Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1968 BÍLALEIGAN AKBRAIJT SENDUM SÍIVfil 82347 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. S/mí 22-0-22 Rauðarárstíg 31 ■4^. "“I-44-44 m/UfíoiH Hverfiseötu 103. Siml eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR 4kiphoui21 símab21190 oHirlofcuo 403S1 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaffastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 effa 81748. Sigurður Jónsson. Á börnin í skólann ÚLPUR PEYSUR SKYRTUR BUXUR SOKKAR 0 Keðju-bréfin Velvakandi. Mikill keðjubréfafaraldur gengur nú yfir um þessar mund- ir. Þessi faraldur gýs upp ann- að slagið eins og farsótt .Velvak- andi hefur orðið áþreifanlega var við þetta. Ekki svo að skilja að honum hafi borizt mörg slík bréf — ef til vill vegna þess að sendendum bréfanna finnst hon- um ekki viðbjargandi eða í glöt- un komið, því mjög ríkjandi i þessum bréfum að mömvum sé boð uð tortíming eða eilíf helvítisvist. Aftur á móti hafa ýmsir sent VeX vakanda línu, þar sem þessi bréf eru fordæmd og sýnisrom látin fylgja. Eitt bréfanna er t.d. á þessa leið: „Mig langar til að óska eftir, að Morgunblaðið skori á íslend- inga að stöðva þennan svarta galdurs faraldur, sem meðfylgj- andi bréf er vitnisburður um. Það er gefinn hlutur að saklaust fólk, sem þvílíkt bréf fær í hend- ur, verður furðu lostið og marg- ir verða við hótununum, og þann ig heldur þessi vítahringur áfram að eilífu. — Þeir eru ótaldir, sem leggjast í svartsýni og verða „ólukkufuglar" vegna hugarang- urs, er slík sending hefur fætt af sér. Að sjálfsögðu vilja send- endur engum illt með þessu, held ur er hér framkvæmt 1 hræðslu og hugarvíli. Ég undanskil að sjálfsögðu þá, sem fæddu þennan viðbjóð í upphafi. Fyrir þeim hef ur ekki vakað að verða náung- anum til blessunar. — Stöðvum skömmina. Látum hjátrúna ekki teyma okkur á asnaeyrum.“ Já, þetta er tónninn í bréfun- um. Velvakandi tekur undir með bréfritara: Svörum skömminni. Og það getum við gert á einfald an hátt: Þegar þú færð slíkt bréf, lesandi góður, rífðu það í tætlur ólesið og hentu því í ruslaföt- una. — Óskandi væri að þannig væri hægt að ráða niðurlögum allra farsótta. § Denni dæmalausi Denni dæmalausi I Sjónvarp- varpinu á miklum vinsældum að fagna, ekki sízt meðal yngstu áhorfendanna — en allir eru ekki jafnánægðir með sýningartímann. „Saumaklúbbur" hefur sent Vel vakanda bréf — og raunar fleiri — Þar sem undan þvl er kvart- að, að Denni skuli sýndur á eftir „Erlendum málefnum" á þriðju- dögum. Konurnar vilja fá hann strax á eftir fréttunum, áður en „sá litli" á að fara að sofa. Skap- ar það ýmis vandamál á heimil- inu hve seint Denni er sýndur truflar venjulegan háttatíma og veldur öðrum óþægingum, ja, til dæmis ef konan hyggst skreppa í saumaklúbb, en kemst ekki fyrr en smáfólkið er sofnað. Þessu er hér með komið á framfæri við dagskrárstjóm Sjón varpsins. £ Doktorsgráður og silisium „B“ skrifar: „Kæri Velvakandi. Hér eru tvö atriði, sem mig langar til að fá örlítið rúm fyrir í dálkum þínum: S.l. þriðjudag (17.9.) skrifar „G“ um menntun vestan hafs og austa.n Ég tel víst að „G“ sé að gera lítið úr þýzkum doktors- gráðum í hugvísindum t.d. í lög- fræði og læknisfræði, þar sem námi er nánast ekki lokið fyrr en með þessu prófi. Má vera að „G“ hafi þar nokkuð til síns máls. Hins vegar veit ég, að f raun- vísindum er doktorsverkefnum við þýzka háskóla tveggja til fimm ára ströng vinna að sjálf- stæðum og frumlegum rannsókn um. Vestan hafs mun þetta svip- SENDISVEINN ÓSKflST hálfan daginn, fyrir hádegi. — Upplýsin/gair ekki í síma. SÖEBECH VERZLUN Háaleitisbraut. SANDVIK snjónaglar SANDVIK snjónaglar veita öryggi í snjó og hálku. Látið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þá upp. Það getur borgað sig. GÚJVIMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35, sími 31055 — Reykjavík. að, nema þar vinna „doktorand- ar“ oft með og hér heima hafa doktorar að því er virðist oft- ast unnið sínar ritgerðir að miklu leyti í heimavinnu á kvöldin með fullu starfl Bandaríkjamönnum er vel ljóst að þýzkir doktorar í raunvísindum eru vel að sér og sitja fyrir þeim strax að prófi loknu til þess að fá þá til starfa við sína háskóla. Mér er kuimugt inn þó nokkra islenzka „þýzka doktora", sem nú starfa við banda ríska háskóla. Hitt atriðið eru hinir „ nýju málmar“, sem blöð og útvarp haía tönnlazt á undanfarið í sam bandi við stóriðju á íslandi. Er talað um hina „léttu málma ferró króm og silikon". Með „ferró- króm“ gæti ég hugsað mér að átt væri við blöndu af málunum járni (lat. ferrum) og krómi. Efnið sem þá kemur út hlyti að kallast málm blanda og er raunar stáltegund, en engan veginn „léttur málrnur" Orðið silikon er notað um ým- is kísilsýrusambönd í samsetn- ingum eins og silikon-oíla silik- on-fita o.s.frv. Frumefnið heitir silisum og gætu málfræðingar okk ar spreytt sig á íslenzkara nafni á það ef þetta er það efni, sem átt er við. Annars er mér hulin ráð gáta hvað er átt við með „hinum létta málmi silikon". Ef til vill getur einhver frætt lesendu Morg unblaðsins á því hvað átt er við með orðunum „Ferrókróm og „Sil- ikon“ og væri mjög æskilegt að það væri gert áður en fólk festir sér hina „léttu málma ferrókróm og silikon" í minni. P.S. Að svo stöddu tel ég ekki að fullt nafn mitt skipti máli, en leyfi fúslega að það sé birt, sé þess óskað. Eftir að þetta var skrifað las ég I Morgunblaðinu, að Baldur Lln- dal verkfr. „vill heldur kalla þetta efni silisium" og finnst mér það engin furða. Ég vonast samt til að Velvakandi sjái sér fært að birta þetta bréf sem fyrst. — B“ • Leið 19—20 „Lóa“ skrifar: „Velvakandi góður, mig lang- ar að biðja þig að koma fyrir- spurn til strætisvagna Reykja- víkur, um leið 19-20, Það eru Hagar-Bústaðahverfi, mjög góð leið og mikið notuð. Síðan um H-dag hefur þessi leið verið tek- in af okkur öll kvöld eftir kL 7 og á sunnudögum byrjar akst- ur á henni ekki fyrr en eftir kl. 1. En nú eru það svo margir, sem vinna á laugardögum eftir kl. 1 og líka á sunnudögum fyrir hádegi. Þetta er eini vagninn sem gengur Grensásveg og vest ur í bæ fram og til baka. Ég hringdi í' sumar í S.V.R. og bað um skýringu á þessu. Mér var sagt að könnun á öllum leið- írm hafi verið gerð, og skildist mér að 19-20 bæri sig ekki. En við sem búum á þessum slóðum fáum það ekki skilið. Það er á öllum leiðum mismunandi margt í hverri ferð. Njálsgata-Gunn- arsbraut gengur t.d. á 10 mín- útna fresti og ekki alltaf margt á kvöldin. Væri nú til of mikils mælzt, að 19-20 gengi lengur á kvöldin, þó ekki væri nema ein ferð á klukkutíma. Er þetta ekki þjónusta fyrir borgarbúa? Lóa.“ Veggíöður — verðlækkun Japanska LONFIX veggfóðrið verður selt með allt að 43% afslætti í dag og næstu daga. 8.Í.S. Hafnarstræti, Reykjavík, Verzl. Álfhóll, Álfhólsvegi, Kópavogi. SILFUR I VIÐHAFNAGJÖFIIMA Silfur — vindlakassar Silfur — skálar Silfur — vasar Silfur — bakkar Silfur — kertastjakar Silfur — tóbaksdósir Silfur — pappírshnífar Silfur — göngustafir Silfur — svipur Áletraður silfurgripur verður minnistæð heiðursgjöf í starfi og í félagslífi á afmæli og öðrum há- tíðastundum ævinnar — gripur sem varðveitir árnaðaróskir og minningu dagsins kynslóða milli. Jön íiipmuníl Shorlqripoverzlun >> 3 æ acjur cjnpur er til yndii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.