Morgunblaðið - 24.09.1968, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1968
31
Ólafur bíður þolinmóður við vagninn sinn. Lömbin á vagninum hafa ekki fengið tuggu í
tvo sólarhringa. Ljósm. Sv.Þormóðsson.
Þráteflið í Fjárborginni:
Sauöfjáreigendur f á frest til 1. okt.
Ný lota í sauðfjárstríðinu í
Reykjavík hófst sl. laugardag.
Þá var smölun lokið í Reynis-
vatnslandi og hugðust sauðfjár-
eigendur koma fé sínu fyrir í
Fjárborginni, en komið var í veg
fyrir það með lögregluvaldi.
Bann er við sauðf járhaldi í landi
Reykjavíkur og töldu borgaryf
irvöld fjárrekstur þennan ólög-
legan, enda hefði fjáreigendum
verið tilkynnt um bannið. Stóð
síðan í stappi milli deiluaðila
um helgina og fram á mánudag.
Tókust þá samningar milli borg
aryfirvalda og sauðfjáreigenda
um, að þeim væri heimilt að
reka féð í hús í Fjárborginnl og
halda því þar til 1. október. nk.
— Eina sem við förum fram á,
er að fá að safna fénu saman
og geyma í fjárhúsunum þangað
til að slátrun hefst.
Það var Ólafur Dýrmunds-
son, einn af 130 sauðfjáreigend
um borgarinnar, sem þetta mælti
upp í Fjárborg í gær. Þar hafði
Ólafur að eigin sögn staðið £
rúman sólarhring og vaktað féð
sem hann hafði flutt á vagni
niður að Fjárborginni. Þegar
hann kom þar að var Ólafi og
öðrum sauðfjáreigendum mein-
aður inngangur í fjárhúsin. Lög
reglubíll hafði tekið sér stöðu í
Eigendur Hýbýlaprýði héldu
boð sl. laugardag fyrir börnin sem
fundu peningaskáp þann, er
stolið var úr húsakynnum fyrir-
tækisins fyrir viku. Var börn-
Umsóknir um
Fulbright-styrki
Menntastofnun Bandaríkj-
anna hér á landi, Fulbright-
htofnunin, tilkynnir, að hún
muni veita náms- og ferðastyrki
íslendingum, sem þegar hafa lok
ið háskólaprófi og hyggja á
frekara nám við bandaríska há-
skóla á skólaárinu 1969 — 70.
Umsækjendur um styrki þessa
verða að vera íslenzkir ríkis-
borgarar og hafa lokið háskóla-
prófi, annaðhvort hér á landi
eða annars staðar utan Banda-
ríkjanna. Þeir, sem eru ekki
h'liði Fjárborgarinnar á laugar-
dag og þófið staðið síðan.
— Ef mennirnir þekkja lömb
frá ánum hljóta þeir að sjá að
þetta eru mest allt lömb, sem ég
er með hér á vagninum. Þetta
er sláturfé og ef meiningin er
að skera niður sauðfé hér í borg
arlandinu er eins gott að við fá-
um aðstöðu til þess.
— Það er verið að smala fénu
í nágrenni borgariranar og næstu
daga fáum við afhent okkar fé
úr réttunum. Áður en slátrun
hefst verðum við að hafa að-
stöðu til að geyma féð í húsum.
Það er alls ekki ætlun okkar að
halda þessu fé hér í húsunum í
vetur. Féð, sem sett verður á
gjöf kemur ekki í hús fyrr en
um mánaðamótin október nóvem-
ber.
En af hverju er féið þá
ekki keyrt beint niður í S'látur
félag?
— Því miður kemur það ekki
til greiraa. Sláturfélagið úthlut-
ar okkur ákveðnum dögum fyr-
ir slátrun og auk þess er bannað
að flytja fé beint úr rétt til
slátrunar.
Þegar hér er komið sögu eru
Ólafur og blaðamaður MBL komn
ir upp að hlið lögreglubílsins
— Eru átök framundan Ólafur?
— Nei, áreiganlega ekki, sauð
fjáreigendurnir eru mestu frið-
semdarmenn. Það sézt bezit af
því að síðan fjárborginni var
lokað hafa þeir setið yfir fénu
uppi í réttunum og ekki lagt í
að flytja það hingað. Ég og
kona, sem hér á hús erum þau
einu, sem létum til skrara skríða
og fluttum hingað sláturféð, alls
18 lömb.
— Hefur lögreglan þurft að
beita sér? spyrjum við lögreglu
þjón, sem þarna stendur á vakt.
— Ekki get ég sagt það. Mað-
ur einn fór hér inn með fé sitt,
en fjarlægði það strax og farið
var fram á það við hann. Ann-
ars er þetta mesta leiðindamál
og ég vona að maður fari að
sleppa héðan.
— Hvað gerist næst Ólafur?
— Ofbeldi kemur auðvitað
ekki til greina. Yfirdýralæknir
og Dýraverndunarfélagið eru
komin í málið því lömbin standa
svelti hér og £ réttunum.
Hversu lengi það verður er á
ábyrgð borgaryfirvalda.
Eins og áður segir var höggv-
ið á þennan Gordonshnút sauð-
fjármála höfuðborgarinnar með
því að sauðfjáreigendum var
heimilað að geyma fé sitt í fjár-
borginni þangað ti'I 1. október.
endurnir. T. v. Aðalsteinn Halls-
son, Erlingur Hallsson, Sigur-
geir Óskarsson, Vilborg, María
og Guðmundur Þór Norðdahl.
- NATO
Framh. af bls. 1
arskip, og sennilega nokkrir
kjarnorkuknúnir kafbátar.
Yfirmenn „Eagle“ hafa skýrt
frá því að þeir hafi orðið varir
við tvo óþekkta kafbáta. Einnig
hafa sovézkar herþotur mætt til
leiks, og eru þetta aðallega
sprengjuflugvélar, sem kenndar
eru við birni og greifingja.
Alls taka rúmlega 100 skip
þátt í flotaæfingunum, og eru
þau frá níu ríkjum Atlantshafs
bandalagsins. Meðal þátttöku-
skipa má nefna bandaríska flug
vélamóðurskipið Wasp, kana
díska flugvélamóðurskipið Bona
venture, og bandaríska beiti-
skipið Springfield, sem búið er
eldflaugum. Hefur flotinn verið
við æfingar al'lt frá Ermasundi
norður í íshaf. .Eru þetta víðtæk
ustu fjlotaæfingar bandalagsins
síðan 1964.
Allir sem fylgzt hafa með æf-
ingunum, eru sammála um að
róma kunnáttu og leikni stjórn
endanna. Sama má einnig segja
um frammistöðu Rússanna.
- PAPANDREOU
Framh. a( bls. 1
frá því að hann væri frjáls
ferða sinna. Jafnframt voru
fimm óeinkennisklæddir lc^-
reglumenn, gem staðið höfíSu
vörð við húsið, sendir burt.
Ræddi Kanellopoulos stuttlega
við fréttamenn eftir að lögreglu
mennirnir voru farnir, og segja
fréttamennirnir að haran hafi
virzt þreyttuT og grennri en áð-
ur. Kvaðst Kanellopoulos ekki
vita hvort hann neytti atkvæða-
réttar síns við atkvæðagreiðsl-
una á súnnudag, hann hefði
ekki tekið ákvör’ðun enn.
„Meira hef ég ekki við ykkur
að segja eins og er,“ sagði Kan-
ellopoulos, „nema hvað ég er að
fara út að fá mér ferskt loft.“ Að
standendur sögðu síðar að hann
hefði farið í heimsókn til aldr-
aðrar móður sinnar, sem býr í
úthverfi Aþenu.
Skömmu eftir að Kanellopoul-
os hafíSi verið leystur úr stofu-
fangelsi, fóru lögregluforingjar
heim til Papandreou, sem býr í
einbýlishúsi í úthverfi Aþenu.
Tilkynntu þeir honum ákvörð-
un stjórnarinnar, og héldu síð-
an á brott. Fréttamenn reyndu
að ná tali af Papandreou, en
tókst ekki. Hins vegar kom
hann út á svalir á efri hæð húss
ins og veifaði brosandi til frétta
mannanna, sem stóðu úti á göt-
unni.
Fimm aðrir stjómmálaleiðtog-
ar voru einnig látnir lausir í
dag, og eru þrír þeirra fyrrum
ráðherrar.
- HERINN BURT
Framh. af bls. 1
stakir ráðunautar { ráðuneytis-
skrifstofum Tékkóslóvakíu. —
Fregnir herma að nokkrir þess-
ara sovézku borgara séu þegar
komnir til Prag, og hafi þeir
fengið þar til umráða íbúðir, sem
foriragjar úr hernum áttu áður,
en foringjar þessir hafa verið
fluttir, og þeim útvegaðar aðrar
íbúðir.
- ÞING SÞ
Framli. af bls. 1
uðu þjóðunum frekar en Kína.
Framkvæmdastjórinn hefur þó
gsrt sitt til að Vietnam-málið
verði tekið fyrir, því hann lagði
í dag fram tillögu til samþykkt-
ar á þinginu um að skorað verði
á Bandaríkin að hætta loftárás-
um á Norður-Vietnam. Segir U
Thant í tillögu sinni að ef Banda
ríkin stöðvi loftárásirraar, sé
meiri von um að árangur náist í
friðarumræðunum í París. Sjálf-
ur segir framkvæmdastjórinn að
hann hafi ekki mikla vop um að
tillaga hans verði samþykkt, því
málið verði sennilega alls ekki
tekið fyrir á þinginu.
Á dagskrá 23. AUsherjarþings-
ins eru yfirleitt mál, sem hefur
ekki tekizt að leysa á fyrri þing-
um. Má þar til dæmis nefna
ástandið í Suður-Afríku, efna-
hagsvandamál þróunarlandanna
og vaxandi mismun á lífskjörum
þar og í auðugri löndum, viður-
kenning á stjórninni í Kína, frið-
argæzla Sameinuðu þjóðanna,
afvopnunarmál o.fl.
— Heilbrigðisþáttur
Framhald a( bls. 19
nautn barnsins, ef átökin við
vandamál daglegis lífs eru snið-
gengin og sársaukinn umflúinn.
Af ytri flótta sprettur sá innri
flótti, sem öðru nafni nefnist
kvíði. Og sá sársauki, sem snið-
igenginn er hið ytra, orsakar
kvöl taugaveiklunarinnar hið
innra. Þannig umflýr eraginn
það að finna til. Þessvegna er
hollast að ganga ódeyfður til
glímu við örlög sín, því að þann-
ig gefst í aðra hönd lífsnautnin
sanna og frjóa. Þannig sprettur
skilniragur á því, að það, sem
kallast mótlæti, er betri skóli eh
meðlæti, ef námið er stundað
undanbragðaiaust.
(Úr Heilsuvernd).
- TUNGLFLAUG
Framh. a( bls. 1
E. Webb, einn forstjóra banda-
rísku geimferðastofnunarinnar
(NASA), þetta síðasta afrek sov-
ézkra vísindamanna sýni betur
en nokkur önnur geimferðatil-
raun hve langt geimranrisóknir
séu komnar. Sir Bernard Lovell,
forstöðumaður Jodrell Bank
rannsóknarstöðvarinnar í Bret-
landi, segir að nú hafi sovézkir
visindamenn tekið forustuna í
kapphlaupinu um að koma
mönnuðu geimfari til tunglsins.
Zond-5 var skotið á loft frá
Sovétríkjunum sunnudaginn 15.
september, og var þá ekkert skýrt
frá tilgangi tilraunarinnar.
Fylgzt var með ferðum flaugar-
innar í Jodrell Bank, og helztu
fréttirnar um ferðina bárust
þaðan. Skýrðu talsmenn Jodrell
Bank fyrstir frá því að flaugin
væri á heimleið frá tunglinu, og
var í fyrstu borið á móti því í
Sovétríkjunum. Það var ekki fyrr
en á sunnudag að staðfest var í
Moskvu að flaugin hefði lent á
Indlandshafi á laugardag, og ver
ið tekin upp í sovézkt eftirlits-
skip. Sagði Tass fréttastofan á
sunnudag að vísindatækjum
flaugarinnar hafi verið bjargað
óskemmdum, og hefðu þau að
geyma fjársjóð af vísindalegum
upplýsingum. Ekki var nánar frá
því skýrt hvers konar upplýsing
ar vísindatækin hefðu að geyma.
Ónafngreindur, vestrænn sendi
ráoSatarfsmaður í Moskvu, sem
er sérfræðingur i geimferðatil-
raunum sovézkra vísindamanna,
sagði í viðtali við fréttaritara
Associated Press þar í borg, að
Sovétríkin væru nú fær um að
senda mannað geimfar umhverf
is tunglið og heim til jarðar.
„Sennilega reyraa sovézkir vís-
indamenn enn eitt ómannað
tunglskot til að ganga úr skugga
um að allt sé í lagi áður en þeir
senda þangað mannaða flaug“,
sagði seridiráðsmaðurinn. Bætti
hann því við að mjög væri mis-
jafnt hve heppilegt væri að reyna
tunglskot vegna legu tungls og
jarðar í geimnum. Heppilegasti
tíminn á næstunni væri í byrjun
nóvember, en eftir það ekki fyrr
en næst.a vor.
Vísindamenn við geimrann-
sóknarstöðina í Bochum í Vestur
Þýzkalandi telja senniliegt að eft-
ir árangur af tilrauninni með
Zond-5 muni sovézkir vísinda-
menn reyna að senda mannaða
flaug umhverfis tunglið á næsta
ári, eða í síðasta lagi á fyrsta
fjórðungi næsta árs. Heinz Kam-
insky, forstjóri Bochum-stöðvar-
innar, sagði við fréttamenn á
sunnudag að eftir þennan glæsi-
lega árangur Zond-5 tilraunar-
innar væru sovézkir vísinda-
menn komnir fram úr bandarísk
um starfsbræðrum sínum i kapp-
hlaupinu til tunglsins. Sir Bern-
ard Lovell er á sömu skoðun.
Sagði hann við fréttamienn í gær
að sennilega gætu sovézkir vís-
indamenn sent mannaða flaug
umhverfis tunglið eftir fáeina
mánuði.
Blöð í Moskvu birtu feitletr-
aðar frásagnir í dag af Zond-5,
og létu fylgja kveðjur frá erlend
um vísindamönnum og frásagnir
erlenda blaða af þessum glæsi-
legsi áfanga. Pravda, málgagn
kommúnistaflokksins, skýrir frá
tilrauninni á forsíðu undir fyrir-
sögninni: „Gaimleiðin jörðin-
tunglið-jörðin hefur verið opn-
uð“, og fylgir fréttinni teikning
eftir kunnan listamann af eld-
flaug merktri U.S.S.R. á helm-
leið frá tunglinu. Á götum úti í
Moskvu mátti víða sjá mann-
þyrpingar í dag ræðast við um
tunglskotið, og óska vegfarend-
um til hamingju. Lögregluþjónn
einn stóð á gatnamótum og stjórn
aði umferðinni þegar fréttamað-
ur AP kom þar að. Benti þá lög-
regluþjónninn til himins og sagði:
„Vaðrið er ekki sem bezt, en
fyrir ofan það, úti í geimnum, er
allt dásamlegt".
unum afhent þar fundarlaun að
fjárhæð 30 þúsund krónur, en
piltinum, sem tilkynnti um fund
inn 10 þúsund krónur. Á mynd-
inni sjást fynnendurnir og eig-
eldri en 35 ára að aldri, verða
að öðru jöfnu látnir ganga fyrir
um styrkveitingar. Nauðsynlegt
er, að umsækjendur hafi gott
vald á enskri tungu.
Þeir, sem sjálfir kunna að
hafa aflað sér námsvistar við
bandarískan háskóla, geta sótt
um sérstaka ferðastyrki, sem
stofnunin mun auglýsa til um-
sóknar í aprílmánuði næsta ár.
Umsóknareyðublöð eru afhent
á skrifstofu Menntastofnunar-
inraar, Kirkjutorgi 6, 3. hæð,
sem opin er frá 1 — 6 e.h. alla
virka daga nema laugardaga.
Umsóknirnar skulu síðan send
ar í pósthólf Menntastofnunar
Bandaríkjanna nr. 1059, Reykja-
vík, fyrir 15. október n.k.