Morgunblaðið - 24.09.1968, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1968
dsamstillt Reykjavík-
urlið var auðveld bráð
— 8AAB sigraði 25:19
SÆNSKA meistaraliðið SAAB
vann fremur auðveldan sigur yf
ir Reykjavíkurúrvali, án Fram-
ara, í gaerkvöldi. Svíarnir höfðu
lengst af yfirhöndina og juku
mjög forskot sitt á síðustu min-
útum leiksins, en þá var vörn
Reykvíkinga illa á verði og opin.
Lauk leiknum með sigri SAAB,
25 mörk gegn 19.
SAAB liðið leikur fast og virðast
leikmenn þess ekki í sem beztri
æfingu. Sama má vissulega segja
um Reykjavíkurúrvalið. Ueik-
mennirnir voru þungir og náðu
illa saman. Það var aðeins
nokkrar mínútur í síðari hálf
leik sem því tókst að sýna
skemmtilegan leik, en undir lok
leiksins varð vömin eitt stórt gat
sem Svíamir áttu auðvelt að
skora gegnum.
Framan af var leifourinn frem-
ur jafn. íslendingar höfðu einu
sinni yfirhöndina 3:2 en Svíar
jöfnuðu á sömu mínútu og 'höfðu
síðan oftast eitt til tvö mörk
yfir. Staða í hálfleik var 12:10.
Þegar 10 mínútur voru af síð-
ari hálfleik var staðan aftur orð-
in jöfn 14:14, en jöfnunarmarkið
skoraði Þórarinn með mjög
fallegu skoti. Eftir það var
draumurinn líka úti. Svíarnir
Skoruðu hvert markið á fæt-
ur öðru á sarna tíma og illa
skipulögð upphlaup Reykvíkinga
runnu út í sandinn. Mesti marka-
munur var 7 mörk 24:17.
Það fer ekki á milli mála að
SAAB liðið er mjög sterkt og
draga má í efa að þeir hafi sýnt
sínar beztu hliðar í gser. Þeir
leika mjög fast og rey-na að ryðj-
Valur-Beníica
í sjónvarpinu
í kvöld —
' HINN sögufrægi leikur Vals\
' og Benfica er fram fór 18. |
I þ. m. var kvikmyndaður af 1
sjónvarpinu og verður mynd-)
' in sýnd í því í kvöld. Leikur-1
' inn verður sýndur í heild og i
er því sýningartími um 90 í
| mínútur. Hefst útsendirig kl. J
21.15 og verður fellt niður úr)
' dagskránni mynd um Perú.
ast gegnum vörnina. Þegar svo
Reykvíkingarnir tóku á móti var
nánast um áflog að ræða.
Lang bszti maður liðsins í gær
kvöldi, og lykilmaður að sigrin-
um var Lars-Göta Andersson,
sem sýndi skínandi góðan leik.
Hann er bæði góð skytta og átti
margar ágætar linusendingar.
Hinn ungi Björn Andersson átti
einnig góðan leik, svo og Sune
Rolandsson. Þá má heldur ekki
gleyma markverðinum, Hans
Johnsson, sem varði með mikl-
um ágætum m.a. þrjú vítaköst
frá Karli, Jóni og Bergi.
í fyrri hálfkik átti Karl JÓt
hannsson góðan leik og skoraði
falleg mörk. Beztan leik Reykvík
inga átti samt Jón Hjaltalín sem
skoraði með sínum föstu snöggu
skotum og var síógnandi. Sér-
staklega var fallegt mark sem
hann skoraði beint úr auka-
kasti. Af öðrum leikmönnum
mætti helzt nefna Ólaf Jónsson
og Ásgeir Elíasson. Sem fyrr seg
ir var leikur úrvalsins heldur í
molum. Mikið bar á ónákvæmum
sendingum og skotum. Dómarar
voru Óli Olsen og Bjöm Krist-
jánsson og dæmdu þeir erfiðan
leik ágætlega.
Mörkin skoruðu: SAAB, Lars
Göta Andersson 10, Leif Ohlsson
5, Sune Rolandsson og Björn
Andersson 3 hvor, George Fun-
qvist 2 og Larsson og Fredriks
son 1 hvor. Rieykjavík: Karl Jó-
hannsson 6, Jón Hjaltalín 5, Ól-
afur Jónsson 3, Þórarinn Ólafs-
son 2 og Stefán Sandholt, Ás-
geir Elíasson, Einar Magnússon
og Ágúst Ögmundsson 1 hvor.
stjl.
Tugþraular-
keppni —
UM siðustu helgi fór fram tug-
þrautarkeppni á vegum U.S.V.H.
að Reykjaskóla í 'Hrútafirði.
Veður til keppni var gott, en
brautir voru þungar. 'Keppend-
ur voru aðeins tveir, báðir úr
U.S.V.H. Bjarni Guðmundsson
sigraði, hlaut 4747 stig, en Páll
Ólafsson hlaut 4714 stig. Er þetta
í fyrsta skipti sem tugþrautar-
keppni fer fram í V-Húnavatns-
sýslu.
KR tapaöi aftur 2:0
ÚRSLIT í síðari leik KR og
Oiympiakos, í keppni bikar-
meistara, urðu hin sömu og í
fyrri leiknum. Grikkirnir sigr-
uðu með tveimur mörkum gegn
engu. í leiknum á sunnudaginn
skoraði miðvörður Olympiakos,
Nicholas Youtsos, fyrra markið
á 28. mínútu leiksins og hægri
innherji, George Stolingas,
bætti öðru við á 60. mínútu
leiksins.
Einvígið um áskorendaréttinn í skák:
Spassky hefur 4!4 af 7
BORIS Spassky vann 7. skákina
í einuvíginu um áskorendarétt-
inn gegn heimsmeistaranum
P.trosyan. Spassky hafði hvítt í
7. skákinni, en Kortsnoi vann
hins vegar 6. skákina. Staðan í
einuvíginu, sem fer fram í Kiev
er nú: Spassky 4V2 vinning —
Kortsnoi 2%. Spassky þarf nú
aðeins 2 vinninga úr þeim 5
skákum sem eftir eru.
Lið Fram er sigraði í hraðmóti Víkings.
Fram sigroði
móti Víkings
í hraðkeppni-
HANDKNATTLEIKSMÓT Vík-
ings sem fram fpr í fyrrakvöld
bar þess mörg merki að vertíð
handknattleiksmanna er að
byrja, Heildarsvipur mótstns
var fremur daufur, þótt skemmti
legum leikköflum brigði fyrir í
einstökum leikjum.
Fram sigraði í mótinu eftir
erfiða baráttu við Víking, KR
og FH, en úrslit einstakra leikja
urðu þessi.
1 sviga staða í hálfleik:
ÍR — Valur
Víkingur-Fram
KR-Haukar
FH-ÍR
Fram-KR
Fram-FH
5—4 (2—2)
7—9 (2—6)
7—5 (4—1)
12—4 (8—2)
19—9 (6—4)
5—4 (2—3)
ÚRSLITALEIKURINN
FH veitti lengst af betur í úr- son
slitaleiknum. Örn skoraði fyrsta
markið en Gylfi Jóh. jafnaði. I
hálfleik hafði FH eins marks
forskot 3—»2, en Sigurbergur
jafnaði fyrir Fram í byrjun síð-
ari hálfleiks og Gylfi Jóh. og
Sigurður Einarsson færðu Fram
2 marka forystu. Undir lok leiks
ins sóttu FH-ingar ákaft og þá
skoraði Öm úr vítakasti. Á síð-
ustu sekúndum , leiksins jafnaði
svo Birgir með skoti úr þröngri
stöðu, en dómarinn sá eitthvað
áthugavert við markið og
dæmdi það ógilt.
LIÐIN
Framarar virðast nú flestir
hverjir vera í ágætri æfingu, en
Vestmannaeymgar
komnir í urslit -
Unnu Framara verðskuldað með 2:1
Vesrtmannaeyingar sigruðu
Framara verðskuldað í undanúr
slitum bikarkeppni KSf á Mela-
vellinum á sunnudag. Skoruðu
Eyjamenn 2 mörk en Framarar
eitt. f hálfleik höfðu Framarar
forustuna.
Vestmannaeyingar höfðu lengst
af frumkvæðið í leiknum og áttu
hættulegri sóknarlotur. Framar-
ar hafa á hinn bóginn sjaldan
verið eins lélegir og skorti alla
ákveðni í leik liðsins.
Framarar voru fyrri til að
skora eins og fyrr segir. Þeir
náðu ágætu upphlaupi á 25. mín
útu fyrri hálfleiks og Ásgeir E1
íasson sendi knöttinn inn í víta
teig. Þar var Elmar fyrir óvald-
aður og skoraði hann með óverj-
andi skoti. Eftir þetta mark lögð
ust Framarar meira í vörn, og
sóttu Vestmannaeyingar nú ákaft
en án árangurs.
Framarar byrjuðu betur í síð
ari hálfleik og áttu mjög hættu-
lega sóknarlotu á 7. mínútu.
Helgi Númason fékk knöttinn
óvænt á markteig, og skaut fram
hjá markverði Eyjamanrua en Sig
urður Ingi, hægri bakvöður, náði
knettinum áður en hann rann yf
ir marklínuna og sendi hann
fram völlinn
Þar sneru Vestmannaeyingar
vörn upp í sókn og knötturinn
barst til Sævars Tryggvasonar,
sem var óvaldaður innan víta-
teigs Framara og skoraði hann
með föstu skoti. Nokkru síðar
sóttu Vestmannaeyingar aftur.
Aðalsteinn fékk knöttinn á víta
teigshorninu og átti fast skot
að marki. Þorbergur náði ekki
knettinum og héldur ekki Jó-
hannes Atlason, enda þótt hann
stæði í markhorninu. Þar með
höfðu Vestmannaeyingar tekið
forustuna, og tókst Frömurum
ekki að jafna metin þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir.
Vestmannaeyingar geta eink-
um þakkað tengiliðum sínum
þennan sigur, því að þeir náðu
strax föstum tökum á miðjunni.
Auk þess átti vörnin ágætan
leik. Tengiliðir Fram, Baldur
Scheving og Ásgeir Elíasson voru
ákaflega daufir í þessum leik,
og tókst ekki að mata framherj
ana sem skyldi. Einnig vantaði
alla snerpu í framlínuna og var
Elmar Geirss. eini leikmaðurinn
sem ógnaði vörn Vestmannaey-
inga verulega.
þrátt fyrir það nær liðið ekki
vel saman og töluvert bar á
ónákvæmni í sendingum. Beztu
menn voru Þorsteinn Bjömsscxn
markvörður og Sigurður Einars-
en hann var tvímælalaust
sá leikmaður sem mesta athygli
vakti á mótinu.
FH-liðið virðist nú byggjast
upp á þeim bræðrum Erni og
Geir meira en nokkru sin*i fyrr,
og getur það starfað af því a'ð
nokkra af beztu mönnum liðs-
ins vantaði. Þegar svo Geir er
tekinn úr umferð virðist spil
liðsins nokkuð ráðvillt.
Beztu menn FH í mótinu voru
Krístófer markvörður, sem varði
stórkostlega í úrslitaleiknum og
hinn bráðleikni Geir Hallsteins-
son.
KR-ingar komu sannarlega á
óvænt í mótinu og voru óheppn-
ir að vinna ekki Fram. Maður
hefði haldið a'ð það væri mikil
blóðtaka fyrir KR að missa Gísla
Blöndal, en ungir og mjög efni-
legir menn eru komnir inn í
liðið. Beztu menn voru Karl
Jóhannsson, sem sannanrlega er
ekki dauður úr öllum æðum
ennþá, Sigmundur og Hilmar.
ÍR-ingar eiga ungu og efnilegu
liði á að skipa, en svo virðist
að þá skorti reynslu. Kom það
glögglega fram í leik liðsins
gegn FH, þegar slæm byrjun
nánast orsakið uppgjöf um tíma.
Bezti maður Ifðsins er Vilhjálm-
ur, en Ágúst er einnig mjög
efnilegur handknattleiksmaður
og skot hans föst og snögg.
Slæmt eT að jafn gott lið og
Ví'kingur skuli leika í 2. deild,
en það verður ótrúlega nema í
vetur. Jón og Einar eru sem
fyrr máttarstólpar liðsins, en
Þórarinn sem leikur nú með aft-
ur kemur til með að verða drjúg
ur liðsmaður.
Það kom á óvænt hvað Hauk-
ar sýndu lélegan leik í mótinu,
og virðast þeir seint ætla að
komast yfir þann veikleika
sinn að eiga slæmt upphaf í
keppnistímabili. Liðið var mjög
sundurlaust og hélt ekki uppi
sama hraða og þeir voru vanir.
Beztu menn liðsins voru þeir
Þórður og Stefán, en Sigurður
er einnig glúrinn línumaður.
Valsliðið er hvorki fugl né
fiskur, enda vantaði beztu menn
ina í liðið. Þeir eru nú að búa
sig undir síðari Benfica leikinn
og því ekki skynsamlegt fyrir
þá að leika með í mótinu. Beztu
menn í liði Vals voru Bergur
Guðnason og Stefán Sandholt.
— stjl.