Morgunblaðið - 24.09.1968, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1968
UM UIMGT FOLK
I UMSJON GUNNARS SVAVARSSONAR
OG INGIMUNDAR SIGURPÁLSSONAR
Mjófilmuklúbbur
Æ ALGENGARA gerist það nú,
að menn eignist kvikmyndavélar
og hefji tökur kvikmynda. Meg-
inhluti þeirra eru fjölskyldu-
imyndir, en aðrir vinna að öðrum
og hefji töku kvikmynda. Meg-
heimildarmyndum. Til þess að
ná sem beztum árangri er æski-
legt, að menn geti komið saman
og rætt hverjir við aðra um
verkefni sín, en ekki er okkur
kunnugt um, að starfandi hafi
verið samtök með þessum til-
gangi.
Fyrir skömmu boðuðu tveir
ungir menn okkur á sinn fund,
þeir Jón A. Egilsson og Skúli
B. Árnason, til þess að kynna
starfsemi nýstofnaðs mjófilmu-
klúbbs. Húsakynni hans eru í
bílskúr við Langholtsveg 27 hér
í Reykjavík. Þegar þangað kom,
var annar félaganna, Skúli B.
Árnason, þa-r til móttöku. Skúr-
inn er skemmtilega innréttaður
með tilliti til töku og sýningar
kvikmynda, auk þess sem að-
staða er ti-1 að vinna að myndum.
Við spyrjum Skúla nú fyrst,
hver tildrögin voru að stofnun
klúbbsins.
„Við höfum lengi haft ódrep-
andi áhuga á kvikmyndagerð og
reynt að leita félagsskapar ann-
arra til að vinna að þessu sam-
eiginlega áhugamáli. Til þess að
ná góðum árangri teljum við
æskilegt að fá álit sem flestra í
ljós, og vonum við, að það tak-
ist með stofnun klúbbsins.“
Hvernig telur þú aðstöðuna
hér vera?
„Fyrir um það bil mánuði fest-
um við okkur þetta húsnæði til
Hér sést Skúlj vinna að klippingu myndar, en fyrir aftan hann
situr áhugamaður og blaðar í nýjum tímaritum.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 20., 22. og 24. tbd. Lögbirtingablaðsins
1968 á hluta í Álftamýri 6, hér í borg, þiingl. eign Þórarins
A. Flygering, fer fram eftix kröfu Gjaldheimtunnar í
Reykjavík á eigninni sjálfri, föstudaginn 27. sept. 1968,
kl. 11.30 árdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 20., 22. og 24. tbl. Lögbirtinjgablaðsins
1968 á hluta í Álftamýri 40, hér í borg, eign Sigríðar
A. Ásgeirsdóttur fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar
í Reykjavík, á eigninni sjálfri, föstudaginn 27. septem-
ber 1968, kl. 13.30 .
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 9., 11. og 13. tbl. Lögbirtingablaðsins
1968 á Langagerði 26, hér í borg, þingl. eign Magnúsar
Thorvaldssonar fer fram eftir kröfu Axek Einarssonar
hrl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Sparisjóðs vélstjóra,
Kristins Einarssonar hdl., Iðnaðarbanka íslands h.f., Arn-
ar Þór hrl. og Birgis ísl. Gunnarssonar hrl. á eigninni
sjálfri, föstudaginn 27. sept. 1968, kl. 11 árdegis.
___________Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
N auðungaruppboð
sem auglýst var í 37., 39. og 40. tbl. Lögbirtingablaðsins
1968 á Skipasundi 15, hér í borg, þingl. eign Bjama Bender
fer fram eftir kröfu Ólafs Þorgrímssonar hrl., og Gjald-
heimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, föstudaginn
27. sept. 1968, kl. 16.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 37., 39. og 40. tbl. Lögbirtingablaðsins
1968 á hluta í Álfheimum 48, hér í borg, þingl. eign Kol-
beins Guðjónssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar
Landsbankans og Jóns Hjaltasonar hrl., á eigninni sjálfri,
föstudaginn 27. sept. 1968, kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið I Reykjavík.
Skúli B. Ámason annar stofn-
andi mjófilmuklúbbsins.
leigu, og höfum við síðan unnið
að innréttingu þess. Hér geta
félagsmenn komið og unnið að
klippingu og samsetningu mynda
sinna, egar þeir vilja, og láta
um við þau tæki, sem með þarf,
í té. Allar þær filmur, sem við
vinnum að, eru 8 mm, og eigum
við nú fullkomna 8 mm sýning-
arvél með tóm, sem klúbbfélag-
ar hafa greiðan aðgang að.“
Hafið þið ekki í hyggju að
vinna að einhverju sameiginlegu
markmiði?
„Auk þess, sem áður um gat,
höfum við í hyggju að vinna
sameiginl’ega að töku kvik-
mynda, og þá aðallega leiknum,
sem ætlunin er, að klúbbfélagar
leiki sjálfir í. Aðstaða er hér til
að taka upp innisenur, og mun
Jón Axel vinna að sviðsetningu,
því hann er afbragðs teiknari.“
Hafið þið hugsað ykkur að
hafa hér sérstök fundarkvöld, og
ef svo er, hvernig verður þá
dagskráin?
„Ákveðin fundarkvöld verða
ekki, en hér verður alltaf opið
hús. Við höfum komið okkur upp
ágætu lestrarefni, og verða ávallt
fyrir hendi nýjustu fréttir úr
kvikmyndaheiminum, því við
fáum sendi hingað tímarit viku-
lega með þeim upplýsingum.“
Kvöldið, sem við heimsóttum
klúbbinn, dreif að nokkra unga
menn, sem virtust sýna klúbbn-
um mikinn áhuga, og spurðu
þeir ákaft um starfsemina.
Nú á þessari stundu vinna þeir
félagar hvor um sig að töku
kvikmynda, og er í annarri
þeirra hæðst að því, þegar
Frakkar drógu úr liðstyrk sín-
um í NATO, en hin er skop-
stæling af glæpamjmdum.
„Þess má að lokum geta,“ seg-
ir Skúli,“ að við höfum hugsað
okkur að sýna hér vikulega góð-
ar 16 mm kvikmyndir, og er sú
fyrsta brezk Oskarsverðlauna-
mynd sem við munum sýna í
næstu viku.“
Að lokum má geta þess fyrir
þá, sem áhuga hafa á starfinu,
að á kvöldin verða stofnendur
til viðtals í húsakynnum klúbbs-
ins að Langholtsvegi 27.
I. S. — G. S.
I Reykjavík að kvöldlagi
Á þessari mynd, sem tekin v ar frá Stjórnarráðshúsinu, sést
hluti af umferðinni um Austurstræti.
ÞEGAR ekið er um götur Reykja
vikur í kyrrlátu veðri, minnast
áreiðanlega margir kvæða skáld-
anna þar sem þau róma fegurð
borgarinnar, þótt þessi kvæði
séu ekki nýort, gefa þau oft
hina réttu mynd borgarinnar til
kynna. Skemmst er þar að minn-
ast kvæðis Tómasar Guðmunds-
sonar — Austurstræti — sem
margir kannast við. Þar er dreg-
in fram skemmtileg mynd af
„rúntinum“, 9em svo er nefndur
í daglegu tali, og virðist hann
ekkj öldungis nýtilkominn.
Eftir þennan formála ræsum
við bílinn og höldum af stað í
smáhringferð um borgina. Fyrst
er ferðinni heitið að skemmti-
stað einum, sem valinn hefur
verið staður no!kkurn spöl utan
gamla bæjarins. Er hér um að
ræða Las Vegas „diskotek“. Virð-
ist það vera mjög vinsælt hjá
ungu fólki, en fljótt á litið virð-
ist það harla einkennilegt, að
aldurstakmark er bundið við
átján ár en ekki sextán. í kvöld
(laugardagskvöld) er þegar orð-
ið uppselt, en fyrir utan bíða þó
margir í þeirri algengu von að
komast inn.
Ekki ætla vínveitingahúsin að
gera það endasleppt. Frá Austur-
velli blasa við þrjú — Sigtún,
Hótel Borg og Tjarnarbúð. Það
síðastnefnda virðist sífellt auka
á vinsældir sínar, einkum meðal
yngra fólks. Ef til vill á það rót
sína að rekj.a til tveggja hljóm-
sveita, sem húsið býður upp á.
Til ámælis má þó telja, þegar
farið er að láta örþunnar og
rándýrar brauðsamlokur vera
innifaldar í miðaverði.
Á ferð okkar niður Austur-
stræti heyrum við allt í einu
flösku brotna, og sjáum svo
strákhnokka einn koma hlaup-
andi á feiknaferð með tvo lög-
regluþjóna á hælum sér. Eftir
mikil hlaup og óþægindi tókst
þeim að ná kauða, en sá hængur
varð á, að annar lagavarðanna
tapaði húfu sinni. Vonandi er, að
hjálpsamur borgari hafi komið
henni í réttar hendur á ný.
Þrátt fyrir þessi hlaup þre-
menninganna, lætur fólkið, sem
stendur í biðröð við lúgu Morg-
unblaðsins, sér í engu bregða,
Eldhús — Vinnustofa — Paradís
Hvað eigum við að kalla aðal-
bækistöð húsfreyjunnar þegar
búið er að klæða allt með
Formica?
Það skiptir sjálfsagt ekki máli.
En að húsmóðirin sé ham-
ingjusöm, skiptir máli og það
veit eiginmaðurinn, sem lætur sig ekki muna
um að kaupa það bezta — FORMICA. —
G. Þorsteinsson & Johnsson hf.
Ármúla 1 — Grjótagötu 7 — Símá 2-42-50.