handlegg. Hún var bæði stærri og sterkari en Phyllis. — Nei, ég ætla ekki að fá þér það, svaraði hún rólega. En ég stoail senida þér þaið siaima dag- inin sem Jetff fær bréf frá þéir þess efnis, að þú getir ekki gifzt honum, að þú hafir ákveðið að fara aftur til Englands og setj- ast þar að. Og ef þú vilt frek- ari sannanir þess, að þú hafir étit vinigott við hann Hail Rurtfa ers, þá fann Pam áritaða Ijós- mynd af þér í dag í herberg- inu, sem hann virðist kálla ástar hreiðrið sitt. Við erum hérna með hana, ef þig langar til að sjá hana. Phyllis starði á hana og glennti upp augun, eins og hún Stjornuspa Jeane Dixoi 11. SEPTEMBEB. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Róðurinn er þungur, svo að þú skalt fara þér hægt, og sjá hver viðbrögð annarra verða Nautið, 20. apríl — 2. maí. Geymdu ekki til morguns, sem þú getur gert í dag. Losaðu þig við gamalt drasl. Farðu eins snemma til hvílu og þér er mögulegt. Tvíburarnir 21. maí — 20. júni. Gamall vinur eða ættingi þarfnast hjálpar þinnar. Þér kemur einhver greiðvikni á óvart. Sýndu þakklæti þitt á smekklegan hátt. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Allt virðist lötra áfram. Notaðu tækifærið, og gerðu hreint, beint eða óbeint, og vertu kátur. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Þolinmæðin þrautir vinnur allar. Hafðu allt í röð og reglu. Ein- hver víðsvegar f jarri mun gæta hagsmuna þinna. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Þú skalt gæta þolinmæði og smekkvísi i sambandi við áhugamál gærdagsins. Þras vegna fjármála verður oft dýrkeyptara en að svari kostnaði. Hættu eins snemma að vinna og hagsmunir þínir leyfa. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Orðstír þinn vex, án þess að þú hafir mikið til þess unnið. Sam- gangur þinn við fólk, er í lakasta lagi. Gefðu draumórunum og ævintýraþránni samt lausan tauminn, er á líður. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Þér gengur vel í vinnunni. Þú skalt vinna jafnt og þétt, og vera léttur í lund. Morgundagurinn getur orðið erfiður. Steingeitin, 22. des. — 19.j an. Fréttir, sem þú færð langt að, kunna að valda þér áhyggjum, en við því er ekkert annað að gera en bíða eftir nánari upplýsingum Þú átt annríkt á morgun. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. f ebr. Rannsakaðu vel allan öryggisútbúnað heima hjá þér. Gerðu ýmis smá verk, sem þú hef ur dregið að vinna. Strax. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz. Þú hefur brennandi áhuga á svo mörgu, sem er að ske í kringum þig. Demdu þér út í hringiðuna, meðan t ækifærið er ryrir hendi. Reyndu að inna af hendi smá skyldustörf, strax og hægist um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.