Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 17
MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPT. 1068 17 og er heldur ekíki rétt. Skipið var fyrst og fremst farþegaskip. Ekki er ég viss um hvort ég skil orðalagið „rökkurmóða morgunroðans" (bls. 100), en skrautlegt er það. Á bls. 103 segir, að höggvið hafi verið „djúpt skarð í aiuðdind ir landsins“. Er rétt mál að höggva skarð í lind, djúpt eða grunnit? Á fols. 109 er notað orðið „kink ■ur“, enlska „kink“. Um þetta eru til t.d. hnökri, snúður, gálmi og snurða, svo eitthvað gé nefnt. Á bls. 128 er orðið „vélreið". Orðið „reið“ mun þýða vagn (bifreið, eimreið), og orðið er hér ekki í nokkru satmlbandi við textann. [Þýðingin á orðinu „sdhnorchel“ með „trými“ er varla rétt. Stundum hefiur þetta verið nefnt „rani“, „túða“ o.fl., en verulega heppilegri þýðingu á þessu orði man ég ekki eftir í svipinn. Á bls. 134 segir, að bilið hafi breikkað milli skipanna. Þetta má misskilja, því að hér er um að ræða breytingar á gerð og hraða skipa ,ekki afstöðu þeirra hvers til annars. Á bls. 173 segir að „United States“ sé hraðskrei'ðasta skip heims - meðalhraði 32 hnútar. Á bls. 84 er hraði .J'rance” talinn 33 hmútar, og að það skip geti farið með 35.2 hnúta hraða (bls. 94). Hvað er rétt? Á bls. 9 segir, að niútímia haf- skip sé í rauninmi fljótandi kassi (og má auðvitað segja það um öll skip, bæði a@ fornu og nýju), en að þessi kassi sá „yfirmiáta" flókinn að gerð. Orðið „yfir- máta“ er fyrst og fremst hrá danska, ovenmáde, og þýðir eitt- hvað - sem gengur úr hófi fram, og á engan rétt á sér í því sam- bandi, sem hér er um að ræða. Annar kafli bókarinnar ber fyrirsögnina: „Hönnun til að temja hafið“. „Hönnun" mun ný yrði, og ekki að finna í algemg- um orðabókum, emda hafa fáir, sem ég hefi spurt, skilið fyllilega hvað í orðinu felst. En mikið hlýtur það að vera, því að með „hönnun“ á hvorki meira að gera né minna en „temja“ hafið. f>á vita menn það, og má segja að betra sé seint en aldrei. En grunlaust er mér ekki að rmargir séu heldur vantrúaðir á „tamn- inguna“, hvort sem þeir skilja hvað „hönnun“ er eða ekki. Á bls. 195 er mynd af skipi, sem kallað er „Baltimore-klipp- er-skip“. Þetta er villandi. „Klipper“-skipin Voru sérstæð að gerð og búnaði, og uimrætt skip á ekkert skilt við „klipper" skip. Mest líkist skipið „skonn- ortubrig", en þó eru á myndinni tvö segl, sem varla tilheyra með réttu þeirri tegund skipa. Um skip, sem voru með ýrmsum og stundum æði kynlegum afbrigð- um af siglu- og seglbúnaði, not- uðu Bretar o.fl. þjóðir orðið „hermafrodite", sem helzt mætti þýða með viðrini, eða svo hof- mannlegra orð sé notað í fallegri bók, blendingur. Heldur meinleg villa er á bls. 79, en þar segiir að Great East- ern (Austri hinn mikli) hafi lokið ævi sinni sem fijótandi skemmtiistaðuT á Merseyánni í Bandaríkjunuim. Great Eastem var um skeið sýningarstaður eða skip (og komu þar m. a. tveir fslendingar, sbr. Ferðaminning- ar Svbj. Egiissonar), og lá á Mersey-fljóti, ekki í Bandaríkj- AUGLYSINGAR 5ÍMI 2S.4*aO - HUGÐAREFNI UIMGS FÓLKS - ÞJÓDMÁLAVERKEFNI NÆSTU ÁRA Á aukaþingi Sambands ungra Sjálfstæðis- manna, sem haldið verður 27. — 29. sept. n.k., munu ungir Sjálfstæðismenn ræða þjóðmálaverkefni næstu ára og marka stefnu samtaka sinna að því er varðar hin ýmsu veigamiklu verkefni, stór og smá, sem úrlausnar bíða. Ungir Sjálfstæðismenn vilja gefa ungu fólki kost á að koma hugðarefnum sínum og tillögum, sem fallið geta undir titilinn „Þjóðmálaverkefni næstu ára“, á framfæri. Því er fólki bent á, að allar hugmyndir og tilögur, sem sendar verða skrifstofu S.U.S. fyrir 26. sept. nk. munu verða kynntar á aukaþingi samtakanna og afstaða tekin til þeirra. s.u.s. unum, heldur í Bretlandi. Við þá á strendur Liverpool, en ein af grannborgum hennar eða út- borgum er Birkenhead. Þangað var Great Eastern að lokum dreginn og riifinn sundur, og lauk þar með sögu skipsins (1886). Skip þetta var um margt hið merkilegiasta, en véltækni var um þessar mundir svo skammt á veg komin, að skipið reyndist ofvaxið því vélarafli, sem þá var þekkt. (18.915 br. lestir og stærsta skip, sem sjósett vax þar til 1899). Heimild að framan- rituðu er í einni af bókum þeim, sem taldar eru til heimildarrita í þessari „alfræðibók". Skipin, og það hvartflar ósjéllfrátt að manni hvort hinir 14 „höfund- ar“ hafi notað heimildir sínar samvizkusamlega eða af tak- markaðri nákvæmnL Um sjálfa þýðingu bókarinnar get ég ekki dæmt þar eð ég hefi ekki þá bók handíbæra, sem þýtt befur verið eftir. Orðfæri og setningaskipun virðist sumsstað- ar ekki rétt íslenzkulegt og jafn vel viílandi. En þýðandi getur orðið að sigla milli skers og báru við þýðingu bókar sem þessarar, og kann þá smekkur að ráða, en um hann er ekki deilandi, eins og kunnugt er. Villur þær, sem ég hefi tínt til hér að framian, eru flestar smávægilegar, en þó ekki til þess fallnar að vekja trauist á bókinni, sem auk þess gerir kröfur til þess að vera „alfræSi- bók“ um „Skipin", þar er ekkert undantekið. Og til forlags eins og AB verður að gera strangar kröfur, svo mikið og margvís- legt lesefni leggur það Islend- ingum tiL Furðulegasti og afleitasti galli þessarar bókar AB er þó ekki það, sem í henni stendur, heldur hitt, sem hún þegir um með öllu. Á bls. 195 segir: Hlutverk skipa er „í meginatriðum hið sama og það hefur alltaf verið: Að flytja várning og farþega og heyja styrjaldir." Á veiðiskip er ekki minnst (nema hvað, mynd er af hval- veiðimóðurskipi á bls. 195, og búið er). Hvað er orðið atf veiði- flota allra þjóða og alda? Hetfur sá floti ekki haft neinu hlut- verki að gegna, sem vert sé að minnaist á í alfræðibók um skip? Víst eru fallegri myndir af lúks- usfarinu „France“ heldur en fást mættu af kolakyntum togara- kláfi í Norðurhöfum, japanskri djúnku á Kyrrahafi eða portú- galskri skonnortu á Grand Banks. Samt eiga þessi skip, og ótal mörg fleirL sína sögu, sem er engu síður nátengd lífi mannfólksins á jörðunni frá upphafi vega, heldur ett t. d. kaíbátar og djúphafskúlur. Um þessi skip eru til margdr dioðr- antar og þykkir, og væri það út af fyrir sig verðugt verkefni fyrir AB að gera því máli skil. Eða svo mundi a.m.k. mörgum íslendingi sýnast. ísafirði í janúar 1968. Bárður Jakobsson. Fargjaldalækkun til og frá New York Frá 9. september til 31. marz giida 21 dags hagstæðu fargjöld- in samfellt í báðar áttir. — Vetrarfargjöldin lágu gilda vestur frá 29. september til 16. júlí. Gerið svo vel að kynna yður afslættina. sem við höfum nefnt Gestaboð til Bandaríkjanna. Skrifstofur Loftleiða, ferðaskrifstofurnar og umboðsmenn Loft- leiða úti á landi gefa allar nánari upplýsingar. NJÓTIÐ HINNA HAGSTÆÐU FARGJALDA OG GÓÐKUNNU FYRIRGREIÐSLU MEÐ ROLLS-ROYCE FLUGVÉLUM LOFTLEIÐA ÍOFTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.