Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1968 25 ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM: LITLA BÍÓ SVARTI PÉTUR Ekki hafa örlögin hagað svo til fyrr, að leið mín lsegi í Litla Bíó, sem staðsett er að Hverfis- götu 44. Þa'ð var því ekki með það eitt í huga að skoða kvik- mynd, sem ég kom þangað, held- ur einnig til að skoða stofnun. Húsnæðið er hreinlegt og snyrtilegt og afar ólíkt öllum öðrum kvikmyndahúsum, sem ég hef séð til þessa. En sennilega fer vel á því, þar sem hér er um nýja gerð ^tofnunar að ræða. Ekki er mér kunnugt um, hversu vel reksturinn hefur gengið, en sennilegt þykir mér þó, a'ð hann eigi framtíð fyrir sér. Þegar ég setti fram skoðanir, fyrir nokkrum mánuðum, er ég skrifaði um íslenzka kvikmynda gerð, taldi ég litlar líkur til að slíkur klúbbur yrði stofnaður. En það sem hér hefur verið gert er einmitt mjög í anda þess, sem ég þá hafði í huga, og er ég ekki með þessu að reyna að eigna mér hugmyndina að kvikmyndaklúbbnum í Litla- bíói. Sýnist mér af lítilli kynningu, en nokkurri afspurn, að vel sé af stað farið og vonandi að tilraun- in takist. Ekki veitir af að lífga upp á kvikmyndaúrvalið, eins og það hefur verið síðustu sex mánuði. Myndin sem ég sá þarna er hluti af hinni tékknesku Kvik- myndahátíð, sem haldin er þama í september. Nefnist hún Svarti Pétur og er gerð af Milos For- man, einum þekktasta leikstjóra Tékka. Gerði hann meðal annars nær fullri lengd almennrar kvöld sýningar. Hún segix sögu ungs pilts, sem ekki hefur mikla sjá- anlega stefnu í lífinu, né áber- andi hsefileika. Hann þvælist eins og rekald úr þýðingarlausu starfi, sem hann er illa fær um, á innan tóma dansleiki, sem ekkert veita honum, er klaufalegur í um- gengni við stúlkur, skilur ekki foreldra sína og þau skilja ekki hann. Samræðurnar eru dæmigerðar fyrir það umtalaða fyrirbæri — gjána milli kynslóðanna. Þær eru meistaraleg hringiða meiningar- leysis og tilgangsleysis, þar sem flestir hljóta að sjá eitthvert bergmál frá æsku sinni, eða sam skiptum sínum við eigin böm. Það er raunar svolítið dapur- legt að heyra, þegar móðirin yfir heyrir hann um hvað hann hafi verið að gera og með hverjum o.s. frv., að heyra svörin. Þau em sjálfkrafa hálf-sannleikur eða hrein lygi, án þess að nokkurn tíma sé hugsað um að ekki sé verið að segja satt. Því miður em þetta viðbrögð mikils hluta æskunnar í dag. Það þýðir ekkert að láta það ergja sig. Það verður að reyna að bregðast við því, með ráðum, sem ég er ekki fær um að kenna. Það sem Forman er að gera, er ekki að moralisera um vandamál æskunnar og fullorðna fólksins, heldur lýsir hann vandamálið upp, þannig að öðrum verður það Ijósara. Aukamyndin heitir „Við höfn- ina“, tíu mínútna mynd eftir Þorstein Gunnarsson, sem nú er farinn til Prag að læra kvik- myndagerð. Er hann 22 ára áð aldri og þetta fyrsta mynd hans. Svo byrjað sé á göllunum er textinn og lesturinn ekki góður og væri myndin mun betri með minna tali eða jafnvel engu. Um myndatökuna má margt gott segja, þó að Þorsteinn reyni óþarf lega oft að gera eitthvað sniðug- lega, í stað þess að gera það á sem einfaldastan hátt. Fyrst reyn ir hann að ná „stemmingum“, þreytulegum verkamannaandlit- um o.s. frv. Næst kemur skipu- leg „dokumenter“-mynd, sem lýs ir á tiltölulega greinilegan hátt uppskipun og pakkhúsvinnu og í lokin breytist hún í fréttamynd, sem eltir Halldór Kiljan um borð í Gullfoss, af því að hann er kunnuglegt andlit. Allt þetta á tíu mínútum. Samt er þarna margt vel gert, þó að ekki eigi það erindi í sömu kvikmyndina. ÓS blaðburðárfoIk f eftirtalin hverfi: Lambastaðahverfi — Hagamelur — Hofteigur — Grettisgata I — Laufásvegur I — Skóla vörðustígur — Ægissíða — Skerjafj. sunnanfl. Talið við afgreiðsluna í sima 10100 : :'"'Æ ím «.• l í 8 91. « Listdansskóli GuSnýjar Pétursdóttur Kennsla hefst mánudaginn 7. október. Innritun og upplýsingar daglega frá kl. 2—7 í síma 40486. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS { ><><► kvikmyndina „Astir ljóshærðrar stúlku“, sem sýnd var hér á landi fyrir nokkrum mánuðum. Er þetta fyrsta mynd hans sem VANDERVELL Vélalegur Ue Soto BMC — Austin Gipsy Chrysler Buick Chevrolet, flestar tegundir Dodge Bedford, disel Ford, enskur Ford Taunus GMC Bedford, disel Thames Trader Mercedes Benz, flestar teg. Gaz ’59 Pobeda Volkswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine b. Jónsson & Co. Síml 15362 og 19215. Brautarholti 6. 1BIRGIR ÍSL.GUNNARSSON1 HÆSTARETTARLÖGMAÐUR LÆKJARGÖTU 6B SÍMI22120 OPAL SOKKABUXUR eru framleiddar úr úrvals crepegarni. OPAL SOKKABUXUR eru framleiddar af stærstu sokkaverk- smiðju Vestur-Þýzkalands. OPAL SOKKABUXUR eru fallegar og fara sérlega vel á fæti. OPAL SOKKABUXUR eru á mjög hagstæðu verði. OPAL SOKKABUXUR seljast þess vegna bezt. Kaupið aðeins það bezta Kaupið OPAL 80KKA og SOKKABUXUR Einkaumboðsmenn: Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzl. Grettisgötu 6, símar 24730 og 24478. SÍLDARSTOLKUR SÍLDARSTÚLKUR Okkur vantar strax nokkrar vanar síldarstúlkur til Seyðisfjarðar. Saltað innanhúss — fríar ferðir — frítt hús- næði — úrvals aðbúnaður. Upplýsingar á skrifstofu Sunnuvers h.f. í Hafnarhvoli sími 20955 í Keflavík í síma 1136 og Seyðisfirði í síma 147. SUNNUVER HF. SEYÐISFIRÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.