Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 2
2 MORiGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPT. 1968 20* 28* Síldin nálgast - veiðin glæðist 75 skip með 2215 tonn í tyrrinótt GOTT veður var á síldarmiðun- um sl. sólarhring og fannst all- mikið síldarmagn á 71 gr. n. br. og 8 gr. og 40 mín. a.l. Sildin hefur nú færzt allmik- ið undanfama sóiarhringa. Síð- ast er Mbl. frétti var síldin kom in syðst á 71 gráðu og 20 mín- útur og var við 8 gráðuna. Á kortinu, sem hér fylgir sést staða hennar. Samkvæmt upp- lýsingum Jakobs Jakobssonar fiskifræðings, fer sildin yfirleitt aldrei í heitari sjó en nemur 6.5 gráðum. Við 72 gráðuna rakst hún á heitari sjó og beygði þá í vestur. Gera má ráð fyrir að sildin verði komin á móts við Jan Mayen eftir 10 til 11 daga, komist verulegur skriður á gönguna. í fyrra komst skriður á síld- argönguna 10. september. Virð- ist því ætla að verða svipað á- stand og í fyrra, en þó getur síldinni sótzt ferðin seinna nú, þar eð hún er að mestu átu- laus og þvi kannski í átuleit. Átutímabili síldarinnar lýkur venjulega í septemberbyrjun, en þar sem þessar norðlægu slóðir, sem hún hefur haldið sig á að undanfömu, hafa verið nær átulausar, kann þetta að drag- ast eitthvað. Þessar göngur geta því orðið óvenjulegar af þessum sökum. Sild, sem kom- in er á skrið gengur um 30 mil- — Tékkóslóvakía Framhald af bls. 1 fluttar úr landl og segja að eng- in breyting hafi orðið á ástand- inu önnur en sú, að hersveitim- ax hafi verið fluttar frá borg- unum, en þangað geti Rússar flutt hersveitirnar aftur með klukkustundar fyrirvara undir hvers konar yfirskini. Mótmæli í Rússlandi í gaér virðast hafa átt sér stað mótmælaaðgerðir í bænum Obn- insk um 100 km frá Moskvu gegn stefnu sovézka kommún- istaflokksins. Að sögn blaðsins Sovjetskaja Rossia létu margir flokksmeðlimir, þar af margir háttsettir starfsmenn flokksins, þa'ð afskiptalaust þegar nokkrir menn komu á framfæri skoðun- um andstæðum afstöðu flokks- ins. Blaðið kvað atburðinn sýna hættuna á þögulli andbyltingar- starfsemi eins og þeirri, sem átt hefði sér stað í Tékkóslóvakíu, þar sem menntamenn hefðu not að sér linan flokksaga til að koma andsósíalistískum skoðun- um á framfæri. Blaðið segir, að hugmynda- fræðilegt starf hafi verið van- rækt í Obninsk og hvorki tekið tillit til atburða erlendis né inn- anlands. í skólum hafi til dæmis ekki um langt skeið verið haldn- ir fyrirlestrar um núverandi stefnu, pólitíska hagfræði og beimspeki. Skorað er á starfs- menn flokksins að ræða við fólk á hverjum degi og sannfæra það um að sjónarmið flokksins séu hin einu réttu. Husak hótar í Bratislava herma fréttir að sögn AFP, að leiðtogi kommún- istaflokks Slóvakíu, Gustav Hus- ak, hafi varað slóvakíska blaða- menn við „alvarlegum aðgerð- um“, ef þeir veiti ekki aukinn og jákvæðari stuðning við þá viðleitni að hrinda Moskvu-sam- komulaginu í framkvæmd. Á fundi með forsætisnefnd slóvak- íska flokksins um Moskvuvið- ræðurnar sagði hann, að nokkur blöð og tímarit veittu ekki þess- airi viðleitni flokksins nógu dygg an stuðning. Blaðið Vecerni Praha segir, að vaxandi uggur tékkóslóvakískra vísindamanna um að samband þeirra við starfsbræður þeirra á Vesturlöndum verði rofið hafi valdið því, að þeir flýi úr landi í stórhópum. Fimmti hver starfs- maður stofnunar einnar hefur flúið land síðustu daga. Rússar vilja ráðstefnu í Róm sagði ítalski kommún- istaforinginn Luigi Lonigo í dag, að flytja yrði hernámsliðið frá Tékkóslóvakíu og veita landinu fullt sjálfstæði ef koma ætti í veg fyrir að kalda stríðið bloss- aði upp að nýju og fylgisaukn- ingu hægriflokka á Vesturlönd- um. Hann sagði, að fyrirhuguð alþjóðaráðstefna kommúnista í Moskvu í nóvember væri ekki framkvæmanleg og gæti ekki komið að gagni, og mundu ít- alskir kommúnistar því aðeins taka þátt í slíkri ráðstefnu að hún skapaði grundvöll fyrir sam komulagi og leiddi ekki til nýrr- ar sundrungar eða aukinnar sundrungar. Moskvublaðið Pravda birti hins vegar í dag grein eftir franska kommúnistaforingjainn Jacques Duslos þar sem segir, að hin fyrirhugaða ráðstefna sé lífs- nauðsynleg eflingu framfaraafla í heiminum og gaf blaðið þar með í skyn að ráðstefnan verði haldin þrátt fyrir sundrunguna sem inrarásin í Tékkóslóvakíu hefur valdið. Margir hafa talið, að ráðstefraunni verði frestað vegna gagnrýni vestrænna komm únistaflokka á framferði Rússa, og ekkert hefur verið minnzt á ráðstefnuraa í sovézkum blöðum síðan 21. ágúst. Frá París berast þær fréttir, að Duclos hafi mótmælt birtingu greinarinnar, þar sem hún gefi ranga hugmynd um afstöðu franskra kommúnista, enda hafi greinin verið skrifuð í júní. nr á dag. Gott hljóð var í út- gerðarmönnum og síldarsjómönn um í gær. Alls tilkynntu 15 skip um afla í fyrrinótt, 2215 lestid: lestir Kristján Valgeir NQ 130 Bergur VE 50 Tungufell BA 130 Sléttanes ÍS 140 Júlíus Geirmundisson EA 90 Þórður Jónasson EA 220 Loftur Baldvinsson EA 180 Sigurbjörg ÓF 90 Magnús Ólafsson GK 70 Örn RE 245 /Árni Magnússon RE 190 Héðinn ÞH 270 Harpa RE 330 Guðbjörg ÍS 60 Ljósfari ÞH 20 V-íslenzk listakona — i heimsókn til Þjóðrœknisfélags íslendinga Snjólaug i Sgurðsson, píanó- í fyrra sinnið kom hún 1954, leikari, er um þessar mundir °S hélt hún þá tónleika í Gamla Stödd hér á landi í boði Þjóð- Bí°LA._Y.egum Tónlistarfélagsins ræknisfélags Islendiraga. Mun hún dveljast hér í hálfan mán uð. Hún mun leika fyrir sjón- varpið meðan húra dvelst hér, sömuleiðis í útvarp, m.a. 'leikur hún Sinfónísk tilbrigði eftir Cæs ar Frank með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Þá mun hún halda hljómleika á ísafirði. Frk. Snjólaug fæddist í Ár- borg í Manitoba. Er hún dótt- ir Sigurjóns heitins Sigurðssonar kaupmanns, þar og konu hans Jónu Jónsdóttur Vopna sem enn er á lífi. Hún hefur tekið há menntastig í hljómlist. m.a. Lic- ensiatgráðu við konunglega tón listarháskólann í London. Hún var organisti fyrstu 'lútersku kirkjunnar í Winnipeg og jafn framt söngstjóri árin 1935-45. Frk. Snjólaug hefur víða ha ið hljómleika m.a. í Carnegie Re cital Hall í New York, verið einleikari með Sinfóníuhljóm- sveit Wininipeg, og leikið í Kana díska útvarpið og sjónvarpið. Þá var hún félagi The University Concert Group, sem hélt tón- vleika í mörgum borgum Mani- tobafylkis, auk þess sem hún hé'lt víða einleikshljómleika í Kanada. Hún er prófdómari í sönglist og píanóleik hjá West- ern Board of Music, sem nær til Manitoba, Saskatchewan og Alberta. Frk. Snjólaug hefur oft annast undirleik þegar íslenzkt söngfólk kemur vestur, m.a. var hún, meðan hún dvaldist í New York undurleikari Naríu Mark- an. Þetta er í annað sinn sem Snjólaug Sigurðsson. (Ljósm. frk. Snjólaug gistir fsland. Gunnair Heiðdal). Flugvél Elíesers í Kulusuk, farþegamir fjórir Leiguflug til Grænlands á Piper ELIESER JÓNSSON yfirflug- maður hjá Flugstöðinni hefur að undanfömu farið þrívegis í nýstárleg leiguflug. Hann hefur flogið á Piper Apache flugvél Flugstöðvarinnar til Grænlands með fjóra farþega í hverri ferð. MW. hafði tal af Elíeser og spurðist fyrir um flugferðir þessar: — Flug á Piper vélinni ti'l Grænlands tekur um þrjár klukkustundir, sagði Elíeser. Farið er frá Keflavík, og gefst því farþegum tækifæri til að verzla í fríhöfninni áð- ur en farið er. Ég hefi farið til Kulusuk í þessum ferðum og þar hefur verið höfð 5—6 tíma viðdvöl meðan farþeg- arnir hafa skoðað sig um. Þeir hafa verið mjög hrifnir af ferðumum, enda má nærri því segja að maður komi í nýjan heim þegar komið er til Grænlands. Eins og kunn- ugt er þá er Kulusuk eyja, og lítið um akvegi þar. Ferða- fólkið verður því að ganga um þegar það skoðar Græra- leradingabyggðiina. Við höfum haft raesti með okkur í þess- um ferðum og snætt þegar við erum koanin til Grænlarads, og að sjálfsögðu fá þeir sem það vilja rauðvín með matnum. — Hvað kostar slí'k ferð? — Ferðin kostar 20 þúsund krónur, eða 5 þúsund krónur á maran, sem er lítið eitt meira en með stóru flugvél- unum. — Og verður framhald á þessum ferðum hjá þér? — Það fer að sjálfsögðu eftir eftirspurnirmi. Ég tel mikilvægt þegar farið er í slíka ferð að stillt sé upp á það að fá gott veður. Það er komið fram á haust núna og fer því auðvitað að vera hver síðastur að fara, þar sem vet- urinn lætur sjaldnast bíða eftir sér í GrænlandL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.