Morgunblaðið - 24.09.1968, Síða 25

Morgunblaðið - 24.09.1968, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1968 25 - SAUÐFÉ Rramh. af bls. » um atburðum, séu ekki eina auð trúa, þegar þau eignazt systkini að Ijósmóðirin hafi komið með barnið í töskunni sinni, eða að það hafi bara v'erið keypt í búð. Nú er það orðin föst venja að gefa fcí úr barnaskólunum á réttardaginn. Af því hlýtur að mega draga þá ályktun, að for- ráðamönnum skólanna þyki það ómaksins vert að lofa börnun- um að kynnast fénu og störfum þeim, sem við það eru bundin. Og ég verð að segja það, að það er ekki lítið sem sum börn leggja á sig til þess að komast í réttirn- ar. Ég hef oftar en einu sinni verið á leið í Hafravatnsrétt um kl. átta að morgni í rigningu og kalsaveðri og þá ekið fram á börn 10-11 ára gangandi upp undir Úlfarsfelli,og eru þau þá búin að ganga alla leið neðan úr bæ. Það er sannfæring mín, að þau beztu uppeldisskilyrði, sem hægt er að veita bömum séu þau, að þau eigi þess kost að umgangast lifandi skepnur. Að Þeim sé kennt að meðhöndla þær af skilningi og alúð. Barn, sem hlotið hefur leiðsögn í þeim skóla, mun aldrei vísvitandi vinn nokkurri skepnu mein. Þau fræ- korn, sem sáð hefur verið í sál- ir barnanna í æsku, festa þar oft ast rætur og eru að móta mann- inn jafnvel ævilangt. Að vera dýravinur er fögur dyggð, og ég tel nú, að hver sannur dýravin- ur sé einnig mannvinur. Hann finnur í barmi sér bróðurþel til alls þess, sem lifsanda dregur, og að allt séu það greinar á sama meiði. Jafnvel þótt maður- inn geri sér ekki ljósa grein fyr- ir skoðim sinni í þessa átt, þá stjórnar hún gerðum hans að meira eða minna leyti, því að hann hefur gengið í þjónustu kærleikans. En það er einmitt til finningin fyrir einingu alls lífs, sem mannkynið skortir mest að skil^a, til þess að menn geti lif- að saman í friði. Þá er nú að minnast á það, sem mestur styrinn stendur um við fjáreigendur, en það er ágangur fjárins í borgarlandið. Það eru því miður margir, sem telja sig hart leikna af þessum sökum, og er að sjálfsögðu óviðunandi fyr- ir þá menn, sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum kinda í görðum sínum. En að skella allri skuld- inni á fé Reykvíkinga, er alveg út í hött. Það er á margra vit- orði, að þar er á ferð engu síð- ur fé lengra að komið, og myndi því allt sitja í sama farinu, þótt féð yrði tekið af Reykvíkingum. Þessu til úrbóta kemur því ekk- ert annað en girðing, sem lokar borgarlandinu. Það er sú eina raunhæfa aðgerð, sem völ er á. En þar sem aðrir hafa skrifað um þessa hlið málsins og rök- stutt hana, ræði ég það ekki frekar. En ég get ekki að því gert, að ég fæ sting í hjartað í hvert sinn sem ég heyri fólk, bæði hér og annars staðar á land inu, bölsótast yfir þessum fall- egu skepnum, sem hafa fætt og klætt þessa þjóð allt fáir land- námstíð og þolað með henni súrt og sætt. Eg get ekki annað séð, en að borgir og bæir hljóti allt- af að vera í nábýli við sveit- irnar, ef landbúnaður á að hald- ast við hér á landL Þess vegna verður hver að girða sín lönd, á öðru er ekki stætt. Ég hef alltaf litið svo á, að þeir, sem taka að sér forystu fyr ir ríki eða borg, og þótt á smærra sviði sé, taki á sig mikla ábyrgð. Að þeim beri skylda til þess að vera fólkinu sönn fyrir- mynd í sígildum dyggðum, svo sem heiðarleik og orðheldni. Þeir geta ekki leyft sér að lofa einu í dag og rifta því aftur á morg- un. Þá glata þeir virðingu og trausti fólksins. Og er þeirra sjálfsvirðingu þá ekki líka hætt? Ég leyfi mér því hér með að skora á háttvirta borgarstjórn að taka mál fjáreigenda til ræki legrar endurskoðunar og láta drengskap og réttsýni ráða þar gerðum. Henni ber tafarlaust að hefja samninga við fjáreigendur og leysa málið á þann hátt, að sómi sé að og hver uni sínum hlut. Það er enginn vandi, ef vilji og vit er til staðar. En und- irstaða þess samnings hlyti að verða sú, að menn fengju að nota hús sín fyrir kindur í vet- ur, og svo fengju þeir einhvern skika lands fyrir starfsemi sína í stað þess, er samið hafði ver- ið um, en var aftur af þeim tek- inn. Annað munu fjáreigend- ur aldrei sætta sig við. Það að halda gerða og undirskrifaða samninga hlýtur að vera lág- markskrafa borgaranna til borg- arstjórnar Reykjavíkur. Að öðrum kosti mun hún vart halda reisn sinni í augum almennings. Hansína Jónsdóttir. Vöruskemman Grettisgötu 2 Seljum í dag og næstu daga meðan birgðir endast ensk marlin-gólfteppi, verð kr. 295.— fermeterinn. Þeir sem þurfa á gólfteppi að halda ættu að notfæra sér þetta einstæða tækifæri. Smávörur teknar upp í dag. Skófatnaður kvenskór, 70—250 kr. parið, karlmannaskór 280 kr. parið. Leikfangadeild mikið úrval ódýrar vörur. Vöruskemmun Grettisgötu 2 FYRIR TRESMIÐI Limáburðartæki, 6” & 3” breið. Hand-samlímingartæki fyrir spón. Kamtskerar fyrir spón. Hnífar tiil að skera saman spón, Carbide hjóLsagarblöð. Carbide nótsaigarblöð. Fræsilhausar. R. GUDMUNDSSON 8 KVARANHF. ÁRMÚLA 14, REYKJAViK, SÍMl 35722 NÚ BYRJAR SKÓLINN © C/5 Til þess að flýta fyrir afgreiðslu höfum við © opnað SKÓL\ VÖRli !\1 ARK AÐ þar sem oa erlenda bókadeildin var áður O' > Við viljum sérstaklega benda á að við eigum enn allmikið úrval af skólatöskum úr ekta leðri á gamla verðinu. Ennfremur aðrar skóla- vörur í miklu úrvali svo sem skólapenna, pennaveski, lausblaða- bækur og pappír í þær, alls konar stíla- og reikningsbækur, teikni- blokkir og teikniáhöld, geymsluhulstur fyrir skólabækur o. fl. o. fl. < ©: z © z IWunið: Kennslubækurnar og skólavörurnar UJ © á sama stað © Bókabúö IVIáls og IUenningar Laugavegi 18 Laugavegi 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.