Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 12
12 f MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPT. 1066 „John F. Kennedy" tekið í notkun Stœrsta herskip heims er 88.000 smálest ÞANN 7 september sl. var flugþiljuskipið John F. Kenne dy tekið í notkun við hátíð- lega athöfn í Newport News, Virginiu. Flugþiljuskipið, sem ber nafn hins myrta Bandarikjaforseta, var skírt af dóttur hans, Caroline, er það hljóp af stokkunum í fyrra. Viðstödd athöfnina í Newport News voru Jacque- line Kennedy, börn hennar tvö, hinn eini eftirlifandi bróðir forsetans og tvær syst- ur hans. Hinn gamli vinur forsetans og fyrrum landvarnaráðherra, Robert S. McNamara, flutti stutta og áhrifamikla ræðu. Hann lét í ljós þá von sína að friður mætti framvegis ríkja í heiminum. Caroline, hin 10 ára gamla dóttir forsetans, færði skip- inu að gjöf tvo veggskildi með upphleyptri mynd af Kennedy, stóra ljósmynd af honum, þar sem hann gengur einn eftir söndunum við Hy- annis Port og eftirlíkingu af sverði George Washington. Edward Kennedy, öldungar deildarþingmaður, sem Earl Preston Yates, skipherra, hafið boðið að flytja ræðu, vék að hinum löngu og nánu kynnum Kennedyf jölskyld- unar og flotans. Hann minnt- ist á, að elzti bróðirinn, Jos- eph Kennedy jr., hefði fallið sem orrustuflugmaður í flot- anum í heimsstyrjöldinni síð Edward Kennedy flytur ræðu sína um borð í John F. Kennedy. Frá vinstri sjást John Kenn- edy jr., Jaqueline og Caroline Kennedy og Earl Preston Yates, skipherra. ari. Robert F. Kennedy, sem féll fyrir hendi morðingja í júní sl., gegndi herþjónustu um borð í tundurspillinum Joseph P. Kennedy í lok heimsstyr j aldarinnar. Kennedy forseti var yfir- maður tundurskeytabáts á Kyrrahafi í heimsstyrjöldinni og komst lífs af er japanskur tundurspillir sökkti bát hans. Er Edward Kennedy spurði litla frænku sína 'hvort hún vildi segja nokkuð, gekk Car- oline fram og sagði: „Mér er ánægja að því að vera við- stödd þessa athöfn er skip er skírt eftir föður mínum er tek ið í notkun. Bænir mínar munu fylgja ykkur“. Athöfnin fór fram í flug- skýli skiþsins, undir þiljum. Er að fullu hefur verið gengið frá John F. Kennedy verður skipið 88,000 lestir og þar með stærsta herskip veraldar. Um borð verða Phanthom orrustuþotur, sem flogið geta 1,800 mílur á klst. Flugþiljuskipið er hið síð- asta, sem tekið verður í not- kun af olíuknúðum flugþilju- skipum og stóð um smíði þess mikill styrr í varnarmálaráðu neytinu er fyrst var stungið upp á smíði þess 1983. For- stöðumenn flotans óskuðu eftir kjarnorkuknúðu sfcipi, en MoNamara, þáverandi land varnarráðherra, studdi smíði olíuknúins skips, þar sem það yrði ódýrara. Forsetinn féllst að lokum á sjónarmið ráð- herrans og John F. Kennedy, sem kostaði 280 milljónir doll ara, er árangurinn. Úr Austur-Skagafirði Framboð d heyjum BÆ, 10. sept. Eftir harðan vetur, isavor og heyþröng hjá nokkr- um bændum, komu nokkrir dag- ar mjöig hlýir í maí. Þá skilaði gróðri mjög ört fram, bændur uirðu strax mjög vongóðir um gott vor og batnandi hag, en Adam var ekki len'gi í Paradís, því að hörkufrost átti eftir að koma sem eyðilagðl nýkominn gróður og nú kól víða svo mikið að elztu menn mundu ekki ann- meira en eftirspurn að eins. Sprettain varð óvenju sein á sér um alla sýsluna, þó mátti segja að Austurfljót og Blönduhlíð vænu bezt á vegi stödd með sprettu því að þar var hægt að byrj a slátt um mán- aðamót júní—júlí með allgóðum slægjum. Víðast var þó ekfci byrj að fytrr en um miðjan júlí og sums staðar ekki fyrr en um mánaðamót júlí—ágúst. Sum tún voru til að sjá mjög græn en þetta var tómur arfi, sem kom upp úr kölunum. Nýting á heyj- um var góð fyrri hluta sumars. Um miðjan ágúst gerði ágæta sprettutíð, skiptist á rigninga- skúrir og hitaveður, enda þaut þá grasið upp ótrúlaga fljótt, jafnvel þar sem áður var sviðið »g kalið. Menn gerðust nú bj'art- sýnir á heyskaparhorfur, enda voru 'heyin rifin upp. Meðalhey- skapur vaæ sums staðar kominn í ágústlok. Síðast í ágúst komu þó óþurrkar og stormar, sem feyktu nokfcru af heyjum. Þetta er hin gamla saga i búskap bænda að veðurfar einnar næt- ur getur eyðilagt margra vikna erfiði. Nú er heyskap víða að ljúka. Hann er misjafn. Sumir hafa heyjað mjög sæmilega, aðr- ir í meðal'lagi og aðra vantar heyforða. Þarna koma margar ástæður til greina, veikindi og vélabilanir, en oft gengur mjög seint að fá varahluti, sem bila ag getur það valdið ótrúlega miklum vandræðum og jafnvel gert út um hvernig heyfengur verður. Sunnudaginn 8. sept. boðaði svokölluð Harðærisnefnd Bún- aðarsambandsstjórn og alla odd- vita á fund í Miðgarði í Varma- hlíð. Spurðist nefndin fyrir um ástand *g horfur, heyöflun bænda og fl. Heilt yfir má segja að héraðið sé efcki illa statt með heybirgðir. Nofckrar undantefcn- ingar eru þó að bændur hafi nægan forða. Annars eru ekki nægilegar upplýsingar ennþá fyr ir hendf þar sem ekki hefur far- ið fram könnun á heybir'gðum, en framboð á heyjum virðist jafnvel vera meira en eftir- spum. Kartöflur voru settar seint nið- ur og er eftirtekja víðast mjög rýr. VEGIR OG UMFERÐ Ég heyri óvenju lítið talað um slæma vegi í sumar og hefur því líklega verici gott viðhald á þeim. Annars er umferð geysimi'k il og hefur aukizt að mun við tiikomu Múlavegar og Ganganna í gegn um Strákafjall. AXVINNA OG AFKOMA Á Hófsósi hefur verið mjög sæmileg atvinna í sumar. Frysti- húsiS er alveg að verða fulít af fiski, en engin sala hefur fengizt í sumar. Verður þetta mjög erf- itt vegna slátrunar, sem fer senn að byrja, og svo er mikið fjár- magn bundið þarna, en mjög erfitt hefur reynzt í sumar að greiða verkafólki laun sín. Verið er að gera við hafnar- bryggjuna, sem skemmdist í vor af ís. Nú næstu daga er ráðgert að opna sjálfvirka s'ímstöð á Hofs ósi. Hefur póst- og símahús ver- ið í smíðum, og höfðu menn úr Hofsósi þá byggingu á hendi. — Allt þetta hefur gefið Hofsósing- um töluverða vinnu. Mjög erfiður rekstur var á frystihúsi kaupfélagsins síðast- liðið ár og var þar einfcum um kennt of litlu hráefni, en aðeins ‘540 tonn voru lögð þar upp 1967. Einni'g var verzlunarrekstur kaupfélagsins mjög óhagstæður. Nokkurt umtal er nú orðið um sameininigu á kaupfélögunum í SkagafirðL Vegna mikilla upp- sagna úr Innlánsdeild Kaupfélags ins, reyndust því örðugar greiðsl ur og var því horfið að því að Samvinnubankinn yfirtæki og keypti Innlánisdeildina, sem var þá 6,7 milljónir. Kom þetta til framkvæmda 31. ágúst sl. 3—4 bændur hér um slóðir eru nú að hætta búskap og lýtur út fyrir að þessar jarðir fari í eyði. Bændur þessir voru búnir að selja þau hey, er þeir öfluðu i sumar, en nú hafa nokkuð af þeim kaupum gengið til baka vegna betra heyfengs en á horfð ist í fyrstu. Á Hófsósi eru nýlega látin þau Sigurlau'g Einarsdóttir húsfrú og Kristján Ágústsson, útgerðarmað ur. Bæði voru þau vaMnkunnar manneskjur og að þeim eftirsjá miikil. Heilsufar hefur atnnars ver ið þolamlegt í sumar. Þó hefur hettusótt og eitthvað af öðrum kvillum gengið yfir. B. J. Kópavogsbúar Hárgreiðslustofan er tekin til starfa að Álfhólisvegi 39, sími 40954. Auður Eiríksdóttir. Atvinnurekendur Ungan mann vanan öllum Skrifstofu- og fram- kvæmdastörfum vantar framtíðaraitvinnu. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 20. september merkt: „Atvinna — 2246“. Forstöðukonustoðon við leikskóla Sumargjafar Staðarborg er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1. desember n.k. Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar Fornhaga 8 fyrir 25. þ. m. STJÓRN SUMARGJAFAR. 7 munnu Peugeot stution Peugeot er bíllinn fyrir íslenzka staðhætti, mjög sterk- byggður, kraftmikill, sparneytinn, ódýr í viðhaldi, aksturseiginleikar frábærir. Höfum á lager bíla af gerðinni 404 station 7 manna. HAFRAFELL Brautarholti 22 — Sími 23511. Heimdallarfélagar Hafið samband við skrifstofu félagsins í dag milli kl. 16 og 19 í síma 17102 vegna aukaþings S.U.S. STJÓRNIIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.