Morgunblaðið - 19.09.1968, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. SEPT. 1968
Útflutningur Dana á
fiskflökum eykst
í VIÐTALI, sem nýlega birtist í
blaðinu Dansk Fiskeri Tidende
við formann sambands danskra
fiskútflytjenda kom fram, að út-
flutningur á nýjum þorskflök-
um liefði aukizt um 3%>/2 og út-
flutningur á frosnum flökum um
Tengdosonur
Frnnco skiptir
um hjnrtn
Madrid, 18. september. AP.
Níu skurðlæknar undir for-
ystu tengdasonar Franco þjóð-
arleiðtoga, dr. Crisobal Marti-
nez Bordui, skiptu í dag um
hjarta i 44 ára gömlum manni í
La Paz-sjúkrahúsi í Madrid.
Þetta er fyrsti hjartaflutningur-
Inn, sem reyndur hefur verið á
Spáni, og er líðan hjartaþegans
góð. Hjartað var úr spánskri
konu, sem fórst í slysi skammt
frá Madrid, og var það rann-
sakað á Pasteur-stofnuninni í
París áður en það var sett í
hjartaþegann, Juan Rodriugze
Grille, sem er pípulagningamað-
ur.
um það bil 22%.
Á tímabilinu 1. júlí í fyrra til
1. júlí sl. fluttu Danir út 4.100
tonn af nýjum þorskflökum og að
minnsta kosti 22.000 ton'n af
frosnum flökum.
Þrátt fyrir þessa aukningu
hefur átt sér stað verðlækkun á
markaðnum á þessu tímabili,
segir í viðtalinu. Verðið sem
fengizt hefur að meðaltali verið
10% lægra á þessu tímabili mið-
að við næsta tímabil á undan.
Eins og venjulega eru Banda-
ríkin langstærsti markaður
danskra fiskútflytjenda og er
þangað seldur um það bil helm-
ingur alls fiskflakaútflutnings
þeirra. Svíar og Englendingar
eru einnig góðir viðskiptgvinir.
Talsvert magn er einnig selt
til austantjaldslandanna. Á þeissu
ári verða til dæmis seld 1.000
tonn af flökum til Tékkóslóvak-
íu. Útflutningurinn þangað hef-
ur iskki orðið fyrir neinum hindr
unum þrátt fyrir ástandið í land-
inu. Fyrir nokkrum dögum fór
formaður sambands danskra fisk
útflytjenda til Tékkóslóavkíu 4il
þess að semja við stjórnvöld þar
um sölu á fiskflökum á næsta
ári. Þó var ekki vitað hvort af
viðræðum gæti orðið.
Afgreiðslustúlka
rösk og ábyggileg, ekki yngri en 25 ára, óskast nú
þegar í sérverzlun í Miðbænum.
Vinnutími frá kl. 1 — 6.
Umsóknareyðublöð liggja frami á skrifstofu Kaup-
mannasamtakanna Marargötu 2.
Aukavinna — sölustarí
Traust fyrirtæki óskar eftir að ráða starfsfólk til söki-
og kynningarstarfa. Gott tækifæri fyrir áhugasamt og
ötult fólk, sem vill skapa sér arðvænlegt starf, jafn-
vel framtíðaratvinnu. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu
blaðsins fyrir sunnudag, 22. þ.m. merkt: „Áhugi —
2264“.
Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu er farið að selja
Lögberg-Heimskringlu á götum Reykjavíkur. Þetta er eina blað-
ið, sem gefið er út á íslenzku í Veseturheimi.
Um daginn rákumst við á ungan pils, sem var að selja Lög-
berg-Heimskringlu og er myndin tekin, þegar Sigurður Líndal
hæstaréttarritari var að kaupa sér e intak.
(Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.).
Neita samningum
viö Viet Cong
París, 18. sept. NTB-AP.
SAMNINGAMENN Norður-Viet-
nams og Bandarikjanna héldu í
dag 22. fund sinn í París í dag
án þess að nokkuð miðaði í sam-
komulangsátt. Á fundinum sagði
bandaríski fulltrúinn Cyrus
Vance, að tiiraun Norður-Viet-
nama til að kúga Suður-Viet-
nama tU hlýðni væri dæmj til að
mistakast og hélt því fram, að
Þjóðfrelsisfylkingunni og Viet
Cong væri stjórnað frá Hanoi.
Þar með kom fram, að Banda-
ríkjastjórn neitar að ganga að
því skilyrði kommúnista að
semja við Viet Cong, nema því
aðeins að Saigonstjómin eigi að-
Ud að slíkum samningum.
Sovézkt geimfar
Manchester, 18. sept. NTB.
SOVÉZk tungflaug fór fram hjá
tunglinu í 1.600 kílómetra fjar-
lægð í dag og er sennilega á leið
aftur til jarðar, að þvi er Sir
Beraard Lovell, forstjóri rann-
sóknarstöðvarinnar í Jodrell
Bank, skýrði frá í dag. Flaugin
fór fram hjá tunglinu snemma í
morgun og sendi fjölda upplýs-
inga til jarðar.
Talsmaður sovézka utanríkis-
ráðuneytisins vísaði í dag þess-
ari frétt á bug, en gaf enga nán-
ari skýringu. Á sunnudaginn
skutu Rússar á loft geimflaug,
sem b:r nafnið Zond-5, en ekki
var sagt hver tilgangur tilraun-
arinnar væri, og síðan hefur
ekkert verið sagt um flaugina.
Zond-3, sem skotið var 1905, fór
á braut umhverfis sólu og hafði
áður tekið myndir af þeim hluta
tunglsins, sem snýr frá jörðu.
Sir Bernard Lovell sagði, að
Rússar mundu sennilega reyna
að koma tunglflauginni aftur til
jarðar á föstudagskvöld. Bann
sagði, að h ■ mlaflaugum hefði
ekki verið skotið þegar flaugin
nálgaðist tunglið. Hann kvaðst
telja, að mesta vandamál Rússa
væri í því fólgið, að koma flaug-
mni aftur til jarðar og þegar
þeir hefðu leyst það vandamál
mætti gera ráð fyrir að þeir
sendu mannaða flaug til tungls-
ins.
-sokkabuxur
og nælon-sokkar
viðurkennd gæðavara framleidd úr bezta
nælongarni „TENDRELLE“ nælon.
Fara vel á fæti.
Falleg áferð — Tízkulitir.
WOLSEY-sokkabuxur framleiddar
í 20 og 30 denier.
WOLSEY-sokkar 1 15—20 og 30 denier.
WOLSEY hefir áratuga reynslu
í sokka-framleiðslu.
WOLSEY eru seldir í Reykjavík:
Parísarbúðin. Austurstræti 8. London dömu-
deild, Austurstræti. Verzl. Tíbrá, Laugavegi 19.
Holts Apóteki, Langholtsvegi 84.
í HAFNARFIRÐI:
Geir Jóelssyni skóverzlun og Hafnar-
fjarðar Apóteki.
/\ÁJotóeu hícedcl ee uetLtcedcl
Árús ú pólskt
skip í Mianti
Washington, 18. sept. AP-NTB.
BANDARÍSK yfirvöld hafa beð-
ið pólsk yfirvöld afsökunar og
fyriskipáð rannsókn vegna skot-
árásar, sem gerð var á pólskt
skip í höfninni í Miami á mánu-
daginn, að því er talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytinu
skýrði frá í dag. Sendiherra Pól-
lands í Washington hefur mót-
mælt árásinni.
Engan sakaði í árásinni, og
skipið er farið frá Miami áleiðis
til Mexikó með íþróttaútbúnað
handa pólsku olympíuförunum.
Óþekktur maður hringdi til lög-
reglunnar, kvaðst vera fulltrúi
samtaka kúbanskra útlaga og
sagði að skotið hefði verið á skip
ið til að mótmæla innrásmni í
Tékkóslóvakíu. Aðeins eitt skot
hæfði skipið.
Liiandi 101
dag í gröf
Skegness, 18. september. NTB
38 ára gömul húsmóðir og fyrr
verandi nunna, Emma Smith, er
stigin upp úr gröf sinni, þar sem
hún hefur Iegið 101 dag. Þar
með hefur hún sett nýtt heims-
met, sem frinn Mike Meany átti,
um 40 sólarhringa. Frúin lét
grafa sig í likkistu í skemmtigarði
í bænum Skegness í Englandi og
er sögð við góða heilsu.
FÉLAGSLÍF
Ármann, handknattleiksdeild
karla
Þriðjudagar, Réttarholtssk.:
Kl. 9.30 - 10.15 - 2. fl. karla.
Kl. 10.15 - 11.10 - mfl. og 1. fl.
karla.
Fimmtudagar, íþróttahöllin:
Kl. 8—9.20 mfl. karla.
Föstudagar, íþróttahús Sel-
tjarnarhrepps (opnað 1. okt.):
Kl. 6.50 - 7.40 mfl. og 1. fl.
’karla.
Kl. 7.40 - 8.30 2. fl. karla.
Mætið vel og stundvíslega.
Nýir félagar velkomnir, mun-
ið eftir æfingagjöldunum.
Stjórnin.
Fram, handknattleiksdeild
Æfingar í vetur verða sem
hér segir:
Meistarafl. karla:
Réttarholtsskólin-n fimmtud.
kl. 9.20—10.10 e. h.
íþróttahöllin föstud. kl. 7.40—
8.30 e. h.
1. fl. og 2. fl. karla:
Hálogaland þriðjud. kl. 7.40—
8.30 e.h.
Réttarholtsskólinn fimmtud.
kl. 10.10—11 -e. h.
íþróttahöllin föstud. kl. 8.30—
9.20.
3. flokkur karla:
Hálogaland þriðjud. kl. 6.00—
7.40 e. h.
Hálogaland sunnud. kl. 17.10—
18.00 e. h.
4. flokkur karla:
Hálogaland föstud. kl. 6.00—
7.50 e. h.
Hálogaland sunnud. kl. 3.30—
5.10 e. h.
Mfl. og 1. fl. kvenna:
íþróttahöllin miðvikud. kl.
6.50—7.40 e. h.
Hálogaland föstud. kl. 8.30—
9.20 e. h.
2. flokkur kvenna:
Hálogaland föstud. kl. 9.20—
10.10 e. h.
Hálogaland sunr.ud kl. 11.10—
12 f. h.
Fjölmennum og mætum stund
víslega. — Æfingin skapar
meistarann. — Stjórnin.