Morgunblaðið - 24.09.1968, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1968
23
SAUÐFEI REYKJAVIK
eina til þess gert að reyna að
Það er haust árið 1966. Ég
reika um garðinn minn í svölu
húmi kvöldsins. Hugur minn er
gagntekinn tómleika og söknuði
Það var í vor, sem ærnar mín-
ar flatmöguðu hér á flötinni 1
garðinum og sleiktu sólskin-
ið. En lömbin léku sinn gáska-
fulla hoppdans, sa)J á vori lífs-
ins, svo að flötin dunaði undan
fjaðurmögnuðum fótum þeirra.
En nú er þetta aftt horfið. Litla
kindakróin mín stendur nú tóm
og minnir á bæ, sem lagður hef-
ur verið í eyði. En kindurnar
bannfærðar og burtu reknar.
Enginn hafði þá undan þeim
kvartað, enda aldrei verið nein-
um til meins. Ég læt hugann
reika og minnist margra gleði-
stunda, sem ég og börnin mín
áttu með þessum vinum okkar.
Ég sé fyrir mér andlitin og
mildu augun, sem fylgdu eftir
hverri hreyfingu minni, þegar ég
var eitthvað að dunda kringum
þær. „Þær eru allar mömmutrú-
ar“, sagði sonur minn ungur eitt
sinn, þegar hann virti fyrir sér
kindurnar, sem allar horfðu á
mig dreymandi augum. Hjá kind
unum átti ég líka griðastað, ef
mér var þungt í huga. Frá þeim
komu engar nærgöngular spurn
ingar, en þær létu mér í té blíðu
sína hver á sinn hátt. Sumar höll
uðu sér að mér, aðrar sleiktu
hendur mínar og föt. Og fyrir
kom að rök ilmandi snoppa
seildist upp að andliti mínu og
hlý, mjúk tungan þerraði vanga
og brá af móðurlegri blíðu. Þá
var það ég, sem var þiggjandinn
er þær umvöfðu mig vináittu
sinni og tryggð. Og sveitabarn-
ið, sem hjarir rótlaust í ysi og
erli borgarlífsins finnur aftur
ró hjá þessum trygglyndu nátt-
úxubörnum.
En til hvers er ég að rifja
upp þessar minningar og kasta
þeim fyrir fjöldann? Það er að-
varpa ljósi skilnings yfir tilgang
borgarbúans að vera að eiga
skepnur, því að nú finn ég til
með öllum þeim, sem verða að sjá
á bak kindum sínum, þar sem nú
er ákveðið að ganga á milli bols
og höfuðs á fjáreign Reykvík-
inga. Ég var sein til að trúa því,
að svo harkalega yrði að fjár-
eigendum gengið. Fyrst að
bregða öll loforð við þá um að-
stöðu til þess að geta notið þess
arar ánægju sinnar, og taka svo
skepnur þeirra með valdi og lóga
þeim. Ég verð að segja það, að
mér finnst það koma úr hörðustu
átt, þar sem hér fara fyrir menn,
sem telja sig virða einstaklings-
framtak og persónulegt frelsi.
Bregðist þessir menn, hvert á þá
að flýja? Fjáreigendum mun
ekki finnast, að þeir njóti þess
skilnings og réttsýni gagnvart
áhugamálum sínum og félagssam
tökum sem vænta mætti úr
þeirri átt. Þess í stað er 611
þeirra starfsemi fyrirlitin og of-
sótt af slíkri grimmd sem um
alla velferð borgarinnar sé að
tefla. Þeim er varpað utangarðs
með allar sínar óskir og vonir
um skilning og góða samvinnu
við yfirvöld borgarinnar. Það
minnir næstum á gömlu þjóðsög
urnar um barnið sem sett var í
Oskustóna, þegar litið er á þá
fyrirgreiðslu, sem ýmis önnur fé
lagasamtök verða aðnjótandi.
Þessir menn hafa þó engu síður
en aðrir unnið að uppbyggingu
borgarinnar. í steinlögðum stræt
um hennar, sem fólkið nú sprang
ar á, eru fólgnir svitadropar
þessara manna jafnt og annarra
verkamanna, sem lagt hafa hönd
á plóginn, og gert borgina það,
sem hún nú er, og ættu þeir því
afdráttarlaust að njóta sömu rétt
inda og aðrir borgarbúar. Ekki
mælir það heldur með þessum að
gerðum, að atvinnuleysi blasir
nú við. Skilst mér, að jafnvel
þeir, sem sitja í hæstu valda-
stólum, geti ekkert séð fyrir,
hversu alvarlegt það kann að
verða. En væri það þá ekki nokk-
urs virði fyrir þá menn sem
eiga. f áeinar kindur að geta, þó
ekki væri nema stytt sér stund
með því að sýsla við kindur sín-
ar? Þeir gætu þá að minnsta
kosti tekið hendurnar úr vösun-
um á meðan. Þó að ég hafi aldrei
heyrt talað um fjárbúskap Reyk
víkinga sem gróðaveg, kynni það
að vera einhverjum styrkur, þeg
ar atvinnan er engin. Margir
þessir fjáreigendur eru orðnir
rosknir menn og sumir gamlir.
Þeim mun því örar fækka, sem
stunda þessa iðju. Aðrir munu
ekki koma í staðinn, eins og um
hnútana hefur verið búið. En
væri það nú ekki mannúðlegra
að lofa þeim að una við þetta
starf sitt á meðan kraftarnir
leyfa, heldur en að svipta þá
kannski einu ánægjunni, sem
þeir hafa að lifa fyrir? Ég minn
ist eins kunningja míns, sem nú
er látinn. Aldrei gat hann minnzt
svo á kindurnar sínar, eftir að
hann varð að hætta við þær, að
augu hans flytu ekki í tárum.
Fátt er dapurlegra en að sjá
gamalmenni gráta, gráta vanmátt
sinn og úrræðaleysi, þegar allt
er horfið, sem gaf lífinu gildi.
Eftir er aðeins að bíða — bíða.
Skyldi þó ekki margur vera, sem
á bágt með að birgja sín eigin
tár? Það fer að hvarfla að mér,
hvort það séu ekki bara ein-
feldningar, sem trúa á það góða
í mönnunum, ef svona aðfarir
þykja góðar og gildar og það af
mönnum, sem fólkið hefur kosið
til forystu og ætti að geta treyst,
ef þetta eiga að vera launin fyr-
ir langa og dygga þjónustu. Og
þetta á að gerast á sama tíma og
sífellt er klifað á vandamálum
þeirra öldruðu og ekki að
ástæðulausu. Það leysir að sjálf
sögðu ekki vanda fjöldans, þótt
gamlir fjáreigendur í Reykjavík
fengju að halda áfram að gleðja
sig við kindurnar sínar á meðan
þeir hafa orku til. En mig minn-
ir, að við, sem köllum okkur
kristin, eigum í fórum okkar bók,
sem hefur áminningar að geyma,
og ein þeirra hljóði svo: „Hvað
þér gjörðuð við einn af þessum
minnstu bræðrum mínuim, það
hafið þér mér gjört“. En þetta
þarf nú kannske ekki að muna
í daglegum viðskiptum manna,
heldur hafa það svona til sparþ
á hátíðum, eða ef gengið er
til kirkju á sunnudögum.
Þetta mál hefur líka fleirihlið
ar en þá, sem snýr að fjáreig-
endum einum. Hvað um æsku
borgarinnar? Skyldi það vera
henni í hag, að allar skepnur
séu gerðar útlægar úr borginni,
svo að börn eiga þess vart kost
að sjá nokkra skeppnu, hvað
þá að skilja þær og kynnast lífs
háttum þeirra? Það er eftirtekt
arvert, hvað ung börn laðast
fljótt að dýrum og dýrin að
þeim. Það er held ég einlægn-
in og sakleysið, sem barnið og
dýrið á sameiginlegt, sem þau
skynja hvort hjá öðru, sem teng-
ir svo auðveldlega vináttubönd-
in. Sumir menn virðast alveg
skynlausir á þessa hluti, en sem
betur _fer á það ekki við fjöld-
ann. Ég vildi óska, að borgar-
stjórinn hefði lagt leið sína í
Fjárborg eitthvert vorið á sunnu
degi í góðu veðri. Þá hefði hann
átt þess kost að sjá með eigin
augum áhuga barnanna fyrir
fénu, einkum lömbunum, þegar
þau fara að fæðast. Og þeir eru
fylgd með börnum sínum til þess
að lofa þeim að sjá litlu lömb-
in. Þar geta þau átt þess kost, ef
heppnin er með, að sjá það undur
lífsins, þegar lítið lamb fæðist,
sprettur samstundis á fætur, þótt
óstyrkt sé í fyrstu, og leitar að
þeim lífsins brunni, móðurmjólk
inni. Ég hugsa, að þau börn, sem
hafa orðið sjónarvottar að þess-
Framhald á bls. 25
''mjólkin
bragöast
m*NESQUfK
m
> imu <«
iii <iHnx *ut« tt.vm
— og þú getur búið þér til
bragðgóðan og fljótlegan
kakoarykk
1. Hella kaldri mjólk í stórt glas.
2. Setja 2-3 teskeiðar NESQUIK út í.
3. Hræra. Mmmmmmmmm.
NESQUIK
KAKÓDRYKKUR
Skyldu lítil lömb leika sér í Fjárborg á næsta vori borgar-
börnum til augnayndis?
NÝ VIÐHORF í ÍSLENZKUM STJORNMÁLUM
SAMBANDSÞING UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA
AUKAÞIIXIG
Aukaþingið verður sett nk. föstudagskvöld, 27. sept. kl. 20.30 í Domus Medica
við Egilsgötu.
Þau félög, sem ekki hafa þegar tilkynnt nöfn fulltrna sinna, láti skrifstofu
S.U.S. í Valhöll vita sem fyrst.
Stjórn S.U.S.