Morgunblaðið - 24.09.1968, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.09.1968, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1968 19 Á horni Kirkjustrætis og Aðalstrætis stóð þessi ferning í skjóli trjánna. Næstsíðasti innritunardagur Fjölbreytt og skemmtilegt nám. Símar 10004 og 11109 Málaskólinn MÍMIR Brautarholti 4 (Innritun kl. 1—7). og úti á Granda, þar sem nokkrir bílar standa af gömlum vana, hefur auðvitað enginn orðið var óláta. Um ellefuleytið er uimferðin (hvað mest í miðbænum, en eftir klukkan hálf tólf taka bílar að safnast kringum staði utan Reykjavikur, sem hafa opið all an sólarhringinn. Þar fá menn Heilbrigðisþáttur Um misnotkun lyfja HÉR VERÐUR ekki minnzt á almenna misnotkun lyfja í lækn- isfræðilegum tilgangi, heldur einungis tekið til umhugsunar, hvernig lyf eru notuð nú á tím- um í nautnaskyni, þ.e. til þess að skapa hugarástand, sem sótzt er eftir á svipuðum forsendum og þegar áfengis er neytt í óhófi. Það er ekki fyrr en á síðari áir- um, að misnotkun þessara efna hefur orðið svo víðtæk hér á landi, að hún er að verða þjóð- félagslegt vandamál á sama hátt Oig áfengisvandamálið margum- rædda og margtuggna. Lyf þau, sem hér eru misnot- uð, falla í tvo flokka, örvandi lyf og deyfilyf. Frá lyfjafræði- legu sjónarmiði eru þessi lyf gagnólík, en eiga sammerkt í því að valda annarlegu hugar- ástandi, einskonar ölvun, sem sumir eru sólgnir í. Œíelztu lyf, sem misnotuð eru hórlendis, eru þessi: Deyfilyf: Morfín (ópíum) Pethidin (Sterk kvalastillandi lyf) Mebumalnatrium (Svefnlyf) Valium Librium Mebrobmat (Taugaróandi, vökvaslak- andi). Örvandi lyf: Amfetamin Dexamfetamin Phenmetrazin Dobesin („Hressandi" gegn þreytu, við svefndrunga, megrunar- lyf, lítið notuð íæknisfræði- lega hérlendis). Allmörg dæmi um misnotkun fleiri lyfja í svipuðum tilgangi eru til, en skipta minna málL 'Deyfilyfin eru af ábyrgum mönnum aðeins notuð, þegar brýna nauðsyn ber til og önnur leið er ekki aðgengileg. Svo þjáðir geta menn orðið af líkamskvölum, að hin sterku kvalastillandi lyf hljóta þrátt fyrir allt að teljast meiri blessun en bölvun. Notkun þeirra þyrfti alltaf að vera háð dómgreind sannra mannúðarmanna, sem þekkja skuggahlið þessara efna og vilja eftir getu forða skjól- stæðingum sínum undan því öm urlega hlutskipti að verða for- fallnir lyfjaneytendur. Fólk, sem tekur inn morfín (sem er virkasta efnið í ópium), pethidin eða önnur skyld efni, getur orðið þeim svo háð, að það leitar allra bragða til að ná í þau aftur í hvert sinn, sem áhrifin fara að dvína og afturkastið, sem skortur á þeim hefur í för með sér, dynur yfir. Leiðin út úr þeim ósköpum er löng og sársaukafull, og margir komast aldTei aftur að landi. Nautnin er skammvinn, en þrældómsok ávanans langvar andi. Sönn lífsnautn er þar eng in. Þetta ætti að vera nægileg ástæða til að menn noti ekki sterkustu kvalastillandi lyfin (sem jafnframt skapa sumu fólki óraunhæft sælumók) nema eftir ráði þeirra manna, sem þeir fulltreysta. Sama á við um þau svefnlyf, sem hér eru til um- ræðu, og taugaróandi lyf einnig, ekki sízt mepcrobamatið. Það væri æskilegt að þurfa ekki að nota mebumal og skyld efni sem svefnlyf eða til að sefa æstar taugar, en sá galli er á gjöf Njarðar, að svefnleysi get- ur verið mjög harðvítugur kvilli, sem erfitt getuir verið að vinna bug á án lyfja, og þessi áðurnefndi efni eru enn sem komið er virkustu lyfin. Samt er ástæðulaust að grípa til slíkra lyfja, þó svefn sé lítill eða falli niður nótt og nótt. Oft duga önn ur ráð eins vel; t.d. eru mörg dæmi þess að glas af vel volgri mjólk með teskeið af hunangi hafa reynzt ágætlega við svefn- leysi. Afar oft á svefnleysi rót sína að rekja til persónulegra vanda- mála, sem knýja á dyr, í næði næturinnar og breyta þannig næði í ónæði. Kvíðinn maður, sem veltir sér í rúminu andvaka og eirðarlaus, er ekki í heppi- legu sálarástandi til að leysa vandamál. Vandamál ber að leysa með óþreyttum huga, ef sér í svanginn, en að því búnu aka menn í bæinn að nýju — og er þá ýmist haldið áfram akstr- inuim eða haldið til náða. I. S. — G. S. þess er nokkur kostur. En marg- ir eru þannig gerðir, að þeir skjóta frá sér vandanum á hverj um degi undir því yfirskyni, að önn dagsins skipti xneira málL og mæta svo vanrækslusyndum sín- um afturgengnum í andvökunni. Undir engum kringumstæðum ættu menn að leita á ráðir svefn lyfja, nema að ráði góðra Isekna og að öðrum ráðum frágengn- um. Sá maður, sem gengur að því með dugnaði að leysa eftir beztu getu sín innri og ytri vandamál og velur til þess þær stundir dagsins, þegar starfsget- an er óþvinguð af þreytu og kvíða, þarf mjög sjaldan á lyfj- um að halda til að skapa þá innri ró, sem nægir til þess að svefninn komi. Þetta, að láta lyf koma í stað lausnar vandamálum og viljaeng an sársauka á sig leggja, er að dómi Knud O. Möllers, hins rnerka danska lyfjafræðings, að- alundirrót hinnar miklu deyfi- lyfjanautnar nú á dögum. Það er mannleg eigind að vilja skjóta sér undan sársauka á sál og lík- ama. En allir, sem þekkja þroska lögmál mannsins, vita, að sár- saukalaust nær enginn mann- þroska. Þeir sem temja sér flótta undan sársaukanum, sem átök við viðkvæm vandamál hafa í för með sér, eru ekki sigur- stranglegir í því stríðb sem heitir mannlíf. Þeir glata auk þess þeirri frjóu lífsnautn, sem hreystileg barátta og unninn sigur færa hverjum, sem þorir að taka á og finna til. í kjölfar sársaukaleysis og baráttudeyfð- ar siglir lífsleiðinn, þetta ömur- lega sólskinslausa þokulíf, sem menn reyna svo að rífa sig upp úr með ölvun og æði. í lánleysi sínu reyna menn þokunnar að skapa sér sólskin með því að neyta örvandi lyfja eða með því að deyfa þær homlur, sem halda dýrinu í skefjum. Það eru bleik og skammvinn sólskin, sem þann ig verða til. Og svo koma timb- urmenniirnir á eftir og sú innri vanmetakennd, sem sprettur upp úr því að hafa brugðizt sín- um eigin manndómi, þeirri skyldu, sem hvílir á öllum, sem eru til þess bornir að vera menn en ekki skynlausar skepnur. Skaðánautnir þær, sem menn iðka ('þar með talin ofnautn matar), stafa trúlega flestar af afvegaleiddri þrá eftir lífsnautn. Afvegaleiðslan liggur einkum í því, að maðurinn gerir sér ekki grein fyrir, að sönn og frjó lífs- nautn fullorðins manns fæst ekki ókeypis. Hvort heldur karl eða kona á í hlut, tapast hin upp runalega og ókeypis fengna lífs- Framhald á bls. 31 Engar verðhœkkanir síðastliðin tvö ár Vegghúsgögn í miklu úrvali t.d. 23 gerðir aí veggskápum. Skrifborð, skrifborðsstólar svefnsófar, svefnbekkir Kommóður, ýmsar stærðir Innskotsborð, snyrtiborð sófaborð, símabekkir símahillur, Vipp-hvíldarstólar Vandaðar vörur. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Húsgagnagerð Björns T. Gunnlaugssonar Hverfisgötu 125 — Sími 23272. Múrhúðuriariiet Þakpappi, enskur Ál-einangrunnarpappi Saumur Gluggaplast Gruimaplast Báruplast EGILL ARNASON SLIPPFKLACSHUSINU SIMI 14310 VÖRUAFCHEIDSLA: SKEIFAN 3 SÍMI 38870 Pacer star Sisli ©T. <3ofínsen if. Vesturgötu 45 — Símar 12747—16647. er L j ósprentunarvélin sem allir geta eignazt. Lang-ódýrasta ljósprent- unarvélin á markaðnum. VERÐ AÐEINS KR. 3.084.00 (óbreytt ver8).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.