Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPT. 1968 Skrípaleikurinn um Gibraltar Eftir Salvador de IUadariaga Við skulum byrja á harmsög- iunni: vandamálið um Gibraltar er augljóst. Hins vegar er af- staða Bretlands ti'l vandamálsins óljós. Það er erfitt að útskýra hana án þess að gera sér fyrst grein fyrir vandamálinu sjálfu, að minnsta kosti helztu þáttum þess. Bretland og Spánn. Við skulum snúa okkur að „Klettinum". Árið 1704 var Gi- braltar hernuminn af brezkum sjóher undir stjórn Rooke að- míráls, og blönduðum evrópskum her (þar á meðal var spánsk sveit undfcr stjórn prinsins af Hessen-Darmstadt. Kletturinn var tekinn í nafni Spánarkon- ungs (Karls erkihertoga, sem sóttist eftir konungstign) og hrifinn úr höndum Spánarkon- ungs (Filippusar af Anjou, sem einnig sóttist eftir konungstign) Rooke aðmírál'l stal Gibraltar í nafni Stóra-Bretlands. Mér þyk ir það leitt, en það er ekki hægt að orða það öðruvísi. En við skuluim horfast í auigu við stað- reyndir: slíkir atburðir gerðust í raun og veru á þeim tímum, kannski ekki alveg svona slæmir, en nærri því. Umsátur og lang- dregnar samningaviðræður um tveggja alda skeið voru án ár- angurs. Samningurinn í Utrecht innsiglaði örlög Klettsins. Sjónarmið spænsku stjómar- innar er nú, að þótt Gibraltar sé brezkt í lagalegum skilningi, verði að leggja það undir Spán MOORE'S PLANT CaterpiUar D8H 68A. Serial No. 183. 1962. Með vökvakerfi og skekkjanlegri tönn. Hús. Beltaútbúnaður 45%. Vél í vinnuhæfu ástandi. Tækið í góðu ástandi. Veirð £6.000. Caterpillar D8H. 22A. 1964. 900 Series. Með nýju vökva- kerfi og nýrri skekkjanlegri tönn. Beltaútbúnaður 70%. Vél yfirfarin. Verð £8.900. Brqyt X2. Grafa. Sýningarvél. 1967. Með öllum gröfuútbún- aði og fylgihlutum frá verk- smiðju. Verð £5.500. Caterpillar 977H. 53A. 4000 series. 1965. Beltaútbúnaður nýr. í mjög góðu ásigkomu- lagi. Verð £7.000. Caterpillar D6B. 44A. Serial No. 1299. 1962. Með nýju vökvakerfi og nýrri skekkjan- legri tönn. Beltabúnaður 65%. Vél yfirfarin. í mjög góðu standi. Verð £5.000. CaterpUlar 955H. 60A. 7.000 series, 1964. Útbúin með nýj- um beltaútbúnaði. Vél yfir- farin. Útbúin með „4inl“ skóflu. Hús. Verð £5.000. VARAHLUTIR Við höfum fyrirliggjandi vara hluti í beltaútbúnað í eftir- farandi véla: Caterpillar, Int- emational Harvester, Allis Chalmers, Fiat, Deutz á hag- stæðu verði. Höfum einnig ,,orginal“ véla varahluti I Barber Greene, Michigan, General Motors, Cummings, Lima, Cav á mjög hagstæðu verði. Allar nánari upplýsingar hjá umboðsmanni: T. HANNESSON & CO. Ltd., Brautarholti 20, Reykjavík, íslandi. að nýju, því að þannig lagabók stafur er ekki lengur gildur (jafnvel þótt ekki sé tekið til lit til þess, að Kletturinn var lagður undir Bretaveldi með of- beldi). Við skulum hugsa okkur, að soldán nokkur hafi árið 1713 neytt aninan soldán til þess að afhenda sér eitt þúsund meyja í kvennabúrið á ári hverju og lagaleg hefð hafi komizt á þetta. f lagalegum skilningi væri þessi réttur óvéfengjanlegur, en þó væri hann óverjandi nú á dög- um. Á vorum dögum getur eng- in þjóð framar hemumið hluta af landi annarrar þjóðar, þar sem landfræðilegar og söguleg ar aðstæður eru svipaðar og í Gibraltar, sem Bretar sitja nú. Sömu sögu er að segja af grandanum fram af Klettinum. Bretum hefur aldrei verið af hent eitt þverfet af honum. Það landsvæði, sem Bretar ráða þar komst í hendur þeirra við a stæður, sem reynast grunsamleg ar við nánari athugun. Þeir gripu tækifæri þegar Spánverj ar voru annaðhvort ekki á varð bergi, eða sundraðir af erfiðleik um utan lands eða innan. Og það hefur oftar en einu sinni komíð fyrir, að ábúendum Kletts ins hefur verið leyft að færa sig upp á land um stundarsakir vegna farsótta í þéttbýli Gi- braltar. Og eitt dæmi enn, kannski það hlálegasta: Búið er að leggja flugbraut á spánsku landi. Spánverjar vilja að Bretar láti sanngirni sína í ljós með því að flytja brott allt fólk af grand- anum. Og auk þess snertir notk- un grandans — einkum undir flugvöll —það sem ég sagði áð- an: Ríki getur ekki setið og not að landsvæði, sem er í svo nán- um tengslum við annað ríki, án þess að rjúfa landhelgi eða loft- helgi þess. Engin flugvél getur lent eða hafið sig til flugs af flugbrautinni án þess að ganga á hlut Spánar — það er ekkert rými til þess. Málið1 liggur þannig Ijóst fyr- ir: Spánn verður einfaldlega að fá Gibraltar aftur. Afstaða Breta er hins vegar langt frá því að vera augljós. Þegar ég byrjaði að skrifa þess- ar línur, var ég nýbúinn að lesa í „The Tirnes" eftirfarandi setn ingu eftir Marc Ullmann: Haukur Guðalugsson. „Brezka þjóðfélagið er nú á dög um eitt af þeim bezt siðmennt- uðu í heiminum og Bretar eru meðal þeirra þjóða sem bezt hef ur tekizt að varðveita tillitssemi og skilning á högum annarra eiginleika, sem greina á milli manns og vé'lmennis.“ Og það er einmitt vegna þess að ég er alveg sammála þessari fullyrðingu, sem ég skil ekki opinbera afstöðu Breta í deil unini Gibraltar. Stjórnmálaflokk amir þrír keppa hver við annan í þjóðernisgorgeir og kveður svo rammt að því, að það er sjald gæfur viðburður að heyra nokk- uð af viti frá beztu og fremstu mönnum þeirra. Þeir sem sífellt hafa lýst því yfir að skortur einnar eða annarra þjóðar á virðingu fyrir Sameinuðu þjóð- unum sé ósæmilegur, segja nú að eina ályktun Sameinuðu þjóð anna, sem ekki hentar Bretum, sé ósæmileg. Dagblöð sem allitaf eru reiðubúin að ráðast á úlf- ana í Rhodesíu, Suður-Afríku, taka nú undir með úlfunum og láta sem þau haldi að það séu Spánverjar sem ekki vilja samn ingaviðræður. Og samt vita þau fullvel, að Bretar neita að ræða um það eina sem má’li skiptir: Hver á að ráða Gibraltar? Og þegar það er ennfremur vitað að Spánverjar geta ekki sætt sig við neitt minna en endur- heimt landshluta síns, sem Bret ar ráða einungis vegna ofbeldis og þeirrar hljóðlátu ýtni, sem er fólgin í því að ryðja sér til rúms í húsi annars manns, þá vilja ráðamenn Breta að heim- urinn haldi að þeir geri sitt bezta með því að lýsa því yfir að þeir séu fúsir til þess að ræða um það hvernig bezt verði haldið áfram þessu óþolandi á- standi. Spánverjar eru síðan sak aðir um ofstopa í hvert sinn sem þeir grípa til einhverra ráð stafana, án þess að minnzt sé á það, að forráðamenn Bretlands vísa ölkim sáttatillögum á bug og segja að það sé ekki til um- ræður. Fólkið á Gibraltar. Og þó er eitt sem er ennþá verra. Bretar ætlast til þess að umheimurinn haldi að þeir standi vörð um Gibraltar vegna íbú- anna eingöngu. Þetta sjónarmið vekur tvær spumingar.: Erþetta rétt? Ef svo er, er það gild rök- semd? Röksemdin stenzt ekki. Allir vita að Gibraltar er Bretúm heil ög kýr, að íbúarnir voru fluttir á brott hvenær sem Bretar áttu í stríði, eða fluttir á brott þeg- ar landstjóranum þótti henta — án þess að fólkið væri spurt hvað það vildi, án tillits til mann réttinda, án skaðabóta og án miskunnar, eins og kom í ljós bæði 1810 og 1813. Og allir vita, að til þess að halda íbúum Gibr- altar ánægðum, létu Bretar fyTst sem þeir sæju ekki starfsemi þeinra að smygli, leyfðu hana síðan og studdu hana að lokum. Vegna þessa smygls verða skatt borgarar á Spáni að greiða millj ónir punda svo að fólkið á Gi- braltar megi lifa í velsæld. Ár- um saman hafa Gibraltarmenn flutt inn“ meira tóbak en Vest- ur Þjóðverjar og áb'ka mikið af rakblöðum og Spánverjar. Er umhyggja Breta fyrir íbú- um Gibraltar einlæg? Auðvitað ekki. Fólkið er á Gibraltar Keldur tónleika í Skólholtskirkfu Næstkomandi sunnudag, 15. september heldur Haukur Guð- laugsson, orgelleikari á Akra- nesi, orgeltónleika í Skálholts- kirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 4. síðdegis Á efnisskránni verða verk eftir Buxtehude, Bach, Cés- ar Frank og Reger. í júní s.L hélt Haukur orgel hljómleika í Maríukirkju í Lu- beck í Þýzkalandi og voru þeir haldnir í boði borgarstjórnarinn- ar þar. Einnig hélt hann hljóm- leika í Dómkirkjunni í Schleis- wig. í frásögn af hljómleikum Hauks í blaðinu „Schleswiger Nachrichten" segir m.a. að hann hafi sýnrt fram á, að oreglleikur standi á háu stigi á meðal fs- lendinga. vegna þess að þar er herstöð. Ef þar væri engin herstöð, þá væri þar ekkert fólk. Við getum ekki ályktað, að Bretar hafi her stöð á Gibraltar vegna þess að fólkið krefjist þess. Ef gert er ráð yfir, að alls- herjaratkvæðagreiðsla á Gibralt ar sé endanleg, hvernig má þá vera að tíu þúsund atkvæði séu þyngri á metunum en þrjátíu milljónir? Það er grundvallar- staðreynd að Gibraltar er land- fræðilega hluti ai Spáni. Og þótt ekki væri svo augljóst að maður skammast sín fyrir að þurfa að benda á það, þá hefðu Bretar heldur engan rértt til að vera þar. Þeir eru þar einungis af því að þeim var leyft það í Utrecht og síðar í Versölum. Hverjir eru íbúar Gibraltar? Spánverjar fá ékki að setjast að í Gibráltar. og hindr réttu Gi- braltarmenn búa í San Roque, hinum megin við landamærin. Skilgreining Breta á Gibraltar- manni er einföld: „Maður sem er færður á manntal sem slíkur" — nieð öðrum orðum er það mað ur, sem landstjórinn hefur veitt leyfi til þess að búa á Gibraltar Og það er ekki leyft fyrr en eft ir langa og nákvæma rannsókn á högum hans. Konungleg til- skipun frá 28. júní árið 1900 og tilskipun um stöðu Gibraltar frá árinu 1962 hafa þann til- gang að útiloka Indverja frá bú setu á Gibraltar. f síðari til- skipuninni er rétturinn til þess að öðlast borgaralegan rétit á Gi- braltair takmarkaður við fólk sem er fætt fyrir 30. júní 1925. Sá dagur er valin vegna þess að fyrsta indverska barnið í ný lendunni fæddist skömmu síð- ar. Undir þessum kringumstæð- um verður allsherjaratkvæða- greiðsla aðeins skoðanakönnun meðal þeirra manna, sem þegar hafa verið fundnir hæfir til þess að hafa kosningarétt. Það er sjálfsögð skylda að virða hagsmuni íbúa Gibraltar. En ekki er hægt að umbera að þeiir fái að limlesta land um ald- ur og ævi, þeim mun frekar sem athafnir þeirra á erlendu landi eru ógnun við öryggi þess. Sjálfsákvörðunarréttur kemur heldur ekki til greina í þessu tilfelli þar sem Gibraltar er ekki land heldur aðeins nokkrir ferkílómetrar af spönsku land- svæði. Ennfremur eru Gibráltar búar ekki þjóð heldur aðeins nokkur þúsund íbúar frá Mið- jarðarhafslöndunum sem fluttir voru þangað af nauðsyn. Þeir eiga ekki sameiginlega uppruna, menningu eða tungumál eða nokkuð annað sem myndar þjóð arheild. Þeir eru nokkrir sem breytt hafa rökum sínum fyrir því að neita að láta Spánverja fá aftur yfirráð yfir Gibraltar. Fyrst báru þeir við áhuga fyrir mál efnum íbúanna, en nú ganga þeir enn lengra og þykjast líta stjórnarfarið á Spáni hornauga. Tvær spurningar vakna í þessu sambandi. önnur er sú hvort selja eigi þessa tíu eða tuttugu þúsund Gíbraltarbúa í hendur einræðisherra eða ekki. Hin spumingin er hvort Spánn eigi að fá yfirráð yfir klettinum. Hvað fyrri spurningunni við- víkur eru mörg svör við henni. Eitt þeirra er t.d. að hvernig svo sem maður kann að líta á málið — og þótt lífið á Gíbralt ar sé frjálslegt í sjálfu sér — aá býr fólkið við hernaðarein- ræði landstjórans. Enginn heil- vita maður getur nieitað þessu. í herstöð rikir alltaf herstjórn sem ekki er mikið frábrugðin stöðugri hersetu. Og þar sem fá- ir — ef nokkur — íbúanna eru pólitístk þenkjandi er ekki lík legt að þeir myndu finna mik- inn mun á einræðisstjórn lands- stjórans og einræðisstjóm E1 Caudillos. Allar staðneyndir um Gíbralt ar hafa þegar verið lagðar fyrir stjórn Bretlands en tæplega fyr ir almenning. Það var sannar- lega dapurlegt fyrir vinisamleg- an áhorfanda sem í hálfa öld hefur dáðst að brezkum blöðum og fjölmiðlunartækjum að lesa í jafn virtu blaði og „The Tim- es“ frásögn sem var svo hlut- dræg að skömm var að. Eða að hlusta á fréttamamin BBC — í apríl 1967 — yfirlheyra spænska unglinga og reyna að hræða þá til að gefa yfirlýsingu um að þeir teldu kosningar skipta máli. Var þetta — hugsaði ég — Eng land þeirra Gilberts Murrays og Cecils lávarðar? Klett fyrir klettinn Og nú kem ég að hinni bros- legu hlið málsins og að djarf- asta og umdeildasta hluta þess- arar greinar minnar. Fólkið hér í landi lætur sér nákæmlega standa á sama um hvort Gibralt ar verður áfram brezkt yfirráða svæði eða hvort Spánverjar taka völdin. Flestir heyrðu um það rætt I fyrsta skiptið þegar spænska stjórnin reis upp á afturfæt- urna. Miðstéttarfólkið hefur kannski ívið meiri áhuga á málinu, þóbt sá áhugi geti ekki talizt mikilL Samkvæmt minnni reynslu er mið stéttarfólkið hyggið fólk sem er fúst til að ræða allar réttlátar lausnir á vandamálunum. Þar verður þó að undanskilja sagn- fræðinga, stjórnmálamenn ogher foringja sem flestir eru ákafir talsmenn hinnar opinberu stefnu Breta í málinu. Ef almenningur fengi að vita allan sannleikann um Klettinn, um þær áhyggjur, hættur og nið urlægingu sem hann hefur kost- að Spán myndi það strax leiða til aðgerða af hans hálfu. Stjórnmálamennirnir trúa ekkl einu orði af því sem þeir sjálfir segj a um málið. Ég lít á Neðri deild brezka þingsins sem eina skynsamlegustu þingræðisstoín- un í heiminum. Föðurlandsást- in getur ekki verið svo sterk á sínum slæmu sviðum að hún komi þinginu á eiras lá'gt stig og þegar rætt var um Gibraltar. Eing og t.d. í síðustu umræðum í fyrri viku, þar sem aðeins einn maður talaði skynsamlega og ó- hlutdrægt (sem The Times gat að sjálfsögðu lítið sem ekkert um). Misskiljið mig lekki. Ég ber alltof mikla virðingu fyrir öll- um þingmönnunum og dáist of mikið af ýmisum þeirra, til þess að ég haldi því fram að þeir standi þarna og ljúgi. Nei, en þeir eru eins og leikarar á sviði. Þeir nota tvíræð orðatiltæki sem hæglega geta orðið að tvíræð- um hugsanagangi. Menn í opin- berum stöðum eru alltof oft neyddir til þessa. (Viietnam, Sú- ez, Moskva.) í raunini höfum við sönnun fyrir þessu. Við umræðurnar í fyrri viku voru engir aðrir á- heyrendur en ræðumenn sjálf- ir. Húsið var næstum tómt. f Stóra-Bretlandi trúir enginn því að hægt sé að halda Gibralt ar frá Spáni öllu lengur. Þing- mennirnir nota stór orð vegna þess að þeir eru hræddir. Þeir eru ekki hræddir við Franco hershöfðingja, heldur hver við annan. Okkar bezti möguleiki er hin sterka réttlætiskennd brezku þjóðarinnar. Ég er viss um að sameiginleg tilraun allra aðila til að skýra henni frá rétt um málsatvikum myndi leysa vandann á auga-bragði. Stóra- Bretland myndi missa Gibraltar en landið myndi vinna sér virð- ingu allis hieimsins fyrir víðsýni og stjórnkænsku og það myndi einnig öðlast einlæga vináttú Spánverja. Bretland á ekki svo manga góða vini, a.m.k. engan sem yrði jafn góður og Spán. VELJUM ÍSLENZKT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.