Morgunblaðið - 19.09.1968, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. SEPT. 1968
27
og skotin lentu í öruggum hönd-
um Sigurðar, flugu yfir og frtam-
hjá eða varnarmenn stöðvuðu
sóknina.
Látlítil sókn.
f síðari hálfleik kom Graza
inná fyrir Toni og litlu síðar fór
Simoes út af og inn kom Cavem.
En ekkert dugði. Að vísu var
mikið sótt að Valsmarkinu áfram
en hætta skapaðist aldrei mikil.
Á 16. mín átti Coluna skot af
vítateig, sem Sigurður varði
mjög vel og litlu síðar komst
Eusebio í gegn með sendingu
Coluna en kiksaði og skotið fór
framhjá.
í hverju upphlaupi Vals á
þessu tímabili voru sóknarmenn
Vals leiknir rangstæðir og þann
ig runnu upphlaupin út í sand-
inn fyrir ekkert. I>arna sást
greinilega munurinn á atvinnu-
og áhugamennskunni.
Á 20. mín. varði Sigurður
glæsilega hættulegt skot Col-
una.
Á 2ö. mín. átti Augustu hættu
legt skot eftir stutt spiil inn að
teig Vals og þarna bjargaði Þor-
steinn á marklínunni. Litlu síð-
ar komst Eusebio einn innfyrir,,
Liðin.
Valsliðið var mjög heilsteypt í
þessum leik og enginn maður
brást sínu hlutverki — þvert á
móti uxu allir að ásmegin við
það hversu vel toerfi þeirra dugði
gegn atvinnumönnunum dýru.
Sigurður markvörður á sérstak-
an heiður skilið, en einnig allir
hinir, varnarmennirnir allir, en
sérstaklega ber og að nefna Reyn
ir Jónsson og Ingvar Elísson,
sem áttu mjög góða spretti. í
heild var leikur liðsins emn sá
stsrkasti sem félagið hefur náð
— og má ef til vill rekja það, að
grundvallarmunur er á áhuga-
mannaknattspyrnu og atvinnu-
mennsku. Atvinnumenn eru
ávallt hræddir við návígi, vilja
ekki eiga á hættu að tapa þeim
og verða að athlægi fólksins.
Um þetta var Valsmönnum
sama, þeir óðu gegn frægustu
stjörnum heims óhræddir
og unnu oft návígin — höfðu
enda allt að vinna, engu að tapa.
Til að byrja með efa ég að
Bsnficaliðið hafi leikið af full-
um krafti, hefur talið þrautina
auðunna. En er á leið var leik-
ið af fullu og allt reynt, en leið-
in fannst ekki. Langbezti maður
Krakkaskríll ruddist inn á völlinn í leikhléi og gerði aðsúg að Portúgölum — aðallega Euse-
bio. Var þetta til mikilla leiðinda og réðu vallarstarfsmenn ekki við neitt. Sagan endurtók
sig í leikslok. (Ljósm. Sv. Þorm.)
liðsins var Coluna fyrirliði, með
feikilega yfirferð og sérstaklega
skemmtilegan leik. Á stundum
beittu þsir brögðum atvinnu-
manna, þá er návígi var að tap-
ast. Það er kannski skiljanlegt,
en ljótt eigi að síður.
Ágætur dómari í leiknum var
írinn P. J. Graham, sem hélt
Hér tókst Sigurði að bjarga með blátánni. Augusto og Torres horfa spenntir á. Þorsteinn til-
búinn til varnar í hominu — eins og þegar hann varði á línunni. (Ljósm. Sv. Þorm.)
leiknum vel í skorðum, útbýttiig í veg fyrir grófan leik.
áminningum strax og kom þann — A. St.
Leikurinn í tölum
Benfica
Valur
Fh. Sh Fh Sh.
Skot framhjá 14 6 — 20 1 1 = 2
Skot yfir 1 2 = 3 0 0 = 0
Varið á línu 0 1 — 1 0 0 = 0
Skot varið 11 12 = 23 1 0 = 1
Hornspyrnur 6 6 12 2 1 = 3
Aukaspyrnur 7 5 12 8 5 = 13
Rangstaða 1 0 = 1 0 4 = 4
Sveinameistaramót
Sveinameistaramót Reykjavík-
ur í frjálsum íþróttum fer fram
á Laugardalsvellinum, fimmtu-
dag 19. og föstudag 20. sept., og
hefst kl. 18 báða dagana.
Keppnisgreinar verða: Fimmtu
dag: 100 m, 400 m hlaup, lang-
stökk, stangarstökk, kúluvarp og
kringlukast.
FöstudagUrinn: 200 og 800
metra hlaup, þrístökk, hástökk,
spjótkast, 80 metra grindahlaup
og 4x100 metra boðhlaup. Keppni
í sleggjukasti mun fara fram á
Melavellinum 24. eða 25. sept.
og verður nánar tilkynnt um það
síðar.
I sEimbandi við sveinameistara
mótið verður keppt í nokkrrun
greinum kvenna: 100 metra
hlaupi, hástökki og kúluvarpi
fyrri daginn og langstökki og
kringlukasti síðarí daginn.
Keppendur eru beðnir áð mæta
tímanlega og láta skrá sig til
keppni í síðasta lagi 1/2 felst.
áður en hún hefst.
Armann — ÍK — KR.
en skaut framhjá úr dauðafæri.
Síðustu mínútur leiksins voru
mjög spennandi, því spurningin
var hvort Val tækist að halda
marki sínu hreinu. Harðar at-
lögur voru að því gerðar, en
samstillt átak í vörn bjargaði
málunum ætíð. Portugalarnir
voru síðari hlutann orðnir heit-
ir mjög, kölluðust mikið á og
jafnvel rifust. Þeir fundu ekki
leiðina sem dugði, — það ergði
þá.
EM-leikir
TJRSLIT í öðrum leikjum Ev-
rópubikairkeppninnar í gær urðu
þessi:
Meistaralið:
Malmey — AC Milan 2-1
Val-efcta (Florehs) — Reipas
Finnil. 1-1
Numberg — Ajax 1-1
Manc. City — Fenerbache
(Tyrkl.) 0-0
Rosenborg — Rapid Vin 1-3
WaJterford — Manoh. Utd 1-3
AEK Aþenu — Ju-enesse (Lux.)
3-0
Steaua Búfearest — Spartak
(Tékk.) 3-1
Bikarmeistarar.
Cardiff — Oporbo (Portúgal) 2-2
Dunfermline — Apoed (Kýpur)
101
Rumelange (Lux.) — Sliema
(Malta) 1-0
Randers Freja — Shamrock
(írland) 1-0
Crusaders — Norrköping 2-2
„vio erum enn ósigraöir heima
«■
ÞAÐ voru að vonum himin-
lifandi Valsmenn sem við
hittum í búningsklefanum að
leik loknum. Forustumenn
liðsins voru þar komnir til
að fagna leikmönnum og
klöppuðu þeim í bak of fyrir.
„Við erum enn ósigraðir á
heimavelli!“ hrópaði einhver
og menn tóku undir það með
fagnaðarlátum. Sá fyrsti sem
við fengum tii að spjalla við
okkur var Sigurður Dagsson
markvörður. Hann hafði þetta
að segja um leikinn:
Jú, þetta var sannarlega
erfiður leikur. Annars átti ég
von á því að þeir hittu betur,
en skotin voru föst og snögg.
Ég reiknaði með að þurfa að
sækja boltann oft í netið í
þessum leik, jafnvel 5—8 sinn
um.
★
ÓIi B. Jónsson þjálfari Vals
skipulagði leikaðferðina sem
gafst svo vel. Hann sagði:
Við reiknuðum reyndar alltaf
með að tapa leiknum, þótt ég
segi að enginn leikur sé tap-
aður fyrr en hann er búinn,
og með það fóru strákarnir
út á völlinn. Við vorum bún-
ir að leggja Ieikaðferðina nið
ur fyrir okkur, og síðast í
dag drukkum við saman kaffi
í rólegheitum og fórum yfir
hana. Og hún heppnaðist líka
svo sannarlega. Mér fannst
Benfica ekki eiga nema eitt
hættulegt tækifæri og það
skapaðist af mistökum okkar
manna. Við leikum sömu takt
ik í Portugal og ég reikna með
því að þjálfari þeirra reyni
að finna mótleik.
Gunnsteinn Sfeúlason sagði:
Þetta var mjög erfiður leikur,
en sannast sagna átti ég von
á því að þeir væru betri, sér-
staklega Eusibio.
Hermann Gunnarsson fyrir
liði Vals sagði: Jú, ég er undr
andi yfir úrslitunum. Ég held
að það sé langt síðan að Val-
ur hefur átt svo góðan Ieik.
Við vorum allir ákveðnir í að
berjast til þrautar og gerðum
það. Sigurvissan spillti líka
fyrír Portúgölunum. Allir
reiknuðu með stórsigrí þeirra.
Annars hef ég aldrei leikið á
móti Iiði þar sem leikmenn-
irnir hafa rifizt eins ógur-
lega. Sérstaklega bar á þessu
í síðari hálfleik. Þeir voru
greinilega orðnir vondir.
Bezti maður þeirra var tví-
mælalaust Coluna. Hann var
lykilmaður að öllu spili þeirra
og alis staðar á vellinum.
Þorsteinn Friðþjófsson bak
vörður sagði: Ég hugsaði ekki
um hvort þeir væru góðir eða
slæmir leikmenn. Reyndi bara
að standa mig. Simoes var að
mínu áliti bezti maður þeirra.
Ingvar Élisson sagði: Ég
átti sannarlgea ekki von á
þessum úrslitum og er auð-
vitað mjög ánægður. Við vor-
um ráðnir í að selja okkur
dýrt, og gerðum það líka. Mér
fannst Coluna bezti maður
Portúgalanna. Vörn þeirra
var einnig góð, en þó var hægt
að komast fram hjá henni.
Þegar það tókst fannst mér
þeir hins vegar vera einum
of grófir og hugsa jafnvel
eins mikið um lappimar á
manni og boltann.
Það hafa víst fæstir öfund-
að Pál Ragnarsson áf því hlut
verki að gæta Éusibios. Én
þegar á hólminn var komið
reyndis Páll hlutverki sinu
vaxinn. Hann hafði þetta að
segja: Mér fannst ekki erfitt
að gæta Eusibios. Hann hafði
svo litla yfirferð á vellinum.
Að vísu elti ég hann aldrei
fram yfir miðju og þurfti því
ekki að hlaupa svo ýkja mik-
ið.
Þá var það alltaf Torres
sem lagði boltann fyrir hann.
Ef Torres var með boltann
vissi ég á hverju ég átti von.
Nei, þetta var ekkert erfiðara
en að gæta íslenzks sóknar-
manns, sem maður verður
stundum að elta lon og don.
Ægir Ferdinandsson for-
maður Vals var að vonum á-
nægður með úrslitin. — Strák
arnir komu mér á óvænt. Bar
áttugleðin var áberandi og
hún hafði mikið að segja. Éð
hef það á tilfinningunni að
Benficamenn geti betur en í
þessum leik, og muni gera
betur í Portúgal. Það verður
óhagstæðara fyíir okkur að
spila þar, en ekki vildi ég spá
um úrslitin, þótt allar líkur
séu á að Benfica vinni þar
með nokkrum mun.