Morgunblaðið - 24.09.1968, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1968
GARÐAHREPPUR
Börn óskast til að bera út Morgunblaðið
í Garðahreppi strax.
Upplýsingar í síma 51247.
atrix verndar
fegrar
Verzlunin VALVA
Álftamýri 1
Höfum opnað nýja verzlun með bamafatnaði, kven-
fatnaði og gjafavöru.
VERZLUNIN VALVA,
Álftamýri 1.
Allt orðið eins og upphaflega var œtlað
Að undanförnu hafa farið fram
lagfæringar á hljómburði í Há-
skólabíói og hefur hljómburðar
sérfræðingur húsains, Daninn dr.
Wilhelm Lassen Jordan, verið hér
og haft umsjón með þeim ásamt
arkitektinum Gunnlaugi Hall-
dórssyni og Guðmundi Kr. Krist
inssyni. í gærmorgun var hljóm
burðurinn prófaður á æfingu
Sinfóniuhljómsveitar íslands og
reyndist prýðilegur. Fréttamað-
ur hitti í gær dr. Jordan ásamt
arkitektunum og Friðfinni Ólafs
syni, forstjóra Háskólabíós, til
að frétta af aðgerðum og arangri
Dr. Jordan sagði, að hljóm-
burðurinn í salnum sjálfum hefði
verið góður frá upphafi. En á
sviðinu var ætlunin að setja tvo
skerma úr tré beggja vegna við
bláa tjaldið. Það var hins vegar
ógert, þegar salurinn var tek-
inn í notkun. Þar sem nú hljóm-
burðurinn þótti svo góður eftir
fyrstu notkun salarins og var
hrósað svo í upphafi, var skerm
unum tveimur ekki bætt á. Aft-
ur á móti var seinna komið fyr-
ir þlastskermi yfir sviðinu, og
hann ætlaður til þess að hljóm-
sveitarmenn heyrðu betur sjálf-
ir. Plastskermurinn átti að vera
lágréttur, til að kasta hljóðinu
niður til hljómsveitarinnar, en
hljómsveitarstjórinn lét breyta
stöðu hans og halla honum án
þess að hafa samráð við hljóm-
burðarsérfræðing hússins. Við
það sendi skermurinn hljóðið út
til áheyrenda, sem ekki var ætl-
unin með honum, og var rangt
fyrir hljómburðinn í salnuin.
Einnig lét hljómsveitarsjórinn
fjarlægja bláa tjaldið af svið-
inu. Nú hefur þetta verið lag-
fært aftur og hliðarskermar þeir
sem upphaflega áttu að vera, sett
ir upp. Var dr. Jordan hér fyr-
ir tveimur mánuðum og lagði á
ráðin um hvað gera skyldi og
var farið að ráðum hans, en
hann kom svo aftur núna til að
prófa h'ijómburðinn.
— Nú hefi ég verið á æfingu
hjá hljómsveitinni í dag og ég
verð að segja að hljómburður er
nijög góður í öllum salnum, sagði
dr. Jordan og hinir tóku undir
það. Hann bætti því við að
sveitarmenn hafi einnig heyrt að
þetta var betra og þeir heyrðu
betur hver til annars vegna hlið
arskermanna. Norski hljómsveit
arstjórinn Bruland var einnig
ánægður með þetta.
— Salurinn sjálfur er eins og
hann hefur alltaí verið, enda
hefur hljómburður þar verið
prýðilegur, sagði dr. Jordan. Það
hafa tón'listarmenn, sem hér hafa
leikið, líka alltaf sagt. T.d. lét
hljómsveitarstjóri Philadelfíu
sinfóníuhljómsveitarinnar mjög
vel af honum og Askenazi hrós-
aði hljómburðinum í salnum. En
tilfæringarnar á sviðinu get-
um við sagt að hafi verið mis-
skilningur. Nú er allt komið í
það horf, sem upphaflega var ætl
að og á það að reynast vel, sagði
dr. Jordan.
Dr. Jordan er kunnur sérfræð
ingur um hljómburð og hefur
lagt á ráðin í ýmsum frægum
hljómleikasölum, eins og t. d.
hinu nýja Metropolitan óperu-
húsi í Lincoln Center í New
York, sem hefur fengið mjög
góða dóma. Nú er hann að vinna
við óperuhús í Sidney í Astralíu
þar sem eru 2800 manna salur,
1500 manna salur og aðrir minni.
Einnig vinnur hann við nýjan
hljómleikasal fyrir 1800 manns í
Osló. En á íslandi hefur hann
unnið við hljómburð í útvarps-
sal, auk Háskólabíós. Hann hef-
ur nokkrum sinnum komið hér
áður, en kvaðst vonast til að
þetta yrði í síðasta sinn í sam-
bandi við Háskólabíó. Þar fyrir
utan myndi hann koma hér við,
hann ætti oft leið um á leið til
Ástralíu. Kona hans kom með
honum í þetta sinn og höfðu þau
hjónin farið í ferð í Þjórsárdal,
á Þingve'lli og til Gullfoss og
Geysis og voru mjög ánægð —
þrátt fyrir rigningu.
Fyrstu tónleikarnir í Háskóla-
bíói eftir lagfæringuna verða á
fimmtudag. Stjórnar Norðmaður
inn Bruland þá Sinfóníuhljóm-
sveit fslands.
- JAKKAR
NÝTT EFNI
NÝTT SNID
Dr. Jordan fyrir utan Háskólabíó.
ENSKUSKÓLI
LEO MUNRO
Baldursgötu 39 Sími 19456.
Barnanámskeið
hefst í nœstu viku
NEMENDUR FRÁ í FYRRA SEM HAFA
HUGSAÐ SÉR AÐ HALDA ÁFRAM, HAFI
SAMBAND VIÐ SKÓLANN SEM FYRST.
Aðeirts 10 í flokki
Innritun í síma
19456
ALLA DAGA MILLI KL. 6—8 Á KVÖLDIN.
Hljómburðurinn í Háskólabíói góður
GEFJUN
KIRKJUSTRÆTI